Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNI
JÓNSSON
þá yflrlæknir spítalans og naut
mikillar virðingar allra þar. Hann
hafði mikla þekkingu, reynslu og
visku, sem hann gat miðlað okkur
sem verið var að móta sem lækna
framtíðarinnar. Ég var einn af síð-
ustu læknakandidötunum sem nutu
leiðsagnar hans áður en hann hætti
störfum vegna aldurs í árslok 1979.
Ég verð að viðurkenna að þegar ég
átti í fyrsta skipti að aðstoða hann
við umfangsmikla bakaðgerð, þá
leist mér ekki allt of vel á það. Það
var vegna þeirra fordóma minna að
hann, sjötugur maðurinn, væri
varla fær um að fást við slíka
skurðaðgerð. Ég taldi að hann hlyti
að vera orðinn skjálfhentur og óör-
uggur. En kvíði minn reyndist með
öllu ástæðulaus. Bjarni fram-
kvæmdi aðgerðina styrkum hönd-
um og af miklum myndugleika og
miðlaði mér jafnframt af langri
reynslu sinni af slíkum aðgerðum.
Það var þannig aðeins vegna laga-
bókstafs að Bjarni þurfti að láta af
störfum á sjúkrahúsinu, en ekki
vegna þess að hann væri ekki leng-
ur starfi sínu vaxinn. Hann var hins
vegar ekki á því að setjast í helgan
stein. Hann réðst til starfa sem
tryggingalæknir við Trygginga-
stofnun ríkisins. Áður hafði hann
um árabil komið reglulega á fundi í
stofnuninni, því hann átti sem yfir-
læknir á Landakoti sæti í siglinga-
nefnd hennar. Nú varð sú breyting
á að hann kom þangað daglega.
Hann var við störf í Trygginga-
stofnun næsta áratuginn og þar
lágu leiðir okkar saman að nýju
þegar ég hóf þar störf á árinu 1988.
Bjarni var ljúfur í viðmóti, lipur í
samstarfi og afkastamikili. Reynsla
hans og viska reyndist ómetanleg í
starfi hans við að meta örorku fólks
og oft leituðum við samstarfsmenn
hans ráða hjá honum við úrlausn
ýmissa annarra viðfangsefna. Hann
átti farsælt samstarf við okkur öll á
læknadeildinni. Hann hætti störf-
um við stofnunina rúmlega áttræð-
ur. Enn á ný hætti hann störfum
vegna aldurs, en ekki vegna þess að
hann réði ekki lengur við starfið.
Tíðkast hafði að menn gætu haldið
áfram að starfa við Trygginga-
stofnunina á meðan heilsa og at-
gervi entist, en þegar hér var kom-
ið sögu hafði verið ákveðið að allir
sem náð hefðu sjötíu ára aldri legðu
niður störf. Bjarni hefur því varla
gert ráð fyrir frekari störfum fyrir
stofnunina. Rúmum tveimur árum
síðar var hins vegar, af ástæðum
sem ekki verða raktar hér, skortur
á reyndum tryggingalæknum við
Tryggingastofnun ríkisins. Þá var
brugðið á það ráð að biðja Bjarna
ásjár og varð hann ljúflega við
þeirri beiðni, eins og hans var von
og vísa. Var hann síðan við störf á
stofnuninni í þrjú ár til viðbótar og
reyndust vinnubrögð hans og af-
köst á þvi tímabili engu síðri en áð-
ur. Eftir að hann endanlega hætti
störfum kom hann af og til og heils-
aði upp á okkur á læknadeildinni og
voru þær heimsóknir alltaf jafn
kærkomnar. Ég veit að ég get fyrir
hönd okkar allra sagt að við mun-
um sakna hans og að minning hans
mun lifa í hugum okkar um ókomin
ár. Við þökkum Bjarna mikið og
gott samstarf og vottum eftirlifandi
niðjum Bjarna samúð vegna fráfalls
hans.
Sigurður Thorlacius,
tryggingayfírlæknir.
Með doktor Bjarna er genginn
virðulegur fulltrúi þeirrar kynslóð-
ar sem stóð í fylkingarbrjósti skurð-
lækninga um og eftir miðja þá öld
sem nú er senn að líða.
Sá er þetta ritar hlaut þau for-
réttindi að njóta leiðsagnar hans við
upphaf ævistarfs og síðar sem sam-
herji undir stjóm hans á Landa-
kotsspítala.
Það duldist ekki óhörðnuðum
námskandidat, að hér fór maður,
sem hafði mátt þann, völd og færni
er varð til að bjarga lífi þeirra er
lotið höfðu í lægra haldi fyrir
grimmum örlögum, og ekki var á
annarra færi hérlendis á sjötta og
sjöunda áratugnum.
Þegar höfuðslys bar að á gömlu
slysavarðstofunnni voru þau án um-
svifa send á Landakot þar sem við
þeim var tekið af nærfærni og
kunnáttu, sem ávallt einkenndi
þjónustu lækna og Sankti Jósefs-
systra.
Þegar litið er hartnær fjörutíu ár
aftur í tímann var aðstaða öll og
tækni barn síns tíma eins og þeir
muna bezt, sem þar unnu. Orðið
gjörgæzla hafði enn ekki auðgað
orðaforðann, öndunarvél og sírit-
andi vöktunartæki voru fjarlæg
hugtök, sem aðeins áttu sér stað í
framtíðinni.
Margt síðkvöldið og nóttina var
áhöfn spítalans önnum kafin auk
annars við að sinna lemstruðum
fórnarlömbum umferðar- og vinnu-
slysa oft með alvarlega heilaskaða,
en að baki okkar og yfir öllu var
doktor Bjarni, sem alltaf var til ráð-
gjafar, viðbúinn að taka afdrifaríkar
ákvarðanir og grípa inn í gang mála
að loknum rannsóknum þeim er þá
voru á boðstólum. Æðamyndir og
bergmálstæki, fyrirrennarar óm-
skoðunartækis nútímans voru að
koma fram á sjónarsviðið.
En tilveran átti einnig sínar
bjartari hliðar. Ogleymanlegir voru
óformlegir menningaratburðir við
hringborðið góða innst á skurð-
stofuganginum. Hér miðluðu af
gnægtabrunni lífsreynslu, fróðleik
og leiftrandi fyndni þeir Þórður,
Björn og Úlfar, en hrókur þeirrar
samkomu og fremstur meðal jafn-
ingja ríkti yfirlæknirinn. Hér var
spáð í lands- og heimsmálin á breið-
um grundvelli, með tilvitnun í ekki
ómerkari ritverk en Biblíuna og
sögulega arfleifð þjóðarinnar, síð-
ustu ráðstafanir heilbrigðis- og bæj-
aryfirvalda, sem flestar hnigu að því
takmarki einu að koma stofnuninni
endanlega á knje og þar fékkst
greinargott yfirlit um aðdraganda,
gang og afleiðingar heimsstyrjald-
arinnar síðari og jafnvel líka hinnar
fyrri séð frá sjónarhóli óbreytts
liðsmanns að nafni Svejk.
Verkmaður var doktor Bjarni
með afbrigðum, yfirvegaður í öllum
sínum athöfnum, honum voru vel
Ijósar takmarkanir á rannsóknum
og árangri aðgerða í sínu sérfagi,
beinalækningunum, taldi reyndar
flesta kvilla í því fagi þess eðlis að
þeir þyldu nokkra bið. Að bakhjalli
hafði hann staðgóða sérfræðimennt-
un í Þýzkalandi, Danmörku og
Bandaríkjunum.
Á skurðstofunni gekk hann
hreint til verks, og með hnitmiðuð-
um vinnubrögðum gengu aðgerðim-
ar nánast eftir nótum. Hér naut
hann dyggrar hjálpar hennar syst-
ur Gabriellu, sem alltaf var reiðubú-
in að veita honum og öðrum lið til
góðra verka.
En enginn stöðvar tímans nið
fremur en manninn með ljáinn og
yfirvöld heilbrigðismála.
Við minnumst doktors Bjama
með söknuði og mikilli virðingu. Á
alvöru- og hátíðarstundum var
framganga hans slík að hæft hefði
aðalsmanni af æðstu stigum.
Ég þakka samfylgdina og votta
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Sigurgeir Kjartansson.
Tuttugasta öldin kann af síðari
tíma fólki að vera talin merkilegasta
öld allra tíma. Aldrei hafa framfarir
verið stórstígari eða velmegun
meiri. Afreksverk í vísindum og
tækni, í samgöngum og samskiptum
hafa breytt heiminum meira síðustu
eitt hundrað árin en áður hefur
gerst.
Á íslandi gerðist einnig meira á
þessari öld en í samanlagðri sögu
aldanna þar á undan. Islandi var
lyft úr örbirgð í nútíma velferðar-
ríki á örfáum áratugum. Það afreks-
verk var nánast í höndum einnar
kynslóðar. Kannski muni sagnfræð-
ingar framtíðarinnar einmitt telja
þessa kynslóð íslendinga þá merki-
legustu frá upphafi. Og þessari kyn-
slóð fækkar nú óðum.
Dr. Bjarni Jónsson, sem lést í síð-
ustu viku nær níræður að aldri, var
einn afreksmanna þessarar merki-
legu kynslóðar. Hlutui- hans í sögu
nútíma læknisfræði á Islandi er
stór. Hann var einn þeirra sem
lögðu kapp á að sækja nýjustu
þekkingu læknavísindanna hvar
sem hana var að finna og flytja
heim. Strax að loknu læknisnámi á
fjórða áratugnum hélt hann til
framhaldsnáms í Þýskalandi og
varð þar vitni að einu afdrifaríkasta
umbrotatímabili í sögu þýsku þjóð-
arinnar. Að lokinni heimsstyrjöld
leitaði hann frekari þekkingar í
læknavísindum í Bandaríkjunum og
síðar, eða á sjötta áratugnum, var
enn haldið utan og að þessu sinni til
Kaupmannahafnar. Otal Islending-
ar nutu þekkingar og reynslu dr.
Bjarna og voru honum þakklátir æ
síðan.
En sá sem þessar línur ritar fékk
tækifæri til að kynnast dr. Bjarna
frá öðru sjónarhorni. Hann var gift-
ur móðursystur minni, Þóru Ama-
dóttur, og var þvi hluti fjölskyldu,
sem var að ýmsu leyti óvenjuleg.
Þrjú börn Vilborgar Runólfsdóttur
og Árna Eiríkssonar, Gunnar, Þóra
og Laufey, bjuggu um langa hríð
ásamt mökum og börnum saman í
húsinu við Reynimel 58, sem Vil-
borg hafði reist á stríðsárunum.
Þarna stóðu okkur börnunum allar
dyr opnar og leikirnir bárust úr
einni íbúðinni í aðra. Og alltaf var
notalegt að skreppa niður til ömmu
Vilborgar og horfa á myndirnar af
Árna afa. Svo lumaði amma venju-
lega á kandís.
Dr. Bjarni var ekki aðeins heimil-
islæknir fjölskyldunnar heldur vin-
ur og ráðgjafi. Ekki vorum við há í
loftinu krakkarnir á Reynimelnum
þegar Bjarni sagði okkur frá mikil-
vægi þess að ganga í góðum skóm.
Sérstaklega áttum við að gæta þess
að þeir væru ekki of litlir. Hafði
hann væntanlega í starfi sínu séð
hörmulegar afleiðingar þess að fólk
gætti ekki að svo sjálfsögðum hlut,
enda sennilega margir á þeim tíma
sem ekki höfðu efni á að velja á sig
skó.
En við kynntumst því líka að
læknir átti aldrei frí. Á nóttu sem
degi var Bjarni reiðubúinn að sinna
sjúklingum sínum. Og oft var býsna
ónæðissamt hjá honum. Samt hafði
hann tíma til að fara í bíltúra með
okkur krakkana. Stundum lá leiðin
út á Valhúsahæð, þar sem fjalla-
hringurinn var skoðaður og fjalla-
nöfnin rifjuð upp. Eða að farið var í
berjamó suður í Kapelluhraun með
ömmu Vilborgu og fleirum úr fjöl-
skyldunni. Oft var þá þröng á þingi í
bflnum hans Bjarna. Svo liðu árin.
Systurnar, sem rekið höfðu Landa-
kotsspítala af fádæma dugnaði,
ósérhlífni og útsjónarsemi, treystu
sér ekki lengur til að halda starfinu
áfram, enda orðnar flestar háaldr-
aðar og ekki von á endurnýjun í
hópnum. Árið 1975 var umræða haf-
in um framtíð spítalans að frum-
kvæði systranna og lækna. Leitað
var til hóps velunnara utan spítal-
ans að taka þátt 1 verkinu og varð
niðurstaðan sú að ráði systranna að
spítalinn skyldi vera sjálfseignar-
stofnun.
Fulltrúaráð og ný stjórn tók við
rekstrinum 1. janúar 1977. Þar var
áhugasamur hópur á ferð. Dr.
Bjarni, sem var yfirlæknir spítal-
ans, gegndi lykilhlutverki í þessari
miklu breytingu. Við sem komum
ný að rekstrinum nutum ríkulega
reynslu hans og stefnufestu. Margt
er minnisstætt frá þessum árum en
þó stendur eitt hæst. Það var hin
mikla virðing sem systurnar báru
fyrir dr. Bjarna og jafnframt hin
djúpa aðdáun sem Bjarni hafði á
starfi systranna. Og þessi aðdáun
varð Bjarna tilefni til að skrifa bók-
ina „Á Landakoti", sem út kom fyr-
ir tæpum áratug.
Og nú er Bjarni Jónsson fallinn
frá. Hann var síðastur barna og
tengdabarna ömmu Vilborgar til að
kveðja þennan heim. I okkar fjöl-
skyldu er því þáttur aldamótakyn-
slóðarinnar á enda. Það eru vissu-
lega tímamót. Á okkur sem á eftir
koma hvílir nú sú ábyrgð að Iáta af-
rek þessarar merkilegu kynslóðar
ekki falla í gleymsku.
Valur Valsson.
Doktor Bjarni, eins og hann var
jafnan nefndur, er fallinn frá tæp-
lega níræður að aldri. Bjarna þekkti
ég lengi aðeins af afspurn og í sjón.
Persónulega kynntist ég honum
ekki fyrr en hann var kominn á ní-
ræðisaldur, er atvikin höguðu því
svo, að við urðum vinnufélagar á
Tryggingastofnun ríkisins sumarið
1991. Þar hafði Bjarni þá unnið í
rúman áratug eða frá því hann
hætti á Landakoti. Þá um haustið
létu þeir svo af störfum báðir, dokt-
or Bjarni og Karl Strand. Var þá
ekki lengur talið við hæfi, að svo
rosknir menn væru enn að. Svo
gerðist það rúmum tveimur árum
síðar, að skyndileg fækkun varð í
læknaliði stofnunarinnar. Þóttust
menn sjá, að til nokkurra vandræða
horfði, ef ekki yrði úr bætt hið
snarasta. Þá datt þáverandi trygg-
ingayfirlækni það snjallræði í hug
að leita enn á ný til doktor Bjarna.
Brást hann vel við, kom okkur til
aðstoðar og vorum við síðan sam-
starfsmenn í rúm tvö ár til viðbótar.
Doktor Bjarni var afkastamikill í
starfi sínu við örorkumat. Greinar-
gerðir hans eru til fyrirmyndar
hvað varðar orðfæri, stíllinn knapp-
ur og hnitmiðaður. Hann sóaði ekki
tíma sínum í málalengingar. Þann
stfl þekkja þeir, sem hafa lesið eftir
hann ritað mál.
Tryggingalæknar gefa sér tíma
til að drekka morgunkaffi saman.
Kaffitímar með doktor Bjarna
höfðu á sér annað svipmót en þegar
hann var ekki viðstaddur. Umræð-
urnar voru einhvern veginn á hærra
plani og ekki töluð vitleysan, eins og
karlinn sagði. Áhugi hans var sívak-
andi. Hann var dæmigerður fulltrúi
þeirra, sem sagðir eru hafa verið vel
emir og hafa fylgst vel með öllu.
Okkur doktor Bjarna varð vel til
vina, enda þótt kynslóðabil væri
nokkurt. Sjónarmið okkar fóm und-
arlega vel saman, sennilega báðir
nokkuð gamaldags í klínískri hugs-
un. Einhvern tíma sagði Bjarni
mér, að hann hefði ferðast nálega
hringinn í kringum landið. Það sem
hafði hindrað, að hann lyki hringn-
um, var að brú hafði tekið af í Suð-
ursveit og hann orðið að snúa við á
Höfn á vesturleið. Þótti honum
nokkuð á skorta að hafa ekki séð
þann hluta landsins, sem liggur
milli Kirkjubæjarklausturs og
Nesja í Hornafirði. Þetta varð
kveikjan að því, að við fjórir sam-
starfsmenn lögðum land undir fót
sumarið 1995 og ókum sem leið
liggur frá Reykjavík til Hafnar í
Hornafirði og til baka. Gáfum við
okkur góðan tíma til fararinnar og
komum víða við. Var ferðin hin
skemmtilegasta, en það sem mig
undraði mest var hvað þessi 87 ára
gamli starfsbróðir okkar klifraði
léttilega þrönga stiga í byggðasafn-
inu í Skógum, svo við hinir yngri
áttum fullt í fangi með að fylgja
honum eftir. Ái-ið eftir fóru svo
þessir sömu í skoðunarferð í Stykk-
ishólm og enn var doktor Bjarni í
essinu sínu.
Eins og ráða má af framansögðu
bar doktor Bjarni aldurinn vel.
Einu sinni er ég komst að því, að
hann hafði átt afmæli daginn áður,
spurði ég hann, hvort þetta hefði
verið stórafmæli. „Þegar maður er
kominn á þennan aldur eru öll af-
mæli stórafmæli," var svarið sem ég
fékk.
I byrjun desember hafði ég sam-
band við doktor Bjarna til að bjóða
honum að koma með okkur trygg-
ingalæknum á jólahlaðborð. Hann
lýsti ánægju sinni með boðið og
kvaðst vilja þiggja það, ef heilsan
leyfði. Það var það fyrsta sem ég
vissi til, að hann gengi ekki heill til
skógar. Hann sagði lækni sinn vera
búinn að kíkja í öll op á sér. Hann
fyndi ekki neitt og hallaðist nú helst
að því, að eitthvað væri að brisinu.
„Það er nefnilega líffæri, sem eng-
inn veit eiginlega neitt um,“ sagði
hann, „en ég er með einhverja bölv-
aða verki innan um mig.“
Því miður komst hann ekki í hlað-
borðið. Eftir áramótin hringdi hann
til að þakka fyrirgreiðslu, sem hann
hafði fengið hjá stofnuninni. Lét þá
vel af sér. Sagðist verkjalaus og það
væri það eina sem hann færi fram á.
„Ein vika til eða frá skiptir ekki
máli.“ Hann vissi gjörla að hverju
fór og tók því með æðruleysi. Síð-
asta samtal okkar var fyrir um það
bil þrem vikum. Þá vantaði hann
upplýsingar varðandi læknatal, sem
nú er í smíðum. Hann var hress í
tali og lét vel af sér sem fyrr. Þakk-
aði það sem gert var fyrir hann.
Einkum lá honum gott orð til hjúkr-
unarfræðinga þeirra, sem sinntu
honum heima og hann sagði sjá til
þess, að hann fyndi ekki til.
Ég vona að honum hafi orðið að
þeirri ósk sinni, að fá að Ijúka
dauðastríðinu án mikilla kvala.
Requiesce in pace, amicus. (Hann
hvíli í friði.)
Vigfús Magnússon.
Bjarni Jónsson er horfinn sjónum
og á kveðjustundu er mér ljúft og
skylt að þakka samvistir og sam-
ræður, fræðslu og kennslu, fyrst á
Landakoti og ávallt síðan. Bjarni
gegndi að vísu aldrei fastri stöðu
kennara við læknadeildina, en hann
tók alvarlega upphaflega merkingu
latneska starfsheitisins doctor og
var óþreytandi við að miðla af
reynslu sinni og þekkingu.
Doktor Bjarni var víðlesinn, bæði
í fræðum lækninganna og í bók-
menntum og sögu. Hann var vel
máli farinn og ritaði hreint og
kjarnyrt mál og honum var mjög
annt um hrynjandi íslenzkrar
tungu.
Það fór því ekki hjá því, að slíkur
maður hefði mikil áhrif á þá sem
umgengust hann. Bjarni var sér
þess vel meðvitandi, að góður kenn-
ari þarf að gæta hófs, og einhverju
sinni þegar talið barst að ábyrgð
þeirra, sem kenna læknanemum og
ungum læknum, skaut hann að mér
tilvitnun frá bandaríska mennta-
frömuðinum Amos Bronson Alcott:
„Hinn sanni kennari ver nemendur
fyrir persónulegum áhrifum sínum.
Hann eykur þeim traust á eigin
getu. Hann beinir sjónum þein-a frá
sjálfum sér, en gefur þeim hlutdeild
í þeim anda, sem veitir honum líf.
Hann á sér enga fylgismenn."
Dr. Bjarni var höfðinglegur í fasi
og kom eins fram við alla. Hvar sem
hann var í flokki var hann jafnan
fremstur meðal jafningja.
Hann var fylginn sér, en sann-
gjarn í málflutningi, enda einkennd-
ist lífsskoðun hans af mannhyggju
og réttlætiskennd. Þegar við átti
beitti hann ríkri kímni á sinn góð-
lega máta.
Dr. Bjarni varð brautryðjandi
hér á landi í tveimur greinum lækn-
isfræðinnar, bæklunar- og tauga-
skurðlækningum. Þegar hann stóð
á sjötugu þurfti á sérþekkingu hans
að halda í tryggingamálunum og
þar skilaði hann til viðbótar meira
en áratugar starfi.
Við Áslaug sendum Þóru, Vil-
borgu og Jóni Erni samúðarkveðjur
og blessuð sé minningin um sæmd-
arhjónin Þóru Árnadóttur og
Bjarna Jónsson.
Örn Bjarnason.
Fyrstu minningar mínar um
Bjarna Jónsson, lækni, eru það ör-
yggi, sem hann skapaði í lítilli
barnssál, þegar eitthvað bjátaði á
og hann var kallaður til. Hræðslan
við sjúkdóm, sem lítill drengur
kunni engin skil á eða við sár, sem
hafði orðið til í leik dagsins, hvarf
eins og dögg fyrir sólu, þegar
Bjarni kom. Hann var einn
sterkasti persónuleiki, sem ég hef
kynnzt, en jafnframt yfirvegaður og
rólegur. Nærvera hans skapaði ör-
yggi-
Við áttum einu sinni erfitt samtal,
þar sem hann var í hlutverki yfir-
læknis Landakotsspítala og ég að-
standanda sjúklings, sem hafði ekki
vaknað dögum saman eftir svæf-
ingu vegna tiltölulega einfaldrar að-
gerðar. Faðir minn og mágur hans
átti í hlut. Jafnvel þótt efni samtals-
ins væri að segja mér, að óvíst væri
hvort faðir minn mundi nokkru