Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 6

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefst á næstunni Fyrsti áfangi kostar rúma 2,5 milljarða Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsam- keppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar var kynnt á blaðamannafundi í flugstöðinni í gær. Fyrsti áfangi verður til- búinn til notkunar vorið 2001 og er áætlað- ur kostnaður rúmir 2,5 milljarðar króna. TILLAGA tveggja teiknistofa í Kaupmannahöfn varð ofan á í hönn- unarsamkeppninni. Teiknistofumar eru Andersen & Sigurdsson I/S og Holm & Grut A/S og samstarfsaðili þeirra á íslandi er Manfreð Vil- hjálmsson, Arkitektar ehf. Áætlaður heildai'kostnaður við fyrsta áfanga stækkunarinnar, sem er um 9.000 fermetrar, er rúmlega 2,5 milljarðar króna. Framkvæmdir við uppsteypu á kjallara hefjast í haust og er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tilbú- inn til notkunar vorið 2001. í fyrsta áfanga verður bætt við stæðum fyrir 8 flugvélar en fyrir eru 6. Gert er ráð fyrir stæðum fyrir alls 22 flugvélar við flugstöðina fullbyggða. I máli Halldórs Ásgrimssonar ut- anríkisráðherra kom fram að núver- andi flugstöð, sem byggð var á árun- um 1983-1987, hafi verið gerð fyrir umferð sem svaraði um milljón far- þega á ári. „Nú er árlegur fjöldi far- þega sem fer um Leifsstöð um 1,3 milljónir, þannig að hún er þegar orðin of lítil, og það er reiknað með 6% aukning u á næstu árum, þannig að farþegafjöldi gæti verið orðinn tvær milljónir árið 2007. Jafnframt hefur komið inn í þennan undirbún- ing að við höfum ákveðið að gerast aðilar að Schengen-samstarfínu, en það samstarf gengur út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra aðUd- arríkja ESB og EES,“ sagði Halldór og bætti við að Schengen-samstarfíð hefði mildl áhrif á allar byggingar- framkvæmdir við flugstöðina. Gjá aðskilur farþega Ríkisstjórnin ákvað í ársbyrjun 1996 að Flugstöð Leifs Eiríkssonar skyldi stækkuð og var Fram- kvæmdasýslu ríkisins falinn undir- búningur stækkunarinnar. Hönnun- arsamkeppni var auglýst í septem- ber síðastliðnum. Samkeppnin var öllum opin og vegna umfangs verks- ins var hún auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Alls bárust 15 tillögur, þar af 9 frá aðUum þar sem Islend- ingar voru í meirihluta. Dómnefnd tók tillögurnar tU umfjöllunar í árs- Morgunblaðið/Þorkell ARKITEKTARNIR Niels Evert, Holm & Grut A/S, Steinar Sigurðsson, Arkitektum ehf., og Þórhallur Sigurðsson, Andersen & Sigurdsson, á spjalli við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við enda flugstöðvar- innar, þar sem byggt verður við hana. FLUGSTÖÐIN verður stækkuð til suðurs, eins og sést á meðfylgjandi tölvumynd. byrjun 1999 og valdi nefndin úr þrjái- tillögur til annars þreps sam- keppni. Eftir að höfundar tillagn- anna þriggja höfðu skUað inn lausn- um á nýjan leik varð niðurstaða dómnefndar að veita engri tillögu fyrstu verðlaun en tveimur tUlögum önnur verðlaun. I framhaldi af því tók Framkvæmdasýsla ríkisins upp viðræður við höfunda þessara tveggja tillagna; ARC-Aii-port Rese- arch Center í Aachen í Þýskalandi og Andersen & Sigurdsson I/S, Holm & Grut og Manfreð Vilhjálms- son, en í þriðja sæti lenti tUlaga Birgis Teitssonar og Pálmars Krist- mundssonar. Eftir viðræður við til- löguhöfunda og frekari samanburð tiUagnanna ákvað utanríkisráðuneyt- ið, í sami-æmi við tUlögu Fram- kvæmdasýslu ríkisins, að gera hönn- unarsamning við teiknistofumar í Kaupmannahöfn. Þórhallur Sigurðsson, annar eig- enda teiknistofu Andersen & Sig- urdsson, sagði að í ljósi þess að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé and- dyri erlendra ferðamanna að Islandi hefðu tUlöguhöfundar ákveðið að skírskota við hönnunina til íslenskr- ar náttúru og sérkenna hennar. Og þar sem Schengen-samningurinn krefjist algers aðskilnaðar farþega innan og utan Schengen hafi þeim þótt upplagt að nota einskonar gjár og gljúfur til þess að skitja á milli þessara tveggja meginþátta í starf- semi stöðvarinnar. Átta ný flugvélastæði Flugstöðin verður fullbyggð, kjallai'i og tvær hæðir, sú efri fyrir farþega á ferð innan Schengen-svæðisins og sú neðri fyrir farþega á ferð til eða fí’á löndum utan Schengen. í fyrsta áfanga, sem á að vera tilbúinn til notkunar vorið 2001, verður bætt við stæðum fyi-ir 8 flugvélar en fyrir eru 6. Gert er ráð fyrir stæðum fyrir alls 22 flugvélar við flugstöðina full- byggða. í kjarna í miðju nýbygging- arinnar verður ýmis þjónusta, versl- anir og vegabréfaskoðun. Gler og ál verður í landgöngum en íslenskt lip- arít í þjónustukjamanum. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Fastað við Víti EKKI eyddu allir páskunum á sama hátt - svo mikið er víst. Viktoría frá Litháen fékk köll- un fyrir nokkrum vikum um að fara til íslands. Hún seldi allar eigur sínar, samkvæmt því sem hún tjáði ljósmyndara, tók sér far til íslands og settist að í Drekagili í þrjár vikur, þar sem hún baðst fyrir og hafðist við í tjaldi. Síðan flutti hún sig um set og yfir páskana fastaði hún í Öskju, rétt við barminn á Víti, og neytti einskis í þijá sólar- hringa. Hún kvaðst vera „ljós- viti Drottins". Hjálparstarf kirkjunnar 2 milljónir til Kosovo HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur ákveðið að veija 2 milljónum króna til hjálparstarfa meðal flóttamanna frá Kosovo. Þeim, sem vilja leggja málinu lið, er bent á úvísanareikning númer 27 í SPRON, Skólavörðustíg. Hjálparstarf kirkjunnar er þegar í fullum gangi í Albamu m.a. er þar starfsmaður þess í Tirana, Þór Daní- elsson, við móttöku hjálpargagna. Þór hefur verið síðustu mánuði í Pristina en áður í Sanski Most í Bosníu. Auk þess er fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, Auðunn Bjami Olafsson, svæðisstjóri Lútherska heimssam- bandsins í Bosníu, á íslandi um þessar mundir til ráðgjafar. Framlaginu verður varið í hjálpar- gögn ýmiskonar, einkum matvæli. Verið er að bæta dreifikerfí á neyðar- svæðunum íyrii- hjálpargögn sem ber- ast og auka matargjafir t.d. með fær- anlegum eldhúsum, dreifingu matarí- láta og eldunaráhalda. Hjónavígsla undir Sandfelli upp af Tungudal Presturinn kom á svigskíðum ísafirði. Morguublaðið. „VIÐ VORUM búin að bíða í heil tíu ár með að láta gefa okkur saman vegna þess að við fengum aldrei nógu sniðuga hugmynd. Okkur langaði til að hafa þetta eitthvað öðruvísi en venjulegt er. I janúar tókum við að okkur reksturinn á skíðaskálanum og þá kom loksins rétta hugmyndin. Við töluðum við séra Magnús og honum leist mjög vel á þetta og var alveg tilbúinn að bregða sér á skíði til þess að gefa okkur saman. Ætli honum hafi ekki bara þótt þetta alveg eins skemmtilegt og okkur,“ sögðu þau Dagný Þrastardóttir og Halldór Antonsson nýgift í sam- tali við blaðið. Hjónavígslan fór fram neðan við Sandfellið upp af Tungudal á laugardag, 3. aprfl. „Við fórum saman upp í lyftunni neðan úr Tungudal. Halldór sagaði til spýtu svo að við gætum farið saman á einu jójói. Það gekk mjög vel og siðan renndum við okkur niður að staðnum þar sem athöfnin fór fram. Séra Magnús hafði hempuna með sér í tösku á leiðinni upp í lyftunni og skrýdd- ist henni þegar upp var komið og renndi sér síðan á svigskíðum niður að helgistaðnum," sagði Dagný. Á eftir var brúðkaupsveisla í frímúrarasalnum á Isafirði og þar mun skótauið hafa verið heldur nettara en við sjálfa hjónavígsluna. Ekki hefur blaðið spurnir af _ # Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson SERA MAGNUS Erlingsson, sóknarprestur á Isafirði, gefur brúðhjónin saman. tHÍjyViijllin ' ‘ :C' \ ' -4 ' ’ " < .. - BRÚÐHJÓNIN koma á skíðum til athafnarinnar. hliðstæðri athöfn hér vestra en brúðhjónin vilja hvelja fleiri pör til þess að feta í þessi spor. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og veðrið var eins gott og hægt er að hugsa sér.“ Veðrið var reyndar pantað, að þeirra sögn. - „Við ákváðum þetta fyrir nokkrum mánuðum og það var ekkert varaplan,“ segir Dagný. „Þetta voru alveg ótrúlegir páskar. Ég hef aldrei upplifað svona páska,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.