Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 25 Nýjar vörur daglega Mikið úrval af nýjum skóm tS ...stelpur Hnésíðir kjólar frá 5.900,- Hvítt-grátt-svart-rautt-blátt Síðir kjólar L.grátt-hvítt-svart Kvarts iakki Kvarts buxur L.grátt-blátt-svart Jakkaföt - jakki - buxur L.grátt-beige-hvítt-svart Nælon kápur L.grátt-grátt-hvítt-svart Krossar frá 6.900, 7.900, 5.900, 9.900, - 5.900, - frá 6.900,- frá 590,- HANES sokkabuxur frá 690,- 5% staðgreiðsluafsláttur Mikið úrval af nýjum sandölum og bandaskóm í gráu, hvitu og svörtu. Hárgreiðsla: Primadonna ATH. Breytum fatnaði og sérsaumum Sautján Laugavegi 91 S: 511 1717/1718 Kringlunni S: 568 9017 Saumastofa S: 511 1719 ERLENT Sögulegur hæsta- réttardómur í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LÖNG þögn og auðmýkt voru við- brögð dönsku stjórnarinnar er Hæstiréttur Dana dæmdi í síðustu viku að lög um ríkisframlög til skóla stríddu gegn stjórnarskránni. Þetta hefur ekki gerst áður í 150 ára sögu dönsku stjómarskrárinnar. Einróma dómur allra hæstan-éttardómaranna þykir mikill hnekkú' fyrir Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráðherra og stjóm hans. Hann vildi ekkert láta eftir sér hafa en vísaði á Frank Jen- sen dómsmálaráðherra, sem hugsaði sig um í þrjá daga, áður en hann til- kynnti að Hæstiréttur hefði nú dæmt í málinu og til þess tækju bæði stjórnin og þingið tillit. Lögin sem um ræðir vora sett 1996 eftir langar deilur kennslumálaráðu- neytisins við svokallaða Tvind-skóla. Tvind eru samtök, grundvölluð á marxískum kenningum um sameign og einbeita sér að starfí í þriðja heim- inum. Að baki göfugi-a kenninga álita þó margir að búi samtök, sem um starfshætti líkist meira sértrúarsöfn- uði með tilheyrandi heilaþvotti, sem mjólki ríkiskerfið og að ágóðinn renni í óljósan stað. Sem frískólar og lýðháskólar eiga þeir rétt á ríkisframlagi. Kennslu- málaráðuneytið hafði um árabil átt í deilum við skólana sökum þess hve skólahaldið var umdeilt. Arið 1996 voru sett ný lög sem greindu á milli Tvind-skóla og annaira skóla, þannig að aðeins skólar, sem væru sjálfseignarstofnanir fengju ríkis- styrki, sem ekki mættu koma öðrum til góða en skólunum. Tvind-samtök- in undu lögunum ekki og einn skól- anna fór í mál við ríkið. í Eystri landsrétti var dæmt ráðu- neytinu í hag. Það tók því viðstadda í sal Hæstaréttai- á föstudaginn nokkurn tíma að átta sig á að þeir hefðu orðið vitni að sögulegum at- burði. Niðurstöður Hæstaréttar voru að lögin um Tvind-skólana stönguð- ust á við 3. grein stjórnarskrárinnar er segir: „Löggjafarvaldið er hjá konungi og Þjóðþingi í sameiningu. Framkvæmdavaldið er hjá konungi. Dómsvaldið er hjá dómstólunum." Með lögunum hafi þingið farið út fyr- ir hlutverk sitt og gerst dómari í deilumáli skólanna og kennslumála- ráðuneytisins og um leið svipt þann, er lögin bitnuðu á, réttaröryggi. „Það er ekkert að stjórnarskránni, heldur þinginu," hefur Birthe Rpnn Hornbech þingmaður Venstre haft á orði eftir dóminn. Hún var ein ör- fárra þingmanna, sem á sínum tíma gekk gegn fiokki sínum og lýsti því yfir hátt og skýrt að lögin brytu í bága við stjórnarskrána. Líklegt er talið að Tvind-skólarnir fai-i í skaða- bótamál vegna laganna. Óeirðir í Indónesíu NY ofbeldisalda gekk yfir Indónesíu í gær. Einn maður lét lífið í átökum múslíma og kristinna á eynni Saparua og þúsundir manna reyndu að flýja átök á eynni Ambon. Kauphöllinni í höfuðborginni Jakarta var lokað vegna sprengjuhótunar. Segir Arafat sveigjanlegan KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær að sér virtist Yasser Ai-a- fat, forseti heimastjórnar Pa- lestínumanna, vera sveigjan- legur hvað varðaði yfirlýst áform Palestínumanna um að lýsa yfir sjálfstæðu ríki hinn 4. maí nk. Bondevik, sem er í op- inberri heimsókn í Israel, sagði þetta eftir fund með Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra Israels, en Arafat hitti hann á sunnudag. Neita óeirðum í Bagdad ÍRÖSK stjórnvöld vísuðu í gær á bug fregnum þess efnis, að hundruð hefðu verið drepin í óeirðum sem blossuðu upp í Bagdad í kjölfar morðanna á einum æðsta leiðtoga síta- múslíma í Irak og tveimur sonum hans, sem voru framin á föstudag. Útlægir íraskir andstæðingar stjórnar Sadd- ams Husseins hafa sagt að óeirðir hafi brotizt út í Bagdad og Suður-írak, þar sem síta- múslímar _eru fjölmennir. Meirihluti Iraka eru súnní- múslímar en Iranar era sítar. Iraksstjórn tilkynnti enn- fremur í gær að einn hefði lát- ið lífið og margir særzt er her- flugvélar bandamanna hefðu gert árásir á flugbannssvæð- unum í N- og S-írak. Hershöfðingj- ar í fangelsi FJÓRTÁN hershöfðingjar í rússneska hernum hafa á liðnu ári verið dæmdir í fangelsi fyrir fjármálabrot og misbeit- ingu valds innan hersins. Frá þessu greindi talsmaður hers- ins í Moskvu í gær. 16 aðrir hershöfðingjar bíða dóms. Skothríð úti á götu í Astralíu EINN maður dó og átta særð- ust þegar maður nokkur tók upp byssu og hóf skothríð í mannfjölda úti á götu í ástr- alska stáliðnaðarbænum Wollongong í gær. Lögregla leitar tveggja manna - skot- mannsins og manns sem ók honum á brott - en í gær var ekkert ljóst orðið um ástæður skothríðarinnar. Klakklaust til Mír RÚSSNESKA geimfarið sem flutti þrjá geimfara - rúss- neskan, franskan og slóvakísk- an - að geimstöðinni Mír komst klakklaust á leiðarenda í gær. Talið er líklegt að þetta hafi verið síðasta mannaða ferðin að geimstöðinni, sem nú er orðin 13 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.