Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Heillandi
hlióðheimur
TONLIST
ilallgrímskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Steef van Oosterhout og Douglas
Brotchie léku verk fyrir slagverk
og orgel. Sunnudag kl. 17.00.
ÞÓTT meðal slagverksins megi
finna elstu hljóðfæri sem maður-
inn tók sér í hönd, þá er það varla
fyrr en á seinni hluta þessarar
aldar, og sérstaklega síðasta ald-
arfjórðungnum að slagverkið hef-
ur öðlast þann virðingarsess að
verða notað til annars en að und-
irstrika hrynjandi og bassa í tón-
list sem borin er uppi af öðrum
hljóðfæraflokkum. I dag eru sam-
in virtúósísk einleiks- og kamm-
erverk fyrir slagverk. Þennan
flokk hljóðfæra má jafnvel kalla
nútímalegasta hljóðfærið, þar
sem hin ótrúlegustu blæbrigði
fjölbreyttra slagverkshljóðfær-
anna hafa á síðustu árum verið
dregin fram og þau fengið að
njóta sín í einleik og samleik og
hljóðheimur þeiiTa kannaður í
þaula. Orgelið á hinn bóginn hef-
ur yfir sér svipmót hins gamla.
Það er svo óralangt síðan það
komst á þann stall sem slagverkið
hefur nú náð; orgelið var komið á
tindinn með tónlist Bachs, og þar
hefur það setið síðan og hafst ým-
islegt að. Litróf orgelsins er ekki
síður fjölbreytt en slagverksins,
orgelið getur nánast líkt eftir
heilli sinfóníuhljómsveit með
þeim ótal röddum sem því eru
gefnar. Saman eru orgel og slag-
verk ein herleg dýrð blæbrigða-
ríkra radda, hljómrænna sem
hrynrænna. Því ánægjulegra þá
örsjaldan gefst að heyra þessa
frábæru blöndu hljóðfæra.
Slagverksleikarinn Steef van
Oosterhout og Douglas Brotchie
organisti léku þrjú verk frá okkar
öld á tónleikum Listvinafélags
Hallgrímskirkju á sunnudaginn.
Þetta voru Cantus IX op. 133 frá
1986 eftir norska tónskáldið Egil
Hovland, Meditation frá 1940 eft-
ir bandaríska tónskáldið Paul
Creston, og loks Landscapes of
Patmos frá 1985 eftir tékklenska
tónskáldið Petr Eben.
Verk Hovlands, Cantus IX, er í
hefðbundnu þríþættu formi, með
hægum þætti í miðjunni. í upp-
hafsþættinum er grunnstef
verksins kynnt, leikið á krótölur,
eftir langan inngang þar sem org-
elið fantaserar yfir stöðugan púls
pákanna. Grunnstefið er svo
þrætt gegnum verkið í ýmsum
birtingarmyndum. Hægi þáttur-
inn er burðarás verksins, tokkata,
þar sem slagverkið er ekki síður
tokkatískt en orgelið. Lokaþátt-
urinn er hraður og stuttur og
fjarar fallega út á björtum
klukkuhljómi. Verk Hovlands er
fallegt og sviphreint. Hljóðfæra-
leikararnir voru ekki alltaf sam-
taka; - orgelið ekki alltaf nógu
vakandi yfir slagverkinu, þegar
slagverksleikarinn var á fleygi-
ferð á milli xýlafóna, páka,
tromma og annarra hljóðfæra.
Það hefði kannski verið betra að
snúa orgelinu aðeins þannig að
hljóðfæraleikararnir næðu betur
saman.
Meditation eftir Paul Creston
er gamalt verk, á slagverkskan
mælikvarða; frá 1940. Verkið er
umritun á hægum þætti mar-
imbukonserts tónskáldsins. Þátt-
urinn er að uppistöðu hljómrænn
og stilltur, byggður á fjögurra
radda tremolóhljómum marimb-
unnar. Þessi aðferð, - þetta
hljómræna tremoló skapar ójarð-
neska hugleiðingarstemmningu
sem er heillandi. Þetta ómþýða
verk var fallega spilað.
Lokaverkið, Landscapes of
Patmos eftir Petr Eben, var lang
viðamesta verkið á efnisskránni.
Orgelið var sterkari aðilinn í
hljóðfærasambandinu, og radd-
blæbrigði þess notuð á frumlegan
og óvenjulegan hátt, og jafnvel
með húmor, - t.d. þar sem þáttur-
inn Landslag með öldungunum
var túlkaður með gamallegri org-
elrödd sem minnti helst á krúmm-
horn eða eitthvað afgamalt blást-
urshljóðfæri. Þetta er voldugt og
tignarlegt verk og miðþátturinn,
Landslag með musteri, sérstak-
lega heillandi hljóðheimur. Hér
voru hljóðfæraleikararnir líka
farnir að hitna og léku af innlifun.
Þetta voru ljómandi fínir tón-
leikar; ágætis tónlist og góður
hljóðfæraleikur, og síðast en ekki
síst sjaldheyrð en heillandi hljóð-
færaskipan sem gaman væri að
heyra oftar.
Bergþóra Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
KENNARAR tónlistarskólans í Stykkishólmi: Hólmgeir Sturla Þór-
steinsson, Theodóra Þorsteinsdóttir úr Borgarnesi, Ingibjörg Þor-
steinsdóttir, Lárus Pétursson og Hafsteinn Sigurðsson.
Kennaratónleikar í
Stykkishólmskirkj u
Stykkishólmur. Morgunblaðið.
TÓNLISTARKENNARAR í
Stykkishólmi budu bæjarbúum
nýlega upp á tónleika í Stykkis-
bólmskirkju. Efnisskrá tónleik-
anna var fjölbreytt og leikin
tónverk frá öllum heimshorn-
um.
Hólmgeir Sturla Þórsteins-
son píanóleikari flutti 32 til-
brigði í c-moll eftir Beethoven.
Lárus Pétursson gítarleikari
lék frumsamið verk á gítar á
rómantísku nótum og verk eft-
ir Villa-Lobos. Hafsteinn Sig-
urðsson harmoníkuleikari,
flutti verk eftir Pietro Frosini.
Gestur tónleikanna var Theo-
dóra Þorsteinsdóttir, sópran-
söngkona úr Borgarnesi. Hún
söng við undirleik Ingibjargar
Þorsteinsdóttur m.a. ástarljóð
eftir Dvorak og lög eftir Pál ís-
ólfsson, Karl O. Runólfsson og
Jón Þórarinsson.
Góð aðsókn var að tónleikun-
um og tókust þeir vel.
Sérstök fyrirtæki
1. Vefnaðarvöruverslun sem einnig er með fatnað og gjafavörur.
Góð staðsetning. Húsnæðið gæti einnig verið til sölu. Lítið og
sanngjarnt dæmi.
Innréttingaverslun sem allir þekkja. Flytur inn eldhúsinnréttingar
sem bæði eru vandaðar og fallegar. Eigið húsnæði sem einnig
er til sölu.
Ein elsta billjardstofa landsins og sú þekktasta til sölu strax
af sérstökum ástæðum. Selst á sérlega góðum kjörum eða í
skiptum fyrir íbúð, bil eða öðrum verðmætum.
4. Málningarverslun á stór-Reykjavíkursvæðinu. Selur einnig rimla-,
rúllu- og gardínubrautir o.fl. Selst vegna veikinda.
5. Til sölu er 50% eignarhluti í nýlegu fiskvinnslufyrirtæki á einum
besta stað við Reykjavíkurhöfn. Öll tæki og leyfi til staðar. Er
í fullum gangi.
6. Ein elsta og virtasta bóka- og ritfangaverslun borgarinnartil
sölu. Er einnig með sérhæfða tengda vöru sem má stórauka.
7. Falleg og góð sólbaðsstofa í miðborginni til sölu. Nýlegir bekkir.
Laus strax.
8. Fyrirtæki með föndurvörur. Flytur inn hráefnið, framleiðir úr
því og selur í smásölu. Gamalt fyrirtæki í eigu sama aðila frá
upphafi. Skemmtileg framfærsluatvinna.
9. Heildverslun með verkfæri og byggingarvörur. Góð umboð, góð
aðstaða, góður tækjakostur og miklir vaxtarmöguleikar.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRlMSSON.
Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 «Reykjavík
Heldtir þú að
Hvítlaukur sé nóg ?
NATEN i
-ernógl 5
vörulistinn
Ármúla 17a,
sími 588 1980.
Fréttagetraun á Netinu
éijmbl.is
Goethe-miðstöðin í Reykjavfk
Fjölbreytt
menningar-
dagskrá
Goethe-Zentrum í Reykjavík
stendur fyrir dagskrá menningarvið-
burða og námskeiða fram á vorið.
Nú stendur yfir sýning á myndum
og textum úr höfundarverki rithöf-
undarins og leikhússmannsins Hein-
er Miiller en framundan eru tónleik-
ar, myndlistar- og ljósmyndasýning-
ar, revíukvöld, kvikmyndasýningar
auk námskeiða í þýsku fyrir byrj-
endur og lengra komna.
Frank Albers er forstöðumaður
Goethe-miðstöðvarinnar á íslandi en
hann tók við starfinu þegar miðstöð-
in var formlega opnuð þann 16. októ-
ber sl. Albers er menntaður í þýsk-
um bókmenntum og stjórnun lista-
stofnana og starfaði áður sem blaða-
maður við sjónvarpsstöð í Þýska-
landi áður en hann kom hingað til
starfa sl. haust. Hann segir ákveðn-
ar breytingar orðnar í innra skipu-
lagi Goethe-stofnana og miðstöðva
víða um lönd og ísland sé eitt þeirra
landa þar sem Goethe-stofnunin hafi
verið lögð niður og Goethe-miðstöð
tekið við hlutverki hennar. Hollvina-
félag þýska menningarsetursins vai-
stofnað í maí 1998. Markmið þess er
að halda áfram meginþáttunum í
starfsemi Goethe-stofnunarinnar
sem lokað var í mars 1998 með
kynningu á menningu þýskumæl-
andi þjóða og stuðla að framgangi
þýskrai- menningai- á Islandi. Frum-
kvöðlar að stofnun félagsins voru
Félag þýskukennara og kennarar í
þýsku við Háskóla íslands. Frank
Albers segir náið og gott samstarf
við Hollvinafélagið vera eina megin-
forsendu fyrir vel heppnuðu starfi
Goethe-miðstöðvarinnar. „Fjár-
mögnun miðstöðvarinnar er með
nokkuð öðrum hætti en var með
Goethe-stofnunina og er lögð meiri
áhersla á stuðning fyrirtækja og
stofnana er tengjast þýskalandi og
þýskri menningu við einstaka við-
burði er miðstöðin skipuleggur. Mið-
stöðin er þó fjármögnuð að mestu
leyti af þýska utanríkisráðuneytinu
og Goethe-stofnuninni í Munchen og
er stýrt þaðan,“ segir Albers.
Það vekur athygli að í dagskrá
Goethe-miðstöðvarinnar í vetur er
talsverð áhersla lögð á menningar-
viðburði og þýskh- listamenn munu
heimsækja Island í boði miðstöðvar-
innar með tónleika og sýningai- af
ýmsum toga. „Breytingar á dagskrá
stafa fyrst og fremst af mannabreyt-
ingum sem orðið hafa. Með nýju
fólki verða nýjar áherslur. Við mun-
um eftir sem áður bjóða fjölbreytt
námskeið í þýsku og þýskum bók-
menntum fyrir byrjendur sem
lengra komna en færum einnig út
kvíarnar með dagskrá listviðburða.
Okkur hefur tekist að fá mjög
þekkta þýska listamenn til að koma
hingað, þótt ekki séu miklir pening-
ar í boði. Það er áhuginn sem dregur
þá til Islands og löngunin tO að sjá
landið og kynnast því,“ segir Albers.
Af forvitnilegum viðburðum sem
framundan eru má nefna að annan
hvern fimmtudag verða sýndar nýj-
ar athyglisverðar þýskar kvikmynd-
ir í húsakynnum Goethe-miðstöðvar-
innar að Lindargötu 46. í Gerðar-
safni verður sýning í apríl sem ber
heitið Skuggaspeglar og er samspil
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frank Albers er forstöðumaður
Goethe-Zentrum í Reykjavík.
mynda og texta eftir ýmsa þýska
myndlistarmenn og rithöfunda. A
reason to love nefnist sýning þýska
ljósmyndarans Wilbert Weigend
sem opnuð verður í maí. Þriðjudag-
inn 3. apríl verða tónleikar í Iðnó þar
sem fram koma Rheinisehe Chor-
gemeinschaft sem samanstendur af
kórum borganna Kerpen og Berg-
heim. Einnig koma fram einsöngvar-
ar og einleikarar Kölnaróperunnar.
Hinn 23. maí heldur hin þekkta
barokksveit Busica Antiqua frá Köln
tónleika í Langholtskirkju undir
stjórn Reihards Goebels. Eru tón-
leikarnir hluti af mikilli tónleikaferð
sveitarinnai' um Eystrasaltslönd og
Norður-Evrópu undir yfirskriftinni
Musica Baltica.
Kvöldstund með Marlene Dietrich
er einsöngsdagskrá sem gert hefur
söng-og leikkonuna Kerstin Marie
Mackelburg að stórstjörnu í Þýska-
landi. Þessi sýning kemur hingað til
lands í samstarfi við Schmidt-Theat-
er í Hamborg þar sem Mackelburg
hefur komið fram við gríðarlegar
vinsældir í vetur. Tvær sýningar
verða í Tjarnarbíói 14. og 15. maí.