Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 25
Nýjar vörur daglega
Mikið úrval af nýjum skóm
tS
...stelpur
Hnésíðir kjólar frá 5.900,-
Hvítt-grátt-svart-rautt-blátt
Síðir kjólar
L.grátt-hvítt-svart
Kvarts iakki
Kvarts buxur
L.grátt-blátt-svart
Jakkaföt
- jakki
- buxur
L.grátt-beige-hvítt-svart
Nælon kápur
L.grátt-grátt-hvítt-svart
Krossar
frá 6.900,
7.900,
5.900,
9.900, -
5.900, -
frá 6.900,-
frá 590,-
HANES sokkabuxur frá 690,-
5% staðgreiðsluafsláttur
Mikið úrval af nýjum sandölum og
bandaskóm í gráu, hvitu og svörtu. Hárgreiðsla: Primadonna
ATH. Breytum fatnaði
og sérsaumum
Sautján Laugavegi 91
S: 511 1717/1718
Kringlunni S: 568 9017
Saumastofa S: 511 1719
ERLENT
Sögulegur hæsta-
réttardómur
í Danmörku
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
LÖNG þögn og auðmýkt voru við-
brögð dönsku stjórnarinnar er
Hæstiréttur Dana dæmdi í síðustu
viku að lög um ríkisframlög til skóla
stríddu gegn stjórnarskránni. Þetta
hefur ekki gerst áður í 150 ára sögu
dönsku stjómarskrárinnar. Einróma
dómur allra hæstan-éttardómaranna
þykir mikill hnekkú' fyrir Poul Nyr-
up Rasmussen forsætisráðherra og
stjóm hans. Hann vildi ekkert láta
eftir sér hafa en vísaði á Frank Jen-
sen dómsmálaráðherra, sem hugsaði
sig um í þrjá daga, áður en hann til-
kynnti að Hæstiréttur hefði nú
dæmt í málinu og til þess tækju bæði
stjórnin og þingið tillit.
Lögin sem um ræðir vora sett 1996
eftir langar deilur kennslumálaráðu-
neytisins við svokallaða Tvind-skóla.
Tvind eru samtök, grundvölluð á
marxískum kenningum um sameign
og einbeita sér að starfí í þriðja heim-
inum. Að baki göfugi-a kenninga álita
þó margir að búi samtök, sem um
starfshætti líkist meira sértrúarsöfn-
uði með tilheyrandi heilaþvotti, sem
mjólki ríkiskerfið og að ágóðinn
renni í óljósan stað.
Sem frískólar og lýðháskólar eiga
þeir rétt á ríkisframlagi. Kennslu-
málaráðuneytið hafði um árabil átt í
deilum við skólana sökum þess hve
skólahaldið var umdeilt. Arið 1996
voru sett ný lög sem greindu á milli
Tvind-skóla og annaira skóla,
þannig að aðeins skólar, sem væru
sjálfseignarstofnanir fengju ríkis-
styrki, sem ekki mættu koma öðrum
til góða en skólunum. Tvind-samtök-
in undu lögunum ekki og einn skól-
anna fór í mál við ríkið.
í Eystri landsrétti var dæmt ráðu-
neytinu í hag. Það tók því viðstadda í
sal Hæstaréttai- á föstudaginn
nokkurn tíma að átta sig á að þeir
hefðu orðið vitni að sögulegum at-
burði. Niðurstöður Hæstaréttar voru
að lögin um Tvind-skólana stönguð-
ust á við 3. grein stjórnarskrárinnar
er segir: „Löggjafarvaldið er hjá
konungi og Þjóðþingi í sameiningu.
Framkvæmdavaldið er hjá konungi.
Dómsvaldið er hjá dómstólunum."
Með lögunum hafi þingið farið út fyr-
ir hlutverk sitt og gerst dómari í
deilumáli skólanna og kennslumála-
ráðuneytisins og um leið svipt þann,
er lögin bitnuðu á, réttaröryggi.
„Það er ekkert að stjórnarskránni,
heldur þinginu," hefur Birthe Rpnn
Hornbech þingmaður Venstre haft á
orði eftir dóminn. Hún var ein ör-
fárra þingmanna, sem á sínum tíma
gekk gegn fiokki sínum og lýsti því
yfir hátt og skýrt að lögin brytu í
bága við stjórnarskrána. Líklegt er
talið að Tvind-skólarnir fai-i í skaða-
bótamál vegna laganna.
Óeirðir í
Indónesíu
NY ofbeldisalda gekk yfir
Indónesíu í gær. Einn maður
lét lífið í átökum múslíma og
kristinna á eynni Saparua og
þúsundir manna reyndu að
flýja átök á eynni Ambon.
Kauphöllinni í höfuðborginni
Jakarta var lokað vegna
sprengjuhótunar.
Segir Arafat
sveigjanlegan
KJELL Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, sagði í
gær að sér virtist Yasser Ai-a-
fat, forseti heimastjórnar Pa-
lestínumanna, vera sveigjan-
legur hvað varðaði yfirlýst
áform Palestínumanna um að
lýsa yfir sjálfstæðu ríki hinn 4.
maí nk. Bondevik, sem er í op-
inberri heimsókn í Israel,
sagði þetta eftir fund með
Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra Israels, en Arafat
hitti hann á sunnudag.
Neita óeirðum
í Bagdad
ÍRÖSK stjórnvöld vísuðu í
gær á bug fregnum þess efnis,
að hundruð hefðu verið drepin
í óeirðum sem blossuðu upp í
Bagdad í kjölfar morðanna á
einum æðsta leiðtoga síta-
múslíma í Irak og tveimur
sonum hans, sem voru framin
á föstudag. Útlægir íraskir
andstæðingar stjórnar Sadd-
ams Husseins hafa sagt að
óeirðir hafi brotizt út í Bagdad
og Suður-írak, þar sem síta-
múslímar _eru fjölmennir.
Meirihluti Iraka eru súnní-
múslímar en Iranar era sítar.
Iraksstjórn tilkynnti enn-
fremur í gær að einn hefði lát-
ið lífið og margir særzt er her-
flugvélar bandamanna hefðu
gert árásir á flugbannssvæð-
unum í N- og S-írak.
Hershöfðingj-
ar í fangelsi
FJÓRTÁN hershöfðingjar í
rússneska hernum hafa á liðnu
ári verið dæmdir í fangelsi
fyrir fjármálabrot og misbeit-
ingu valds innan hersins. Frá
þessu greindi talsmaður hers-
ins í Moskvu í gær. 16 aðrir
hershöfðingjar bíða dóms.
Skothríð úti á
götu í Astralíu
EINN maður dó og átta særð-
ust þegar maður nokkur tók
upp byssu og hóf skothríð í
mannfjölda úti á götu í ástr-
alska stáliðnaðarbænum
Wollongong í gær. Lögregla
leitar tveggja manna - skot-
mannsins og manns sem ók
honum á brott - en í gær var
ekkert ljóst orðið um ástæður
skothríðarinnar.
Klakklaust
til Mír
RÚSSNESKA geimfarið sem
flutti þrjá geimfara - rúss-
neskan, franskan og slóvakísk-
an - að geimstöðinni Mír
komst klakklaust á leiðarenda
í gær. Talið er líklegt að þetta
hafi verið síðasta mannaða
ferðin að geimstöðinni, sem nú
er orðin 13 ára.