Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
• •
Mál Kúrdaleiðtogans Abdullah Ocalans
ESB hvetur til sann-
gjarnra réttarhalda
Reuters
ÞRIR tyrkneskir saksóknarar á leið til
yfirlieyrslu yfir Abdullah Öcalan í fangelsi á
eynni Imrali í Marmarahafi.
Lúxemborg. Ankara. Reuters.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Evrópusambandsins (ESB)
sendu í gær frá sér sameigin-
lega yfirlýsingu þar sem þeir
segjast vænta þess að tryggt
verði að réttarhöld yfir Kúr-
daleiðtoganum Abdullah
Öcalan verði sanngjöm og al-
þjóðlegum eftirlitsaðilum
leyfður aðgangur að þeim.
Talið er að yfirlýsingin muni
leiða til meiri hörku í sam-
skiptum ESB og tyrkneskra
stjórnvalda en þau vöruðu
ESB um helgina við því að
beita þrýstingi í málinu.
í yfirlýsingunni segir að
þrátt fyrir að ESB virði full-
veldi Tyrklands að fullu,
ætlist það til að Tyrkir leysi
vandamál sín með pólitískum
hætti og að fullt tillit verði
tekið til mannréttinda. „ESB
hefur til hliðsjónar yfirlýsing-
ar tyrkneskra stjórnvalda um
að réttarhöldin yfir Öcalan
verði sanngjörn," segir í yfir-
lýsingu sem utanríkisráð-
herramir undirrituðu á fundi
sínum í Lúxemborg.
Tyrkir gagnrýndu Grikki
harðlega um helgina og sök-
uðu grísk stjórnvöld um að
hylma yfir með Öcalan og að-
stoða skæmliða Kúrdíska verka-
mannaflokksins (PKK) við öflun
vopna. Tyrkneska dagblaðið Hiirri-
yet birti frétt í gær þar sem sagði
að Öcalan hefði tjáð tyrkneskum
saksóknurum að Grikkir hefðu út-
vegað skæruliðum PKK eldflaugar
og ýmis vopn sem þeir notuðu í bar-
áttu sinni fyrir sjálfstæðu Kúrdist-
an. Hafa Tyrkir krafið grísk stjórn-
völd skýringa á því hvers vegna þau
aðstoðuðu Ócalan á flótta sínum
undan tyrkneskri réttvísi.
„Sýndarréttarhöld" í
undirbúningi
Britta Bohler, einn evrópsku
lögmanna Öcalans, sagði í sjón-
varpsviðtali í Þýskalandi í gær að
stjórnvöld í Ankara væru að undir-
búa sýndarréttarhöld yfir Öcalan.
Sagði Bohler að hvorki hún né aðr-
ir lögmenn Kúrdaleiðtogans hefðu
fengið að sjá Öcalan síðan hann var
tekinn höndum og færður til
Imrali-fangelsiseyjunnar í Marm-
arahafi. Lögfræðingum Öcalans
yrðu aðeins gefnir 10 dagar til að
undirbúa vörnina eftir að sakir
gegn honum verða bornar fram
hinn 25. mars. í gær sótti hópur 15
tyrkneskra lögmanna um að fá að
verja Öcalan í réttarhöldunum sem
ráðgerð eru. Margir þeirra hafa
verið ákafir fylgismenn aukinna
mannréttinda í Tyrklandi.
Réttarhöldin sjálf verða senni-
lega ekki fyrr en í apríl næstkom-
andi en um sama leyti verða þing-
kosningar í Tyrklandi. Er tíma-
setningin talin vera einkar heppi-
leg fyrir Bulent Ecevit forsætis-
ráðherra sem berst fyrir endur-
kjöri og er hann líklegur til að nota
meðbyrinn í kjölfar hand-
töku Ócalans sér til fram-
dráttar.
í nýjasta tölublaði
Economist er lýst yfir
áhyggjum af því að enginn
tyrkneskur fjölmiðill hefur
fjallað á gagnrýninn hátt
um harða stefnu stjóm-
valda gegn Kúrdum í suð;
austurhluta landsins. I
ljósi þess og almenningsá-
litsins í Tyrklandi, sem er
andsnúið öllum málamiðl-
unum í átt að sjálfstjórn
Kúrda, er talið líklegt að
ekki sé að vænta opinberr-
ar stefnubreytingar í mál-
efnum þeirra u.þ.b. 15
milljóna Kúrda sem búa
innan tyrkneskra
landamæra.
Handtakan dregur dilk
á eftir sér í Þýskalandi
Stjórnarandstæðingar í
Þýskalandi sökuðu í gær
Gerhard Schröder kansl-
ara um að hafa stuðlað
óbeint að öldu óeirða og
ofbeldis um alla Evrópu í
kjölfar handtökunnar á
Öcalan. I síðust viku tóku
Kúrdar yfir um 20 sendi-
ráð Grikkja og fleiri ríkja í mót-
mælaaðgerðum. Hafa þrír Kúrdar
fallið í þeim átökum. Wolfgang
Scháuble, leiðtogi Kristilegra
demókrata í Þýskalandi, sagði að
Schröder hefði átt að óska eftir
framsali Öcalans frá Ítalíu í nóv-
ember sl. Framsal til Þýskalands
hefði opnað möguleikann á alþjóð-
legum réttarhöldum yfir Öcalan en
margir evrópskir stjórnmálaleið-
togar telja þann kost bestan í stöð-
unni.
Otto Schily, innanríkisráðherra
Þýskalands, varaði við því á sunnu-
dag að ofbeldisverk af hálfu PKK
kynnu nú að aukast. Varaði hann
sérstaklega við sjálfsmorðsárásum
og flugránum. Um hálf milljón
Kúrda býr í Þýskalandi og er starf-
semi PKK bönnuð þar með lögum
líkt og í Tyrklandi.
Reuters
Allsherj arverkfall
í Bangladesh
STUÐNINGSMENN stjórnar-
andstöðunnar í Bangladesh
fóru í mótmælagöngu um götur
höfuðborgarinnar Dhaka í gær.
Mennirnir héldu kyndlum á loft
og hvöttu landsmenn til þess að
taka þátt í ailsherjarverkfalli
sem hefjast átti í dag og standa
í þrjá sólarhringa. Verkfallið er
boðað á sama tíma og kjósa á til
sveitarstjórna í landinu en
stjórnarandstaðan hefur hvatt
kjósendur til þess að virða þær
að vettugi.
Handtökur vegna
Omag'h-tilræðisins
Bc{fast. Reuters, The Daily Telegraph.
LÖGREGLAN á Norður-írlandi
sagðist í gær hafa handtekið
nokkra menn til viðbótar við þá sjö
sem írska og n-írska lögreglan
handtók á sunnudag í tengslum við
sprengjutilræðið í Omagh í ágúst á
síðasta ári þar sem 29 manns fór-
ust og yfir 300 særðust, en tilræðið
er það mannskæðasta í sögu átak-
anna á Norður-írlandi.
Enginn hefur enn verið ákærður
vegna aðildar að ódæðinu en und-
anfamar vikur hafa talsmenn lög-
reglunnar hins vegar sagt að rann-
sókn málsins miðaði vel. Þeir vildu
þó lítið tjá sig um handtökur helg-
arinnar að öðru leyti en því að hóp-
ur manna hefði verið færður til yf-
irheyrslu.
írsk dagblöð gátu greint frá því í
gær að flestir hinna handteknu
væru vel þekktir lýðveldissinnar,
og að sumir þeirra hefðu áður verið
yfirheyrðir vegna gruns um aðild
að öfgahópum lýðveldissinna.
Sagði The Dnily Telegraph frá því
að einn mannanna hefði hlotið
lausn úr fangelsi gegn tryggingu
einungis fjórum mánuðum íyrir til-
ræðið í Omagh.
Bandaríkjamenn gagnrýna Evrópubúa og Japana á fundi sjö helstu iðnrfkja heims í Þýskalandi
Vilja sjá aukinn hagvöxt
í Evrópu og Japan
Bonn. Reuters, The Daily Telegraph.
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR sjö
helstu iðnríkja heims (G7) viður-
kenndu á fundi sínum um helgina
að efnahagshorfur í heiminum
hefðu versnað. Hétu þeir því hins
vegar að bretta upp ermarnar til
að reyna að tryggja aukinn hag-
vöxt.
Ráðherrar G7-nTíjanna, sem
komu saman til dagslangs fundar í
nágrenni Bonn í Þýskalandi á laug-
ardag, ásamt seðlabankastjórum í
löndunum sjö, lýstu jafnframt yfir
miklum áhyggjum vegna efnahags-
vanda Rússlands. Sögðust fulltrúar
G7-ríkjanna tilbúnir til að veita
Rússum aðstoð til að takast á við
erlendar skuldir sínar en að sú að-
stoð ylti á því að Rússar næðu sam-
komulagi við AJþjóðagjaldeyris-
sjóðinn (IMF). Til að ná slíku sam-
komulagi væri hins vegar ljóst að
Rússar yrðu að samþykkja mun
raunhæfari fjárlög fyrir árið 1999
en nýlega fóru í gegnum rússneska
þingið.
Fram kom í máli fulltrúa G7-
ríkjanna, þ.e. Bandaríkjanna,
Japans, Bretlands, Frakklands,
Þýskalands, Kanada og Italíu að
þróunin frá síðasta fundi þeirra í
október hefði þrátt fyrir allt verið
jákvæð. Stöðugleiki virtist vera að
komast á í Asíu eftir samdrátt og
fjármálaöngþveiti, rólegra væri um
að litast á verðbréfamörkuðum,
Evrópusambandið hefði tekið evr-
una í notkun og vextir hefðu verið
lækkaðir í Bandaríkjunum, Evrópu
og í Japan.
„En skilyrði á fjármálamörkuð-
um hafa versnað í nokkrum heims-
hlutum og útlit er fyrir að hagvöxt-
ur í heiminum verði eitthvað minni
en að var stefnt. ÁJirifa fjármála-
ólgunnar er nú einnig tekið að
gæta í öðrum heimshlutum en
þeim sem hún snerti beint,“ sagði í
lokayfirlýsingu fundarins.
Evrópubúar og Japanar
hvattir til dáða
Fjármálaráðherrarnir voru alls
ekki sammála um orsakir þess
efnahagsvanda sem nú steðjar að.
Kenndu Evrópubúar og Japanar
fjármálakerfinu sjálfu um vandann
en Bandaríkjamenn vísuðu til lítils
hagvaxtar í Evrópu og Japan.
Efnahagur í Bandaríkjunum hefur
reynst stöðugri en flestir áttu von
á og mældist hagvöxtur þar á síð-
asta ári 3,7%. Bandaríkjamenn
hafa hins vegar af því áhyggjur
hversu vöruskiptajöfnuður þeirra
er óhagstæður og lagði Robert Ru-
bin, fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, mjög að starfsbræðrum sín-
um að örva hagvöxt í heimalöndum
sínum.
Tók Michel Camdessus, fram-
kvæmdastjóri IMF, undir varnað-
arorð Rubins og minnti fundar-
menn á að Bandaifkjamenn ættu
heiður af um helmingi alls hagvaxt-
ar í heiminum á síðasta ári. Ekki
væri forsvaranlegt að Bandaríkin
öxluðu slíka ábyrgð á hagvexti,
sagði Camdessus, og ítrekaði að
Evrópulöndin og Japan yrðu
einnig að leggjast á árina með
þeim, ekki síst þar sem fastlega
væri reiknað með því að hagvöxtur
í Bandaríkjunum færi minnkandi
og yrði sennilega ekki nema 1,8% á
þessu ári.
„Við urðum sammála um að
styrkja yrði til langframa stoðir
efnahags í Evrópu. Spumingin er
hins vegar hvemig við fóram að
því,“ sagði Hans Tietmeyer, for-
stjóri þýska seðlabankans, Bundes-
bank. Oskar Lafontaine, fjármála-
ráðherra Þýskalands, hefur farið
fremst í flokki þeirra stjómmála-
manna evrópskra sem vilja að vext-
ir verði lækkaðir til að glæða eyðslu
fólks og fjárfestingar. Að sögn Tiet-
meyers mun Wim Duisenberg,
bankastjóri Evrópska seðlabank-
ans, hins vegar hafa gefið sterklega
til kynna að vaxtalækkun kæmi
ekki til greina; peningastefna í
þeim 11 Evrópuríkjum sem tekið
hefðu upp evrana væri nú þegar
„hæfileg og gæfi nægt svigrúm".
Hugmyndum um tengingu
stærstu gjaldmiðlanna hafnað
Fulltrúar G7-ríkjanna eyddu
mestum hluta fundar síns í umræð-
ur um horfumar í efnahagsmálum
en ræddu þó einnig um hvemig
styrkja mætti fjármálakerfið gegn
áföllum. Eins og reiknað hafði verið
með komu Bandaríkjamenn í veg
fyrir að hugmyndir Frakka og
Þjóðveija um frekari tengingu
helstu gjaldmiðla heimsins, dollar-
ans, jensins og evrunnar, næðu
fram að ganga. Munu þeir Rubin og
Alan Greenspan, bankastjóri
bandaríska seðlabankans vera
þeirrai- skoðunar að slíkt myndi
setja peningastefnu Bandaríkjanna
of þröngar skorður.
G7-ríkin samþykktu hins vegar
tillögur Tietmeyers um að setja á
fót nýja eftirlitsnefnd sem fá mun
það hlutverk að reyna að koma í veg
fyrir áfóll eins og þau sem skollið
hafa á Asíu, Rússlandi og Brasilíu
undanfarin tvö ár. Kemur nefndin,
sem hittast mun a.m.k. tvisvar á ári,
til með að samræma vinnu alþjóða-
fjármálastofnana, veita fulltrúum
þeirra tækifæri til að skiptast á
upplýsingum og gefa viðvaranir sjá-
ist vísbendingar um að illa horfi
með flæði fjármagns í heiminum.