Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar ásakanir á hendur Clinton
Lögmenn forsetans hafna
ásökunum Broaddricks
Washington. Reuters.
LÖGMENN Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta hafa vísað staðfastlega
á bug ásökunum Juanitu
Broaddrick, 55 ára hjúkrunai-konu
frá Arkansas, um að Clinton hafi
nauðgað henni fyrir rúmlega 20 ár-
um, þegar hann var saksóknari í
Arkansas. David Kendall, lögmað-
ur forsetans, sagði að „ásakanir um
að forsetinn hefði beitt Broaddrick
líkamlegu ofbeldi fyrir 20 áram eru
alfarið rangar“. Tæpar tvær vikur
eru liðnar frá því öldungadeild
Bandaríkjaþings sýknaði Clinton í
máli er byggðist á rannsókn hins
sérskipaða saksóknara Kenneths
Starrs.
I viðtali við Washington Post
segir Broaddriek að hún hafi fyrst
hitt Clinton er hann var í framboði
til ríkisstjóra Arkansas árið 1978
en hún starfaði þá á elliheimili en
vann einnig sem sjálfboðaliði fyrir
framboð Clintons. Segir hún Clint-
on hafa boðið sér í heimsókn á
kosningaskrifstofu hans í Little
Rock. Af fundinum á skrifstofunni
hafi hins vegar ekki orðið en Clint-
on þess í stað stungið upp á að þau
hittust á hóteli í bænum. Eftir
stuttar samræður í einu herbergja
hótelsins hafi Clinton skyndilega
ýtt henni niður á rúmið og komið
fram vilja sínum. Segir Broaddrick
að hún hafi ekki öskrað sökum þess
hversu hratt þetta hefði gerst.
Norma Rogers, samstarfskona
Broaddricks á þessum tíma, segir
að stuttu síðar hafi hún komið á
hótelherbergið og fundið vinkonu
sína í uppnámi og með sprangna
vör, en Broaddrick segir það hafa
verið vegna þess að Clinton hafi
læst tönnunum í varir hennar. Er
hann yfirgaf herbergið hafi hann
horft á hana og sagt: „Þú ættir að
láta klaka á þetta.“ Að því búnu
hafi hann sett upp sólgleraugun og
gengið út.
Broaddriek segir aðspurð hvers
vegna hún hafi ekki sagt sögu sína
fyrr að hún hafi ekki viljað skaða
stjórnmálaferil Clintons. Hún seg-
ist þó sjá eftir eftir því að hafa ekki
greint frá málinu árið 1992, er
Clinton háði harða kosningabar-
áttu við George Bush, þáverandi
forseta Bandaríkjanna. Broaddrick
og Clinton hittust ekki aftur fyrr
en árið 1991 er hann bað um að fá
að hitta hana eftir kosningafund
sem haldinn var á vinnustað henn-
ar. Þar segir hún Clinton hafa
reynt að halda í hönd sína og spurt
hvort hún gæti nokkurn tímann
fyrirgefið sér. Hún hafi hins vegar
sagt honum að fara fjandans til og
gengið í burtu.
Fjölmiðlar
vissu um málið
Bandarískir fjölmiðlar hafa haft
veður af hinu meinta atviki í þó
nokkurn tíma en það er ekki fyrr
en á þessu ári sem Broaddrick hef-
ur fengist til að greina frá því opin-
berlega. Sögusagnir um hina
meintu nauðgun era sagðar hafa
komist í hámæli í Arkansas þegar
árið 1978 og árið 1992 reyndu and-
stæðingar Clintons að fá hana til
að segja sögu sína. Nafn
Broaddricks kom einnig upp í und-
irbúningi máls Paulu Jones gegn
Clinton árið 1997 en lögmenn for-
setans fengu hana þá til að skrifa
undir yfirlýsingu um að aðeins
Umhverfisviðurkenning Reykja-
víkurborgar er veitt fyrirtæki eða
stofhun, sem leitast við að haga
rekstri sínum eða einstökum
rekstrarþáttum í samræmi við
grunnregluna um sjálfbæra þróim.
Til greina koma fyrirtæki eða
stofhanir í Reykjavík, sem á ein-
hvern hátt hafa sýnt slíka við-
leitni. Viðurkenningin verður
veitt formlega á umhverfisdegi
Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní
nk. Viðurkenningin kom í hlut
Olíuverzlunar Islands árið 1998
og var það i annað sinn sem hún
var veitt.
Þeir, sem óska efitir að koma til
greina í ár eða óska eftir að til-
nefna fyrirtæki eða stofhun til
Umhverfisviðurkenningarinnar,
eru vinsamlegast beðnir að fylla út
sérstök eyðublöð, sem liggja
frammi hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, og
hjá Upplýsingaþjónustu Ráðhúss
Reykjavíkur.
Tilnefningum ber að skila á sama
stað eigi síðar en 26. mars 1999.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar
mun óska eftir frekari upplýsingum fró tilnefndum
fyrirtaekjum eða stofnunum og fró þeim aðilum
sem tilnefna.
Frekari upplýsingar fást hjá
Heifbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, sími 562 3022.
WÉjWMBBÉWWÍjMrtpMÍWWWWWWWWWWWWKMMWWÍÉÉMÉWMHíaMWÉÉÍpiMMW
Reuters.
JUANITA Broaddrick ásamt, Bill Clinton og vist-
mönnum á elliheimili í Arkansas árið 1978.
væri um „sögusagnir" að ræða.
Kenneth Starr vissi einnig af mál-
inu og sendi fulltrúa sína til að
kanna það betur. Eftir stutta rann-
sókn á máli konunnar komst hann
að þeirri niðurstöðu að það félli
ekki að rannsókn
hans, þar eð Clint-
on hefði aldrei
reynt að hindra
Broaddrick í að
segja sögu sína.
Það var ekki
fyrr en í grein er
birtist á leiðara-
opnu Wall Street
Journal sl. föstu-
dag að nafn
Broaddrieks var
birt opinberlega.
Sjónvarpsstöðin
NBC tók viðtal við
Broaddrick um
miðjan janúar en
það var aldrei
sýnt. Talsmenn
NBC hafa ekki
viljað tjá sig um
málið. Vitneskja
um viðtalið hafði
þó lekið út og á
veraldarvefrmm
mátti víða sjá get-
gátur um málið
auk þess sem það
kom reglulega upp
í spjallþáttum út-
varpsstöðva. Um
helgina biiti svo
Washington Post viðtal við Juanitu
Broaddrick þai- sem hún segir að
„þungu fargi“ sé af sér létt. Hún hafi
kosið að segja sögu sína nú vegna
þess hversu mikið af villandi upplýs-
ingum um málið væra í gangi.
Jack Straw setur
lögbann á útgáfu
Sunday Telegraph
Breskir Qölmiðlar æfír vegna málsins
Lundúnum. The Daily Telegraph.
UTGAFA breska blaðsins Sunday
Telegraph var stöðvuð sl. sunnudag
í kjölfar þess að Jack Straw, innan-
ríkisráðherra, fékk sett lögbann
með dómsúrskurði á frétt blaðsins
um opinbera
skýrslu þar sem
umdeild lögreglu-
rannsókn á máli
Stephen
Lawrence, svarts
unglingspilts, sem
var myrtur í Lund-
únum árið 1993, er
gagnrýnd harð-
lega. Hefur lög-
bannið valdið giáðarlegum úlfaþyt í
breskum fjölmiðlum sem hafa gagn-
rýnt ráðherrann harðlega fyrir ger-
ræðisleg vinnubrögð og að setja
skorður við prentfrelsi. í kjölfarið
neyddist ráðherrann til að draga
bannið til baka aðeins sólarhring
síðar, þar eð aðrir fjölmiðlar höfðu,
þegar á laugardagskvöld, sagt frá
innihaldi skýrslunnar. í eldheitum
umræðum á breska þinginu í gær-
dag sagðist Straw ekki iðrast þess
að fara fram á lögbann á birtingu
fréttar blaðsins. Hefur Straw fullan
stuðning Tony Blairs, forsætisráð-
herra, en talsmaður Blairs lýsti því
yfir í gær að Straw hefði tekið rétta
ákvörðun.
Sunday Telegraph hafði komist
yfir eintak af skýrslu innanríkis-
ráðuneytisins um Lawrence-málið
svokallaða og hugðist birta forsíðu-
frétt um málið auk útdráttar úr
skýrslunni og ítarlegra fréttaskýr-
inga. Straw, sem hafði fengið veður
af birtingunni frá einni af sjónvarps-
stöðvum þeim sem blaðið hafði gert
viðvart um að stórfrétt væri í aðsigi,
fór fram á það, seint á laugardags-
kvöld, að dómari setti lögbann á út-
gáfu blaðsins. Sagði hann þrjú atriði
valda því að farið hefði verið fram á
lögbann. í fyrsta lagi að birting
fréttarinnar væri brot á trúnaði, í
öðra lagi að breska þingið ætti að
sjá innihald skýrslunnar á undan al-
menningi og í þriðja lagi að birting
fréttarinnar myndi skaða Lawrence-
fjölskylduna. I stað fréttarinnar á
sunnudag birti blaðið risafyrirsögn
þar sem sagði: „Lögbann sett á frétt
Sunday Telegraph um Lawrenee-
málið“.
Frá því að Stephen Lawrence var
myrtur hafa foreldrar piltsins barist
fyrir réttarhöldum yfir fimm hvítum
mönnum sem era sterklega gi-unað-
ir um morðið. Hefur þegar verið
réttað tvisvar yfir þeim án þess að
tekist hafi að sanna sekt þeirra.
Hafa fjölskylda piltsins og fjölmiðlar
í Bretlandi gagnrýnt starfsaðferðir
Lundúnalögreglunnar við rannsókn
málsins harðlega og þær taldar hafa
borið keim af kynþáttafordómum.
í skýrslu ráðuneytisins er Lund-
únalögreglan sökuð um „skaðlega
og stofnanabundna kynþáttafor-
dóma“ sem hafi verið meginorsök
þess að rannsókn Lawrence-málsins
mistókst og að hinir ábyrgu ekki
verið sóttir til saka. The Sunday
Telegraph hugðist birta frétt um að
Paul Condon lögreglufulltrúi, sem
haft hefur yfiramsjón með málinu,
yrði látinn hætta nema hann bæðist
opinberlega afsökunar á fyrri yfir-
lýsingum sínum um að málið hefði
fengið sanngjarna meðferð. Telja
margir að í kjölfar opinberrar birt-
ingar skýrslunnar á morgun, þar
sem mörg viðkvæm mál sem tengj-
ast kynþáttafordómum innan Lund-
únalögreglunnar verða afhjúpuð,
neyðist Condon til að segja af sér. I
viðtali við London Evening Stand-
ard í gærkvöld sagðist Condon hins
vegar ekki munu hætta fyrr en í jan-
úar á næsta ári þegar hann fer á eft-
irlaun.
Málið hefur verið hið vandræða-
legasta fyrir Jack Straw, sem talinn
hefur verið einn af framtíðarleiðtog-
um Verkamannaflokksins. Talið er
ljóst að Straw hafi nú skaðað flokk-
inn með afskiptum sínum af umfjöll-
un fjölmiðla. Hefur hann verið gagn-
rýndur harðlega af ritstjórum
breskra dagblaða, lögregluyfirvöld-
um og stjómarandstöðunni. Þing-
maðurinn Roger Gale, varaformaður
fjölmiðlanefndar íhaldsflokksins
sagði af þessu tilefni: „Mér finnst það
vera fremur skrýtið að stjórn sem lif-
ir á því að leka upplýsingum, vendir
kvæði sínu í krass og segist þurfa að
bera málið fyrst undir þingið. Þetta
er yfirgengileg hræsni".