Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 29 LISTIR Maðurinn sem vissi of mikið f SAUMASTOFU Sjóklæðagerðarinnar í Faxafeni var samningurinn undirritaður. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Asgeir Asgeirsson, ritsljóri Iðnsögu Islendinga, Svavar Hávarðarsson sagnfræðingur, Harald- ur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, Bragi Hannesson, Magnús Helgason og Þórarinn Gunnars- son, skrifstofustjóri Samtaka iðnaðarins. Saga verksmiðjuiðnaðar UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Iðnsögu Islend- inga, Samtaka iðnaðarins og Svavars Hávarðarsonar sagn- fræðings, um ritun sögu verk- smiðjuiðnaðar á Islandi. Gert er ráð fyrir að verkið taki um þrjú ár og verði um 700-800 bls. að stærð. Sagan verður gefin út í ritröðinni Safn til iðnsögu ís- lendinga, en 16 bækur hafa komið út í ritröðinni. I ritinu verður rakin saga verksmiðjuiðnaðar á Islandi á tuttugustu öld og fjallað m.a. um tilhögun framleiðslu, fram- leiðsluvöru, stofnendur, véla- kost, rekstrarumhverfi og tækni- þróun í einstökum greinum iðnaðarins. Gert er ráð fyrir að tvö til þrjú hundruð myndir verði í ritinu. Ritnefnd skipa Gunnar J. Friðriksson, fyrrv. formaður Félags íslenskra iðnrekenda og aðalhvatamaður að söguritun- inni, Bragi Hannesson, fyrrv. for- stjóri Iðnlánasjóðs, og Magnús Helgason, stjórnarformaður Hörpu hf. Ritnefndinni til aðstoð- ar er Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri Samtaka iðnaðar- KVIKMYNÐIR Laugarásbíó LEIRDÚFUR „CLAY PIGEONS" ★★★ Leikstjóri: David Dobkin. Handrit: Matthew L. Healy. Tónlist: John Lurie. Aðalhlutverk: Joaquin Phoen- ix, Vinee Vaughn, Jeaneane Garofalo, Scott Wilson. Scott Free 1998. ÞEIR leikstjórabræður Ridley og Tony Scott eiga framleiðslufyr- irtækið Scott Free sem stendur á bakvið þessa svartkómísku glæpa- mynd úr ameríska nútímavestrinu. Hún heitir „Clay Pigeons“ og er með glettilega safaríku leikaraliði, hefur ósvikinn blæ óháðrar, band- arískrar kvikmyndagerðar og segir sögu sem, þótt hún sé kannski dulítið fjarstæðukennd, er hin grát- broslegasta Hitchcocksstæling. Joaquin Phöenix leikur einfaldan sveitadreng sem lendir í marghátt- uðum vandræðum fyrir þá sök að sofa hjá konu vinar síns. Þau vand- ræði aukast til mikilla muna eftir að hann kynnist hlátui-mildum aðkomumanni í bænum sem kallar sig „Lester the Molester" og ætti strax að vekja nokkrar grunsemdir í hjarta piltsins. Brátt er lögreglu- stjórinn í bænum farinn að spyrja pilt óþægilegra spurninga og ekki líður á löngu þar til alríkislögreglan er komin í spilið. Það gerist eftir að sveitastrákurinn finnur þriðja líkið. Hann er greinilega maðurinn sem veit of mikið og Joaquin leikur hann einstaklega vel og verður æ örvinglaðri eftir því sem hann fær meira að vita. En leikurinn allur er mjög góður og fellur vel að alvöru- lausri og gi'áglettinni stílisering- unni. Jeaneane Garofalo er kona hjá alríkislögreglunni sem er þrákelknin uppmáluð og furðar sig á ýmsu í smábæjarbragnum. Vince Vaughn er hláturdósin Lester sem gæti verið Roy Rogers okkar daga nema hann er geðbilaður fjöldamorðingi. Scott Wilson er lög- reglustjórinn sem helst vildi fá að vera í friði með sína módelsmíði og hinn alríkislögreglumaðurinn, rumur mikill, fæst við útsaum og missir ekki af Lassí í sjónvarpinu. A einhvern furðulegan hátt smellur allt þetta saman undir spaugsamri tónlist John Lurie og í flinkri leikstjórn David Dobkins. Það skiptir kannski ekki jafn miklu máli hvað hún er að segja okkur þessi mynd og hvernig hún segir það. Hún er lipurlega samin og skemmtilega gerð og þrátt fyrir efnið er hún þegar best lætur bráð- fyndin amerísk smábæjarkómedía. Arnaldur Indriðason Tölvur og tækni á Netinu mbl.is A.LLTAf= £/7TH\SA€) NÝTl Þegar kvótinn hverfur... LEIKLIST Loftkaslal i nn MEÐ FULLRI REISN Leikstjóri: Gummi. Leikendur: Eiki, Örn Ingi, Toggi, Dóri, Elva, Andrea, Sara, Jói, Monika, Katrín, John Ingi, Júlíana, Gummi Axel, Þórdís, Eva, Ágústa og Rannveig Guðjónsdóttir. Texti: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Hljómsveit: Ingólfur Sigurðsson, Kristinn Gallagher, Matthías Matthí- asson, Pétur Örn Gunnarsson. Föstu- daginn 19. febrúar. UNDIR hvað flokkast nektar- dans? Sumir segja list, aðrir segja klám og hreinræktaða hnignun en flestum er nokk sama; hann bara er, punktur. En í hvaða flokki eru leikrit, kvikmyndir og sögur um nektardansflokka? Flestir kannast án efa við kvikmyndina Með fullri reisn (Full Monty) frá síðasta ári, um nokkra félaga sem missa allt nið’rum sig þegar stáliðjuverið sem þeir vinna í fer á hausinn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sýndi í síðustu viku íslenzkaða út- gáfu - íslenzkaða, ekki bara þýdda - þeirrar sögu í Loftkastalanum. Þegar kvótinn var seldur frá Djúpadal urðu flestir karlar á staðnum atvinnulausir en konurnar fengu vinnu í ígulkeraverksmiðj- unni sem kom þangað í staðinn. Leikritið hófst í miðju kafí (in medias res), ólíkt myndinni, sem var í raun einn allsherjar inngang- ur að endurunnu tónlistarmynd- bandi. Kynningin fór að mestu fram í stelpupartíi og aðeins í óseldri skemmu sem faðir eins upprennandi „strippara" átti ekki, af því hann var búinn að selja hana og flúinn til Flórída. Þar sem verkið var íslenzkað spratt hugmyndin að nektardans- atriði ekki af sjálfsbjargarviðleitni heldur bara óvart á helgarfyllirií sem veðmál við eiganda ígulkera- verksmiðjunnar. Þá var fléttan haf- in. Tónlist og söngur var stór hluti í sýningunni, ekki þó svo stór að tala megi um söngleik, en það munaði samt ekki miklu. Hinni ágætustu hljómsveit var komið fyrir til hliðar og tók hún á stundum þátt í leikn- um. Lögin voru flest erlend dægur- lög frá miðjum seinni helmingi 20. aldar, s.s. Back in the USSR, YMCA og The Wonder of You. Ný- ir íslenzkir textar voru samdh' við þau og kom það vel út. Leikendur náðu virkilega góðum tökum á hlutverkum sínum, hvort sem þau voru þáttur í aðalsögu- þræðinum eða lítil innskot utan við fléttuna. Hámarki náði sýningin í lokaat- riðinu, eftir örstutta upphitun grínista eins mikils, með dansinum sjálfum, hvar allt féll. Heimir Viðarsson vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. Heilsa fyrir þig Æfingabekkir Hreyfingar, Ármúla 24, simi 568 0677 Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 15-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9—18 Getur eldra fólk notið góðs afþessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun. Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Svala Haukdal „Ég hef stundað æfingabekkina meira og minna síðan 1989. Vegna þrálátra bakverkja og vökvasöfnunar átti ég erfitt með að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus við verki og ég fæ alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf. Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar fæ ég einnig einkaþjálfun, persónulegt viðmót og yndislegt umhverfi. Ég hvet allar þær konur sem geta, að kynna sér æfingakerfið, það er fyllilega þess virði.“ C'ffFrír kynningartímifjf) Reyitslan hefur sýnt að jþetta æfingakcrfi hentar ega vel fdlki á ölluni 'sem ekki hefur einhverja líkams- iangan tíma. Sjö æfingakerfið liðkar, eykur blóð- vöðvanna. Hver á góðri slökun. einnig og tvo iddbekki. Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótutn? Vantar þig auldð streymi Þá hentar: okkar þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.