Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Kennaranám Ar hvert byrjar nýr hópur í fjamámi við Kennaraháskóla Islands til að verða kennarar. Nemendur
þessir eru dreifðir um alla fjórðunga landsins. Gunnar Hersveinn kynnti sér fjarkennaranám og ræddi við kennara
og nemendur um það. Námið er öllum stúdentum opið og er hugsað til að vinna gegn kennaraskorti.
(Fj ar)kenn-
arar mæta
til starfa
• Nemendur skipuleggja tíma sinn
sjálfir og þarfnast því sjálfsaga
• Góðum leiðbeinendum gefst tæki-
færi í fjarnámi til að fá réttindi
FJARKENNSLA hefur
verið stunduð frá Kenn-
araháskóla Islands í einu
eða öðru formi síðustu
25-30 ár. Nokkur reynsla var því
komin á fjarkennslu árið 1993 þeg-
ar ákveðið var að nýta nýjustu
tækni til að sinna fjarkennslunni,
tölvusamskipti. A þessum tíma var
mikil uppbygging á menntanetinu,
nær allir grunnskólar landsins
voru tengdir og kennarar og leið-
beinendur skólanna fengu fræðslu í
að nýta tæknina.
Kennaraskortur hefur verið til-
finnanlegur víða á landsbyggðinni
en þó sérstaklega á nokkrum stöð-
um s.s. Vestfjörðum. Menn sáu leið
til þess að bæta úr þessum kenn-
araskorti með því að bjóða fólki að
stunda nám að heiman, þ.e.a.s.
þurfa ekki að taka sig upp og setj-
ast að í Reykjavík til að stunda
námið.
Fræðslustjórar landsins sem þá
voru átta studdu eindregið þessa
viðleitni KHI. Það er skemmst frá
því að segja að námstilboðinu var
mjög vel tekið af leiðbeinendum í
skólum og öðrum sem áhuga höfðu
á að ná sér í kennsluréttindi.
„Fjarnámið hefur haft mikið að
segja, t.d. á Vestfjörðum og hafa
yfir 20 leiðbeinendur þar útskrifast
sem kennarar,“ segir Karl
Jeppesen, en hann hefur umsjón
með fjarkennslunni í Kennarahá-
skólanum.
120 sækja um 30 sæti
Boðið er upp á nám til B.Ed,-
prófs (90 einingar) sem veitir rétt
til að sækja um kennsluréttindi á
grunnskólastigi. Námið er skipu-
lagt á 7 misserum (3Vá ári).
Frá upphafi hefur verið mikil að-
sókn í námið og hefur oft ekki verið
unnt að taka inn í námið nema tæp-
lega helming þeirra sem sótt hafa
um. Landsbyggðarfólk hefur haft
nokkurn forgang og sérstaldega
fólk frá þeim svæðum þar sem
kennaraskortur er mestur. Og að-
sóknin er að aukast. „Um þrjátíu
sæti sem stóðu til boða árið 1998
sóttu 120 manns,“ segir Karl.
Námið var fyrst auglýst 1993 og
síðan ‘95, ‘96, ‘97 og ‘98 og stefnt er
að því að auglýsa nám íljótlega
sem hefjast mun í haust. Fyrst
voru margir nemendur teknir inn í
einu, u.þ.b. 90, en í hin skiptin voru
teknir um 30 nemendur í hvert
sinn. Meðalaldur þeirra sem hefja
■ Tréskurdarnámskeid
Örfá pláss í mars og aprfl.
Hannes Flosason, simi 554 0123.
nám er 34 ár og eru konur yfir 90%
nemenda. Meirihluti nemenda er í
kennslu eða hefur stundað kennslu
þegar hann hefur nám við skólann
en það er þó alls ekkert skilyrði.
„Leiðbeinendur á stöðum þar
sem kennaraskortur er og sem
skólastjórar mæla sérstaklega með
eiga oft góða möguleika á að kom-
ast inn,“ segir Karl. Leiðbeinendur
í Reykjavík hafa þó líka stundað
þetta nám.
79 konur og 1 karl
Námið fer þannig fram að nem-
endur koma í skólann í upphafi
hvers misseris í 2-4 vikur að sumri
og 1. viku í janúar, en annars fer
námið að mestu fram með tölvu-
samskiptum. „Þetta er mjög mikil-
vægur tími,“ segir Karl, „það er
gott að hafa tekið í höndina á fólki
og kynnst því þegar nám er stund-
að a þennan hátt.“
í staðbundnu lotunum fá nem-
endur inngang hvers námskeiðs og
síðan eru þeir í samskiptum við
kennara sína á Netinu þar sem
þeir fá leiðbeiningar við lausn
verkefna sem þeim ber að skila á
ákveðnum tímum. Flestum nám-
skeiðum lýkur síðan með prófi. Þau
eru oftast tekin á heimaslóðum
nemenda t.d. í gi-unn- eða fram-
haldsskólum nema að um svokallað
heimapróf sé að ræða, en þá sitja
nemendui' heima hjá sér og vinna
að lausn prófverkefnanna í tölv-
unni og fá til þess ákveðinn tíma,
sem getur verið mjög mislangur
eftir gerð og umfangi verkefnanna.
Próftökutími er fyi-st og fremst í
maí og desember. Prófstaðir eru
mjög dreifðir um landið t.d. voru
þeir um 30 í desember síðastliðn-
um auk þess sem prófað var á fjór-
um stöðum erlendis á sama tíma.
Þó svo að fólk sem býr erlendis
hafi ekki verið tekið inn í námið
þegar það hefst þá hefur það komið
fyrir að fjarnemendur hafa orðið
að flytja utan með maka. Þeir hafa
átt þess kost að halda námi sínu við
KHÍ áfram.
Rúmlega 80 hafa útskrifast úr
fjarnáminu, og þar af einn karl-
maður. í ágúst 1996 útskrifuðust
fyrstu nemendumir, 56 konur. Síð-
an hafa 8 nemendur útskrifast og
þar af aðeins einn karl. Síðastliðinn
föstudag, 19. febrúar, útskrifuðust
svo 22 nemendur úr fjamáminu og
5. júní munu um 20 fjarnemar út-
skrifast (þar af einn karl). Einnig
útskrifaðist annar hópur úr fjar-
námi á föstudaginn, 5 nemar sem
lokið hafa meistaraprófi, M.Ed., í
Kennaraháskóla íslands.
Fjamámið er þrenns konar: nám
til B.Ed.-prófs, meistaranám, og
nám í kennsluréttindum fyrir list-
og verkmenntakennara í fram-
haldsskólum.
Hljóð og myndir í fjarnámi
Karl Jeppesen réðst til Kennara-
háskólans árið 1995 til að skipu-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
PJARNEMAR dreifast um allt land en félagslífið getur þrátt fyrir það
verið gott. Föstudaginn 19. febrúar útskrifuðust fjarnemar sem kenn-
arar. Karl Jeppesen er annar frá hægri og Anna Ásmundsdóttir,
kennari í Flúðaskóla, í neðstu tröppu, sjötta frá hægri.
leggja fjarnámið og fá kennara í
námskeiðin í samstarfi við yfir-
stjórn skólans og einnig að hafa
umsjón með því. „Eg held utan um
hópana," segir hann, „en nemend-
ur í fjamámi þurfa meira á því að
halda en almennir nemendur. Þeir
leita mikið til mín, hringja og
senda mér bréf.“
Hann býr til póstlista nemenda
fyrir hvert námskeið en með hon-
um geta allir haft tölvusamskipti
við alla. Einnig eru settar upp
spjallrásir á Netinu vegna ein-
stakra námskeiða. Þær geta bæði
verið fyrir kennara og nemendur
eða bara nemendur. Hópurinn get-
ur þá á tilteknum tímum „talað
saman“ á Netinu. „Mér ber líka að
hjálpa til með að bæta miðlum við í
kennslunni, eins og að nota Vefinn,
myndbönd og hljóðbönd,“ segir
hann, „Vefurinn mun leika stærra
hlutverk í framtíðinni í þessu námi.
Þar verður bæði hægt að nota
myndir og hljóð og leggja inn efni
frá kennurum. Einnig verða spjall-
rásir þar sem nemendur og kenn-
arar verða með hljóðnema og
heymartæki.“
Karl kennir líka námskeið í fjar-
náminu og í myndmenntadeild.
„Ég kenni ljósmyndun, mynd-
bandsvinnslu, kennslutækni, sögu
uppeldisfræði og nokkur önnur
styttri námskeið," segir hann.
Leiðbeinendur
halda starfínu
Eingöngu konur útskrifuðust í
fjarnáminu núna á föstudaginn og
hafa þær verið sjö annir í náminu.
Þetta er fremur stíft nám fyrir
vinnandi fólk en þrettán þeirra
voru leiðbeinendur á tímabilinu og
fjórar til viðbótar hófu störf núna
eftir áramótin. „Nemendum er ráð-
lagt að vera ekki nema í hálfu
starfi,“ segir Karl, „einnig er ljóst
að þeir þurfa stuðning heima.“
Margar konur eru vanar að vinna á
daginn, sjá um matinn og börnin á
kvöldin og námið verður því eins-
konar þriðja starfið þegar það bæt-
ist við.“
Leiðbeinendur fá að halda
kennslunni í skólunum sínum á
meðan á fjamáminu stendur.
Skólastjórar hafa leyfi til að halda í
þessa starfskrafta þótt löggiltir
kennarar sæki um störfin. Einnig
fá þeir launahækkun samkvæmt
samningum eftir hverjar 30 eining-
ar sem þeir ljúka í náminu.
Hverjir útskrifuðust?
KENNARAHÁSKÓLI íslands út-
skrifaði eftirfarandi nemendur úr
fjarnámi með B.Ed. gráðu á föstu-
daginn: Alma Guðrún Frímanns-
dóttir, Anna Kristjana Ásmunds-
dóttir, Anna Ólafsdóttir, Arnfríður
Arnardóttir, Elín Oddný Kjartans-
dóttir, Elva Þórisdóttir, Erna
Valdimarsdóttir, Esther Ágústs-
dóttir, Eva Ósk Eiríksdóttir, Guð-
rún Sveinbjörnsdóttir, Hildur
Sveinbjörnsdóttir, Hjálmfríður
Guðjónsdóttir, Ingileif Ástvalds-
dóttir, Jónína Garðarsdóttir, Krist-
fn Lilja Kjartansdóttir, Margrét
Alda Sigurvinsdóttir, Sigríður
Guðlaug Ólafsdóttir, Steinunn
Njálsdóttir, Særún Sæmundsdótt-
ir, Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
Unnur Sigfúsdóttir, Þórhildur ída
Þórarinsdóttir.
Ur framhaldsdeild útskrifuðust
rneð M.Ed. gráðu: Arna Hólmfríð-
ur Jónsdóttir, Auður Björk Krist-
insdóttir, Erna Jóhannesdóttir,
Oddný Ingiríður Yngvadóttir, Þór-
unn Halla Guðlaugsdóttir.
Úr framhaldsdeild brautskráðust
einnig 15. október 1998 með M.Ed.
gráðu: Guðbjörg Linda Udengard,
Guðrún Alda Stefánsdóttir, Jóna
Guðbjörg Ingólfsdóttir.
Karl segir að lokum að iðulega
veljist gott námsfólk í fjarnámið.
Núna eru þiír hópar eftir í B.Ed.
náminu, sá fjórði bætist við í haust,
einn er í M.Ed. námi og einn í
kennsluréttindum fýrir framhalds-
skólakennara.
Gott félagslíf
Qarnámsnema
Hópurinn sem útskrifaðist á
föstudaginn kallar sig „Jepparnir"
og fékk Karl því skreytingu á
gúmmídekld að gjöf frá honum.
„Félagslífið hjá hóppum var mjög
gott,“ segir Anna Asmundsdóttir,
„það mynduðust sterk tengsl á
milli okkar og við notuðum tímann
vel þegar við hittumst. Við fórum
til dæmis út að borða saman eða í
bíó og jafnvel í línudans."
Anna býr á Miðfelli í Hruna-
mannahreppi og rekur gistiheimil-
ið Nátthaga í Hvítárholti en þar
hefur hópurinn tvívegis gist og
meðal annars farið á hestbak og
siglt niður Hvítá,“ segir hún.
Anna var ráðin til kennslu núna í
janúar í Flúðaskóla og er þar um-
sjónarkennari í 4. bekk. Aður hafði
hún verið þar við æfingakennslu og
afleysingar.
Hún hafði ekki verið í kennslu
áður en hún byrjaði í náminu í
ágúst 1995. „Eftir að hafa búið í
Danmörku í sex ár kom ég heim og
eignaðist tvö yngstu börnin mín en
ég á þrjú. Ég leitaði að leið til að
vera heima með þeim en um leið að
stunda nám og ná mér í réttindi,“
segii' hún.
Anna segir námið vera nokkuð
þétt og nemendur taka þrettán ein-
ingar á önn að meðaltali. „Fjar-
námið hentaði mér mjög vel því
nemendur geta ráðið sjálfir
hvenær þeir stunda það. Það kost-
ar skipulag og sjálfsaga því flestir
eiii líka í vinnu og með heimili,"
segir hún. Námið krefst í raun
ástundunar mest allt árið og verð-
ur sumarfríið um það bil fimm vik-
Tungumál í fjamámi
Fjarnemendur dreifast um land
allt. Nokkur verkefni gera þó ráð
fyrir hópvinnu innan fjórðunga.
„Sunnlendingar unnu saman af
verkefnum áður en nemendur
völdu sérgreinar. Einnig var tölvu-
pósturinn og síminn mikið notað-
ur,“ segir Anna en aðalgrein henn-
ar var danska og aukagrein ís-
lenska, „ég var sú eina á Suður-
landi sem valdi dönsku.“
Ef til vill er hægara sagt en gert
að stunda tungumálanám með
tölvusamskiptum. „Við áttum sam-
töl við kennara í síma og einnig
voru snældur sendar á milli okk-
ar,“ segir Anna, „og það stendur
auk þess til að senda okkur á nám-
skeið í Danmörku." Nýr tæknibún-
aður gerir nemendum tungumála-
nám með tölvum auðveldara.
Hljóðhólf gera nemendum og
kennurum til dæmis kleift að varpa
töluðu máli á milli sín.
Heimapróf á tölvum
Anna tók prófin í Sólvallaskóla,
Fjölbrautaskóla Suðurlands og
einnig nokkur sem voru send í
bréfpósti eða í tölvupósti og tekin
heima „Eitt „tölvu“-prófið var í
raun sólarhringsvinna. Ég hóf það
snemma morguns og lauk ekki við
það fyrr en daginn eftir,“ segir
hún.
Anna segist vera mjög sátt við
fjarnámið og það hafi verið vel
skipulagt. „Karl var með okkur í
einskonar „gjörgæslu“, hann hélt
utan um allt námið og við gátum
alltaf leitað til hans.
Hún segir að lokum að nemend-
ur hafi Netaðgang að bókasafni og
bóksölu Kennaraháskólans og geta
þannig pantað bækur til láns eða
kaups og fengið þær sendar heim í
hérað.