Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefst á næstunni Fyrsti áfangi kostar rúma 2,5 milljarða Niðurstaða dómnefndar í hönnunarsam- keppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar var kynnt á blaðamannafundi í flugstöðinni í gær. Fyrsti áfangi verður til- búinn til notkunar vorið 2001 og er áætlað- ur kostnaður rúmir 2,5 milljarðar króna. TILLAGA tveggja teiknistofa í Kaupmannahöfn varð ofan á í hönn- unarsamkeppninni. Teiknistofumar eru Andersen & Sigurdsson I/S og Holm & Grut A/S og samstarfsaðili þeirra á íslandi er Manfreð Vil- hjálmsson, Arkitektar ehf. Áætlaður heildai'kostnaður við fyrsta áfanga stækkunarinnar, sem er um 9.000 fermetrar, er rúmlega 2,5 milljarðar króna. Framkvæmdir við uppsteypu á kjallara hefjast í haust og er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tilbú- inn til notkunar vorið 2001. í fyrsta áfanga verður bætt við stæðum fyrir 8 flugvélar en fyrir eru 6. Gert er ráð fyrir stæðum fyrir alls 22 flugvélar við flugstöðina fullbyggða. I máli Halldórs Ásgrimssonar ut- anríkisráðherra kom fram að núver- andi flugstöð, sem byggð var á árun- um 1983-1987, hafi verið gerð fyrir umferð sem svaraði um milljón far- þega á ári. „Nú er árlegur fjöldi far- þega sem fer um Leifsstöð um 1,3 milljónir, þannig að hún er þegar orðin of lítil, og það er reiknað með 6% aukning u á næstu árum, þannig að farþegafjöldi gæti verið orðinn tvær milljónir árið 2007. Jafnframt hefur komið inn í þennan undirbún- ing að við höfum ákveðið að gerast aðilar að Schengen-samstarfínu, en það samstarf gengur út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra aðUd- arríkja ESB og EES,“ sagði Halldór og bætti við að Schengen-samstarfíð hefði mildl áhrif á allar byggingar- framkvæmdir við flugstöðina. Gjá aðskilur farþega Ríkisstjórnin ákvað í ársbyrjun 1996 að Flugstöð Leifs Eiríkssonar skyldi stækkuð og var Fram- kvæmdasýslu ríkisins falinn undir- búningur stækkunarinnar. Hönnun- arsamkeppni var auglýst í septem- ber síðastliðnum. Samkeppnin var öllum opin og vegna umfangs verks- ins var hún auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Alls bárust 15 tillögur, þar af 9 frá aðUum þar sem Islend- ingar voru í meirihluta. Dómnefnd tók tillögurnar tU umfjöllunar í árs- Morgunblaðið/Þorkell ARKITEKTARNIR Niels Evert, Holm & Grut A/S, Steinar Sigurðsson, Arkitektum ehf., og Þórhallur Sigurðsson, Andersen & Sigurdsson, á spjalli við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við enda flugstöðvar- innar, þar sem byggt verður við hana. FLUGSTÖÐIN verður stækkuð til suðurs, eins og sést á meðfylgjandi tölvumynd. byrjun 1999 og valdi nefndin úr þrjái- tillögur til annars þreps sam- keppni. Eftir að höfundar tillagn- anna þriggja höfðu skUað inn lausn- um á nýjan leik varð niðurstaða dómnefndar að veita engri tillögu fyrstu verðlaun en tveimur tUlögum önnur verðlaun. I framhaldi af því tók Framkvæmdasýsla ríkisins upp viðræður við höfunda þessara tveggja tillagna; ARC-Aii-port Rese- arch Center í Aachen í Þýskalandi og Andersen & Sigurdsson I/S, Holm & Grut og Manfreð Vilhjálms- son, en í þriðja sæti lenti tUlaga Birgis Teitssonar og Pálmars Krist- mundssonar. Eftir viðræður við til- löguhöfunda og frekari samanburð tiUagnanna ákvað utanríkisráðuneyt- ið, í sami-æmi við tUlögu Fram- kvæmdasýslu ríkisins, að gera hönn- unarsamning við teiknistofumar í Kaupmannahöfn. Þórhallur Sigurðsson, annar eig- enda teiknistofu Andersen & Sig- urdsson, sagði að í ljósi þess að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé and- dyri erlendra ferðamanna að Islandi hefðu tUlöguhöfundar ákveðið að skírskota við hönnunina til íslenskr- ar náttúru og sérkenna hennar. Og þar sem Schengen-samningurinn krefjist algers aðskilnaðar farþega innan og utan Schengen hafi þeim þótt upplagt að nota einskonar gjár og gljúfur til þess að skitja á milli þessara tveggja meginþátta í starf- semi stöðvarinnar. Átta ný flugvélastæði Flugstöðin verður fullbyggð, kjallai'i og tvær hæðir, sú efri fyrir farþega á ferð innan Schengen-svæðisins og sú neðri fyrir farþega á ferð til eða fí’á löndum utan Schengen. í fyrsta áfanga, sem á að vera tilbúinn til notkunar vorið 2001, verður bætt við stæðum fyi-ir 8 flugvélar en fyrir eru 6. Gert er ráð fyrir stæðum fyrir alls 22 flugvélar við flugstöðina full- byggða. í kjarna í miðju nýbygging- arinnar verður ýmis þjónusta, versl- anir og vegabréfaskoðun. Gler og ál verður í landgöngum en íslenskt lip- arít í þjónustukjamanum. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Fastað við Víti EKKI eyddu allir páskunum á sama hátt - svo mikið er víst. Viktoría frá Litháen fékk köll- un fyrir nokkrum vikum um að fara til íslands. Hún seldi allar eigur sínar, samkvæmt því sem hún tjáði ljósmyndara, tók sér far til íslands og settist að í Drekagili í þrjár vikur, þar sem hún baðst fyrir og hafðist við í tjaldi. Síðan flutti hún sig um set og yfir páskana fastaði hún í Öskju, rétt við barminn á Víti, og neytti einskis í þijá sólar- hringa. Hún kvaðst vera „ljós- viti Drottins". Hjálparstarf kirkjunnar 2 milljónir til Kosovo HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur ákveðið að veija 2 milljónum króna til hjálparstarfa meðal flóttamanna frá Kosovo. Þeim, sem vilja leggja málinu lið, er bent á úvísanareikning númer 27 í SPRON, Skólavörðustíg. Hjálparstarf kirkjunnar er þegar í fullum gangi í Albamu m.a. er þar starfsmaður þess í Tirana, Þór Daní- elsson, við móttöku hjálpargagna. Þór hefur verið síðustu mánuði í Pristina en áður í Sanski Most í Bosníu. Auk þess er fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, Auðunn Bjami Olafsson, svæðisstjóri Lútherska heimssam- bandsins í Bosníu, á íslandi um þessar mundir til ráðgjafar. Framlaginu verður varið í hjálpar- gögn ýmiskonar, einkum matvæli. Verið er að bæta dreifikerfí á neyðar- svæðunum íyrii- hjálpargögn sem ber- ast og auka matargjafir t.d. með fær- anlegum eldhúsum, dreifingu matarí- láta og eldunaráhalda. Hjónavígsla undir Sandfelli upp af Tungudal Presturinn kom á svigskíðum ísafirði. Morguublaðið. „VIÐ VORUM búin að bíða í heil tíu ár með að láta gefa okkur saman vegna þess að við fengum aldrei nógu sniðuga hugmynd. Okkur langaði til að hafa þetta eitthvað öðruvísi en venjulegt er. I janúar tókum við að okkur reksturinn á skíðaskálanum og þá kom loksins rétta hugmyndin. Við töluðum við séra Magnús og honum leist mjög vel á þetta og var alveg tilbúinn að bregða sér á skíði til þess að gefa okkur saman. Ætli honum hafi ekki bara þótt þetta alveg eins skemmtilegt og okkur,“ sögðu þau Dagný Þrastardóttir og Halldór Antonsson nýgift í sam- tali við blaðið. Hjónavígslan fór fram neðan við Sandfellið upp af Tungudal á laugardag, 3. aprfl. „Við fórum saman upp í lyftunni neðan úr Tungudal. Halldór sagaði til spýtu svo að við gætum farið saman á einu jójói. Það gekk mjög vel og siðan renndum við okkur niður að staðnum þar sem athöfnin fór fram. Séra Magnús hafði hempuna með sér í tösku á leiðinni upp í lyftunni og skrýdd- ist henni þegar upp var komið og renndi sér síðan á svigskíðum niður að helgistaðnum," sagði Dagný. Á eftir var brúðkaupsveisla í frímúrarasalnum á Isafirði og þar mun skótauið hafa verið heldur nettara en við sjálfa hjónavígsluna. Ekki hefur blaðið spurnir af _ # Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson SERA MAGNUS Erlingsson, sóknarprestur á Isafirði, gefur brúðhjónin saman. tHÍjyViijllin ' ‘ :C' \ ' -4 ' ’ " < .. - BRÚÐHJÓNIN koma á skíðum til athafnarinnar. hliðstæðri athöfn hér vestra en brúðhjónin vilja hvelja fleiri pör til þess að feta í þessi spor. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og veðrið var eins gott og hægt er að hugsa sér.“ Veðrið var reyndar pantað, að þeirra sögn. - „Við ákváðum þetta fyrir nokkrum mánuðum og það var ekkert varaplan,“ segir Dagný. „Þetta voru alveg ótrúlegir páskar. Ég hef aldrei upplifað svona páska,“ sagði Halldór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.