Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 15 FRÉTTIR Bolli Héðinsson, formaður tryggingaráðs, telur þörf á endurskoðun almannatrygginga Samið verði um verð á þjónustu Bolli Héðinsson, formaður tryggingaráðs, telur nauðsynlegt að fram fari heildarend- urskoðun á almannatryggingakerfínu sem feli m.a. í sér fækkun bótaflokka. I samtali við Omar Friðriksson mælir hann með auknu sjálfstæði Tryggingastofnunar og að fjármögnun sjúkrahúsa verði breytt. Morgunblaðið/Ásdís BOLLI Héðinsson, hagfræðingur og formaður tryggingaráðs. BOLLI Héðinsson, hagfræðingur og formaður tryggingaráðs, telur nauð- synlegt að fram fari heildarendur- skoðun á almannatryggingakerfinu. Hann segir að við lagfæringar á kerfinu á undanförnum áratugum hafi flestar breytingar komið til sem ráðstafanir til að bæta úr aðkallandi þörf í stað þess að til sé heildrænt skipulag almannatrygginga með inn- byggðan sveigjanleika, þannig að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum án þess að hrófla við grundvallarþáttum hins eiginlega al- mannatryggingakerfis. Pjöldi bótaflokka gerir kerfíð flókið og ógegnsætt „Meginskipting bótanna nú er í tvo flokka, eiginlegar lífeyristryggingar almannatiygginga og hins vegar bæt- ur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Samtals eru bótaflokkaniir 10 til 17 eftir því hvemig talið er. Þessi bótaflokkafjöldi gerir kerfíð flókið og ógegnsætt. Ekki er forsvaranlegt að telja að eina lausnin á vanda velferð- arsamfélagsins sé að veita aukið fé til þess, án þess að skoðað sé hvemig fénu er varið, en ég er sannfærður um að rannsókn á tilhögun bóta og bótaflokka myndi leiða í Ijós að fækk- un þeirra verður lífeyrisþegum til góðs og að bótafjárhæðimar myndu nýtast betur. Til að hefja það starf sem lýtur að rannsókn á hagnýtingu bóta almannatrygginga gerðum við samning við Félagsvísindastofnun Háskólans um að á hennar vegum færi fram rannsókn á viðfangsefninu. Miklu meira þarf að koma til og á árs- fundinum í haust nefndi ég sérstak- lega að skoða verður í samhengi kerf- in þrjú sem miklu ráða um afkomu fólks, skattkerfið, lífeyriskerfi al- mannatrygginga og lífeyrissjóðakerf- ið. Án heildstæðrar skoðunar á þessu þrennu lendum við í ógöngum á borð við háa jaðarskatta, auk þess sem engin trygging er fyrir því að tekjutil- færslur ríkisins lendi endilega hjá þeim sem mest þurfa þeirra með,“ segir Bolli. Endurskoðun f hálfan annan áratug án niðurstöðu Hann bendir á að tilraunir sem gerðar hafa verið til að endurskoða almannatryggingakerfið í heild sinni hafa ekki skilað árangri. „Endur- skoðun almannatryggingakerfisins hefur nú staðið í a.m.k. hálfan annan áratug án þess að nokkur niðurstaða sé í sjónmáli. I mínum huga er ljóst að viðfangsefni af því tagi, sem end- urskoðun almannatrygginga er, þarfnast annarra vinnubragða held- ur en tíðkast með hefðbundinni end- urskoðun lagabálka. Almannatiyggingar á íslandi munu ekki ná að þróast frá því sem nú er nema með því að beita allt öðr- um aðferðum við nauðsynlega hug- myndavinnu að endurskoðun kerfis- ins. Fullreynt er að frumvinnan verður ekki unnin af stórum hópi, þar sem allir hagsmunaaðilar og allir stjómmálaflokkai’ eiga sína fulltrúa, þó svo að þeir aðilar geti komið að málinu á síðari stigum." Ráðherra skipi tryggingaráð Aðspurður segir Bolli að með því að gera Tryggingastofnun virkari þátt- takanda en hún er í dag við mótun al- mannatryggingakerfisins verði stofn- unin um leið sjálfstæðari en auknu sjálfstæði fylgi einnig aukin ábyrgð. „Samfara því þyrfti að breyta skipan tryggingaráðs á þann veg að skipan ráðsins yrði alfarið á vegum ráðherra, en ráð herra skipar nú að- eins formann ráðsins úr hópi trygg- ingaráðs manna sem Alþingi kýs. Hvarvetna í samfélaginu hafa þing- kjörin ráð og stjórnir verið á unda- haldi enda eru þau barn síns tíma og ekki nothæf til að stýra stofnunum þar sem saman þarf að fara mikið vald og ábyrgð,“ segir hann. Tryggingastofnun sjúkrasamlag landsmanna BoIIi telur einnig að mikill ávinn- ingur gæti orðið af því að breyta fjármögnun sjúkrahúsa og bendir í því sambandi á að í dag kaupir Tryggingastofnun heilbrigðisþjón- ustu fyrir almenning af nokkrum innlendum starfsstéttum og af er- lendum sjúkrahúsum. „íslensk sjúkrahús eru rekin fyrir fjárhæðir sem ákvarðaðar eru á fjár- lögum hverju sinni. Þannig sýna sjúkrahúsin betri afkomu eftir því sem þau afkasta minna. Þetta er óneitanlega þversögn í heilbrigðis- kerfinu sem ekki verður leiðrétt fyrr en skilið verður á milli kaupenda heilbrigðisþjónustunnar og þein-a sem veita hana þó svo að hvorttveggja geti verið á hendi opin- berra aðila. Mín sýn á skipulag og fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sú að við felum Tryggingastofnun hlutverk sjúkrasamlags allra lands- manna þannig að Tryggingastofnun verði viðsemjandi jafnt inn lendra sem erlendra sjúkrastofnana um verð á þjónustu þeirra. Meginávinningurinn af þessu væri sá að spítalamir væru komnir í eðli- legt rekstrarumhverfi þannig að val um nýbyggingar, tækjakaup, manna- hald og aðra útgjaldaliði ráðist af því hver þörfin er fyrir þá þjónustu. Sjúkrahús væru þá sett í þá eðlilegu aðstöðu að vera orðin „seljendur" til- tekinnar þjónustu sem rfkið hefur hug á að kaupa í gegnum sameigin- legt sjúkrasamlag þjóðarinnar, Tryggingastofnun," segir hann. Bolli nefnir dæmi þessu til stað- festingar af leysigeislatæki sem not- að er til að eyða valbrá. Þetta tæki var til í New York en ekki hér á landi. Fyrir einum sjö ái-um greiddi Tryggingastofnun kostnað vegna meðferðar auk ferðakostnaðar sjúk- linga og fylgdarmanna sem fóru til New York til að komast í þetta tæki. „Auðvitað vai- miklu heppilegra að eiga svona tæki hér á landi en hvat- inn fyrir Landspítalann eða Borgar- spítalann til þess að eignast tækið var enginn, vegna þess að við það eitt að kaupa tækið jókst kostnaður þeirra. Tryggingastofnun hefði get- að keypt þessa þjónustu af Landspít- alanum í stað þess að kaupa hana af spítala í New York. Á endanum keypti Landspítalinn umrætt tæki en svona gekk þetta í nokkur ár. Tryggingastofnun kaupir heilbrigð- isþjónustu erlendis og hefur samið um verð á henni við þarlenda spítala, hvort sem um er að ræða líffæra- flutninga eða aðrar aðgerðir. Eins væri hægt að semja við íslensk sjúkrahús. Ný þjónusta þarf ekki bara að fela í sér ný útgjöld fyrir sjúkrahúsin heldur einnig ný tæki- færi,“ segir hann. Bolli kveðst sakna þess hversu lítil umræða er um grundvallarþætti al- mannatrygginga, ekld síst meðal hag- fræðinga, þrátt fyrir þá staðreynd að þessi málaflokkur sé stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs. „Auk hagrænna atriða almanna- trygginga koma almannatryggingar öllum við og þar líkt og í annarri þjónustu sem ríkið veitii- þarf að skil- greina hvei-t þjónustustig ríkisins eigi að vera svo ljóst sé hvaða rétt borgaramir eigi og hvaða skyldur ríkinu beri að uppfylla,“ segir hann. Borgarstjóri um framtíð raforkuframleiðslu í Elliðaám Beðið niður- stöðu úttektar á lífríkinu „VIÐ ákváðum að láta fara fram al- hliða úttekt á lífríki Elliðaánna sem á að vera lokið í næsta mánuði og ég tel rétt að bíða niðurstöðu hennar áður en hægt verður að ákveða nokkuð um framtíð raforkufram- leiðslu í ánum og Ái-bæjarstíflu," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einn alvarlega slasaður eftir bilveltu BÍLVELTA varð við Gíghæð á Grindavíkurvegi skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt laugardagsins 3. apríl. Þrír piltar á sautjánda og átj- ánda aldursári voru í bifreiðinni og var ökumaður hennar íluttur með- vitundarlaus á Sjúkrahús Reykja- víkur. Að sögn sérfræðings á gjör- gæsludeild er líðan hans eftir atvik- um og er hann laus úr öndunarvél. Tildrög slyssins voru þau að bif- reiðin var í framúrakstri þegar önn- ur bifreið kom á móti. Við það fipað- ist ökumanninum og missti hann stjórn á bifreiðinni. borgarstjóri er hún var innt álits á hugmyndum foiTáðamanna Vemd- arsjóðs villtra laxastofna, að hætt verði raforkuframleiðslu til að vernda laxastofn ánna. ,Á-ður en þetta er ákveðið verða menn því að hafa sæmilega sannfær- ingu fyrir því að það sé lausn vand- ans,“ sagði borgarstjóri ennfremur. Hún segir úttektina ná til allra þátta lífríkis Elliðaánna og að skoða mætti þessar hugmyndir þegar niðurstöður lægju fyrir. Borgarstjóri vakti at- hygli á því að virkjunm hefði verið við lýði frá árinu 1921 og að á því tímabili hefði oft verið góð veiði og mikil laxagengd en lfka lægðir. „Það mætti nú segja mér að ýms- ir aðrir umhverfisþættir gætu hafa valdið meira álagi á ánum, til dæmis fyllingar eins og Geirsnefið, jafnvel smábátahöfn og ef til vill fleiri atriði í Elliðaárósum. Þessi atriði gætu hafa skipt verulegu máli.“ Borgarstjóri segir að yrði orku- veitan lögð af yrði að koma til orka frá Nesjavöllum í hennar stað og slíkt myndi þýða nýja samninga við Landsvirkjun. Yrði borgin að kaupa orku sem gæti kostað 18 til 20 millj- ónir króna. Húsavík ■Sandvíkurheiði Þverárfjall■ ■Flókalundur' Klettsháls , Kolgrafarfjörður- Útnesjavegur J Brattabrekka 'Arnarstapí Þorlákí höfn VIÐBÓTARFJÁRVEITING TIL VEGAMÁLA Auobjargarstaoabrekka Tjörnes-] Hamars fjörður Grindavík Suðurstrandarvegur■ 50 km V egaframkvæmdir í sex kjördæmum SEX kjördæmi landsins, þ.e. öll nema Reykjavík og Reykjanes, fá aukna fjárveitingu til vegafram- kvæmda í ár og næstu þrjú árin. Ríkisstjórnin ákvað alls tveggja milljarða króna fjárveitingu til að flýta framkvæmdum á nokkrum stöðum og hafa þingmenn kjör- dæmanna að mestu lokið í'áðstöfun fjárins. Meðfylgjandi kort sýnir hvaða framkvæmdir eru ákveðnar fyrir þessa viðbótarfjárveitingu. í nokkrum kjördæmum hefur ekki verið ráðstafað öllu fénu og því ekki allt upp talið. í flestum tilvikum er um að ræða endurbætur á vegarköfl- um, víða er lagt bundið slitlag á veg- arkafla og í einstaka tilviki þarf að byggja nýjar biýr. Meðal nýrra vegfa sem hugað verður að er svonefndur Suðurstrandarvegur, þ.e. uppbygg- ing heilsái-svegar milli Þorlákshafn- ar og Grindavíkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.