Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
Gæsabrauð vigtað
Borgaryfirvöld hafa sætt ásökunum um að þau svelti fuglana á
Reykjavíkurtjöm og því hefur verið ákveðið að bregða á það ráð að vigta
hvem brauðmola sem borinn er í þá. " n 11
EKKERT bruðl telpa mín, bara koma með litla brauðmola handa gæsaskömmunum.
Sorpa semur á ný um flutninga á kurli og sorpböggum
Samið við þann sem
átti næst lægsta tilboð
STJÓRN Sorpu hefur samið við ís-
landsbíla-Flutninga ehf. um flutn-
ing á sorpböggum og kurli til sex
ára. Tilboðsupphæðin er 250 millj-
ónir króna og er samið við fyrirtæk-
ið á grundvelli tilboðs þess frá 31.
mars í íyrra, en Sorpa rifti um ára-
mótin samningi við þann sem upp-
haflega tók að sér verkið. Tilboð Is-
landsbíla-FIutninga ehf. var næst
lægst í röðinni af þeim sem buðu í
verkið í heild.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, sagði að upp-
—
Nicotíneir
Tvær leiðirtil að
hætta!
Nicotinell býður upp á tvær árangursríkar leiðir
til að losna við reykingarávanann.
Nicotinell nikótínplásturinn. Einn plástur á dag
heldur nikótínþörfinni niðri allan sólarhringinn.
Nicotinell plásturinn fæst með þremur styrkleikum.
Nicotinell nikótíntyggjóið hefur sömu eiginleika
°g venjulegt tyggjó og fæst bæði með piparmyntu-
og ávaxtabragði. Nicotinell tyggjóið
fæst með tveimur styrkleikum.
.M/
Komdu í næsta apótek og fáðu bæklinga
um það hvernig Nicotinell plásturinn
og Nicotinell tyggjóið hjálpa þér
i baráttunni við tóbakið.
Thorarensen Lyf W
V.tn.g.tí.r 18 • 104 keylcj.Wk Sfmi >68 6044
1/11Som sem hjálparefni til þess aö hætta roykingum. Aöems má nota lyfið ef re>
í' ,5?™ ^Sn,arur þvl ,u99lð er- frásogast f munninum og dregur úr fráhvarlseinkennum þegar reykfngum
má tvnóJi fh»iri óe*n“'.h®9j °0 róleöa.111 aö vinna gegn roykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundkm ©ne
™ fyOWa flefri on 25 stk. á dag Ekki er ráölagt að nota lyfið lengur en f 1 ár.
pláslur innrhoidur r»ólln oo er ætlaíur som hjálparlyl til aS harna reykingum. Notíst oinungls al MtorSmim. r»
|W“?u3!Skdmmlun: Fyhr pá som roykja 20slgaronur ú dog o«a moira; 1 plíslur með21 mg i
3-4 vritur, þvf næst 1 plástur moð 14 mg á sótartinng, daglega I aðrar 3-4 vikur og að sfðustu plástur moð 7 mg á
Ti reyfga minna en 20 sfgarettur á dag: 1 pfástur með 14 mg é sólarhring. daglf
sem innihalda 7 mg á sótarhring, dagfega í 3-4 vikur. Moöterö skal ekki standa
a staö dag eftir dag, heldur finna annan stað á Wiamanum. Kynnið ykkur vel k
skaf lyfin þar sem börn ná ekkl tll. Lesa skaf vandloga leföbeiningar á fylgiseðtum
haflega hefði verið samið við Stóra-
fell eftir útboðið í fyn-avor. Samn-
ingi við fyrirtækið hefði hins vegar
verið rift um áramót og í framhaldi
af því samið við Íslandsbíla-Flutn-
inga ehf.
Annars vegar er um að ræða
flutning á kurli að Grundartanga
sem er minni hluti verksins og hins
vegar flutning á sorpböggum í Álfs-
nes. Tilboð fslandsbfla-Flutninga
ehf. var 250 milljónir í heild, þar af
56 milljónir í minni verkþáttinn, og
var það metið hagstæðast að frá-
gengnu tilboði Stórafells. Ögmund-
ur segir að eftir að samningi við
Stórafell var rift hefði Sorpu borist
bréf frá Íslandsbílum um að fyrir-
tækið stæði við tilboð sitt frá 31.
mars ef heildartilboðinu yrði tekið.
Sagði hann stjómina hafa metið það
hagstæðustu leiðina og eðlilega
málsmeðferð. Þar sem fyrirtækið
átti næst lægsta boð hefði ekki ver-
ið talin þörf á að ræða við aðra sem
sendu inn tilboð, en þeir voru alls
14. Hann sagði einn aðila, Léttflutn-
inga, sem bauð í minni verkþáttinn,
hafa haft samband fyrir stuttu en
stjórn Sorpu ekki talið ástæðu til að
ræða við hann þar sem tilboð ís-
landsbíla-Flutninga ehf. hefði verið
metið hagstætt og málið langt kom-
ið.
Ekki svarað ósk
um rökstuðning
Hafsteinn Hafsteinsson, sem rek-
ur Léttflutninga, bauð mmar 29
milljónir í minna verkið, sem var
næst lægsta tilboðið, en Stórafell
bauð lægst. Hann kvaðst í samtali
við Morgunblaðið hafa sent Sorpu
óskir um að fá að rökstyðja tilboð
sitt þegar ljóst var að semja þyrfti
um verkið að nýju en því hefði ekki
verið svarað. Sagði hann að eðli-
legra hefði verið að kanna meðal
allra sem gerðu tilboð í fyrstunni,
en ekki aðeins Íslandsbíla, hvort
þeir stæðu við tilboð sín en það
hefði ekki verið gert.
Með franskt leiðsögumannapróf
Má veita ís-
lenska leiðsögfn
um Versali
ÞEIR sem komið
hafa til Parísar hafa
eflaust heimsótt
staði eins og Versali og
Louvre-safnið. En það
getur ekki hver sem er
veitt leiðsögn um merka
sögustaði í París og aðeins
einn íslendingur, Laufey
Helgadóttir, hefur tekið
leiðsögumannapróf
París.
,Ég hef verið búsett í
Frakklandi síðustu 25 árin
og hef tekið að mér leið-
sögn um borgina undan-
farin ár. Mér þótti hálf
ergilegt að þurfa alltaf í
ferðum mínum að útvega
franska leiðsögumenn
þegar heimsækja átti
sögustaði eins og Versali
eða Louvre-safnið. Ég
ákvað því að drífa mig í franska
leiðsögumannaprófíð sem er mjög
erfítt próf, jafnvel fyrir innfædda
Frakka.“
Laufey er listfræðingur og seg-
ir að sá bakgrunnur hafí hjálpað
sér mikið í undirbúningi fyrir
prófíð. „Auk listasögu þarf leið
sögumaður í París að hafa yfír-
gripsmikla þekkingu á frönsku
þjóðfélagi, sögu landsins og menn
ingu "
-Starfar þú alfarið sem leið-
sögumaður í París?
„A vorin og haustin er ég ein
göngu að vinna við leiðsögn
París. Á sumrin hef ég átt því láni
að fagna að vera leiðsögumaður á
Islandi og geta með þeim hætti
haldið tengslum við landið. Auk
þess hef ég um árin verið sjálf-
stætt starfandi listfræðingur.“
- Hversu langan tíma tekur það
fólk almennt að skoða Versali?
„Það er afar mismunandi en ég
hef venjulega boðið upp á fjögurra
tíma ferð og pantað þá fyi-irfram
fyrir hópana mína. Versalir eru
einn vinsælasti ferðamannastaður
í heimi og yfirleitt er löng biðröð
við innganginn og ferðamenn eru
klukkustundum saman að bíða
eftir því að komast inn í höllina.
Loðvík 14. lét reisa Versali á
sama stað og faðir hans, Loðvík
13., var með veiðihöll. Síðan
bjuggu í höllinni Loðvík 15. og
Loðvík 16. Eftir lát þess síðast
talda fóru Versalir í eyði og grotn-
uðu niður. Það var síðan síðasti
konungur Frakka, Loðvík Fil-
ippus, sem gerði höllina að safni
árið 1837 til að forða henni frá nið-
urníðslu.“
Laufey bendir á að höllin end-
urspegli tímabil Loðvíks 14. þótt
síðari konungar hafí einnig sett
sinn svip á höllina. „Þetta er tví-
mæialaust ein stórkostlegasta höll
í heimi sem hefur haft áhrif á hall
ir ails staðar annars staðar í Evr-
ópu.
Almenningi er boðið að skoða
afmarkað svæði Versala. Farið er
í stóru konungsíbúðina og síðan í
speglasalinn sem tengir konungs-
íbúðina við drottningaríbúðina.
Speglasalurinn var
teiknaður af arkitekt
inum J.H. Mansart
og var aðal hátíðar-
salurinn í Versölum
og það má segja að
Laufey Helgadóttir
► Laufey Helgadóttir er fædd á
Akureyri árið 1951. Hún tók
leiðsögumannapróf á íslandi ár-
ið 1971 og stundaði nám í
frönsku og ensku við Háskóla Is-
lands. Laufey lauk BA-prófí í
listasögu árið 1977 frá Sor-
bonne-háskólanum í París. Hún
varð cand.mag í listasögu árið
1979 og lauk D.E.A. prófi í Iista-
sögu frá Sorbonne-háskóla árið
1981.
Laufey tók leiðsögumannapróf
í París árið 1997.
Hún starfar sem leiðsögumað-
ur, bæði á íslandi og í París, og
er sjálfstætt starfandi listfræð-
ingur í París.
Eiginmaður hennar er Bern-
ard Ropa arkitekt og eiga þau
einn son, Igor.
Allra síðustu ár
hefur París ver-
ið að breytast
hann sé toppurinn á ferðinni um
höllina. Salurinn lítur út í dag eins
og þegar Loðvík 16. giftist Mariu
Antoinette. Brúðkaupsveislan
þeirra var einmitt haldin í Spegla-
salnum."
Laufey er á því að París sé ein
fegursta borg í heimi. „Borginni
er skipt upp í 20 hverfí og hvert
þeirra hefur sína stjórn og sín sér-
kenni. Af þessum sökum er erfitt
að tala um miðborg Parisar þótt
sagnfræðilega megi segja að hún
sé á eyjunni þar sem Maríukirkj-
an er eða Frúarkirkjan. París er í
raun og veru eins og 20 litlar
borgir."
- Hvað myndir þú segja að Is-
lendingar á ferð um París ættu
alls ekki að láta framhjá sér fara?
„París hefur upp á svo margt að
bjóða en ég held að allir ættu að
byrja á því að fara í kynnisferð um
borgina til að sjá helstu staði. Með
því móti getur fólk t.d. séð Sigur-
bogann, Stjörnutorgið, Maríu-
kirkjuna, Invalide-hverfíð, Effel-
turninn, Louvre-safnið og ýmsar
aðrar byggingar."
Hún segir að það megi eigin-
lega skipta París í nýju og gömlu
París. „Mörgum fínnst gaman að
skoða Défense-hverfið sem er nýtt
og þar er t.d. nýi boginn í beinni
línu við Sigurbogann. Þetta er nú-
tíma viðskiptahverfí sem oft er
kallað 21. hverfi Parísar þar sem
það er í útjaðri borgarinnar. Það
er gaman að skoða nýja vísinda-
safnið og nýju tónlistarmiðstöðina
í 19. hvei’fí. í Bercy-hverfinu er
stærsta bókasafn í heimi og ef-
laust hafa margir áhuga á fót-
boltaveliinum þar
sem heimsmeistara-
keppnin fór fram.
Ailra síðustu ár
hefur París verið að
breytast. Það er gerj-
un í listalífínu og borgin er að
verða spennandi fyrir ungt fólk og
mikið að gerast í austurhverfum
Parísar núna. Þar rísa ný gallerí
og skemmtileg kaffihús með lif-
andi tónlistarflutningi. París er á
hreyfmgu og á góðri leið með að
verða miðpunktur menningar og
lista á ný.“