Morgunblaðið - 16.03.1999, Page 46

Morgunblaðið - 16.03.1999, Page 46
*46 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EINAR LONG * BERGS VEINSSON + Einar Long Bergsveinsson fæddist á Norðfirði 10. júní 1942. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 8. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Brynhildur Sigurð- ardóttir frá Gný- stöðum á Vopna- 'y firði, f. 9. aprfl 1918, d. 25. 1976, og Berg- sveinn Sigmundur Long Stefánsson frá Norðfirði, f. 9. ágúst 1909, d. 27. aprfl 1993. Systur Einars Long eru Kristrún, f. 2. maí 1945, og Guðbjörg Stefanía, f. 20. aprfl 1947, báðar búsettar á Akur- eyri. Einar Long kvæntist Onnu Guðbjörgu Sigfúsdóttur frá Staffelli í Fellum 6. júlí 1968. Foreldrar hennar voru Sigfús Jón Oddsson frá Staffelli og Þorbjörg Eiríksdóttir frá Egils- seii í Fellum. Anna og Einar •• áttu fjögur börn saman en fyrir átti Anna eina dóttur, Guð- björgu Guðmundsdóttur, f. 1. janúar 1962, Ieiðsögumann, bú- sett í Reykjavík, maki Sigurður Einarsson, f. 22. júlí 1954_, húsa- smiður, böm þeirra em Ymir, f. 22. febrúar 1991, d. 27. febrúar 1991, og Óðinn, f. 11. nóvember 1992. Börn Einars og Önnu eru 1) Þor- gerður, f. 5. ágúst 1967, búsett í Hafn- arfirði. Börn hennar em Einar Long Gissurarson, f. 9. desember 1986, og Katrín Rut Jóhanns- dóttir, f. 26. júní 1990. 2) Valdís Vera, f. 29. ágúst 1972, leikskóla- kennaranemi í Reykjavík. 3) Sig- fús, f. 5. mars 1975, d. 26. sept- ember 1975. 4) Óskar Long, f. 13. desember 1976, nemi f Reykjavík. Einar Long vann framan af ýmsa verkavinnu á landi og á sjó. Frá árinu 1980 og fram til ársins 1993 starfaði hann hjá versluninni Eyfjörð á Akureyri en frá 1994 vann hann í KEA - Lónsbakka. Einar og Anna bjnggu á Akureyri allt frá árinu 1967 en áður höfðu þau búið í Reykjavík um skeið. Einar Long var alla tíð mikill áhugamaður um hvers konar veiði en einnig um spilamennsku, bókmenntir og ferðalög. Utfor Einars Long fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast pabba míns í örfáum fátæklegum orðum. Það er erfitt að sætta sig við hvað líf hans tók snöggum breytingum á * jstuttum tíma. Eg minnist pabba þar sem hann var alltaf á ferð og flugi. Hann sat sjaldan auðum höndum, annaðhvort var hann á leiðinni að spila, veiða eða tefla með félögunum en einnig var hann alla tíð mikill vinnuþjarkur. Hann var yfirleitt léttur á brún og alltaf var stutt í skopið og spunann hjá honum. Oft flæddu vísumar og hendingamar upp úr honum við minnsta tilefni, þó sérstaklega á ferðalögum. Pabbi var mikið náttúmbam, hann eyddi ótal stundum á árbakkanum eða ein- hvers staðar uppi á fjöllum og heið- um við að koma auga á fugl. Eg man hvað það var gaman þegar hann Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sór umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík híns látna (kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoöar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa fslands - Suðurhlíð 35 -105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. kom af rjúpnaveiðum og ég beið iðu- lega í glugganum eftir honum, og fékk að giska á hvað væru margar rjúpur í veiðipokanum. Margir sögðu að pabbi væri með veiðidellu, hann mætti ekki sjá h'tinn drullupoll, þá væri hann rokinn af stað með veiðistöngina. A sumrin var iðulega farið austur á land í sveitina til móð- urforeldra minna, sú ferð hefði und- ir öllum venjulegum kringumstæð- um tekið um fjóra tíma en þegar pabbi var í stuði þá vorum við allt að tíu tíma á leiðinni. Pabbi var fróð- leiksfús maður og ávallt lá bók á náttborðinu hans, hann hafði mjög gaman af að lesa Islendingasögurn- ar en einnig var gluggað í léttari bókmenntir inn á milli. Mikið var leitað til pabba eftir upplýsingum um góða veiðistaði, og var þá sama hvort um var að ræða skot- eða stangveiði. Pabbi var mikill sögu- maður, hann átti auðvelt með að segja frá á skemmtilegan hátt. Hann sagði mér margar sögur frá æskuárum sínum þegar hann bjó að Heyklifi á Kambanesi. Þar bjó hann frá átta ára aldri og þar til hann var sextán ára. Afi var vitavörður á Kambanesi með fimm manna fjöl- skyldu sem þurfti að búa við erfiðar aðstæður. Oft verður mér hugsað til þess hvernig var fyrir pabba að vera unglingur á þessum stað. Eg get ekki annað sagt en pabbi hafi verið mér góður faðir, hann var mjög þolinmóður að eðlisfari og ákveðið frjálsræði var leyfilegt. Hann ýtti undir sjálfstæði mitt á margan hátt, alltaf var hann boðinn og búinn til þess að rétta hjálpar- hönd en á móti kenndi hann mér að standa á eigin fótum, stundum með því að vísa í sín bemskuafrek. Það var erfitt að taka því hve skjótt hann varð fyrir barðinu á krabba- meininu, en ég fékk víst litlu ráðið um það. Fyrir fjórum árum fóru hjartveikindi að gera vart við sig en H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N H H Sími 562 0200 H XIlilixZXXXIXII£ pabbi var fljótur að ná sér upp úr þeim veikindum. Síðasta vor var hann hætt kominn en enn stóð hann uppréttur og það var fjarlæg til- hugsun að svo stutt væri eftir af hans lífshlaupi sem raun ber vitni. Krabbamein í nýra var fjarlægt í nóvember og ég eyddi yndislegum jólum með foreldrum mínum, pabbi orðinn nokkuð frískur og var að búa sig undir að fara að vinna eftir ára- mót. En allt kom fyrir ekki, í byrjun janúar veiktist pabbi á ný og því miður var ekki aftur snúið. Engar vonir voru gefnar að þessu sinni og vitað var hvert stefndi. Eg heim- sótti hann norður fyrir tveimur vik- um og þá vissi ég af því að ég væri sennilega að sjá hann á lífi í síðasta sinn, það var mjög erfiður biti að kyngja. Eg var búin að hlakka til að sýna honum háskólaskírteinið mitt í vor og einnig langaði mig til að geta gefið honum bamabörn í náinni framtíð. En minningarnar um góð- an föður lifa. Elsku pabbi, litla diskódísin þín getur ekki með nokkru móti staðið uppi í hárinu á þér hvað varðar skriftir þannig að hún lætur þetta ljóð segja það sem segja þarf, hún veit að það var í uppáhaldi hjá þér. Bestu þakkir fyrir fylgdina í þessari jarðvist. Hvíl í friði. Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Þarervistinmérgóð, aldrei heyrist þar hljóð, þar er himinninn heiður og tær. (Friðrik A. Friðriksson) Þín dóttir Valdís Vera. Elsku pabbi minn og afi okkar. Nú er komið að skilnaðarstund. Við viljum fá að þakka þér fyrir allar góðu og hlýju stundmnar sem við áttum með þér, sem því miður urðu of fáar. Líf þitt er ljós í hugum okk- ar. Megi algóður Guð varðveita þig og blessa. Hvíl í friði. Þín dóttir, Þorgerður E. Long og bamabörnin Einar Long og Katrín Rut. Hver og einn á sér sína mynd af látnum ástvini. Síðastliðna daga og vikur hafa leitað fast á mig myndir frá bemskunni og mínum fyrstu kynnum af pabba. Það var fallegur haustmorgunn í október ‘66. Lítil stelpa er stödd í stofunni heima hjá afa og ömmu á Staffelli, hún er steinhissa því að það er ókunnugur maður inni hjá henni mömmu. Hún er hálffeimin, en þessi maður vill kynnast henni nánar og spyr að nafni, segist sjálfur heita Einar og vera kærastinn hennar mömmu. Já, þannig komstu inn í líf mitt, pabbi minn, og við höfum átt samfylgd síðan í rúma þrjá áratugi. Það er margs að minnast. Bernskuárin í Hafnarstræti sem vora fyrstu bú- skaparárin ykkar mömmu á Akur- eyri. Eg minnist þaðan nálægðar- innar við hafið, þegar sjórinn náði á tímabili alla leið að tröppunum á húsinu okkar, þegar við vorum úti á sjó á skaki. Einnig þegar pollurinn var ísi lagður og við vorum úti á ísnum að dorga. Pabbi var mikið fyrir útivist og veiðar og naut sín best úti í náttúranni. Oft fóru þau mamma í ferðalög, hvort sem það væru nú hefðbundnar ferðir austur á land í sveitina eða veiðiútilegur. Við börnin duttum svo inn í þessar ferðir þegar svo bar undir, en oft vorum við sum hver í sveitinni hjá afa og ömmu. Eg man hvað mér fannst gaman eitt sumarið þegar þau mamma sóttu mig í sveitina og tóku mig með í ferðalag niður á firði og pabbi sýndi okkur bernsku- slóðir sínar á Kambanesi. Það var ævintýri líkast, hellirinn og fjaran og svo hvítir og glansandi geisla- steinar. Þegar ég lít til baka til unglings- áranna í Hjallalundi finnst mér sem allt hafi verið þar á ferð og flugi. Það var aldrei nein lognmolla í kringum pabba, hann vildi lifa lífinu lifandi. Hann átti sér mörg og gef- andi áhugamál, var félagslyndur með afbrigðum og einatt hrókur alls fagnaðar. Oft var hlegið dátt að ein- hverju við eldhúsborðið í Hjalla- lundi sem og annars staðar. Því er ekki að leyna að við pabbi áttum okkar erfiðu stundir á þessum áram og þá mættust oft stálin stinn, en við þurftum líka oft að standa sam- an þegar erfiðleikar steðjuðu að fjölskyldunni. I gegnum tíðina hafa pabbi og mamma orðið íyrir miklum áfóllum, en pabbi hefur aldrei látið bugast. Honum má líkja við örninn sem býður storminum birginn og beitir vængjum sínum þannig að vinduinnn ber hann hærra og hærra uns komið er upp í efri loftlög þar sem er logn. Við pabbi höfðum ekki svo mikið af hvort öðra að segja framan af eft- h- að unglingsárunum sleppti enda flutti ég snemma að heiman og frá Akureyri. En það var gott að koma heim í Hjallalundinn og seinni árin hefur leið mín æ oftar legið þangað. Það hefur verið okkur Óðni mjög mikils virði að fara í þessar heim- sóknir til afa og ömmu í Hjallalundi. Elsku pabbi, nú er komið að leiðar- lokum alltof snemma og það er svo sárt. Mér fannst við svo heppin um hvítasunnuna í fyrra þegar þú slappst fyrir hom og ég var svo sannfærð um að þér væri ætlað lengra líf fyrst hjartað gaf sig ekki þá, enda leit allt út fyrir það og allt gekk eftir sem skyldi. Þú varðst reyndar að dvelja á sjúkrahúsi allt sumarið og láta þér nægja að hugsa bara um veiðiámar í þetta sinnið. En svo varðst þú á endanum að lúta í lægra haldi fyrir öðrum sjúkdómi. Þú hélst þinni reisn engu að síður og minning um þig frá því í nóvem- ber er þú lást á gjörgæsludeildinni eftir aðgerð kallar fram bros á var- irnar. Þarna lást þú tengdur við alls kyns slöngur og tæki, með dagblað- ið og getraunaseðlana þína og með skýr fyrirmæli til okkar hinna um hvað ætti nú að gera, kíkja á texta- varpið heima, fara með seðlana fyr- ir lokun og gera þetta nú rétt. Þama áttum við ennþá von og vor- um full bjartsýni. Síðasta reið- arslagið kom nú í janúar og nú ertu allur. Við systkinin náðum sem bet- ur fer öll að kveðja þig. Eg er þakk- lát fýrir þær stundir sem við náðum að eiga saman nú fyrir skemmstu og sérstaklega þykir mér vænt um að Óðinn gat hitt þig líka. Starfs- fólkinu á FSA sem ég hitti og kynntist lítillega í nóvember og febrúar þakka ég hlýlegt viðmót. Eg kvaddi þig, pabbi minn, 27. febr- úar á dánardegi Ymis litla og fylgi þér í dag í þína hinstu ferð 16. mars á sama degi og hann lagði í sína hinstu ferð. Eg hugsa núna til ykk- ar og Sigfúsar bróður og annarra ástvina. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín fósturdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Elsku afi minn. Nú ertu ekki lengur hjá okkur og það finnst mér leiðinlegt. Það var alltaf gaman að koma til Akureyrar og hitta afa. Einu sinni fórum við að veiða. Það fannst mér mest gaman, þegar við fóram með ömmu, mömmu og Einari frænda í Hörgá. Það var sól og við veiddum silung. Afa fannst silungur góður en þegar var pasta í matinn, þá sagði hann að pasta væri ekki matur, það fannst mér svo fyndið. Mér finnst svo gaman að koma til Akureyrar á öskudaginn. Fyi-st kom ég þegar ég var tveggja ára og söng í bangsabúningi í búðinni hjá afa úti á Lónsbakka og fékk nammi, svo líka í fyrra í fína íþróttaálfabún- ingnum sem amma saumaði. Eg kom aftur núna og var íþróttaálfur og söng fyrir afa á sjúkrahúsinu. Afi var mikið veikur og þess vegna var henn á sjúkrahúsi. Það var gott að geta heimsótt hann með mömmu f nóvember, þá horfðum við afi á fót- bolta og afi var með miðana sína. Eg og Katrín Rut fengum líka miða og við hjálpuðum afa að merkja við á miðana. Afi fór aftur á sjúkrahúsið 1 janú- ar og var meira veikur, samt gat ég lesið fyrir hann og teflt við hann skák áður en hann varð svona skrýtinn og alltaf sofandi. Elsku afi minn, nú líður þér vel hjá öllum englunum. Þinn Óðinn. Að kveðja góðan vin er erfitt, erfitt að skilja því hann fór svo fljótt. Hann varð að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Einar Long sótti Fljótsdalshérað oft heim og þá ævinlega leit hann inn til okk- ar hjóna. Einar var sannur vinur. Við kvöddum hann fagurt haust- kvöld á Háafelli 2. Fylgdum honum til dyra og dáðumst að fegurð kvöldsins, logn var og stjörnubjart. Þetta var hinsta kveðjan. Við vottum Önnu, börnum og fjöl- skyldum samúð á erfiðum tímum. Herdís Eiríksdóttir og Viggó A. Jónsson. Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Vinur og stórfrændi minn er látinn, langt fyrir aldur fram, og það er virkilega skarð fyrir skildi. í fyrsta lagi var hann mikill öðlings maður og stórmenni, sem vildi allt fyrir alla gera, og í öðra lagi fór hann allt of fljótt, ég átti eft- ir að rífast miklu meira við hann! Við slógumst eins og hundur og köttur þegar við vorum að alast upp, en vorum miklir vinir og mátt- um ekki vita að neitt væri að hjá hvort öðra. Seinna urðum við ennþá meiri vinir þegar við fullorðnuð- umst og hættum að slást og gátum hlegið saman alveg endalaust. Okk- ur var alveg sama þótt fólk í kring- um okkur þyrfti eymahlífar, og hann var svo skemmtilegur og tal- aði svo innilega að allir hrifust með. Frændi var mikill veiðimaður, jafnt á lax og silung, og þess á milli seldi hann veiðivörur og gaf góð ráð. Eg man eftir einu sumri. Hann var að kenna manninum mínum að kasta flugu úti í garðinum í Hjalla- lundinum á Akureyri. Þá kom lítill drengur og horfði í forandran á þessa klikkuðu karla, sem héldu að þeir væra að veiða á grasinu. Hvað gátu þeir veitt? Kannski túnfisk. Hann var skáld mikið og gerði tölu- vert að því að semja vísur og ég veit að ýmislegt er til. Frændi var mikill fjölskyldumað- ur og fjölskyldan var honum allt, og hann var mjög tryggur vinur. Elsku Anna og öll börnin ykkar og barnaböm, Kristrún, Guðbjörg og fjölskyldur. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Minningarnar lifa um góðan dreng. Blessuð sé minning Einars Long'Bergsveins- sonar. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikindum þínum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Guðbjörg B. Sigurðardóttir (Bubbý) og Orvar Kristjánsson. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útranninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getm- þmft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.