Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999
FRETTIR
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Pétur Ármannsson arkitekt um Reykjavíkurflugvöll
Ennþá hægt að af-
stýra skipulagsslysi
„ÞAÐ er trú okkar að enn sé hægt
að afstýra því skipulagsslysi sem er
bygging nýs flugvallar á núverandi
flugvallarstæði í Vatnsmýri," sagði
Pétur Armannsson arkitekt meðal
annars í erindi sem hann flutti um
starfsemi Samtaka um betri byggð á
aðalfundi Þróunarfélags Reykjavík-
ur á föstudag. Pétur segir forsvars-
menn samtakanna þeirrar skoðunar
að með íyrirhuguðum framkvæmd-
um við völlinn muni hann festast í
sessi, ljóst sé að verið sé að gera
meira en sinna biýnasta viðhaldi.
Forsvarsmenn Samtaka um betri
byggð telja að gera megi við Reykja-
víkurflugvöll fyrir um 220 milljónir
króna og fá með því ráðrúm til að
huga að nýju flugvallarstæði, t.d. á
uppfyllingu á Skerjafírði.
Samþykktum fyrir Þróunarfélag
Reykjavíkur var breytt á aðalfundi
þess í fyrradag og heitir það nú Þró-
unarfélag miðborgarinnar. Eiga
hvorki yfirvöld Reykjavíkurborgar
né ríkis fulltrúa sína í stjóminni en
hlutverk félagsins er að efla miðborg
Reykjavíkur sem miðstöð stjóm-
sýslu, menningarlífs, verslunar og
þjónustu.
Taka þai'f málin nýjum tökum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri flutti ávarp á aðalfundinum
og sagði meðal annars að ýmsar til-
lögur Þróunarfélags Reykjavíkui-
um vöxt og viðgang miðborgarinnar
hefðu átt erfitt uppdráttar og eðli-
legt væri að taka málin nú nýjum
tökum og freista þess að fara nýjar
leiðir. Væri það gert með hinni nýju
miðborgarstjóm borgaryfirvalda og
með nánara samráði við hagsmuna-
aðila. Borgarstjóri sagði nú fysilegt
að byggja upp og standa að fjárfest-
ingum í miðborginni og nefndi dæmi
um nýbyggingar sem fyrirhugað
væri að ráðast í af ýmsum aðilum og
gat um átaksverkefnið Reykjavík í
sparifötunum, sem ætlað væri að
búa borgina undir að verða menn-
ingarborg árið 2000. Þá minntist
borgarstjórinn á svæðaskipulag fyrir
höfuðborgarsvæðið sem nú er unnið
að og sagði það gefa gott tækifæri til
Morgunblaðið/Þorkell
NAFNI Þróunarfélags Reykjavíkur var breytt á aðalfundi þess á
föstudag og heitir það nú Þróunarfélag miðborgarinnar.
að samræmingar á uppbyggingu og
stefnu viðkomandi sveitarfélaga t.d.
hvað varðar staðarval verslunar-
kjarna.
Stjórnannenn Þróunarfélags mið-
borgarinnar era nú fimm en átta
sátu í stjóm Þróunarfélags Reykja-
víkur þar sem borgaryfirvöld og for-
sætisráðuneytið tilnefna ekki lengur
fulltrúa sína. I nýrri stjóm Þróunar-
félags miðborgarinnai- sitja Edda
Sverrisdóttir, tiinefnd af Verslunar-
ráði Islands, Hermann Eyjólfsson,
tilnefndur af Sambandi íslenski-a
viðskiptabanka, Jón Ásbjömsson,
tilnefndur af íslenskiá verslun og
Róbert G. Róbertsson og Einar Ni-
elsen frá Miðborgarsamtökunum.
Auk venjulegra aðalfundarstaifa
greindi Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
sviðsstjóri hjá Borgarskipulagi, frá
vinnu við þróunaráætlun fyrir mið-
borg Reykjavíkur en lokið er þriðja
áfanga hennar. Markmið hennai’ er
meðal annars að hvetja til fjárfest-
ingar í miðborginni, bæta aðgengi og
auka samráð við hagsmunaaðila.
Á fundinum flutti Pétur Ármanns-
son, arkitekt og deildarstjóri Lista-
safns Reykjartkur, erindi um Sam-
tök um betri byggð sem stofnuð vora
um miðjan síðasta mánuð. Tilgang
þeirra sagði hann vera þann að beita
sér fyrir þróun og kynningu nýrra
Aflí «Q mtw * Kvemtöítektmt á iisrr-boteteim StmtyOunQV ’
Hrfuf þú af fS á viíbétaif^fSspímJÍF? * Oteóhf* kcflum
í AíjarsBþm * Löftsf 1 Bang fiang' M knmaK áiíam j kjrtítmjm ~
hogísiðma m kynumái^rár * Lilabófcfl FjöJskyMur * P1 " '
Ast i '
NÝ VERA ER KOMIN ÚT,
FULL AF VEKJANDI EFN
■ Valdalausar kennslukonur.
1 Kvennalistakonur í Samfylkingunni.
- Að komast áfram á kjaftinum o.fl.
hugmynda um umhverfismál og þró-
un byggðai' í þéttbýli með áherslu á
þéttingu og endumýjun byggðar
sem valkost við áframhaldandi út-
þenslu byggðar. Pétur gerði Reykja-
víkurflugvöll að umtalsefni og sagði
að eftir að hann festist í sessi eftir
stríðið hefði borgin ekki náð að þró-
ast á eðlilegan hátt, að verða sam-
felld og heilsteypt byggð með öflug-
um miðbæjarkjama. Borgin hefði
þess í stað byggst upp í aðgreindum
hverfishlutum. Hann sagði skipu-
lagshugmyndir hafa ýtt undir þessa
þróun fyrst eftir stríð en á síðustu 15
til 20 áram hefði stefnumörkun í
skipulagsmálum borga um allan
heim beinst að því að leiðrétta mis-
tök og hefði verið leitast við að end-
urlífga miðborgir.
Sátt mun aldrei ríkja
um flugvöllinn
„I nýlega samþykktu aðalskipu-
lagi Reykjavíkur er skipulagsslysið í
Vatnsmýrinni fest í sessi fram til
ársins 2016, þó svo mengun og
slysahætta af þess völdum sé öllum
ljós og fyrir liggi að um þetta mann-
virki muni aldrei ríkja sátt,“ sagði
Pétur meðal annars. Hann sagði for-
svarsmenn samtakanna hafa bent á
ýmsar lausnir til eflingar miðboi'g
Reykjavíkur, svo sem að flytja flug-
völlinn á uppfyllingu í Skerjafirði.
„Illu heilli vh-ðist yfii-völdum skipu-
lags- og samgöngumála vera full al-
vara með því að festa í sessi hálfrar
aldar gömul mistök sem era ein
helsta orsök þess vanda sem við
blasir í skipulagi borgarinnar og þar
með hamla gegn þróun byggðar af
því tagi sem víðast hvar annars stað-
ar er talin heppileg. Talsmenn fiug-
vallarins láta í veðri vaka að einung-
is sé verið að sinna brýnasta viðhaldi
en áætlanir þeiira segja ólíka sögu,‘
sagði Pétur.
Hann sagði að í raun væri um end-
urbyggingu vallarins að ræða og það
með mun varanlegri hætti en í upp-
hafi. Pétur sagði það skoðun forráða-
manna samtakanna að enn væri
hægt að afstýra því sem hann nefndi
skipulagsslys. Lausleg athugun
benti til þess að hægt væri að kom-
ast af með viðgerð á flugvellinum
fyrir um 220 milljónir króna í stað
um 1.500 milljóna sem myndi duga
vellinum meðan unnið væri að því að
finna farsæla lausn á flugvallarmál-
um höfuðborgarsvæðisins.
„Mestu skiptir að áframhaldandi
nýting flugvallarsvæðisins verði nú
þegar bundin skýrum tímamörkum,
t.d. við árið 2010 eða 2016, þannig að
unnt sé að hefjast handa strax við
undirbúning og endurskipulagningu
höfuðborgarsvæðisins út frá þeim
forsendum, þó svo að til fram-
kvæmda komi ekki strax,“ sagði Pét-
ur undir lok erindis síns.
Guðrún Ágústsdóttir, sem verið
hefur formaður Þróunarfélags
Reykjavíkur, sagði í lokaorðum sín-
um á fundinum að Ijóst væri að flug-
völlurinn hefti framgang miðborgar-
innar.
Framkvæmdastjóri Atvinnu-
þróunarfélags Austurlands
Gamlar lausnir
duga ekki lengur
ENDURHANNA þarf atvinnulíf á
tilteknum stöðum á landsbyggðinni,
gamlar lausnir til að halda uppi at-
vinnulífi í litlum sjávarplássum duga
ekki lengur. Þetta kom fram í máli
Gunnars Vignissonar framkvæmda-
stjóra Atvinnuþróunai’félags Austur-
lands á fundi Rannsóknarráðs Is-
lands sem haldinn var í Háskólanum
á Akureyri, en þai' var rætt um þekk-
ingarbúskap og byggðaþróun.
Gunnar sagði það viðtekna venju
þegar sjávarútvegsfyrirtæki væra að
eða hefðu komist í þrot að ráðast í
kaup á kvóta til að fá hjólin til að snú-
ast á ný. Það væri úrelt lausn sem
ekki skilaði árangri, í raun einungis
tilfærsla á vandanum. Aflaheimilir
væra takmarkaðar, fengi einn meira
væri það á kostnað einhvers annars.
Þá nefndi hann líka að störf í litlum
fiskvinnslufyrirtækjum höfðuðu ekki
lengur til ungra Islendinga.
Ný störf byggjast á upplýsinga-
tækni og þekkingu
Nefndi Gunnar í þessu sambandi
að það væri ótækt að vandamál lítilla
sjávarþorpa eins og Breiðdalsvíkur
væri ekki hægt að leysa með öðra en
kvótakaupum og endurreisn fisk-
vinnslu. Það væri dýrasta lausnin
sem hægt væri að finna og í raun eng-
in lausn heldur áhættusöm tilfærsla á
vandamálum sem litlu skilaði til fram-
búðar fyrir staðinn. Telur Gunnai'
einsýnt að hægt hefði verið að endur-
byggja atvinnulíf á stöðum eins og
Breiðdalsvík fyrii' 150 til 200 milljónir
ki'óna en endurreisn fiskvinnslunnai'
kostaði gott á annan milljarð.
Þau nýju störf sem fremur ætti að
huga að þurfa að byggjast á upplýs-
ingatækni og þekkingu. Bæði er um
að ræða störf sem lúta að meðhöndl-
un einfaldra upplýsinga og ki'efjast til
þess að gera lítillar starfsþjálfunar og
hins vegar flóknari þekkingarstörf
sem m.a. snúast um hugbúnaðargerð.
Sem dæmi um hið fyrrnefnda benti
Gunnar á upplýsingaþjónustu Land-
síma íslands hf. í 118, en þar væri um
að ræða tiltölulega einföld störf sem
hægt væri að þjálfa starfsfólk upp í á
nokkrum vikum og gætu verið hvar
sem er á landsbyggðinni. „Þetta eru
mun ódýrari lausnir en að starta
ft-ystihúsi upp á nýtt,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að víða um land þjrfti
að endurhanna atvinnulíf upp á nýtt.
Samþjöppun í sjávarútvegi væri
hvergi nærri lokið, en hægt væri að
kortleggja þá staði á landinu þar sem
sjávarátvegur stæði veikum fótum og
reyna að beina atvinnulifi þein-a inn á
nýjar brautir. Þar til höggvið yrði á
hnútinn yrðu margir litlir staðir í til-
vistai’bai'áttu.
18 milljarðar á næstu
þremur árum
Umbylting er að eiga sér stað varð-
andi aðgang að áhættufjármagni til
nýsköpunar á landsbyggðinni og
nefndi Gunnai' í því sambandi að á
þessu ári myndi Framtakssjóður Ný-
sköpunai'sjóðs og áhættufjárfesting-
arfélög útdeila 1,5 milljörðum ki'óna
til áhættufjái-festinga. Eignarhaldsfé-
lög í eigu Byggðastofnunar, sveitaifé-
laga og einkaaðila myndu setja 750
milljónir ki'óna í umferð á þessu ári og
halda áfram með sama hætti næstu
þrjú ár sem þýddi ráma 2,2 milljarða
ki'óna í viðbót. Á næstu þremur árum
megi gera ráð fyrir um 4,5 milljörðum
króna í áhættustofnfé frá þessum aðil-
um og á þá eftir að taka tilliti til mót-
framlaga þein-a sem standa að fjár-
festingunum. Heiidai'upphæð til ný-
sköpunai' og fjárfestinga á lands-
byggðinni gæti þannig numið 18 millj-
örðum króna á þessu tímabili.
„Það er afar mikilvægt að þessu fé
verði varið skynsamlega. Áður var oft
lítið hugað að arðsemi fjárfesting-
anna, en nú era viðhorfin gerbreytt,
gerð er rík krafa um arðsemi. Það
gerir að verkum að vinna atvinnuþró-
unarfélaganna á landsbyggðinni verð-
ur að vera með sama hætti og tíðkast
í atvinnulífinu almennt, vinna verður
út frá bláköldum viðskiptasjónarmið-
um,“ sagði Gunnar.
Maraþonkennsla í Brekkuskóla
Morgunblaðið/Kristján
KRISTJÁN Guðmundsson var að kenna tíundubekkingum í Brekku-
skóla ensku og var Nanna Huld, eins og hálfs árs ddttir hans, pabba
sínum til aðstoðar. Ilún hafði hins vegar fengið sér blund er ljósmynd-
ari Morgunblaðsins var þar á ferð.
N emendur
safna í ferðasjóð
NEMENDUR í 10. bekk í Brekku-
skóla, alls um 30 talsins, settust í
maraþonkennslu kl. 08 sl. föstu-
dagsmorgun og voru í kennslu
samfleytt í einn sólarhring. Til-
gangurinn var að safna peningum í
ferðasjóð 10. bekkinga en krakk-
arnir höfðu áður safnað áheitum
með góðum árangri.
Kennarar skólans tóku að sjálf-
sögðu þátt £ þessari uppákomu með
nemendum sínum og sáu um
kennslu í hefðbundnum fögum.
Krakkarnir fóru einnig £ sund og
leikfimi en sfðasti tfminn £ mara-
þoninu var einmitt leikfiini, þar
sem átti að hressa þau vel við eftir
erfiðan sólarhring.
Jóhannes Bjarnason kennari £
Brekkuskóla sagði að nemendur og
kennarar Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar hefðu átt frumkvæðið að þvf
hér á landi, fyrir rúmum 10 árum,
að standa fyrir maraþonkennslu. I
kjölfarið hefðu aðrir skólar tekið
þennan sið upp og jafnvel hafið
keppni s£n £ milli um hver gæti ver-
ið lengst að. Sem kunnugt er hefur
GA sameinast Barnaskóla Akur-
eyrar undir nafninu Brekkuskóli.