Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 69

Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 69 og hófu sinn búskap. Ég bjó þá ung- lingur í foreldrahúsum vestur í Stykkishólmi. Þorleifur og Stella komu þangað vestur í stutta heim- sókn. Mér er enn minnistætt þegar þessi hávaxni og rauðbirkni maður birtist á tröppunum heima á sólrík- um og fallegum degi. Mér var sagt að' Þorleifur væri jarðfræðingur og átti í fyrstu nokkuð erfítt með að átta mig á hvað fælist í því hugtaki. Það átti þó eftir að breytast með ár- unum, því að Þorleifur hafði allt sitt líf einstakt lag á því að vekja áhuga fólks fyrir náttúruvísindum og nátt- úruvernd en ekki síst jarðfræðinni, þar sem fáir voru betur heima. Ég minnist margra góðra stunda heima hjá Stellu og Þorleifi á Lang- holtsveginum, þar sem Þorleifur sýndi okkur litskyggnur frá eld- stöðvum, gróðurfari eða öðrum furðuverkum náttúrunnar. Þetta voru góðar stundir sem efldu mig og marga fleiri til áhuga um þessi mál- efni. Þá var oft glatt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman og ekki þá síst þegar umræður um landsmálin og stjórnmálabaráttunna bar á góma. Þar var Þorleifur á heimavelli og átti auðvelt með að kynda elda í sálum viðkvæmra íhaldsmanna. Þor- leifur var alla tíð trúr hugðarefnum sínum, hvort heldur var rætt um náttúruvernd eða stjórnmál, hann lét sér reyndar fátt mannlegt óviðkom- andi. Hann var sósíalisti fram í fíng- urgómana og bar ætíð velferð þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu fyrir brjósti. Hann gat og verið harð- ur í horn að taka og gagnrýninn á stjórnvöld mislíkaði honum gjörðir þeirra. Lá hann þá sjaldnast á skoð- unum sínum og mátti enda oft gjalda hreinskilni sinnar. Þorleifur var af fátæku fólki kominn og hafði frá unga aldri þurft að leggja hart að sér til að komast af í hörðum heimi. Þannig byggðu þeir feðgar sjálfir húsið við Langholtsveg af einstökum dugnaði þrátt fyrir mikil vanefni. Þar bjó Þorleifur allt til hinstu stundar. Þorleifur Einai’sson var tvímæla- laust í hópi fremstu vísindamanna þessarar þjóðar og verk hans og bækur höfðu mótandi áhrif á öll við- horf til jarðvísinda í Háskóla ís- lands, þar sem hann um áratuga skeið starfaði sem prófessor. Munu kennslubækur hans um jarðfræði enn vera í fullu gildi og víða vera undirstaða kennslu í greininni. Það er hinsvegar með Þorleif eins og svo marga brautryðjendur að um hann vora skiptar skoðanir en þar sem verk hans bar hæst, þar vildu margir Lilju kveðið hafa. Mér er reyndar til efs að nokkur maður með frjóa hugsun, framsýni og metnað muni nokkurntíma verða óumdeOd- ur. Þannig var einnig um Þorleif Einarsson. Þau Þorleifur og Stella eignuðust 4 myndarleg börn, sem öll hafa fetað í fótspor foreldra sinna og lagt að baki mikið og metnaðarfullt nám. Asta er þeiiTa elst og er jarðfræð- ingur. Kristín er næst og stundar nám í listum og landslagsarkitektúr. Einai- er fugla-landafræðingur og Björk er nemandi í sögu við Háskóla Islands. Öll hafa þau fengið með móðurmjólkinni óslökkvandi áhuga á öllu því er viðkemur náttúru lands- ins. Þeim áhuga var þeim úthlutað af báðum foreldrum enda móðir þeirra ekki síður en faðir, þekkt víða um land fyrir áhuga sinn á ræktunartil- raunum og náttúi-uvernd. Þó að leiðir Stellu og Þorleifs ættu eftir að skilja, hélst ævinlega full vin- átta bæði þeirra í milli og fjölskyld- unnar. Eftir 32 ára hjónaband stend- ur eðlilega mikið eftir af minningum og hlýjum tilfinningum. Stellu systur minni votta ég því innilega samúð mína. Þorleifur var drengur góður sem af vinum og vandamönnum mun verða sárt saknað. Frændsystkinum mínum þeim Ástu, Kristínu, Einari og Björk sendum ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þeirra er sorgin mest. Sambýliskonu hans undanfai-in ár, Gudrúnu Bauer, votta ég einnig dýpstu samúð mína, sem og öðrum ættingjum og vinum. Sverrir Ólafsson, forstöðum. Listamið- stöðvarinnar í Straumi. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR kaupkona, Óðinsgötu 1, Reykjavík, sem lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 31. mars sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.00. Reynir Þorgrímsson, Rósa Gísladóttir, Víðir P. Þorgrímsson, Jóhanna I. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 9. apríl kl. 13.30. Sigurrós Jónsdóttir, Páll V. Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Anna Soffía Óskarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ingigerður Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SJAFNAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Búðargerði 8, Reykjavík. María Hrönn Halldórsdóttir, Árni Árnason, Aðalsteinn Arnar Halldórsson, Helga Björnsdóttir, Anna Halldóra Halldórsdóttir, Magnús Ó. Kristjánsson, Þór Halldórsson, Helga V. Sigjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS Ó. KJARTANSSONAR múrarameistara, Stangarholti 3, Reykjavík. Kjartan Þór Kjartansson, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Jón Grétar Kjartansson, Guðmundur Kristinsson, Kjartan Ægir Kjartansson, Sandra Kjartansdóttir, Halldór Karl Þórisson, Rósborg Halldórsdóttir. + Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA AGNARSSONAR, Hæðargarði 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga- deildar 6A Sjúkrahúss Reykjavíkur Erling Aðalsteinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Viggó Bragason, Hulda Lilliendahl, Brynjar Örn Bragason, Jóhanna Kjartansdóttir, Heiðar Þór Bragason, Hilmar Bragason, íris H. Bragadóttir, Gunnar Bernburg, Agnes Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR sjómanns frá Suðurvöllum, Akranesi. Soffía Guðmundsdóttir, Guðmundur Helgi Helgason, Vordís Baldursdóttir, Sigurður Helgi Helgason, Rakel Haraldsdóttir, Harpa Helgadóttir, Bogi Kristinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir mikinn hlýhug og vin- semd vegna andláts og jarðarfarar STEFÁNS SIGFÚSSONAR, Vogum, I Mývatnssveit. Jóna Jakobína Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Steingerður Védís Stefánsdóttir, Halldór Torfason, Jakob Stefánsson, Edda Stefánsdóttir, Ólafur Þröstur Stefánsson, Gyða Björgvinsdóttir, Sólveig Valgerður Stefánsdóttir, Jón Pétur Líndal. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GISSURAR JÓNSSONAR frá Valadal. Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson, Friðrik Gissurarson, Kristján Gissurarson, Stefán Gissurarson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTÍNAR SIGURBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Steinnesi á Hauganesi. Guð þlessi ykkur öll. Sveinbjörn Jóhannsson, Þorgerður Sveinbjörnsdóttir, Hjörleifur Jóhannsson, Hanna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Þórðarson, Birgir Sveinbjörnsson, Rósbjörg Jónasdóttir, Gunnþór Sveinbjörnsson, Ásgerður Harðardóttir, Jónína Sveinbjörnsdóttir, Óskar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega ölium þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR FRIÐFINNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Magnús Vilhjálmsson, Árni Larsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.