Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 45 V
sinni komast til meðvitundar voru
orð hans til þess fallin að skapa
ákveðna sálarró vegna þess, hvern-
ig þau voru sögð.
Eg minnist þess, hversu stoltur
ég var við doktorsvörn Bjama í há-
tíðasal Háskólans árið 1954, en
hann átti þá að baki framhaldsnám í
Þýzkalandi fyrir stríð og í Dan-
mörku á stríðsárunum og í Banda-
ríkjunum eftir stríð. En ég kunni
ekki að meta athugasemdir annars
andmælandans við doktorsritgerð,
sem ég taldi fullkomna, þótt ég
hefði ekki lesið hana.
Á æskuárum var dr. Bjarni í mín-
um huga fyrst og fremst eiginmað-
ur Þóru fóðursystur minnar en
smátt og smátt heyrði ég orð falla
hér og þar, sem opnuðu augu mín
fyrir því, að hann var ekki bara
læknir, heldur mikils metinn lækn-
ir. Fyrsti maðurinn, sem talaði um
Bjarna á þann veg í mín eyru var
Guðmundur heitinn Bjamason,
bóndi á Hæli í Flókadal. Þegar
hann heyrði, að snúningastrákurinn
og dr. Bjami væru saman í fjöl-
skyldu sagði hann mér hvað hann
ætti honum mikið að þakka vegna
ei-fíðrar læknisaðgerðar, sem hann
gekkst undir. Slíkar frásagnir bár-
ust til mín alltaf við og við næstu ár
og aratugi.
Á horni Reynimels og Hofsvalla-
götu var byggður, að ég held,
stærsti kampur bandaríska herliðs-
ins, sem hingað kom á stríðsárun-
um, Camp Knox. Amma mín, Vil-
borg Runólfsdóttir, ættuð frá Ás-
garði í Landbroti, hafði byggt þar
hús yfir sig og fjölskyldu sína. I
þessu húsi bjuggu þrjú af fjórum
bömum hennar, makar þeirra og
börn. Þetta mikla návígi við her-
mennina setti mark sitt á daglegt líf
íbúanna.
Litlir strákar taka upp á ýmsu.
Kvöld eitt í miðju stríðinu gekk ég
um húsið og kveikti og slökkti ljós í
gríð og erg. Það fór allt á annan
endann í húsinu. Eg átti erfitt með
að skilja hvers vegna. En fyrir íbúa
þessa húss var þetta ekki saklaust
gaman. Mér var sagt, að hermenn-
irnir í næsta nágrenni gætu litið svo
á, að í þessum ljósagangi fælust
merkjasendingar. Merkjasendingar
til hverra? Það var ekki útskýrt
frekar.
Næstu árin fór ég að skilja hvers
vegna. Þegar ég rótaði í gömlu dóti
föður míns fann ég armband með
hakakrossi á, blað sem hét Island
og tímarit, sem hét Mjölnir. Alls
staðar var hakakross. Ég fann ljós-
myndir af handskrifuðum blöðum,
sem ég uppgötvaði síðar, að voru
ljósmyndir af frægri vasabók Ey-
steins Jónssonar, ráðherra, sem
birt hafði verið í íslandi, málgagni
íslenzkra þjóðernissinna.
I þetta allt komst samhengi, þeg-
ar ég kom höndum yfir fyrsta bindi
af ritverki Gunnars M. Magnúss,
Virkið í norðri. Þar sá ég mynd af
Bjarna Jónssyni, lækni, með al-
skegg og undir myndinni stóð:
Myndin tekin, er Bjami Jónsson
losnaði úr fangelsi Breta.
Mörgum árum seinna heyrði ég
dr. Bjama segja, að honum hefði
þótt rétt að fjarlægja þessa bók úr
bókaskáp sínum, þegar Vilborg,
dóttir hans, var komin á þann aldur,
að hún gat lesið og að hann hefði
komið bókinni aftur fyrir á sínum
stað, þegar hún hefði haft þroska til
að skilja það sem um var að ræða.
í Virkinu í norðri birtist frásögn
Bjarna sjálfs af fangelsisvist hans í
Bretlandi, en þangað var hann flutt-
ur, þegar hann kom með Esjunni til
Islands úr hinni svonefndu Pets-
amoför. I frásögn þessari segir
m.a.: „Að kvöldi 22. okt. (1940) lagði
brezkur bátur að Ægi og komu
tveir enskir yfirmenn um borð, sjó-
liðsforingi og höfuðsmaður úr land-
hernum. Sögðu þeir mér að týgja
mig og koma með sér. Fékk ég tíu
mínútur, til þess að taka saman far-
angur minn, sem ég vildi hafa með.
Spurði ég þá, hvert ferðinni væri
heitið. - Til Englands. Ég spurði
hvort ég væri fangi en þeir kváðu
hiklaust nei við því. Sagðist ég þá
hvergi fara, því að ég ætti ekkert
erindi til Englands og færi þangað
ekki af frjálsum vilja nú. Sögðu þeir
þá, að þeim þætti miður, ef þeir
þyrftu að beita valdi, en fyrirskip-
anir sínar yrðu þeir að framkvæma.
Spurði ég þá hverjar orsakir lægju
til þess að flytja ætti mig til Bret-
lands en um það vörðust þeir allra
frétta. Eftir þetta þref kvaddi ég og
fór með Bretunum."
Og síðar í frásögn dr. Bjarna seg-
ir um yfirheyrslur yfir honum í
Skotlandi: „ . . . sérlega virtist
hann leggja við hlustirnar, er ég
sagði honum, að ég hefði verið einn
af stofnendum félags þjóðemissinn-
aðra stúdenta og formaður þess
framan af. Spurði hann nákvæm-
lega um starfsemi þjóðernissinna en
ég sagði honum allt af létta um
hana, einnig um dvöl mína í Ham-
borg og Berlín og ferðalög í Þýzka-
landi - en sumurin 1937 og 1938
hafði ég ferðast nokkuð um Þýzka-
land og Norður-Ítalíu - komizt enda
alla leið suður að Miðjarðarhafi."
Við lestur þessarar bókar og
frekari eftirgi'ennslan varð mér
ljóst, að dr. Bjami, Kjartan Jóns-
son, bróðir hans, Þóra föðursystir
mín, faðir minn og Guðmundur
Jónsson, mágur móður minnar,
höfðu öll verið starfandi í hreyfingu
þjóðernissinna á íslandi fyrir stríð.
Á stríðsárunum og í mörg ár eftir
að heimsstyrjöldinni síðari lauk - og
kannski fram á þennan dag - var
ekki tilefni til að flíka slíkri póli-
tískri fortíð og jafnvel varasamt.
En um leið og henni var ekki flík-
að kom í ljós, þegar eftir var gengið,
að þau skömmuðust sín ekki fyrir
æskuhugsjónir sínar, reyndu ekki
að fela þær og vom tilbúin til að
ræða þær við þá, sem eftir því leit-
uðu. í kjölfarið fylgdu rökræður um
alþjóðastjómmál, sem stóðu með
hléum en reglulega, þar til ég var
kominn vel yfir tvítugt. Bjarni hafði
forystu í þeim umræðum af hálfu
hinna gömlu samherja og við vorum
aldrei sammála. Nánast hið eina,
sem við dr. Bjarni voram sammála
um í stjórnmálum í hálfa öld var
það, að Geir Hallgrímsson var í
miklum metum hjá okkur báðum.
Þau höfnuðu þeirri skoðun, að
þau hefðu verið gagm-ýnislausir að-
dáendur þjóðemissósíalista í Þýzka-
landi. Þvert á móti héldu þau því
fram, að þau hefðu ekki viljað hafa
nokkur pólitísk tengsl við Þýzka-
land. Um það hafi verið ágreiningur
í röðum þjóðernissinna á Islandi og
þess vegna hafi komið upp klofning-
ur í þeirra röðum. Þó fór ekki á milli
mála, að þau höfðu heillast af þeim
breytingu, sem varð í Þýzkalandi
fyrstu árin eftir að Hitler tók við
FRAMLEIÐUM
Skilti á krossa
Síöumúla 21 - Selmúlamegin
GERÐINí ” 533 6040 »Fax: 533 6041
Email: stimplar@isholf.is
Crfisdrykkjur
UelliAgohú/lð
GAPi-inn
Sími 555 4477
í?
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
ttr
TTTTTTIIIIIIXXX
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
TTTTTTTTTTTTTTT
H
H
r.
völdum, þegar framkvæmdir stóðu í
blóma og þýzkur dugnaður og agi
naut sín til fulls. Smátt og smátt er
að koma í ljós, að jafnvel nánustu
samstarfsmenn Hitlers vissu ekki
hvað fýrir honum vakti, hvað þá að
ungir íslenzkir námsmenn í Þýzka-
landi hafi gert sér grein fyrir því.
Heimssýn þeirra var sú, að Bret-
ar og bandamenn þeiraa hefðu gert
mikil mistök með því að knýja Þjóð-
verja til að heyja stríð á tveimur
vígstöðvum og að veröldin hefði litið
öðru vísi út, ef til þess hefði ekki
komið. Með því áttu þau við, að
veldi kommúnismans hefði hrunið í
Sovétríkjunum á fimmta áratugnum
en ekki hálfri öld síðar eins og varð.
Winston Churchill var þess vegna
ekki í hávegum hafður.
Sá sem tapar hefur rangt fyrir
sér. Það urðu ekki bara hinir ungu
íslenzku þjóðemissinnar að reyna
heldur og ekki síður þeir, sem
eyddu ævi sinni allri í baráttu fyrir
sósíalismann og Sovétríkin. Stjórn-
málaafskiptum þess unga fólks, sem
snemma á fjórða áratugnum hallað-
ist að stuðningi við þjóðernisjafnað-
arstefnu var að mestu lokið áður en
sjálft stríðið hófst. Fortíðin fylgdi
alltaf með einhverjum hætti þeim
úr þessum hópi, sem síðar urðu
virkir í pólitísku starfi á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins.
Pólitísku átökin á íslandi vora
svo hörð á áranum eftir stríð að það
er nánast útilokað fyrir yngri kyn-
slóðir að skilja hugsanagang fólks á
þeim tíma, að ekki sé talað um gerð-
ir. Margir af minni kynslóð voru t.d.
aldir upp við það, að Halldór Lax-
ness væri ekki bara vont skáld held-
ur ætti alls ekki að lesa bækur hans.
Öðru máli gegndi með Gunnar
Gunnarsson.
I Ijósi stjórnmálaskoðana dr.
Bjarna fyrr á áram kom mér það
þess vegna gersamlega í opna
skjöldu, að hann var einn af aðdá-
endum Laxness frá því að fyrstu
verk hans komu út og alla tíð síðan.
Til er saga um ritgerð, sem hann
skrifaði í skóla um Vefarann, sem
var í svipuðum dúr og hinn frægi
ritdómur Kristjáns Albertssonar og
kennaranum þótti lítið til koma. Á
svörtustu dögum kalda stríðsins,
þegar verkum Laxness var úthýst
af heimilum borgarastéttarinnar í
Reykjavík hélt dr. Bjarni uppi hörð-
um vömum fýrir Laxness og verk
hans á þeim fjölskyldufundum, sem
hér er vitnað til. Á síðasta fundi
okkar fyrir nokkram vikum kvaðst
hann líta svo á, að Halldór Laxness
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tekur ad sér umsjón útfarar
í samráði við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dónarstað í líkhús.
- Aðstoöa við val á kistu og líkklæðum.
- Undirbúa lík hins látna ( kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa ísiands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Staö og stund fyrir kistulagningu
og útför.
- Legstaö i kirkjugaröi.
- Organista, sönghópa, einsöngvara,
elnleikara og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aöstoðar viö val á
sálmum.
- Llkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sór stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á ieiöi.
- Legstein.
- Flutning á kistu út á land eöa utan af
landi.
- Flutning á kistu til landsins og frá
landinu.
Sverrir Einarsson, Svenrir Olsen,
utfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35
- 105 Reykjavík. Sími 581 3300 -
allan sólarhringinn.
væri eitt af höfuðskáldum þessarar
aldar á heimsvísu. I því samtali
sagði ég honum frá því, að ég væri
að lesa ævisögu dr. Goebbels, áróð-
ursmeistara Hitlers, sem byggð er
m.a. á dagbókum hans. Bjarni sagði
mér þá, að hann hefði eitt sinn á
námsáram sínum í Þýzkalandi mætt
á stjórnmálafundi hjá Goebbels og
engan mann hefði hann heyrt tala
fegurri þýzku.
Á meðan þessar umræður um
liðna tíð fóru fram á heimavígstöðv-
um jókst vegur dr. Bjarna stöðugt á
hans starfsvettvangi. Hann varð að
lokum, sem yfirlæknir Landakots-
spítala í rúma tvo áratugi, einn
þeirra lækna á þessari öld, sem sög-
ur fara af. Um miðjan áttunda ára-
tuginn komu þeir Guðjón Lárusson,
læknir, að máli við okkur Matthías
Johannessen og leituðu liðsinnis
okkar við að fá því framgengt, að
Landakotsspítali yrði gerður að
sjálfseignarstofnun, þegar ljóst var
orðið að systurnar mundu hætta
rekstri spítalans. Það kom í hlut
Matthíasar Bjarnasonar, þáverandi
heilbrigðisráðherra, að tryggja
framgang þess máls.
Bjami var fastur fyrir í skoðun-
um og lét ekki stjórnast af almenn-
ingsáliti hverju sinni. Eftir að þau
Þóra byggðu sér hús við Gnitanes,
þótti þeim borgaryfirvöld brjóta á
þeim rétt. Það varð tilefni mikilla
blaðaskrifa, sem aðallega fóru fram
hér á síðum Morgunblaðsins. Þá -rr
kom í ljós, að dr. Bjarni var mikill
stílisti og sumar þessara greina
vora snilldarvel skrifaðar, hvaða
skoðun, sem menn kunna að hafa á
efni þeirra að öðra leyti. Þau höfðu
ekki sitt fram í því máli. Viðhorf
dómstóla til réttarstöðu einstak-
linga er nú gjörbreytt frá þeim
tíma. I samtali okkar fyrir nokkrum
vikum vorum við sammála um, að
líkurnar fyrir því, að þau mundu
vinna slíkt mál fyrir dómstólum nú
væru miklar.
Samband Bjama og Þóra var ein-
stakt. Samstaða þeirra var alger í
öllu því, sem þau tóku sér fyrir
hendur, a.m.k. var ekki annað að
sjá, jafnvel fyrir þá, sem bjuggu í
miklu návígi við þau.
Það eru töluverð tímamót í lífi
fólks, þegar síðasti þráðurinn slitn-
ar við ákveðna fortíð. Lát dr.
Bjarna Jónssonar veldur slíkum
þáttaskilum í lífi mínu og nokkurra
frændsystkina minna, sem ólust
upp eins og systkin í húsi ömmu
okkar.
Styrmir Gunnarsson.
Konan mín elskuleg,
RAGNHEIÐUR MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
frá Glaumbæ,
Skagafirði,
andaðist föstudaginn 19. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju
laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00.
Gunnar Gíslason.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
fyrrum húsmóðir á Reykjum,
Reykjaströnd,
lést á Sjúkrahúsi Skagafjarðar föstudaginn
19. febrúar sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna,
Gísli Geir Hafliðason, Ólöf Jónsdóttir,
Árni Gunnarsson, Elísabet Beck Svavarsdóttir.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
andaðist miðvikudaginn 10. febrúar síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jónas Ingimundarson, Ágústa Hauksdóttir,
Haukur Ingi Jónasson, Ugla Huld Hauksdóttir,
Gunnar Leifur Jónasson, Guðrún Blöndal,
Lára Kristín Jónasdóttir, Kristófer Örn Gunnarsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÁLFDÁN ÓLAFSSON,
Þórsgötu 29,
Reykjavík,
áður Hafnargötu 7,
Bolungarvík,
lést á Kanaríeyjum föstudaginn 19. febrúar.
Sigríður Jóna Norðkvist,
Unnur Guðbjörnsdóttir, Garðar Benediktsson,
Elísabet María Hálfdánsdóttir, Halldór Óskarsson,
Árný Hafborg Hálfdánsdóttir, Helgi Laxdal Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.