Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gunilla Möll-
er sýnir 1
Stöðlakoti
NÚ stendur yfír sýning
Gunillu Möller á olíumál-
verkum og teikningum í
Stöðlakoti, Bókhlöðustíg
6.
Gunilla er fædd árið
1940 í Svíþjóð en hefur
verið búsett í Frakklandi,
Danmörku og á íslandi og
stundaði nám í Myndlista-
skóla Reykjavíkur og í
Danmörku 1984-91, m.a.
grafík hjá prófesor Hen-
rik Boetius.
Þetta er önnur einka-
sýning Gunillu á Islandi.
Hún hefur tekið þátt í
samsýningum í Dan-
mörku og hér heima,
haldið einkasýningar í
Lyngby Kunstforening
1991, Det Italienske Kult-
urinstitut í Kaupmanna-
höfn 1991 og á Mokka við
Skólavörðustíg 1996.
Sýningin er opin dag-
lega frá kl. 14-18 og lýkur
sunnudaginn 7. mars.
Ljóðræn-
ir vefír
LJÓÐRÆNA fjallsins.
listiðnaðarskólanum í Gautaborg og
starfaði um skeið að iðnhönnun, en
fluttist 1960 til Kiruna og hefur síð-
an starfað þar að list sinni og haldið
fjölda einkasýninga heima og er-
lendis og tekið þátt í ótal samsýn-
ingum. Þá hefur hún gert fjölda
skreytinga í opinberar byggingar,
sumar risastórar eins og í kirkjuna í
Luleá, sem er 35 metra ofið verk.
Myndefnin sækir hún til náttúrunn-
ar eins og nöfnin bera með sér og
þau geta minnt á margvísleg fyrir-
bæri svo sem fjöll, indíánatjöld,
flugur í yfirstærð, veðrabrigði og
þunga sem fislétta fyrirferð tengda
j arðarmöttlinum.
Johansen dvaldi í tvo mánuði í
gestavinnustofu Hafnarborgar á
miðju ári 1997 og álítur að sá tími
hafi verið mjög notadrjúgur fyrir
sig og á tímaskeiðinu varð einnig sú
breyting á verkum hennar, að hvíti
liturinn náði yfirhöndinni. Jöklarn-
h-, fjöllin, hraunin, vötnin og fram-
streymandi elfan tóku hug hennar
fanginn og sér þess stað í sumum
verkanna bæði formum og ht. En
það er líkt og hún hafi ekki ennþá
melt áhrifin til fulls og á stundum
eru þetta frekar sundurlausar form-
anir líkt og að hugarflugið hafi borið
útfærsluna ofurliði og hún hafi
gleymt lögmálum hnitmiðaðrai-
formskipunar en þar er náttúran
einmitt mestur byggingarmeistar-
inn. Jai-ðbundnust er listakonan í
verkinu „Ljóðræna fjallsins“, sem
hún álítur að hafi valdið þáttaskilum
í lífi sínu og tengir saman listir og
vísindi. Að þessu mikla verld starf-
aði jarðfræðingur með henni og
upplýsti hana um eðli jarðflekanna,
milljón ára tilvist þeirra og átökin
sem eiga sér stað í jörðu niðri. Þetta
hefur verið afar giftudrjúg sam-
vinna því hið þrískipta verk verður
þeim mun áleitnara sem maður
nálgast það oftar. Mjög athyglisvert
hve miðhlutinn sem er sýnu minnst-
ur gegnir miklu hlutverki, er líkast-
ur miðsóknarafli sem heldur hinum
ólgandi formaheildum beggja vegna
í skefjum, auðgar þær og mildar,
eitthvað í líkingu við htla tóninn í ní-
undu sinfóníu Beethovens, sem í
upphafi er ofurveikur og fjarlægur
en sigrar þó og yfirgnæfir reginöfl-
in að lokum. I miðhlutanum er hiti
og ljóðræna í samræmdum sam-
þjöppuðum vef sem vinnur svo vel á
móti hinum opnari og órólegri
heildum til beggja handa og heldur
SKAFTAFELLSJÖKULL
þeim í skefjum, verður þeim áleitn-
ari sem maður skoðar þríhljóminn
oftar. Þetta mun vera eitt af lykil-
verkunum á ferh listakonunnar, eitt
það veigamesta, því hún mun jafnan
hafa það í farteskinu varðandi hinar
viðameiri framkvæmdir, er vera
elsta verkið á sýninguni en hinar
munu frá síðustu árum.
Þetta er mikilsháttar sýning, sem
hefur útheimt mikla vinnu að koma
hingað og setja upp, þótt maður
geri ráð fyrir að á þeim vettvangi
hafi hstakonan milda reynslu og
þjálfun. Hafnarborg er þó naumast
vænsti kosturinn fyrir þessa gerð
myndverka vegna þess hve parket-
gólfið tekui' mikið í og blandar sér í
leikinn, ásamt því að stöðluð lýsing;
in takmarkar svigrúm blæbrigða. I
kynningarbæklingi sem frammi
liggur sjáum við til að mynda, hve
gólf og loftverkin njóta sín miklu
betur móti einshtu gólfi hsthússins í
Luleá en í listamannahúsinu í
Stokkhólmi, ásamt því að sam-
ræmdur heildarsvipurinn verður
sterkari. í ljósi þess að salurinn í
Hafnarborg er að sama skapi full
takmarkaður fyrir jafn fjölþætt
verk hefur uppsetningin tekist
þokkanlega, einkum í útbrotinu til
vesturs, en ég skil síður að engar
upplýsingai’ varðandi tímalega til-
urð myndanna skulu liggja frammi.
Það voru svo lágmyndir svo sem
Skaftafellsjökull, (11), í ljósaskipt-
um, (12) og Jökulbirta (13), sem í
samþjöppuðum einfaldleika og þó
fjölbreytni sátu fastast í heilakii'n-
unni eftir nokkrar yfirferðir, eink-
um fyrir heillegan samnma ólíkra
forma.
Bragi Ásgeirsson
MYNDLIST
Hafnarburg, aðalsalir
VEFIR
GUNJOHANSSON
Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað
Þriðjudaga. Til 1. mars. Aðgangur
200 krónur.
ÞAÐ hefur margt verið að gerast
í heimi vefsins á Norðurlöndum síð-
ustu áratugina og ýmsu því bregður
fyrir í verkum sænsku hstakonunn-
ar Gun Johansson. I þeim eru þó
tveir þættir helst áberandi, sem er
togstreita milh þess hefðbundna og
framsækna. Sjálfn- vefimir geta
verið með mjög sígildu sniði, en í
framhaldinu bútar hún hið hefð-
bundna niður í margvíslegar eining-
ar svo úr verða lágmyndir, frístand-
andi skúlptúrar eða svífandi óróar,
mobile. Þannig nálgast hún ahar
þekkjanlegar útgáfur hins sígilda
myndverks, hins tvívíða flatar, lág-
myndarinnar, hinnar jarðbundnu
þrívíðu fyi-irferðar og hins upphafna
svífandi skúlptúrs í anda flugdrek-
anna og loftfai'anna. Maður fer
langt í að vera sammála þeirri stað-
hæfingu, að þetta séu ekki endilega
textflar í hefðbundnum skilningi,
heldm- byggingarfræðileg mynd-
verk og skúlptúrar gerðir í vef- og
textfltækni.
Listakonan hlaut menntun sína í
VERK eftir Gunillu Möller.
Vind-
myndir
MYIVDLIST
Mokka, Skólavörðustfg
BLEKTEIKlVIjVGAK
GIIDMEIVDUR RÍÍIVAR
LÚDVÍKSSOIV
Til febrúarloka. Opið daglega frá
9-23.30. Sunnudaga frá 14-23.30
ALLT frá því Jackson Pollock
fór offari á dúknum með slettum,
skvettum og gusugangi hefúr
hugmyndinni um listvél - ein-
hvern sjálfvirkan útbúnað sem
gæti hugsanlega leyst manns-
höndina af hólmi - æ oftar
brugðið fyrir í umræðu manna
um framtíð myndlistar. Svo
miklu róti kom Pollock og ný-
stárleg tækni hans á hug manna
að simpönsum var plantað fyrir
framan málaratrönur svo þeir
gætu gert eins og meistarinn;
búið til skyndi-
verk og þar með
sannað að hver
bjáni kynni að
mála eins og
frægustu lista-
menn ef hann
fengi aðeins til
þess réttu tólin.
Alhr létu til
skarar skríða um
svipað leyti.
Andy Warhol
lýsti yfir vilja sín-
um til að búa til
vél sem málaði;
þannig gætu allir
orðið listamenn
og öðlast heims-
frægð í fimmtán
mínútur.
Skömmu áður
fóru þau Paul
Newman og
Shirley
MacLaine á kost-
um . í kvikmynd
sem fjallaði um
framúrstefnumál-
ara sem smíðar
sér vél til að auka
leti sína og afköst, en deyr síðan
af völdum hennar.
Gott ef svissneski myndhöggv-
arinn Jean Tinguely var ekki
ábyrgur fyi-ir smíði verkfærisins
í myndinni. Hann var hvort sem
er að smíða teikni- og málaravél-
ar af ýmsum stærðum og gerð-
um um 1960 sem framlengingu á
huga sínum og hendi. Síðar urðu
alls konar blekslettivélar ein-
kennandi fyrir vélvæddar högg-
myndir Rebeccu Hom. Þannig
byggir Guðmundur Rúnar Lúð-
víksson Veðurteikningar sínar á
langri hefð vélrænnar framleng-
ingar í myndlist.
Reyndar er þessi hefð ennþá
margbrotnari því að í byrjun 8.
áratugarins létu þeir félagamir
Sigurður Guðmundsson og
Hreinn Friðfinnsson vindinn
hjálpa sér við gerð verka sinna.
Teikning Sigurðar Prójekt fyrir
vindinn, frá 1971 - gerð á
Cornwall, Englandi - og högg-
myndaverk Hreins Fimm hlið
fyrir sunnanvindinn, frá 1972,
vora verðugar tilraunir til að fá
rokið í lið með sér.
En þó svo að htið fari fyrir
framleikanum í teikningum Guð-
mundar Rúnars er útkoman hin
fegursta. Vindurinn bærir fjaður-
pennann svo að hann krassar hn-
ur sínar á blað; stundum með
ýmsum htum öðram en svörtum.
Með hjálp sólarhringsteikninga
hans má sjá ríkjandi vindáttir
sem misþétt krass á pappímum
svipað jarðhræringaritun. Teikn-
ingamar á Mokka verður því að
telja til þróaðrar hstar, því eins og
Freud benti á þá lýsir framvinda
mannfélagsins sér í stöðugri
framlengingu líkamans. Maðurinn
var að hans mati maður sökum
þess að hann er eina dýrið sem
getur látið vélamar bæta sér upp
takmarkanir hkamans.
Halldór Björn Runólfsson
EIN af myndum G.R. Lúðvíkssonar á Mokka.
I