Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 17 LANDIÐ Morgunblaðið/KVM SLOKKVILIÐIÐ berst við eld í útihúsum og hlöðu á hænum Höfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Eldsvoði á Höfða í Eyrarsveit Grundarfirði - Fimm ær, þrjú lömb, einn hrútur og 17 kanínur drápust er útihús og hlaða brunnu til kaldra kola á bænum Höfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi að morgni laugardags. Þá brann einnig lítil saumastofa og lager sem Jónína Gestsdóttir, ábú- andi á Búlandshöfða, hafði komið sér upp sl. haust til að framfleyta sér. Vegagerðarmenn í Búlandshöfða, sem voru þarna á ferð upp úr kl. sjö urðu eldsins varir og létu vita. Þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn voru húsin alelda. I íyrstu var ógerlegt að ráða við eldinn því erfítt reyndist að komast í vatn þar eð töluvert brim var í fjörunni og lítið rennsli er í lækjum vegna kulda. Að lokum fundu menn vök í bæjarlæknum. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. Námskeið í fjar- kennslu vel sótt Neskaupstað - Dagana fímmta og sjötta febrúar síðastliðinn var haldið hér námskeið í meðhöndl- un gigtarsjúkdóma á vegum end- urmenntunarstofnunar Háskóla Islands og Fræðslunets Austur- lands. Námskeiðið sóttu um 25 aðilar hér fyrir austan en alls voru þátttakendur 147 á landinu öllu. 20 sóttu námskeiðið í Neskaup- stað og var kennt í gegn um fjar- kennslubúnaðinn í Verkmennta- skóla Austurlands. Auk þess voru 3 nemendur á Vopnafirði og tveir á Egilsstöðum. Að sögn forsvarsmanna Fræðslunets Austurlands komu kostir fjarkennslubúnaðarins mjög vel í ljós á þessu námskeiði, því að lauslega áætlað hefði kostnaður við hvern nemanda af Austurlandi verið um 40 þúsund krónur ef hann hefði þurft að sækja námskeiðið til Reykjavík- ur eða um ein milljón króna, auk þess að trúlega hefðu miklu færri sótt námskeiðið suður. Morgunblaðið/Sig. Jóns NEMENDUR 4. bekkjar sungu hressilega fyrir áheyrendur. SAMLESTUR úr verkum Ármanns. Nemendur bíða fyrir aftan eftir að röðin komi að þeim. Bókmenntahátíð í Sólvallaskóla á Selfossi Selfossi - Nemendur Ijórða bekkjar Sólvallaskóla héldu bók- menntahátíð síðast liðinn fimmtu- dag og buðu til sín foreldrum og aðstandendum. Á hátíðinni kynntu þeir verk Ármanns Kr. Einarssonar og höfundinn sjálf- an. Höfundurinn hugðist mæta til hátíðarinnar en infiúensan setti strik í reikninginn og hann komst ekki. Dagskrá nemendanna var hin líflegasta og greinilegt að þeir höfðu unnið vel að verkefn- inu og þekktu verk höfundarins. Nemendur komu efninu til skila með upplestri, leikþáttum, ljóða- lestri, viðtalsþáttum og söng. Veggir samkomusalarins voru skreyttir myndum af verkefnum nemendanna sem þeir hafa unnið í skólanum undanfarnar vikur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.