Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 17
AKUREYRI
Aukalandsþing Félags framhaldsskólanema fjallar um umfangsmiklar breytingatillögur á skipulagi
Svæðisráð framhalds-
skólanema stofnað
FORSVARSMENN nemenda í
Verkmenntaskólanum á Akureyri
og Menntaskólanum á Akureyri,
þeir Gestur Einars.son og Guðfinn-
ur Sigurvinsson, hafa verið kjörnir
til að stýra svæðisráði framhalds-
skólanema á svæðinu frá Isafirði
og austur á Neskaupstað. A þessu
svæði eru 8 skólar, á Vestfjörðum,
Norðurlandi, Þingeyjarsýslu og
Austurlandi, með vel á þriðja þús-
und nemenda.
Aukalandsþing Félags fram-
haldsskólanema, FF, verður haldið
20. mars nk., þar sem umfangs-
miklar tillögur um breytingar á
skipulagi félagsins verða teknar til
afgreiðslu. Gestur og Guðfinnur
fóra fyrir þessum tillögum en þær
njóta stuðnings fjölda annarra
skóla. Þar er lagt til að ráðinn verði
framkvæmdastjóri fyrir félagið í
fullt starf og fjármálastjóri í hálft
starf. Jafnframt að skipuð verði
þrjú svæðisráð, tvö á landsbyggð-
inni og eitt í Reykjavík.
Svæðisráðin starfa innan Félags
framhaldsskólanema en tilgangur-
inn með stofnun þeirra er m.a. sá
að skoðanir nemenda heyrist betur
og að forsvarsmenn á nálægum
svæðum hittist og ræði málin.
Gestur og Guðfinnur hafa átt
fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni,
bæjarstjóra á Akureyri, og Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra.
Gestur sagði að Kristján Þór hefði
tekið þeim mjög vel en leitað var
eftir því að miðstöð svæðisráðsins
yrði rekin í Kompaníinu, þar sem
er öll aðstaða til skrifstofuhalds.
Bæjarstjóri tók þeirri málaleitan
vel og lýsti jafnframt yfir ánægju
með þá hugmynd að færa valdið
heim í hérað.
Mikil vinna eftir
Guðfinnur sagði að menntamála-
ráðherra hefði einnig sýnt þessum
hugmyndum mikinn áhuga og lýst
yfir hrifningu með að virkja félagið
á landsbyggðinni. „Það kom fram í
máli ráðherra að fjármögnun á
starfsemi Félags framhaldsskóla-
nema væri hins vegar nokkurt
vandamál og taldi það ekki traust-
vekjandi að menntamálaráðuneytið
færi að reka félagið. Styrkur ríkis-
ins til félagsins er mjög lítill en
ráðherra benti á ýmsar fjáröflun-
arleiðir og upplýsti um möguleika á
styi’kjum til ýmissa verkefna,“
sagði Guðfinnur.
Þeir félagar voru bjartsýnir á að
tillögur þeirra um breytingar á
skipulagi FF næðu fram að ganga
á aukalandsþinginu. „Það mun
jafnframt verða til þess að nem-
endur almennt átti sig betur á mik-
ilvægi þess að félagið starfi af
krafti, til hagsbóta fyrir alla. En
samt er gríðarleg vinna eftir og
þetta mun taka einhvem tíma.“
Morgunblaðið/Kristj án
ÁSGEIR Magnússon forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Akur-
eyri og formaður bæjarráðs og Guðbrandur Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Utgerðarfélags Akureyrar rýna í skýrslu um stefnumótun í at-
vinnumálum en hún var kynnt á fundi í gær.
Símenntim
og nýsköpun
fái forgang
STOFNUN „Símenntunarmið-
stöðvar Norðurlands" og Nýsköp-
unarseturs eru á meðal þeirra
verkefna sem brýnast er að hefja
nú þegar undirbúning að í atvinnu-
málum á Akureyri að því er fram
kom á fundi þar sem niðurstöður
skýrslunnar Stefnumótun í at-
vinnumálum fyrir Akureyri voru
kynntar.
Alls tóku 85 fulltrúar úr atvinnu-
lífinu í bænum þátt í stefnumótun-
arverkefninu en vinna við það hófst
síðastliðið haust. Bæjarstjórn
Akureyrar hefur fjallað um og
samþykkt stefnumótunina. Leggur
atvinnumálanefnd nú áherslu á að
hafist verði handa við framkvæmd
verkefna sem tillögur eru gerðar
um í niðurstöðum stefnumótunar í
atvinnumálum. Hefur verkefnum
verið raðað í forgangsröð og er
unnið að verkáætlun um hvert
verkefni, en nefndin hefur raðað
þeim upp í forgangsröð og gerði
Berglind Hallgrímsdóttir forstöðu-
maður Atvinnumálaskrifstofu
Akrueyrarbæjar gi-ein fyrir henni.
Aðgangur að öflugu
þróunarumhverfi
Brýnast þykir að stofna „Sí-
menntunarmiðstöð N orðurlands",
en í tillögum er gert ráð fyrir að sí-
menntunarsvið Rannsóknarstofn-
unar Háskólans á Akureyri fái nýtt
hlutverk með þátttöku skóla, at-
vinnulífs, bæjarfélags, héraðs-
nefndar, fag- og verkalýðsfélaga.
Þá þykir einnig brýnt að koma á
fót Nýsköpunarsetri með það að
markmiði að fyrirtæki í bænum fái
greiðan aðgang að öflugu þróunar-
umhverfi. I því skyni á að setja upp
sjálfseignarstofnun sem sinni þró-
unar- og tæknimálum á fjölbreyttu
sviði atvinnugreina, en starfsvett-
vangur setursins yrði á sviði mat-
væla, hugbúnaðar og sprotafyrir-
tækja sem sérhæfa sig í hátækni-
lausnum fyrir sjávarútveg.
Mikil áhersla er lögð á að móta
stefnu um hvaða tegundir orku-
freks iðnaðar eru eftirsóknarverð-
ar fyrir Akureyri og Eyjafjörð.
Efla á orkurannsóknir á norður-
slóðum og á Norðurlandi og vinna
markvisst að því að kynna svæðið
erlendum fjárfestum. Meðal verk-
efna sem sett eru í forgang at-
vinnumálanefndar er stofnun fyrir-
tækjanets sem hefur að markmiði
að auka útrás akureyi'skra fyrir-
tækja og gera þau hæfari til að
takast á við sérhæfðar lausnir. Þá
er stefnt að því að stofna alþjóð-
lega miðstöð viðskipta og útflutn-
ings á Akureyri og koma á sam-
vinnu sjávarútvegs- og hugbúnað-
arfyrirtækja.
Hvatningin mikils virði
Mjög er horft til Háskólans á
Akureyri varðandi mörg verkefn-
anna og sagði Þorsteinn Gunnars-
son rektor í ávarpi sínu að stuðn-
ingur bæjaryfirvalda og fleiri við
að hrinda ýmsum verkefnum í
framkvæmd væri mikils virði og
myndi efla starfsemi háskólans á
næstu árum. „Það skiptir miklu
máli fyrir háskólann að fá þessa
hvatningu frá bæjarfélaginu," sagð
Þorsteinn. Síðar í þessum mánuði
líta tillögur starfshóps um stofnun
matvælaseturs dagsins ljós og
kvaðst rektor vel geta séð slíkt set-
ur sem hluta af fyrirhuguðu Ný-
sköpunarsetri. Upplýsti Þorsteinn
að unnið væri að því í sjávarútvegs-
deild háskólans að þróa námskeið
yfir á ensku en miklir möguleikar
væru á að ná erlendum nemendum
til Akureyi-ar.
KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640
Vertu gestur í eigin boði og hafðu Drottningarskinku
á borðum þegar halda á afmælisveislu, fermingarveislu
eða aðrar stórveislur.
Fáðu þér eintak af nýja bæklingnum okkar
og kynntu þér möguleikana.
Drottningarskinka og Reykt Drottningarskinka eru eingöngu unnar úr
Gaeðagrís frá Svínabúinu Brautarholti á Kjalarnesi, sem er eitt stærsta og
fullkomnasta svínabú landsins.
Stórveisla án fyrirhafnar!
Veldu Drottningarskinku
á veisluborðið.
Drottningarskinka er
ekki síður freistandi köld
eða sem lúxusálegg.