Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hægt
og skýrt
„Greinin var samsull sanninda,
hálfsanninda, kvartsanninda, ósanninda,
rökleysa og málfræðilega réttra setninga
sem eru með öllu merkingarlausar. “
Alan Sokal: Tlskubull
Er óraunhæft að
gera þá kröfu til
fræðimanna að þeir
skrifi (og tali) skiij-
anlega um fræðileg
málefni?
Menntamenn í Norður-
Ameríku, sérstaklega þeir sem
telja má til póstmódemista
(þótt eiginlega viti enginn hvað
það raunverulega merkir), hafa
undanfarið verið að skoða venju
fremur grannt á sér naflann.
Astæðan er nýútkomin ensk
þýðing á bókinni Tískubull
(Fashionable Nonsense) eftir
eðlisfræðingana Alan Sokal og
Jean Bricmont. Undirtitill bók-
arinnar er: „Misþyrmingar
póstmódemískra menntamanna
á vísindum."
VIÐHORF
Eftir Kristján
G. Amgrímsson
Bókin kom
upphaflega út
á frönsku fyr-
ir rúmu ári
undir heitinu Impostures In-
tellectuelles, og í henni beina
höfundamir spjótum sínum að
frönskum og amerískum „hugs-
uðum“ á borð við Jacques Lac-
an, Juliu Kristevu, Luce Irig-
aray, Félix Guattari og fleiri.
Segja þeir Sokal og Bricmont
þessa menntamenn hafa mis-
þyrmt vísindalegri orðræðu í
skrifum um þekkingarfræði.
Það er einkum tvennt sem
Sokal og Bricmont leggja
áherslu á. í fyrsta lagi að skrif
þessara spekinga um vísindi
séu oftar en ekki fullkomlega
óskiljanleg og í rauninni inni-
haldslaus; í öðra lagi að vísinda-
leg hugtök á borð við kaos, línu-
legur og fleiri séu notuð í sam-
hengi sem þau eigi engan veg-
inn heima í og verði fyrir
bragðið villandi.
Tískubull varð til í framhaldi
af grein sem Sokal skrifaði og
fékk samþykkta tii birtingar í
Social Text, sem er eitt helsta
fagtímarit þeirra sem stunda
svonefnda menningarfræði
(Cultural Studies) í Bandaríkj-
unum. í greininni fjallaði Sokal
um meint tengsl skammtafræði
og póstmódemískrar hugsunar.
En greinin var gabb.
Eins og Sokal orðaði það
þegar hann „fletti ofan af ‘ eigin
prakkarastriki: „Greinin var
samsull sanninda, hálfsanninda,
kvartsanninda, ósanninda, rök-
leysa og málfræðilega réttra
setninga sem era með öllu
merkingarlausar.“ Það sem fyr-
ir honum vakti var einfaldlega
að vekja athygli á því að maður
getur komist upp með - og
fengið birt sem fræðileg skrif -
hvað sem er í póstmódemískum
fræðum svo fremi sem maður
kann að tengja saman nógu
mikið af tískuorðum - tískubulli.
(Hann segir það ekki hafa tekið
sig nema þrjá mánuði að læra
nóg af orðaforða póstmódem-
istanna til að geta skrifað gabb-
greinina.)
Hugum nánar að þessu með
innihaldsleysið og óskiljanleg-
heitin. í bókinni tína Sokal og
Bricmont til fjölda tilvitnana í
áðurnefnda fræðinga þar sem
blandað er saman vísindalegu
orðfæri og heimspekilegu -
enda telja þeir sig margir til
heimspekinga. Kannski hafa
Sokal og Bricmont verið sér-
staklega kvikindislegir við val á
tilvitnunum, en þeim tekst sér-
lega vel að renna stoðum undir
þá kenningu sína að skrif spek-
inganna séu „dulúðug, myrk og
raglingsleg“ og þó fyrst og
fremst galtóm. Þetta era
reyndar vel þekkt andmæh við
svonefndri póstmódemískri
fræðimennsku.
Nú kann einhver að andmæla
og segja að um sé að ræða sér-
fræðileg skrif, auðvitað séu þau
lítt eða ekki skiljanleg venju-
legu fólki eða þeim sem ekki
eru sérfræðingar á umræddu
sviði. Það sé alls ekki þar með
sagt að skrifin séu merkingar-
laus - almennir lesendur bara
fatti þau ekki.
Kannski. En það vekur þó
gransemdir að við lestur tilvitn-
ananna sem Sokal og Bricmont
tína til verður ónefndur maður
sem stundað hefur heimspeki-
nám í bráðum tíu ár ringlaður
og veit ekki hvað er á seyði.
Samt era höfundarnir heim-
spekingar rétt eins og þessi
ónefndi lesandi. (Ef til vill er
þessi lesari bara ekki mjög góð-
ur heimspekingur - en allt um
það.) Þess vegna kviknar
spurningin sem nefnd var í
upphafi þessa pistils. Er það
óraunhæf krafa að fræðimenn
séu skiljanlegir í skrifum sín-
um? Er óhjákvæmilegt að ef
maður gætir þess að vera skilj-
anlegur þá verði maður faglega
ónákvæmur og/eða óáhugaverð-
ur? Það er að segja, er skiljan-
leiki nauðsynlega það sama og
einfeldni?
Við þessari spurningu er
ekki til afgerandi svar, hvað
sem einhverjir „djúpir“ heim-
spekingar sem kunna mikið af
flottum og flóknum orðum
kunna að segja. Það er þó ekk-
ert sem bendir til annars en að
óskiljanleiki sé óþarfur. Maður
á að geta gert þá kröfu til vís-
inda- og fræðimanna að þeir
gefi hugsunum sínum skýran
búning. Þetta er því miður
ekki gert nógu oft, en mig
grunar að flestir fræðimenn
hefðu áhuga á að hugmyndir
þeirra væra aðgengilegar
hverjum sem er.
Sokal og Bricmont virðast
þessarar skoðunar. Yfirleitt sé
mögulegt að útskýra á einfald-
an máta um hvað einhver tiltek-
in kenning snúist, hver séu
helstu rökin fyrir henni og
hverjar séu helstu niðurstöður
hennar. Það kunni að taka lang-
an tíma að öðlast skilning, en
það sé þó mögulegt með því að
styðjast við einfaldar útskýr-
ingar.
En hvað er annars til ráða?
Ef til vill það að menn tileinki
sér faglega hreinskilni og reyni
aldrei að fela í orðhengilshætti
og flóknu orðfæri það sem þeir
óttast að kunni að vera fagleg
grannhyggni. En kannski fyrst
og fremst það sem þeir Sokal
og Bricmont ráðleggja í svolítið
öðra samhengi: „Vilji til að
hugsa hægt og skýrt.“
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
LOGI Laxdal hyggst eins og hinir íslensku heims-
meistararnir nýta sér keppnisréttinn á HM ef nýju
vonirnar bregðast í úrtökunni. Á meðfylgjandi
mynd óskar Sigurður Sæmundsson landsliðsein-
valdur Loga til hamingju eftir að hann hafði tryggt
sér sigur í 250 metra skeiðinu á HM í Seljord 1997.
SIGURÐUR Sæmundsson var strax byrjaður að
hvetja menn til dáða á fundinum í Kópavogi og í
fundarlok farinn að leggja á ráðin hvernig best
verður staðið að málum við val á liðinu svo sem be'st
takist til í rimmunni við Þjóðveija, sem vafalaust
mæta til leiks minnugir ófaranna frá Seljord.
Mögulegt að senda
ellefu keppendur á
heimsmeistaramótið
HALDIN verður fjögurra
daga úrtökukeppni 17. til 20.
júní nk. þar sem fimm af sjö
liðsmönnum verða valdir að loknum
tveimur umferðum. Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvar úrtakan fari fram en
boð hafði borist frá tveimur félög-
um. Dreyramenn á Akranesi buðu
fram svæði sitt á Æðarodda og
Gustur í Kópavogi bauð fram svæði
sitt, Glaðheima. Úrtaka hefur einu
sinni áður farið fram í Glaðheimum,
árið 1995. Gerðar voru athugasemd-
ir á fundinum við fyrirkomulag úr-
tökukeppninnar og töldu margir
betra að hafa einn frídag milli um-
ferða. A þeim fjórum dögum sem
keppnin stendur yfir þurfa skeið-
hestar til dæmis að fara átta skeið-
spretti. Fram kom að ekki væri
endanlega búið að ákveða fyrir-
komulagið og því mögulegt að byrj-
að yrði degi fyrr, 16. júní, og mönn-
um og hestum gefið frí þann 18.
Lykill að vali landsliðs
s
Islands sem keppa mun
á heimsmeistaramótinu
í Kreuth í Þýskalandi í
sumar var kynntur á
fundi í reiðhöll Gusts í
Kópavogi í liðinni viku.
Lykillinn verður
óbreyttur frá því sem
var árið 1997. Þá tókst
mjög vel til þegar Is-
lendingar unnu fímm
gullverðlaun og fjölda
annarra verðlauna.
Einvaldurinn velur tvo
Fyrstur er valinn inn í liðið sá
keppenda sem flest samanlögð stig
hefur hlotið. Næstur er valinn sá er
flest stig hefur hlotið í fimmgangi
og síðan stighæstur í fjórgangi.
Fjórði inn er svo sá stighæsti í tölti.
Fimmti og síðastur er svo sá kepp-
enda sem bestum tíma nær í 250
metra skeiði í úrtökunni en sá verð-
ur jafnframt að hafa náð spretti á
23 sekúndum eða betri tíma á árinu
á þeim hesti sem hann keppir á í úr-
tökunni. Ef enginn keppenda í úr-
tökunni hefur náð þessum tíma-
mörkum velur landsliðseinvaldur í
þetta sæti.
Sjötta og sjöunda keppanda velur
landsliðseinvaldur en í þann starfa
hefur verið valinn Sigurður Sæ-
mundsson eins og kunnugt er. í tvö
síðustu sætin eru allir íslenskir rík-
isborgarar gjaldgengir bæði hér
heima og erlendis. Sigurður lands-
liðseinvaldur upplýsti að dregið yrði
að öllum líkindum að velja þessa tvo
síðustu fram yfir íslandsmótið á
Gaddstaðaflötum, sem lýkur 11. júlí.
Hann gerði ráð fyrir að fara á tvö
mót í Þýskalandi, annað sem haldið
verður að Forstwald hjá Rúnu og
Karly Zingsheim og svo á þýska
meistaramótið sem haldið verður í
Saarvellingen.
Fjórir íslenskir knapar hafa rétt
á að mæta sem heimsmeistarar á
mótið. Það eru Sigurbjöm Bárðar-
son, sem hefur rétt á að mæta með
Gordon frá Stóra-Ásgeirsá í
slaktaumatölt, fimmgang, gæðinga-
skeið og 250 metra skeið, sem
heimsmeistari í samanlögðu og
gæðingaskeiði. Styrmir Arnason
hefur rétt á að taka þátt í fjórgangi
á Boða frá Gerðum sem heims-
meistari í þeirri grein. Logi Laxdal
hefur rétt á að mæta með Sprengju-
hvell frá Efstadal í 250 metra skeið-
ið og Vignir Siggeirsson hefur rétt á
Valdimar Kristinsson
fór á fundinn og
ræddi við heimsmeist-
arana fjóra.
að mæta með Þyril frá Vatnsleysu
til leiks í töltið.
Ellefu í íslenska liðið?
Vignir kvað allt opið með Þyril,
hann færi utan í mars og kíkti á
klárinn en hann stefndi eigi að síður
með Ofsa frá Viðborðsseli í úrtök-
una. Vignir sagði það vissulega dýr-
ara fyrir sig að mæta með Þyril á
mótið. Hann þyrfti að vera talsverð-
an tíma úti til að þjálfa hann og svo
fengi hann líklega bara að taka þátt
í töltinu. Hann taldi að endanleg
ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en
nær dragi úrtöku.
Sigurbjöm sagðist ekki vera far-
inn að hugsa alvarlega hvað hann
gerði. Honum stæði Gordon til boða
en mjög líklega mætti hann með
einhvem hest í úrtökuna í sumar.
Hann sagðist mundu taka ákvörðun
þegar hann sæi betur hvemig rakn-
aði úr málunum. Þar spilaði inn í í
hvaða ástandi Gordon yrði þegar til
á að taka og úr hvaða hestakosti
hann hefði úr að spila hér heima.
Nýjum eiganda Gordons, Bert
Schlickermann, hefur gengið ágæt-
lega með Gordon og sigraði nú um
helgina í flugskeiði á móti hjá Hin-
riki Bragasyni og Huldu Gústafs-
dóttur, sem búa í Norður-Þýska-
landi.
Logi Laxdal sagðist aðspurður
geta fengið Sprengjuhvell ef hann
vildi en hann hefði hann í bakhönd-
inni því hann stefndi að því að mæta
með tvo eða fleiri hesta í úrtökuna.
Setji hann jafnvel stefnuna á fimm-
gang og samanlagðan en ekki vildi
hann gefa upp hvaða hestar það
væru sem hann hygðist koma með
til leiksins. Ekki hefur gengið vel
með Sprengjuhvell hjá nýjum eig-
anda, Óle Reber. Hefur hann verið
mjög ókyrr í rásbásunum og rokið
flesta spretti á kappreiðum.
Styrmir Árnason, sem býr í
Þýskalandi, sagði að stefnan væri
ekki sett á Boða. Hann væri búinn
að selja hestinn en stúlkan sem á
Boða hefur sagt að honum standi
hann til boða. Sagðist Styrmir vera
með mjög efnilegan Orrason, Ham-
ar frá Þúfu, sem hann stefndi með á
mótið en vissulega væri Boði inni í
myndinni ef annað bregst. Styrmir
tók þó fram að hann hefði aðeins
áhuga á að mæta með hann á mótið
væri klárinn í mjög góðu formi og
ætti möguleika í toppbaráttunni.
Af þessum svörum heimsmeistar-
anna má því ætla að möguleiki sé
íyrir hendi að íslendingar geti orðið
óvenju fjölmennir í röðum kepp-
enda að þessu sinni. Ef allir heims-
meistaramir mæta í titilvörnina
verður Island með ellefu keppendur
í íþróttagreinum mótsins. Allir virð-
ast þeir þó ætla að hafa sigurhest-
ana frá síðasta móti sem varaskeif-
ur ef önnur áform þeirra bregðast.
Þótt of snemmt sé að spá um gengi
íslenska liðsins á mótinu í Þýska-
landi má ætla að erfitt verði að
jafna þann frábæra árangur sem
náðist á mótinu í Noregi 1997. Þjóð-
verjar vora að vonum mjög ósáttir
með útkomuna þá og má því ætla að
þeir mæti tvflefldir til leiks í sumar
eftir að hafa fengið aðeins eitt gull
síðast. Sigurður Sæmundsson
landsliðseinvaldur gaf tóninn á
fundinum í Glaðheimum og var eng-
an bilbug á honum að finna.
Margir kallaðir
Fróðlegt verður að sjá hvaða
hestum verður teflt fram í úrtök-
unni því nú er komin upp ný staða
eftir að landsmótin verða haldin
annað hvert ár. Ekki er óhugsandi
að menn vilji geyma eitthvað af
betri hestunum til landsmótsins á
næsta ári, sérstaklega þeim yngri.
Fram að þessu hafa Islendingar oft
teflt fram sterkara liði árin eftir
landsmót en árin fyrir landsmót en
nú er þetta breytt því öll heims-
meistaramótin verða nú milli
tveggja landsmóta. Hugsanlega
gæti þessi breyting orðið til þess að
í auknum mæli verði leitað til Is-
lendinga sem búsettur eru erlendis
og stunda hestamennsku þar. En
hvað sem öðru líður þá virðist farin
að myndast talsverð spenna um val
landsliðsins bæði heima og erlendis.
Vel mátti skynja á fundinum í Glað-
heimum að margir hyggist banka á
dyr landsliðsins að þessu sinni enda
aldrei ríkt eins mikil eftirvænting
fyrir nokkurt heimsmeistaramót. A
því vel við hið fornkveðna að margir
verði kallaðir en fáir útvaldir.