Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 31
LISTIR
Kátt, ljúft og krefjandi
TðNLIST
íslenzka óperan
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Inn- og erlend sönglög og óperu-
aríur. Sópranarnir Hanna Dóra
Sturludóttir og Amdís Halla
Ásgeirsdóttir; Isabel Fernholz,
píanó. Islcnzku óperunni, laugar-
daginn 20. febrúar kl. 14.30.
Á VEGUM Styrktarfélags ís-
lenzku óperunnar var efnt til
söngtónleika á laugardaginn var
við allgóða aðsókn. Sviðið var um-
girt svörtum tjöldum að baki og til
hliða, og var það í sjálfu sér
stemmningsaukandi. En því miður
var sá agnúi á, að þykkur vefnað-
urinn gleypti megnið af takmörk-
uðum hljómburði salarins með
þeim afleiðingum að ómfylling
bæði söngradda og slaghörpu var
hverfandi. Ekki virtist það par
hvetjandi til söngs (þó að söng-
konumar létu aðstæður sem
minnst á sig fá), og varla hefur
heldur verið þægilegt fyrir pí-
anistann að hljóðfærið hljómaði
líkt og umvafið svampi. Hafi ekki
verið við neitt ráðið að sinni vegna
leiktjalda yfirstandandi sýningar
mætti þó ímynda sér að endur-
varpsskermar á hjólum eins og í
Háskólabíói gætu dregið úr slík-
um vanda í framtíðinni.
Að undanskildu tónmáli nútím-
ans, sem var fjarri góðu gamni,
var dagskráin fjölbreytt og spann-
aði allt frá vínarklassík til síðróm-
antíkur. Þær stöllur sungu saman
sex dúetta með furðugóðum ár-
angri miðað við þétt samliggjandi
söngsvið, þ.e.a.s. Schön Blumelein
eftir Schumann, Ave María og Á
vegamótum Eyþórs Stefánssonar,
Sull’aria (Mozart), Schelm, halt
fest! (Weber) og hinn sjálfhæðna
Art is Calling for Me e. Victor
Herbert.
Þess á milli var systurlega
skipzt á sviðsljósi. Hanna Dóra St-
urludóttir söng hið ljóðræna
Widmung (Schubert), sló hnitmið-
að á dramatískari strengi í Aller-
seelen, Schlechtes Wetter og Wie
sollten wir geheim sie halten (R.
Strauss) og - með millilendingu á
hugljúfum nótum Minningar
Markúsar Kiástjánssonar (sem
tónleikaskrá færði að vísu á reikn-
ing Amdísar Höllu) - aftur yfir á
léttari kordumar í Það kom söng-
fugl að sunnan eftir Atla Heimi
Sveinsson. Hún tjáði á hrífandi
hátt hugarvíl greifynjunnar í
Porgi, amor úr „Figaro“ Mozarts
og hina löngu og kröfuhörðu aríu
Wie nahte mir der Schlummer úr
Töfraskyttu Webers með ekki
síðri glæsibrag, að ekki sé talað
um Oh! quante volte, aríu Giuli-
ettu úr I Capuleti e i Montecchi
(Bellini), sem vakti mikla og verð-
skuldaða hrifningu salargesta.
Amdís Halla Ásgeirsdóttir söng
þrjú Schubert-lög - Atys, Auf dem
Wasser zu singen og hið kven-
rembings-kímna Die Manner sind
méchant - fremur varfæmislega
og fór ekki að „hitna“ að ráði fyrr
en í íslenzku lögunum, þ.e. I dag
skein sól Páls Isólfssonar, og þó
einkum í Síðasti dansinn eftir Karl
0. Runólfsson, sem gustaði vera-
lega af. Á fulla ferð var hún komin
eftir hlé í Töfraskyttuaríu Onnu
litlu, Kommt ein schlanker Bursch
gegangen; enn meir í Rossini-arí-
unni II mio ben sospiro e chiamo,
og reis hæst í síðasta einsöngsat-
riði sínu þetta síðdegi, Les oiseaux
dans la charmille, aríu vélbrúð-
unnar Olympiu úr Ævintýrum
Hoffmanns eftir Offenbach, sem
var sungin - og „leikin“ - með dill-
andi öiyggi og kómísku næmi fyr-
ir eftirhermu. Brá þar fyrir ótrú-
lega fágaðri fagmennsku hjá ungri
söngkonu sem enn á að heita í
framhaldsnámi.
Áðurnefndur dúett írsk-amer-
íska óperettuhöfundarins Victors
Herberts, Art is Calling for Me
(bráðsmellið púðurskot á príma-
donnu-fordildina), vakti mikla
kátínu tónleikagesta í kostulegri
útleggingu þeirra stallna, er urðu
m.a. að kvitta fyrir góðar undir-
tektir utan dagskrár með loðklór-
uhvæsandi samsöng í kattardúett
Rossinis. Undirleikur Isabel
Fernholz var hinn fagmannlegasti
- ávallt lipur, tillitssamur og ná-
kvæmur - og hefði líkt og velupp-
lagður sópransöngurinn vissulega
átt skilinn hagstæðari hljómburð
en hér þurfti að sæta.
Ríkarður Ö. Pálsson
Gítardúett-
inn Doude-
mano á
Háskóla-
tónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu miðvikudaginn 24.
febrúar leikur gítardúettinn Dou-
de-mano en hann skipa gítarleikar-
arnir Hinrik Bjarnason og Rúnar
Þórisson. Tónleikarnir hefjast kl.
12.30 og eru um hálftími að lengd. Á
tónleikunum verður flutt suður-am-
erísk tónlist, verk eftir Astor Pi-
azzolla (f. 1921, d. 1992)og Leo
Brouwer (f .1939).
Argentínska tónskáldið Astor Pi-
azolla fæddist í Mar del Plata sem
er bær sem liggur að Atlantshafi og
er um 500 mílur frá Buenos Aires.
Ungur flutti hann með fóður sínum
til New York sem vildi að hann lærði
á píanó en bandoneon eða
tangóharmonikkan heillaði meir.
Síðar þegai- hann var fluttur aftur til
síns heimalands stofnaði hann sína
eigin hljómsveit og fór í tónleika-
ferðir og var virtur um allan heim.
Leo Brouwer er Kúbverji fæddur
í Havana árið 1939. Hann er eitt af-
kastamesta og mikilvægasta nú-
tímatónskáld gítarbókmenntanna.
Hann hefur samið fjölda einleiks-
verka og kammerverka fyrir gítar
og hlotið ótal viðurkenningar fyrir
störf sín. Hann hefur einnig verið
mjög virkur sem hljóðfæraleikari
og leiðbeinandi.
Handhöfum stúdentaskírteina er
boðinn ókeypis aðgangur, en fyrir
aðra er aðgangseyrir 400 kr.
^mb l.is
ALLTAf= GITTHVAÐ NÝTJ
FRAMHALDSNÁM VIÐ
Z KENNARAHÁSKÓLA íslands
t-*
^ Kennaraháskóli Islands býður upp á framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræð-
um. Rétt til að sækja um inntöku eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfsmenntanámi
’ á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Gilt er talið nám frá Fósturskóla
íslands, Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, íþróttakennaraskóla íslands, Kenn-
araháskóla íslands, Kennaraskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands og öðrum skólum sem veita sambærilega
menntun. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu.
Unnt er að Ijúka framhaldsnámi við Kennaraháskóla fslands með tvennum
hætti, með formlegri viðurkenningu (diplómu) eða meistaraprófi (M.Ed.).
Nám sem leiðir til formlegrar viðurkenningar (diplómu) getur verið að
lágmarki 15 einingar og að hámarki 60 einingar.
Við 30 eininga framhaldsnám er hægt að bæta við 30 eininga námi til M.Ed.
prófs. Hluti námsins er 15-30 eininga meistaraprófsverkefni.
Haustið 1999 verður boðið nám á eftirtöldum sviðum ef næg þátttaka fæst:
X Börn og unglingar með sérþarfir í skóla og samfélagi (30 eininga fjarnám, tvö ár), einkum
ætlað leikskólakennurum, grunnskólakennurum og þroskaþjálfum.
X íslenskukennsla (15 eininga fjarnám, eitt ár), einkum ætlað íslenskukennurum í grunn- og
framhaldsskólum.
X Stjórnun (forysta, þróunarstarf, matsfræði og gæðastjórnun; 30 eininga fjarnám, tvö ár eða
staðbundið nám, eitt ár). Námið er einkum ætlað skólastjórum og stjórnendum deilda og
stofnana, fag- og árgangastjórum, ráðgjöfum, kennurum og þroskaþjálfum sem stefna á
stjórnunarstörf.
X Tölvu- og upplýsingatækni (15 eininga fjarnám, eitt ár). Náminu er einkum ætlað að mennta
frumkvöðla í upplýsingatækni í skólastarfi sem geta skipulagt og unnið að framkvæmd
upplýsingamála í skóla- og uppeldisstofnunum og leiðbeint samstarfsfólki um notkun á
tölvum og upplýsingatækni.
X Uppeldis- og kennslufræði (30 eininga fjarnám, tvö ár). í náminu, sem ætlað er öllum
starfsstéttum sem Kennaraháskólinn þjónar, er leitast við að dýpka þekkingu og skilning á
undirstöðuatriðum uppeldis- og menntunar, s.s. uppeldisheimspeki, uppeldissögu,
uppeldissálarfræði og námskrárfræðum.
X Þroskaþjálfun fullorðinna (30 eininga fjarnám, tvö ár), einkum ætlað þroskaþjálfum.
X Meistaranám til M.Ed. prófs (30 eininga fjarnám, tvö ár). Rétt til að sækja um meistaranám
eiga nemendur sem lokið hafa 30 einingum í framhaldsnámi með að lágmarki fyrstu
einkunn (7.25).
Leiðbeiningar til umsækjenda, umsóknareyðublöð og inntökureglur fást á skrifstofu Kennara-
háskóla íslands og á heimasíðum framhaldsdeildar (vefslóð: http://www.ismennt.is/vefir/uppvis).
Nánari upplýsingar veita Guðrún Sóley Guðjónsdóttir verkefnastjóri
kennslusviðs (sími 563 3898, árdegis, netfang soley@khi.is)
og námsráðgjafar skólans (símar 563 3912 og 563 3913).
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1999.
K
Fiat Marea er sannkallaður lúxus skutbíll á
mjög hagstæðu verði. Öryggisbúnaður með
því besta sem þekkist og mikið farangursrými
gera hann að ákjósanlegum kosti fyrir
fjölskylduna.
Marea Weekend ELX 1,6 16v
Verð kr. 1.550.000
Istraktor
Tvískiptur afturhleri
eykur notagildi