Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 47'
SIGURÐUR ÓLAFS
MARKÚSSON
+ Sigurður Ólafs
Markússon
fæddist í Reykjavík
12. maí 1924. Hann
lést aðfaranótt 14.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Eyjólfur Markús
Grímsson, skipstjóri,
f. 7.9. 1894, d. 23.10.
1936, og kona hans
Helga Finnbogadótt-
ir, f. 27.3. 1891, d.
15.2. 1973. Systkini
hans: Jóhannes, flug-
stjóri, og Ástríður,
sem er látin.
Sigurður kvæntist 8. október
1949 Ástu Kristlaugu Árnadótt-
ur, f. 22.11. 1923 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Árni
Krisijánsson, vélamaður, f.
26.11. 1885 í Stykkishólmi, d.
27.12. 1958, og Laufey Árna-
dóttir, f. 24.3. 1895 í Reykjavík,
d. 12.8. 1971. Börn þeirra eru:
1) Árni Ómar, véltæknifræðing-
ur, f. 29.9. 1951 í Reykjavík,
kvæntur Sigríði Hjaltested,
Vatnsenda, og eru börn þeirra
Sigurður Styrmir,
f. 1969, Árni JökuII,
f. 1973, og Sigur-
laug Björg, f. 1983.
2) Sigurður Mark-
ús, skipamiðlari, f.
9.8. 1954 í Reykja-
vík, kvæntur
Ágústu Þorláks-
dóttur, Dalvík. 3)
Ásta Lára, f. 11.3.
1961, hennar mað-
ur er Kjartan
Kjartansson, f. 1957
í Reykjavík og eru
börn þeirra Mark-
ús, f. 1991, Sindri, f.
1994 og Sæþór, f. 1997.
Sigurður hóf sjómennsku 1945
og starfaði m.a. hjá Landhelgis-
gæslunni og Skipaútgerð ríkis-
ins um árabil ásamt því að reka
eigið skipafélag. Hann gekk í
Skipsljórafélag íslands 10. nóv-
ember 1969. Sigurður starfaði í
Oddfellowreglunni um áratuga-
skeið.
Útför Sigurðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi, við erum öll orðlaus
þessa dagana og bíðum eftir að
vakna af martröðinni.
Eg get ekki lýst því hvað ég
sakna þín mikið og hvað allt er tómt
þar sem þú áður varst, orðin eru fá-
tækleg hjá mér í þessari kveðju
miðað við það sem þú gafst okkur
öllum, elsku pabbi minn.
Litlu afakarlarnir misstu mikið
að missa þig, besta afa i heimi.
Ég skrifa því til þín það sem spá-
maðurinn sagði um gleði og sorg,
því ég veit að þú last mikið úr þeirri
bók.
„Sorgin er gríma gleðinnar og
lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum og hvernig ætti
það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin gref-
ur sig í hjarta manns, þeim mun
meiri gleði getur það rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín
þitt, brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mild-
ar skap þitt, holuð innan með hníf-
um?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að að-
eins það sem valdið hefur hryggð
þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert
sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.
Sum ykkar segja: í heimi hér er
meira af gleði en sorg, og aðrir
segja: Nei, sorgirnar eru fleiri. En
ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast
saman að húsi þínu, og þegar önnur
situr við borð þitt, sefur hin í rúmi
þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorg-
ar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum
dauðu stundum. Þegar sál þín vegur
gull sitt og silfur á metaskálum,
hlýtur gleðin og sorgin að koma og
fara.“
Elsku pabbi, besti pabbi í heimi,
eins og ég sagði oft. Við biðjum guð
að geyma þig og líka að styrkja
mömmu, því hún þarfnast þess, við
pössum hana fyrir þig.
Ásta Lára.
Hreysti og glæsileiki eru þau
orð, sem fyrst koma upp í huga
minn, þegar ég hugsa til Sigurðar
Olafs Markússonar skipstjóra.
Dökkur á brún og brá, sterklegur,
kvikur í hreyfingum og fullur af
lífskrafti. Augun tindrandi af fjöri
og glettni. Þrátt fyrir að Sigurður
hafi verið meðalmaður á hæð, held
ég að engum hafi dulist að hann var
kraftamaður. Enda stundaði hann
líkams- og heilsurækt frá unga
aldri.
Ég man fyrst eftir Sigga, en svo
nefndi ég hann ætíð, þegar ég var
um þriggja ára gamall. En þá leigði
móðursystir mín, Ásta, herbergi á
heimili mínu á Haðarstígnum. Þau
Siggi voru þá í tilhugalífinu og man
ég glöggt heimsóknir hans til henn-
ar. En Sigga þótti gaman að ærsl-
ast við strákinn. Seinna fékk ég að
fara með honum niður á höfn og um
borð í skip hans og skoða hátt og
lágt. Þetta voru mér ógleymanlegar
stundir ásamt þeim óteljandi, sem
síðar urðu. Þá kem ég til með að
sakna heimsókna hans til mín á
skrifstofu mína og þykir verst að
hafa oftar en ekki haft alltof lítinn
tíma til að spjalla við hann þar. En
til þess fundum við önnur tækifæri,
sem betur fer.
Ásta frænka mín og Siggi giftust
hinn 8. október 1949. Þau hefðu átt
gullbrúðkaup á þessu ári. Þau hófu
búskap í Grjótaþorpinu, en hófu
fljótlega að byggja sér einbýlishús í
Skógargerði. Það gerðu þau að fal-
legu og myndarlegu heimili og þar
uxu börnin þeirra þrjú úr grasi. Þar
kom fjölskylda mín tíðum saman og
átti góðar og eftirminnilegar stund-
ir. Gestrisni og höfðingsskapui- var
þar ætíð einkennandi og fjörlegar
umræður um menn og málefni. Nú
í lok síðasta árs fluttu þau í nýja og
glæsilega íbúð við Lautarsmára í
Kópavogi og hugðust eyða þar ævi-
kvöldinu. Man ég, að Siggi sagði
mér stuttu eftir kaupin, að þar sæ-
ist til sjávar. Hefði það gert útslag-
ið. Mikil tilhlökkun var í brjósti
þeirra vegna hýbýlaskiptanna og
þein-a umskipta sem þeim fylgdi.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Siggi hafði sterkar meiningar um
þjóðmál og kunni þeim góð skil.
Pólitík var honum hjartans mál. En
hann var flokksbundinn Alþýðu-
flokksmaður og studdi þann flokk
dyggilega. Vann hann ötullega íyrir
flokkinn í kringum kosningar, þeg-
ar hann mátti því við koma.
Siggi var maður vel lesinn og víð-
sýnn. Ekkert mannlegt var honum
óviðkomandi. Bar hann hag alþýðu
og þjóðar mjög fyrir brjósti. Lestur
góðra bóka var honum tamur og
notaði hann vel frístundir sínar til
sjós til þess. Þess bar þekking hans
á bókmenntum og þjóðmálum.
merki. Þá kunni hann að meta góða
tónlist og var Louis Armstrong í
miklu uppáhaldi hjá honum. Osjald-
an var plötu með Louis brugðið á
fóninn á góðri stundu. Siggi var
gleðimaður og naut þess að gera
sér dagamun og eiga stund meðal
fjölskyldu og vina.
Siggi var vinamargur. Hann
ræktaði vináttuna og var með af-
brigðum tryggur og trúr. Sérstak-
lega gagnvart þeim, sem eitthvað
bjátaði á hjá eða höfðu orðið fyrir
áfalli. Er ég sérstaklega þakklátur
honum fyrir þær mörgu heimsóknir
og stundir, sem hann átti með föður
mínum á Hrafnistu í Hafnarfirði,
en þær voru föður mínum ómetan-
legar og mikill styrkur í veikindum
hans. Veit ég til þess að aðrir sjúkir
vinir hans og vandamenn urðu
þessa mannkærleika aðnjótandi.
Siggi lét mannúðarmál til sín
taka og tók virkan þátt í starfsemi
Oddfellowreglunnar. Átti ég því
láni að fagna að vera með honum í
stúkunni Þorkeli Mána í tvo ára-
tugi. Var hann ötull að hvetja mig
til að mæta á fundi. Þá er einnig að
minnast margra góðra stunda eftir
fundi með félögum okkar í regl-
unni. En þar var Siggi hrókur alls
fagnaðar. Verður hans sárt saknað
í þeim hópi.
Elsku Ásta mín, Árni Ómar,
Siggi yngri, Ásta Lára og fjölskyld-
ur ykkar. Megi almættið styrkja
ykkur og efla í sorginni og söknuð-
inum. Minningin um góðan dreng
og traustan mun lifa. Hún er mér
og mínum kær og mikilvæg.
Róbert Árni Hreiðarsson.
Þeim eru greinilega engin tak-
mörk sett, duttlungum tilverunnar.
Það er eins og sjálfur hverfulleik-
inn sé þar endalaus og allsráðandi.
Ekkert sjálfgefið eða öruggt - ann-
að en upphaf og endir. Restin að
mestu óræð gáta. Því segi ég gáta,
að mér er það til dæmis allsendis
óskiljanlegt, að hann Sigurður Ó.
Markússon, fyn-verandi skipstjóri
og sundfélagi, skuli vera allur -
svona óvænt og stuttu eftir mjög
hressilegt þorrablót okkar pottor-
manna í Laugardal, þar sem menn
sátu og átu - geislandi af lífi og
heilsu - angandi af heilbrigðri
blöndu af þorra, Eanabrennivíni
Steingríms Hermannssonar og
klór. Líka kafteinn Sigurður. Og
var það ekki einmitt hann kafteinn
Sigurður, sem bar af flestum pott-
ormum í sínu líkamlega atgervi?
Enn með herðarnar vel útfyrir
mitti og lendar - nokkuð sjaldséð í
okkar liði - og kassann nánast í há-
stöðu. Sem sagt reffilegur og áber-
andi myndarlegur karl, sem þurfti
ekki að rembast og blána á innsog-
inu, þegar hann mætti kvenlegri
fegurð á bökkunum. Enda var hann
með okkur í tækjasalnum í kjallai'-
anum og sæmilega iðinn við kolann.
Og hann, sem var einmitt í þann
mund að ná af sér báðum Carls-
bergaukakílóunum, sem hann hafði
safnað undir belti, á meðan hann
dvaldi um hríð hjá ástvinum og ætt-
ingjum í Danaveldi, þar sem ver-
öldin er bæði flöt og án útilauga.
En þótt pottormar álíti sig yfir-
leitt vera töluvert fyrir augað - sér
í lagi vegna heilbrigðrar útgeislun-
ar - þá vilja þeir ekki síður vera að-
laðandi innvortis. Þeir eru flestir
málgefnir yfir meðallagi, enda ofur-
forvitnir að upplagi. En þeir geta
líka verið nokkuð ýtnir og stórlynd-
ir og jafnvel stjórnlyndir - eigin-
lega kafteinar að eðlisfari. Þess
vegna small alvöru kafteinninn afar
vel í hópinn.
Með okkur Sigurði tókust ágæt
kynni. Pólitík var uppistaðan í við-
ræðum. Hann var með innrétting-
ar jafnaðarmannsins og vildi því
samfylkingunni vel. Sagðist hafa
kosið í prófkjörum hennar - bæði í
Reykjavík og á Reykjanesi - svona
til að sýna þeim almennilegan
stuðning í verki. En Sigurður
spáði mér hins vegar litlu sem
engu á vegum Frjálslynda flokks-
ins. Vildi heldur hafa mig áfram
sín megin.
Hið hlýlega og þægilega viðmót
Sigurðar gerði hann að góðum pott-
ormi. Því söknum við félagar hans
nú vinar í stað, þegar hann hverfur
svona skyndilega og án fyrii-vara.
En þetta er víst partur af fyrr-
nefndum duttlungum og við því
verður ekkert gert.
Um leið og pottonnar úr Laugar-
dalslaug kveðja góðan félaga, senda
þeir eftirlifandi ættingjum og ást-
vinum Sigurðar sínar innilegustu
samúðarkveðjur - í þeirri einlægu
von, að kafteinninn megi sigla fram
á nýjar og spennandi heilsulindir
nýrra vídda, þar sem hann næði ör-
uggu forskoti á okkur hina, sem
höldum áfram í kjallaranum - um
óákveðinn tíma.
Gunnar Ingi Gunnarsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN JÓHANNSSON
frá Syðra-Lágafelli,
Lyngbrekku 5,
Kópavogi,
er látinn.
Útförin auglýst síðar.
Svava Sigmundsdóttir,
Jóhann M. Kristjánsson, Unnur Arnardóttir,
Margrét Kristjánsdóttir,
Borghildur J. Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Hellisgötu 33,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
19. febrúar.
Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Steingrímur Atlason,
Einar Steingrímsson, Steinunn Halldórsdóttir,
Atli Steingrímsson, Erla Ásdís Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BÖÐVAR PÉTURSSON
verslunarmaður,
Skeiðarvogi 99,
lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
sunnudaginn 21. febrúar.
Halldóra Jónsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR LÚÐVÍK SAMÚELSSON,
lést á heimili sínu sunnudaginn 14. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Við þökkum öllum vinum og vanda-
mönnum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför.
Kristín, Þorleifur og Erna,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar,
LÁRA ÁSGEIRSDÓTTIR NIELSEN,
lést sunnudaginn 14. febrúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ruth Sörensen,
Yvonne K. Nielsen,
Rudolf Nielsen,
Örn Nielsen.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR HELGASON
húsgagnasmiður,
Leirutanga 41 a,
Mosfellsbæ,
sem lést laugardaginn 13. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun,
miðvikudaginn 24. febrúar, kl. 13.30.
Elsa Guðmundsdóttir,
Arnar Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Ásgeir Guðmundsson, Erla Hallbjörnsdóttir,
Anna Kristín Einarsdóttir, Guðmundur Helgi Guðmundsson,
Kristján Pétur Einarsson, Þóra Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
V.