Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 07.04.1999, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Reuters HITAVEITA í yngsta borgarhluta Belgrad í ljósum logum eftir loft- árásir NATO á sunnudagsmorgun. Hörðustu árásimar til þessa Slæm veðurskilyrði voru „helsti óvinurinn“ yfír páskahelgina ARASIRNAR Brussel, London. Reuters, DaiJy Telegraph. TALSMENN Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) sögðu í gær að betri veðurskilyrði þrettándu nótt loft- árása NATO-hersins á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu, hefðu gert NATO kleift að fram- kvæma hörðustu hrinu árása hingað til. Slæmt veður hafði að mestu komið í veg fyrir umfangsmiklar árásir yfir páskahelgina. A frétta- mannafundi í Brussel í gær sagði David Wilby flugliðsforingi að flug- skeyti frá herskipum á Adríahafi og sprengjur orrustuþotna hefðu hæft vegi, biýr, olíustöðvar og herstjórn- arstöðvar. Væri markmiðið að stöðva liðs- og hergagnaflutninga Júgóslavíuhers til Kosovo-héraðs. Staðfesti hann einnig að fyrir tveim- ur dögum síðan hefði NATO-herinn grandað fjórum júgóslavneskum MiG-oi-rustuþotum á jörðu niðri. í viðtali við fréttastofu Reuters í gær sagði háttsettur embættismaður hjá NATO að fjórar árásarhrinur hafi verið gerðar í fyrrinótt sem marki mestu árásarhrinu frá upphafi loft- árásanna, 24. mars sl. Meðal skotmarka í gær var þjóð- vegurinn á milli Belgrad, höfuðborg- ar Júgóslavíu og Pristina, héraðshöf- uðstaðai- Kosovo, herstjómarstöð í borginni Nis í austurhluta landsins og herskálar nærri Prizren í Kosovo. Ai-ásimar komu á sama tíma og tals- menn Bandaríkjastjórnar hétu því að loftárásir NATO munu verða „linnulausar og ósveigjanlegar“ uns Slobodan Milsovevic Júgóslavíufor- seti stöðvaði sókn Júgóslavíuhers í Kosovo. Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu að almennir borgarar hefðu látist í árásum gærdagsins í borginni Aleksinac, í suðurhluta landsins, og að flugskeyti hefðu hæft íbúðabyggð í miðju borgarinnar. Ekki var unnt að staðfesta fréttimar en heimilda- menn á staðnum sögðu að fimm hefðu látist og þrjátíu hefðu særst. Júgóslavneska Ta/y'ug-fréttastofan og ríkisreknar fréttastöðvar í Serbíu sögðu ennfremur að ráðist hefði ver- ið á olíuhreinsistöð í borginni Novi Sad, auk skotmarka í fimm öðrum serbneskum borgum. George Robertson, vamarmála- ráðherra Bretlands, sagði á frétta- mannafundi í gær að alltaf væri hætta á mannfalli í árásum sem þessum. „Ef satt reynist, hörmum við það að sjálfsögðu, en líkt og við höfum alltaf sagt þá mun óhjá- kvæmilega verða mannfall í hemað- araðgerðum sem eru svo umfangs- miklar og flóknar," sagði Robertson. Veður kom í veg fyrir umfangsmiklar árásir Árásir hafa magnast eftir að B01 Clinton Bandaríkjaforseti varaði stjómvöld í Belgrad við því um helg- ina að loftárásir NATO myndu aukast. Sagði hann Milosevic forseta verða að gera sér grein fyrir að ekki væri lengur nægjanlegt að hætta óhæfuverkum gegn Kosovo-Albön- BRÚIN yfir Dóná við borgina Novi Sad í norðurhluta Júgóslavíu var eyðilögð í loftárásum á sunnudag. Borgarbúar eru nú án drykkjarvatns þar sem vatnsleiðslur lágu um brúna. APACHE ARASARÞYRLAN Bandaríkjaher hefur flutt Apache- árásarþyriur og 2,000 manna auka- herlið til Albaníu með það að markmiði að ráðast með skiivirkari hætti gegn serbneskum hersveitum í Kosovo. AH-64D Apache Þyrlan er hönnuð fyrir árásir á skotmörk á landi. Er hún búin sérstökum vopnum til að granda skriðdrekum, flóknu ratsjárkerfi og náttflugsbúnaði. Sérbúnaður Apache-árásarþyrlan getur flogið i a.m.k. 30 mínútur eftir að hafa orðiö fyrir skotárás af jörðu niðri. Tveggja manna flugstjórnarklefinn er þakinn skotheldu efni. Hljóðdeyfir Leysistýrt vamarkerf Innrauður varnarbúnaður Búnaðursem miðar út skotmörk 76 eldflaugar, notaðará skotmörk á jörðu niðii 16 Hellfire leysistýrð flugskeyti Flugskeyti sem hægt erað nota á skotmörk á lofti Heimild: Jane's Defence Group um. „Pað er algerlega ótækt að hafa Kosovo-hérað svipt frelsi og án íbúa,“ sagði Clinton og bætti við: „Markmið okkar er að halda ótrauðir áfram uns sigur næst.“ Óhagstætt veður- og skýjafar kom í veg fyrir að NATO gæti haldið uppi fullum loftárásum yfir páskahelgina. Á sunnudag sagði Kenneth Bacon, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að „höfuðóvinur" NATO um helgina hefði verið slæmt veður. Erfitt hefði reynst að ná góð- um gervihnattamyndum af óhæfu- verkum þeim sem her Júgóslava var sakaður um að fremja í Kosovo. Hefði það ennfremur hamlað NATO í að miða út þær her- og öryggislög- reglusveitir í Kosovo sem ábyrgar hefðu verið fyrir slíkum aðgerðum. Sagði Bacon um helgina að einu sjá- anlegu merki óhæfuverkanna væri hinn gríðarlegi flóttamannastraumur út úr héraðinu til nærliggjandi ríkja. Hið slæma veðurfar og aukin var- kárni serbneski-a hersveita í Kosovo hafa gert það að verkum að flugsveit níu breskra Harrier GR7-orrustu- þotna sem staðsett er á Gioia del Colle-herílugvellinum á Italíu hefur hvorki getað staðsett né hafið árásir á serbneskar hersveitir. Sir Ian Gar- nett, aðmíráll í breska hemum og yf- irstjórnandi aðgerða af hans hálfu, upplýsti í gær að Harrier-vélar hafi á mánudag farið í tvær leitarferðir yfir Kosovo, án árangurs. Var það áttunda daginn í röð sem flugsveit- inni hafði mistekist að gera árás á skotmörk sín. Reuters Garnett sagði að allt benti til að Serbar hafi áttað sig á að betri veð- urskilyrði gefi NATO-hernum aukin tækifæri, og að þess vegna leggi þeir mikið á sig tO að fela hergögn og annað sem komið gæti upp um þá. Talið er að það auki enn á vandann að Júgóslavíuher hafi komið fyrir mikilvægustu hergögnum sínum í þorpum Albana í Kosovo sem geri NATO erfiðara fyrir í árásum sínum, vegna hættunnar á að fella saklausa borgara. í viðtali við Daily Tel- egraph sagði Travers Smith, höfuðs- maður í breska flughemum, að telja mætti líklegt að serbnesku hersveit- irnar flyttu sig á milli staða í dimmu. Þar sem Harrier-vélarnar væm hannaðar með lágflug og árásir á skotmörk á landi í huga, þá sé ljóst að Serbar væru mjög varir um sig. Árásir á olíugeymslur auka skilvirkni aðgerða I frétt Daily Telegraph í gær segir að fregnir um að NATO hafi aukið áherslu á árásir á olíugeymslur Serba, gefi til kynna að loftárásir NATO kunni loks að skila árangri. Með því að eyða olíubirgðum Serba, sem eru algerlega háðir innflutningi á olíu, og koma í veg fyrir að aðföng berist til hersveita Serba, geti NATO náð tvíþættu markmiði sínu. Annars végar geti olíuskortur í land- inu orðið til þess að almenningsálitið í Júgóslavíu snúist gegn Milosevic. Hins vegar geti slíkar árásir tak- markað möguleika Júgóslavíuhers til liðsflutninga innan Júgóslavíu og til Kosovo. Fyrirsjáanlegur olíuskortur muni hugsanlega verða til að Milos- evic leiti leiða til að semja við NATO-ríkin um vopnahlé. Hann muni gera sér grein fyrir því að þess sé ekki langt að bíða uns Júgóslavíu- her verði gert illmögulegt að flytja þungavopn sín. Bandaríska varnarmálaráðuneytið tUkynnti á sunnudag að NATO muni standa aukinn vopnakostur til boða. Kenneth Bacon sagði að bandarískar Apache-árásai’þyrlur yrðu fluttar tU Albaníu frá Þýskalandi. „Þyi’lurnar gefa okkur færi á aukinni nákvæmni aðgerða - í öllum veðurskilyrðum, dag sem nótt - við að uppræta þau vopn sem júgóslavneski herinn notai’ í Kosovo," sagði Bacon. Hermt að helstu bandarísku herforingjarnir hafí lagst gegn afskiptum af Kosovo AGREININGUR Samstaða sögð að eins á yfírborði Kosovo-vef- ur á mbl.is FREKARI upplýsingar um stríðsátökin í Júgóslavíu er að finna á Kosovo-vef Fréttavefjar Morgunblaðsins, http://www. mbl.is. Þai’ hefur verið safnað saman fréttum og fréttaskýr- ingum sem birst hafa í Morgun- blaðinu og á Fréttavefnum um Kosovo-deiluna undanfai-ið ár. Þar er m.a. að fínna kort af átakasvæðinu og ýmsar gagn- legar netslóðir, þ.á.m. slóð inn á heimasíðu Atlantsháfsbanda- lagsins (NATO) þar sem birtur er daglega orðréttur texti af blaðamannafundum í höfuð- stöðvum bandalagsins. VVashington. Tlie Daily Telegraph. TALSMENN Bandaríkjastjórnar neituðu því í fyrradag, að hún hefði haft að engu viðvaranir háttsettra hershöfðingja er hún ákvað að hefja loftárásir á Júgóslavíu. Því er þó haldið fram í Washington Post, að á leynilegum fundi í síðasta mánuði hafi þeir lagt áherslu á, að Bill Clint- on forseti myndi ekki ná markmiðum sínum með loftárásum einum. I Bandaríkjunum og innan NATO ríkir augljós ágreiningur um hemað- araðgerðirnar þótt reynt sé að láta líta út fyrir, að samstaðan sé alger. Er meðal annars deilt um sjálft markmiðið, um skotmörkin og Slobodan Milosevic, um landhernað og um það hver skuli eiga síðasta orðið. Bandan'skir ráðherrar eru oft spurðir óþægilegi’a spuminga, sem lýsa fyrst og fremst vantrú á aðgerð- unum, og það var einmitt þess konar vantrú, sem sneri Bandaríkjamönn- um gegn Víetnam-stríðinu á sinum tíma. Raunar er vaxandi stuðningur við stríðið gegn Milosevic í Banda- ríkjunum en margir efast hins vegar um aðferðirnar. Sem dæmi um það má nefna, að í nýrri könnun tímarits- ins Newsweek eru 55% hlynnt land- hernaði en 44% telja, að loftárásim- ar hafi gert ástandið í Kosovo enn verra. Höfnuðu „dómínó- kenningu" Albright Að sögn Washington Post lögðust helstu herforingjamir gegn afskipt- um af Kosovo-deilunni og þeir voru ekki sammála „dómínókenningu“ Madeleine Albrights utanríkisráð- herra, sem heldur því fram, að verði Kosovo látið afskiptalaust, muni það leiða til miklu meiii átaka á Balkanskaga. Þeir féllust þó á loft- árásirnar að lokum enda hefðu þeir að öðram kosti orðið að segja af sér. Mikill ágreiningur er líka um hugsanlega beitingu landhers. Al- bright hefur talað um, að senda megi fótgöngulið til Kosovo þegar aðstæð- ur era „hagstæðar" en William Cohen vai’narmálaráðherra segir aftur á móti, að engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar í því efni. Hún er, að landher verði aðeins sendur þangað sem gæslulið. Nefna má líka, að Albright og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hafa talað um, að hugsanlega verði að koma Milosevic frá með valdi en enginn talsmaður hinna ríkj- anna 17 hefur nefnt það. 1 : I | I i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.