Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson
TAMNINGAMENN voru ánægðir með kennslu Karly. Kona hans,
Rúna, túlkaði vísdóminn og leiðbeiningamar.
Zingsheim kennir
íslenskum tamn-
ingamönnum
FÉLAGAR í Félagi tamninga-
manna settust á skólabekk hjá
heimsmeistaranum í fímmgangi,
Karly Zingsheim, á námskeiði
sem félagið gekkst fyrir í síðustu
viku. Kennsla hófst í bítið á
fimmtudagsmorgni og var átján
þátttakendum skipt í fjóra hópa.
Allir mættu með einn hest á nám-
skeiðið og var farið tvisvar í reið-
tíma hvern dag auk þess sem
stór hluti kennslunnar var í
formi fyrirlestrar.
Eiginkona Karly, Rúna Einars-
dóttir, sem túlkaði á námskeiðinu
sagði að farið hefði verið mikið í
grunngangtegundirnar; fet,
brokk og stökk, slökunarvinnu og
reynt að undirstrika mikilvægi
slökunarinnar í gegnum allt þjálf-
unarferlið. Þá hefði einnig verið
farið nokkuð í taumvinnu, að losa
hestinn af beislinu og fá hann
mjúkan og eftirgefanlegan. Þá
hefði að síðustu verið farið í söfn-
un og mönnum kennt að byggja
upp jákvæða spennu í hestinum
og síðan að slaka honum aftur.
Þeir nemendur sem rætt var
við voru hæstánægðir með
kennslu heimsmeistarans. Mjög
gott væri að fá ný sjónarmið og
eins að líta hlutina frá nýju sjón-
arhorni. Karly sem væri í allra
fremstu röð þýskra reiðmanna á
íslenskum hestum hefði mikið
fram að færa. Bar öllum saman
um að þarna hefði verið margt
nýtt að læra en atvinnumönnum í
faginu væri nauðsynlegt að víkka
sjóndeildarhringinn. Voru menn
ánægðir með framtak stjórnar-
innar og hvöttu til að haldið yrði
áfram á þessari braut.
Hrossaræktarráðunautur með nám-
skeið í Austurríki
Er bjartsýnn á
samræmingu
kynbótadðma
ÁGÚST Sigurðsson hrossarækt-
aiTáðunautur var um helgina með
námskeið í Austurríki þar sem
fjallað var um íslenska dómkerfið.
Námskeiðið var haldið á vegum
FEIF (Evrópusamband eigenda
íslenskra hesta) og voru þátttak-
endur frá Austunáki, Þýskalandi,
Sviss, Slóveníu og Hollandi.
Sagðist Ágúst bjartsýnn á að
hægt yrði að samræma kynbóta-
dóma á íslenskum hrossum miðað
við þann anda sem ríkt hefði á
þessu námskeiði. Sagði hann að
þegar farið væri ofan í kjölinn á
þeim dómkerfum sem notuð væru
í aðildarlöndum FEIF væri ekki
svo margt sem skildi á milli.
Þýsku dómararnir sem verið
hefðu á námskeiðinu hefðu verið
mjög jákvæðir og sagðist Ágúst
hitta alla þýsku kynbótadómar-
ana í Þýskalandi í dag þar sem
skipst yrði á skoðunum og kvaðst
hann mjög spenntur að sjá hvað
kæmi út úr þeim fundi.
Kynbótahross á HM
Valið einfaldara með
tilkomu fetsins
VAL á kynbótahrossum sem fram
koma á heimsmeistaramótinu fyr-
ir hönd Islands fer að mestu fram
í gegnum héraðssýningar sem
haldnar verða í maí og fram til
18. júní nk. Oll hross sem þar
koma fram í fullnaðardómi eru
gjaldgeng en Ágúst Sigurðsson
hrossaræktarráðunautur sagði að
tilkynna þurfi sérstaklega hvort
einstök hross séu gefin föl í kyn-
bótasýningar á heimsmeistara-
mótinu. Þá verða íslenskfædd
kynbótahross í öðrum löndum
einnig gjaldgeng en Ágúst sagði
að íslenskir dómarar yrðu á öllum
sýningum þar sem stuðst yrði við
íslenska dómkerfíð.
Val á þessum hrossum verður
mun einfaldara í framkvæmd nú
en verið hefur þar sem dómar á
feti verða teknir upp við dóma á
kynbótahrossum í vor hér á
Iandi. Síðustu forvöð til að til-
kynna þátttöku er 20. júní nk. og
þá yrðu valin þau hross sem hæst
standa í hverjum flokki. Sagði
Ágúst það vissulega mikilvægt að
mæta með sem best hross til
mótsins þótt vissulega þurfi jafn-
framt að gæta að því að bestu
kynbótahrossin fari ekki úr
landi.
Alls fær hver þátttökuþjóð að
senda sex hross í kynbótasýningu,
þrjár hryssur 5, 6 og 7 vetra og
eldri og jafnmarga stóðhesta í
sömu aldursskiptingu.
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 39
UMRÆÐAN
Öskhyggja dugir lítt
gegn staðreyndum
ÚLFAR Hauksson
sendir mér kveðju í
Morgunblaðinu 18.
febr. s.l. undir fyrir-
sögninni: „Rangfærsl-
ur Ragnars Ai'nalds
um ESB“. Það sem
Úlfar kallar rang-
færslur eru nokkrar
staðreyndir sem fram
komu í tilefni af út-
komu bókar minnar:
Sjálfstæðið er sívirk
auðlind.
Úlfar andmælh'
þeim orðum mínum að
ESB myndi við aðild
Islands fá úrslitavald
til veiða á svæðinu
Ragnar
Arnalds
milli 12 og 200 mílna og rétt til að
taka ákvarðanir um tilhögun þess-
ara veiða. Úlfar segir orðrétt: „Hið
rétta er að Islendingar hefðu einir
rétt til veiða við íslandsstrendur.
Evrópusambandsþjóðir hafa enga
viðurkennda veiðireynslu á íslands-
miðum og fengju þar af leiðandi
engar aflaheimildir. Við gætum svo
ráðstafað okkar veiðiheimildum eft-
ir eigin höfði.“
Að sjálfsögðu er það alþekkt
staðreynd að ákvörðun um úthlut-
un veiðiheimilda til aðildarríkja
ESB fer fram í ráðherraráðinu.
Grunnreglan er sú að fiskiskip allra
aðildari'íkjanna eiga aðgang að
hinni sameiginlegu lögsögu, og
fiskistofnarnir tilheyra ekki
strandríkjunum heldur teljast sam-
eign ESB.
I orðum Úlfars felst sú persónu-
lega skoðun hans að aðildarríki
ESB muni í örlæti sínu afhenda Is-
lendingum allan veiðikvótann við
Islandsstrendur að undanteknum
3.000 karfatonnum sem við gáfum
eftir með EES-samningnum, og á
það eigi íslendingar að treysta. En
óskhyggja _ dugar lítt gegn stað-
reyndum. Úlfar virðist ekki átta sig
á að áhrifamestu aðildarríki ESB
eru einmitt sömu ríkin og stunduðu
hér veiðar upp í landsteina allan
fyrri hluta aldarinnar og hurfu ekki
af miðunum fyrr en 1976 eftir þrjú
þorskastríð. Þessi ríki myndu hafa
mest um það að segja hvað talin
yrði „söguleg reynsla" á Islands-
miðum.
Krafan um veiðikvóta
Ástæðan fyrir því að íslendingar
voru svo grátt leiknir í samningun-
um um EES árið 1992 að þeim var
neitað um tollfrjálsan aðgang fyrir
fisk á mörkuðum ESB þótt toll-
frelsi væri ákveðið á flestum öðrum
sviðum var einmitt sú að ESB
krafðist veiðiheimilda í íslenskri
landhelgi en fékk aðeins 3.000 kar-
fatonn. ESB leggur því áfram tolla
á fjölmargar fiskafurðir Islendinga
þrátt fyrir hátíðlegt tal um frelsin
fjögur og afnám viðskiptahindrana
enda var ESB með þessu að áskilja
sér allan rétt til að þvinga síðar
fram stóraukinn veiðikvóta á Is-
landsmiðum. Forystumenn ESB
hafa margsinnis verið spurðir að
því hvort íslendingar fengju ekki
undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB
og svarið hefur ávallt verið
neikvætt.
Spánverjar eiga stærsta fiski-
skipaflota í Evrópu og helsta aðferð
þeirra til að komast yfir veiðikvóta
annarra ríkja er ekki kvótaúthlutun
heldur kvótahoppið, þ.e. kaup á
skipum í öðrum ríkjum. Skipið er
þá áfram skráð í landi fyrri eigenda
en aflanum er landað í heimalandi
nýju eigendanna. Þegar era um
20% breski'a fiskiskipa í eigu Spán-
verja og Hollendinga. Bretar hafa
ákaft reynt að koma í veg fyrir að
kvóti þeÚTa „hoppi“ þannig úr landi
í skjóli ESB-reglna - án árangurs.
Það er eins og Úlfar Hauksson
geri sér alls enga grein fyrir því að
í ESB eru gríðarlegir hagsmunaá-
rekstrar. Þar verða þeir æði oft að
lúffa sem minna mega
sín. Islendingar hafa
sannarlega kynnst
þessu innan EES.
Samkvæmt þeim
samningi áttu EFTA-
ríkin að greiða framlög
í þróunarsjóði í fimm
ár, þar af áttu Islend-
ingar að greiða 100
millj. kr., en sjóðir
þessh' nýtast einkum
í-íkjum Suður-Evrópu.
En Spánverjar
kröfðust að greiðslurn-
ar héldu áfram þrátt
fyrir skýr ákvæði
EES-samningsins um
hið gangstæða. Fram-
kvæmdastjórn ESB lagðist óvænt á
sveif með Spánverjum, ekki af
virðingu fyrir sanngimi og réttlæti
heldur vegna venjulegra hrossa-
kaupa milli stóm ríkjanna að
tjaldabaki, og þó að íslenskir sendi-
menn og ráðherrar reyndu um
langt skeið að hamast gegn þessu
ranglæti af miklum dugnaði, er
þegar orðið ljóst að Norðmenn og
Islendingar verða tilneyddir að
Evrópusambandið
í ESB, segir Ragnar
Arnalds, eru gríðarleg-
ir hagsmunaárekstrar.
halda þessum greiðslum áfram.
Ekkert bendir til þess að Spánveij-
ar yrðu auðveldari viðskiptis ef þeir
sæju sér leik á borði að komast inn
í fiskveiðilögsögu Islendinga.
Úlfar Hauksson dregur í efa þau
orð mín að fánaríki fari með eftirlit
sinna skipa í lögsögu annarra rikja.
Þetta er þó alþekkt staðreynd og
kemur t.d. skýrt fram í greinargerð
sjávarútvegsráðuneytisins sem gef-
in var út í október 1994 og fjallaði
einmitt um sjávarútvegsstefnu
ESB, bls. 17: „Innan ESB er eftirlit
með fiskveiðum í höndum fánaríkis.
Það yrðu því þýsk stjórnvöld sem
bæra ábyi'gð á því að þýsk skip
virði fiskveiðistjórnunarreglur
ESB sem giltu á íslenska
hafsvæðinu.“ Þessi var líka niður-
staðan í samningum Norðmanna
við ESB 1994 eins og sjá má í sömu
skýrslu, bls. 11. Að sjálfsögðu
myndu þó Islendingar reyna að
hafa eftirlit með erlendum veiði-
skipum með því að senda eftirlits-
menn um borð, en úrskurðarvaldið
um brot á reglum yi'ði ekki lengur í
okkai' höndum.
Samningsréttur
glatast
Loks dregur Úlfar í efa þá
ábendingu mína að við aðild glati
Islendingar rétti sínum til að gera
viðskipta- og fiskveiðisamninga við
íTki utan ESB. Úlfar hlýtur að vita
að ESB er tollabandalag sem af-
nemur tolla í innbyrðis viðskiptum
en setur upp tollmúra gagnvart
þeim sem utan við standa.
Fríverslunarsamningar einstakra
aðildarríkja við ríki utan ESB falla
því niður við aðild. Hvort nýir
samningar ESB við ríki utan þess
koma síðan í staðinn er allt önnur
saga. Því ræður framkvæmda-
stjórn ESB og ráðherraráðið en
ekki einstök i-íki.
Sama gildir um fiskveiðisamn-
inga. Samningar íslendinga við
Grænland, Færeyjar og Noreg um
síld og loðnu myndu til dæmis falla
niður við aðild og samningsumboðið
flytjast til stofnana ESB. Hvort
ESB gerir síðan nýja samninga við
þessi ríki fyrir okkar hönd og
hvernig þeir samningar yi'ðu er allt
önnur saga. Við hefðum ekki lengur
heimild til að semja sjálfir um slík
mál. Forræðið flyst til ESB. Engu
breytir þótt farið sé í ki'ingum
kjarna málsins eins og Úlfar gerir
með svofelldum orðum „... fram-
kvæmdastjórn ESB myndi form-
lega sitja við samningaborðið með
okkur. Okkar samningsaðilar
myndu vinna í gegnum hana þegar
samið er um viðskipta- og sjávarút-
vegsmál við önnur ríki...“
Möguleikar okkar til að stýra T"
orðum og gerðum framkvæmda-
stjórnar ESB eins og andi í gegn-
um miðil yrðu vafalaust heldur
smávaxnir því andarnir sem heimta
að stjórna talfæram miðilsins era
margh' og sumir býsna háværir.
Kjarni málsins stendur því
óhaggaður og hann er sá að
ákvörðunarvaldið yrði ekki lengur í
okkar höndum.
Höfundur er alþingismaður.