Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 58
Kynning á
hópferðum til
Eystrasalts-
landanna
FRETTIR
Stærðfræðafélagið sendir menntamálaráðherra áiyktun
Mótmæla hugmyndum um
skerðingu námsefnis
FERÐASKRIFSTOFAN Land-
náma efnir hinn 29. maí fyi-st ís-
lenskra ferðaskrifstofa til skipu-
lagðrar hópferðar til Eystrasalts-
landanna, Eistlands, Lettlands og
Litháens, segir í fréttatilkynningu.
Af því tilefni verður haldin ferða-
kynning á löndunum miðvikudags-
kvöldið 24. febi'úar í Þjóðleikhús-
kjallaranum kl. 20.30.
Landnáma hefur fengið til liðs
við sig fiðluleikara frá Litháen,
Martynas Svégzda von Bekker,
sem nýlega var kjörinn listrænn
sendiherra heimalands síns.
Hann mun flytja þjóðlega tónlist
heimalands síns og vel þekkt
klassísk verk ásamt píanóleikar-
anum Steinunni Birnu Ragnars-
dóttur.
Ferðin er liður í samstarfi Land-
námu og Menningarklúbbs Klass-
íkur FM en markmiðið með sam-
starfinu er að auðvelda íslending-
um að sækja listviðburði erlendis
ásamt því að efna til metnaðar-
fullra þemaferða þar sem listum,
menningu og sögu viðkomandi
þjóða eru gerð ítarleg skil, segir
ennfremur.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun, sem íslenska
stærðfræðafélagið hefur sent Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra
um stærðfræðinámsefni í fram-
haldsskólum:
„Islenska stærðfræðafélagið lýs-
ir yfir andstöðu sinni við hugmynd-
ir um skerðingu á stærðfræði-
námsefni í framhaldsskólum sem
koma fram í bæklingnum Enn
betri skóli, og í vinnu við nýja aðal-
námsskrá framhaldsskóla. I tillög-
unum er gert ráð fyrir að námsefni
I brautarkjarna mála- og félags-
fræðabrauta verði 6 einingar, í stað
12 eininga á málabraut og 15 ein-
inga á félagsfræðabraut nú, og í
brautarkjarna náttúrufræðabraut-
ar er gert ráð fyrir 15 einingum í
stað 21 einingar nú. Þessi skerðing
er að hluta réttlætt með því að í
staðinn verði meiri tíma varið í
stærðfræði á grunnskólastigi. I til-
lögum um lokamarkmið grunn-
skólanáms í stærðfræði er ekki sjá-
anlegt að nein ný efnisatriði bætist
við núverandi námsefni grunn-
skóla, heldur er áherslan lögð á
aukinn og bættan skilning nem-
enda á þeim atriðum sem þegar
eru í grunnskólanámsefni. Frá
gildistöku nýrrar námsskrár í
grunnskólum munu líða 10 ár
þangað til þeir nemendur sem hafa
að fullu notið aukins tímafjölda í
stærðfræði í grunnskóla hefja
framhaldsskólanám.
Skerðing á námsefni mála- og fé-
lagsfræðibrauta mun óhjákvæmi-
lega koma niður á hæfni nemenda
til að skilja og meðhöndla töluleg
gögn og hæfni þeirra til að meta og
draga ályktanir af tölfræðilegum
gögnum. Skerðingin á hluta stærð-
fræði í námsefni framhaldsskól-
anna gengur einnig þvert á yfirlýst
markmið menntamálaráðuneytis-
ins um vísindalæsi; í tæknigrein-
um, raunvísindum, náttúruvísind-
um, hagvísindum og félagsvísind-
um er stærðfræði nauðsynlegt
hjálpartæki við framsetningu, úr-
vinnslu og túlkun niðurstaðna.
Einnig má benda á að þorri nem-
enda í kennaranámi kemur af
mála- og félagsfræðabrautum. Ef
þessi skerðing kemur til fram-
kvæmda má gera ráð fyrir að þeir
kennarar sem ekki velja stærð-
fræði sem sérgi'ein hafi sjálfir lært
litla stærðfræði umfram það sem
er kennt í grunnskólum. Þetta er
sérstakt áhyggjuefni þegar tekið
er tillit til hve lítil stærðfræði er í
kjarnaefni kennaranáms.
Náttúrufræðabraut er meðal
annars hugsuð til undirbúnings
fyrir þá nemendur sem hyggja á
nám á háskólastigi í tæknigreinum,
verkfræði, raunvísindum og nátt-
úruvísindum. Meðal þjóða heims
virðist ríkja almennt samkomulag
um hvaða stærðfræði á að kenna í
byrjun framhaldsnáms í þessum
greinum.
Öruggt er að 15 einingar í stærð-
fræði á framhaldsskólastigi nægja
engan veginn til að nemendur geti
tekist á við þá stærðfræði sem
hefðbundið er að kenna á fyrstu ár-
um háskólastigs og einnig mun lít-
ill stærðfræðiundirbúningur koma
niður á námi þeirra í öðrum grein-
um, svo sem efnafræði og eðlis-
fræði. Varasamt er að benda á að
nemendur eigi kost á að velja sér
meiri stærðfræði en kveðið er á um
sem lágmark, bæði er slíkt val
vandkvæðum bundið í skólum sem
byggja á bekkjarkerfi, og í áfanga-
kerfi ræðst framboð valáfanga af
fjárhag viðkomandi skóla, kenn-
arakosti og því hve margir nem-
endur hafa áhuga á viðkomandi
áföngum. Því er ekki tryggt að allir
nemendur muni hafa kost á að
bæta við sig í stærðfræði.
I hugmyndunum í bæklingnum
Enn betri skóli er námsefni fram-
haldsskóla í stærðfræði skert svo
mjög að komið er langt niður fyrir
þau mörk sem verða að teljast eðli-
legur hluti af góðri almennri
menntun af bóknámsbrautum og
nauðsynleg undirstaða fyrir nám í
fjölmörgum greinum á háskóla-
stigi.“
LINDIFURA er áhugaverð trjátegund úr Ölpunum.
Fræðslufundur
um náttúrufar
Alpanna
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæð-
inu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Is-
lands, Mörkinni 6, þriðjudaginn 23. febrúar kl.
20.30. Þetta er fyrsti fræðslufundur ársins í
fræðslusamstarfi Skógi'æktarfélags Islands og
Búnaðarbankans.
Aðalefni kvöldsins er umfjöllun um ferð skóg-
ræktarfélagsins til Austurríkis síðastliðið haust.
Munu Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri og Jón
Geir Pétursson skógfræðingur fjalla um náttúru-
far í Ölpunum í máli og myndum. Sérstaklega
verður fjallað um jarðfræði, alpaflóruna, skóga og
skógrækt.
Léttsveit frá Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun
einnig leika tónlist úr Ölpunum. Allir eru vel-
komnir meðan húsrúm leyfir og verður boðið upp
á kaffi.
Heimahlynning
með opið hús
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudagskvöld 23. febniar,
kl. 20-22 í húsi Rrabbameinsfélags
íslands, Skógarhlíð 8.
Hanna Þórarinsdóttir hjúki'un-
arfræðingur fjallar um missi aldr-
aðra. Kaffi og meðlæti verður á
boðstólum.
-------------
Leiðrétting
Myndabrengl
MYNDIR með viðtölum við sér-
fræðinga í efnahagsmálum skoluð-
ust til í blaðinu á sunnudag. Mynd
af Friðrik Má Baldurssyni, for-
stjóra Þjóðhagsstofnunar, birtist
með viðtali við Má Guðmundsson,
^ , -----
§%. Ur dagbók lögreglunnar
Tólf grunaðir
um ölvun og 8
um hraðakstur
TÓLF ökumenn voru grunaðir
um ölvun við akstur um helgina
en aðeins átta voru stöðvaðir fyr-
ir að aka of hratt. Hinsvegar voru
það 16 sem óku gegn rauðu Ijósi.
Mjög margir ökumenn voru að-
stoðaðir á föstudag vegna ófærð-
ar. Um kvöldið var tæplega fólks-
bílafært á Kjalarnesi og víða
þungfært á húsagötum í Mosfells-
bæ og víðar. Á sunnudag þurfti
að loka Hellisheiði upp úr hádegi
og aðstoða nokki'a vegfarendur.
Á föstudagskvöld var tilkynnt um
krakka í Vogahverfi sem höfðu
fest spotta aftan í bifreið og voru
að láta draga sig á snjóbrettum.
Vart þarf að geta þess hve slíkt
er vítavert ábyrgðarleysi hjá öku-
manninum.
Stuldur og spjöll
í íbúðum
Um hádegið vai' tilkynnt um
innbrot í íbúð í Hólahverfí. Stolið
var myndbandstæki og fleiru. Þá
var tilkynnt um eignaspjöll í húsi
•í Fellahverfi. Þar hafði kona, sem
var að flytja, dregið rúm eftir
stigagangmum og valdið talsvgrð-
um skemmdum. Síðdegis var
maður handtekinn í 'Kringlunni
en hann hafði stolið smáhlutum í
tveimur verslunum. Alltaf er eitt-
hvað um það að fólk sé tekið fyrir
hnupl í verslunum víða um borg-
ina og virðist margt verslunarfólk
vera vel á verði gegn slíku.
Rétt fyrir kl. eitt á laugardag
var tilkynnt um meðvitundarlaus-
an mann í Tryggvagötu. Þarna
höfðu tveir menn verið að slást og
hafði annar fallið og fengið blóð-
nasir. Skömmu síðar var tilkynnt
um þjófnað úr íbúð í Álftamýri
þar sem stolið var talsverðum
verðmætum. Þama mun hafa
verið farið inn með lyklum sem
glatast höfðu nokkru áður. Maður
sló konu í hnakkann með bjór-
könnu á veitingahúsi og fékk
maðurinn að g;ista fangageymsiu
fyrir vikið.
Maðúr var sleginn á veitinga-
húsi í miðborginni. Hann hlaut
áverka á vinstra auga og var
fluttur af lögreglu á slysadeild.
Fremur fátt var í miðborginni
eftir miðnætti, miðlungi mikil ölv-
un en lögreglan þurfti ekki að
hafa afskipti af unglingum. Ekki
þurfti að handtaka nema einn
mann en tveir voru fluttir á slysa-
deild. Rólegt var hjá lögreglunni
og virðist sem fólk hafi hlustað á
veðurspána fyrir nóttina og hald-
ið sig heima.
Um morguninn var bifreið ekið
á ljósastaur við Víkurveg og hvarf
ökumaður af vettvangi. Hann
náðist stuttu síðar og er talinn
hafa-verið ölvaður. Seintá laugar-
dagskvöld var lögreglan kölluð í
hús í Seijahverfi. Þar hafði baðk-
ar yfirfyllst og vatn flætt um.
íbúðina.
OTóþrifalegur farþegi
Rétt eftir miðnætti aðfai'anótt
sunnudags féll maður á Suður-
strönd og meiddist á höfði. Hann
var fluttur á slysadeild. Um svip-
að leyti gekk maður berserks-
gang á heimili sínu í Fellahverfi.
Hann var fluttur í fangageymslu.
Um kl. tvö var maður að sparka í
bifreið í Lækjai-götu. Við hand-
töku réðst hann á lögreglumann
og skallaði hann í höfuðið. Maður-
inn fékk að gista fangageymslu.
Rétt fyrir kl. þrjú var tilkynnt um
innbrot í myndbandaleigu í Hóla-
hverfi. Stolið var tóbaki, sælgæti
og fleiru.
Nokkru síðar var maður í
leigubifreið sem kom auga á vin
sinn og vildi taka hann upp í
leigubifreiðina. Leigubifreiðar-
stjóranum þótti maðurinn of
óþrifalegur til að hægt væri að fá
hann í bílinn. Við þetta reiddist
farþeginn og skemmdi dýrmæta
tölvu í bifreiðinni.
Tveir menn vom handteknir
vegna ölvunar og óspekta. Á
sunnudagsmorgun missti öku-
maður stjórn á bifreið sinni á
VesturlandsvegvVíkuivegi og
lenti bifreiðin á ljósastaur. Meiðsl
ökumanns vom talin minniháttar.
Eftir hádegi var tilkynnt um
þjóíhað á farsíma og fleim úr bif-
reið í Holtunum. Nokkru síðar
var tilkynnt um þjófnað á hljóm-
tækjum og fleim úr bifreið við
Kringluná.
Á sunnudagskvöld var ölvuð
kona á gangi á akbrautinni við
Gullinbrú. Lögreglumenn vildu fá
konuna af akbrautinni en hún
brást hin versta við og réðst á
lögreglumennina. Fór svo að lok-
um að vista varð konuna í fanga-
geymslu.
aðalhagfræðing Seðlabanka, en
engin mynd birtist af Má. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
Röng vefslóð
í baksíðufrétt á sunnudag, um
könnun á viðhorfum nema í Há-
skóla íslands, misritaðist vefslóð
netútgáfu rannsóknarinnar. Hún á
að vera:
wvAv.aet.is/studentai-afhugsjon
eins og réttilega var sagt í grein-
inni á bls. 18.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Athugasemd
Pétur Pétursson þulur hefur
óskað eftir að koma á framfæri eft-
irfarandi vegna frásagnar sinnar í
síðasta sunnudagsblaði, Ljósmynd-
að klukkan 6 að morgni:
Við myndvinnslu hefur skorist
neðan af myndinni og ártalið
þannig fallið niður, en myndin er
frá árinu 1926. Þar sem nefndur er
í frásögninni Hans Kragh er fyrir
misgáning vísað til sonarins og
KR-ingsins Hans Kragh, þegar
það er faðir hans og alnafni sem er
á myndinni. Sá sem vann teikning-
una sem fylgdi myndinni, var
Helgi Hallsson ritstjóri Símablaðs-
ins um árabil, en þau sem báru
kennsl á símafólkið á myndinni
voru Andrés Þormar og Helga
Finnbogadóttir.
Sturtuhorn
. ingu,4raeða6
mmjiykkt.
Ver8 fró
kr. 27,350,- stgr.
VERSiUN FVKIRAUA 1