Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 75

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 75 BRÉF TIL BLAÐSINS BÍLBELTI geta bjargað mannslífum sem og komið í veg fyrir alvar- lega áverka í andliti. Við árekstur á 50 kílómetra hraða kastast 75 kg farþegi í framsæti með 3 tonna þunga í framrúðuna. Við erum einstök - notum beltin Frá nemendum ökuskóla Sjóvár- Almennra: ÞEGAR við hugsum um kosti bíl- beltanotkunar þá leiðum við hug- ann ósjálfrátt að því hvað þau geta gert fyrir okkur sjálf. Það er hins vegar svo að í raun gera þau meira fyrir aðra. Þjáningar ættingja og vina sem missa ástvini í bílslysum eru oft óbærilegar og þá er kostn- aður þjóðfélagsins ekki síður gíf- urlegur. Að auki geta þeir sem ekki nota bílbelti slasað aðra far- þega, þegar sá sem situr í aftur- sæti bifreiðar kastast af miklu afli á framsætið við árekstur. Ábyrgð ökumanns er líka mikil. Þegar sest er undir stýri þá á ekki að þurfa að minna aðra á að spenna beltin. Við erum hins vegar öll mannleg og því getur reynst lífsnauðsynlegt að aka ekki af stað fyrr en allir eni spenntir. Þar get- um við sem framtíðarökumenn verið öðrum til fyrirmyndar með því að minna á þetta mikilvæga ör- yggistæki. 011 viljum við ná langt í framtíð- inni og eiga hamingjusamt líf fram undan. Við vitum hins vegar að þó svo að við treystum okkur sjálfum til að fara eftir umferðarreglum þá eru til aðrir sem brjóta þær. Þess- um aðilum viljum við benda á að líf okkar allra getur legið við þegar slíkt er gert. Því segjum við: För- um að umferðarreglum og spenn- um beltin því öll erum við einstök. Fyrir hönd ökunemenda febrú- armánaðar, EINAR GUÐMUNDSSON, foi'varnafulltrúi Sjóvár-Almennra trygginga hf. Þekkingarótti Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: OFT UNDRAÐIST ég yfir þeirri andúð á ástundun erfðavísinda, sem birtist svo oft í blaðskrifum margra mætra manna á sl. ári. Nú finnst mér gengið enn lengra og ósæmilegar til verks, þegar skorað er á fólk að leggja stein í götu vísindarannsókna, sem færa eiga mannkyninu aukinn skilning á lífríkinu og eigin tilverulögmál- um. Hvað gengur þessum sjálfum- glöðu siðmenningarpostulum til með því að skera upp herör gegn þekkingaröflun vísindamanna og reyna að skapa hjá fólki ótta við að vitneskja um erfðamengi þess verði notuð til að valda því skaða eða gera því hneisu? Hvaða veilur skyldu það vera í erfðamengi ein- staklings, sem æskilegt er að fela fyrir heilbrigðisstofnunum, og hon- um sjálfum? Hvaða erfðaþættir skyldu það vera, sem okkur væri best að skilja ekki og vita ekkert um? Ekki er þörf að telja upp þann ávinning, sem erfðarannsóknir hafa haft og geta haft. Til þess eru dæm- in of mörg, augljós og auðskilin. Hitt er torskildara, hver hættan er. Hvaða ástæða er til að óttast að aukin þekking geti valdið slíkum skaða að rétt sé að leggja stein í götu erfðarannsókna, og hræða fólk til að leyna fyrir vísindamönnum verðmætri vitneskju um sjúkra- sögu og arfgerð sína og ættar sinn- ar? Hinar hávæni áskoranir um þátttöku í hópaðgerð til að hefta þekkingaröflun era ósæmilegar og minna helst á fordóma kirkjunnar gagnvart nútímavísindum á upp- hafsskeiði þeirra. Þessi herferð er ekki samboðin fólki, sem tilheyrir virtum háskólasamfélögum. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fyrrv. menntaskólakennari, Stangarholti 7, Reykjavík. PMALvrm ÞÓR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _A.LLT/Lf= eiTTHLSAÐ NÝTT Rocio os Barbara frá Venesúela að skoða lömb í Bjarnarhöfn Vill fjölskylda þín opna heimili sitt fyrir nýrri menninsu 03 sefa erlendum unglingi tækifæri á að kynnast íslenskri menningu? Ennþá er möguleiki á ársdvöl í Þýskalandi eða Tékklandi og sumardvöl í Kanada. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. AFS á íslandi Ingólfsstræti 3, 2. hæö sími 552 5450 www.itn.is/afs NY VERSLUN Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) Stórt h. 201 sm b. 61.5sm d. 35sm Frá Pakistan: Handunnin húsgögn, ekta pelsar, leðurfatnaður, ullarmottur og ýmsar gjafavörur Opið virka daga frá kl. 12-18 og laugard. frá kl. 11-14. MORE & MORE I gær var opnuð More & More verslun í Glæsibæ, með spennandi kvenfatnað í st. 36-44 fyrir konur 6 öllum aldri. Sími 588 8050 -------------OPNUNARTILBOÐ------------- ráð Fjölskyldan: Hornsteinn eða hornreka Fjölskylduráð heldur ráðstefnu fimmtudaginn 8. apríl nk. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 13.00 og stendur til kl. 17.00. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Ráðstefnustjóri verður Dögg Pálsdóttir, hrl., og ritari verður Áslaug Friðriksdóttir, starfsmaður Fjölskylduráðs. Dagskrá Kl. 13.00 Setning ráðstefnunnar, formaður Fjölskylduráðs Drífa Sigfúsdóttir. Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar. Kl. 13.15 Stuðningur við foreldra Væntingar foreldra. Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla. Stuðningur ríkisvaldsins. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Stuðningur sveitarfélaganna. Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi Reykjanesbæjar. Foreldrar og atvinnurekendur. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Fyrirspurnir. Kl. 14.15 Undirbúningur og stuðningur fyrir foreldrahlutverk Rannsóknir - yfirlit. Inga Dóra Sigfúsdóttir, félagsfræðingur. Mikilvægi fjölskylduráðgjafar og forvarnarstarfs i heilsugæslu. Anna Karólína Stefánsdóttir, fjölskylduráðgjafi heilsugæslunnar á Akureyri. Fyrirspurnir. Kaffi Kl. 15.20 Foreldrar á vinnumarkaði Er fjölskyldan í upplausn - eða á þröskuldi nýrra tíma? Þorgerður Einarsdóttir, félagsfræðingur. Launafólk og fjölskyldan. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Fæðingarorlof og jafnrétti. Ólafur Stephensen, formaður karlanefndar Jafnréttisráðs. Fyrirspurnir. Kl. 16.10 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna gera grein fyrir áherslum í fjölskyldumálum Framsóknarflokkurinn • Finnur Ingólfsson Vinstra grænt framboð • Kolbrún Halldórsdóttir Samfylkingin • Bryndís Hlöðversdóttir Sjálfstæðisflokkurinn • Arnbjörg Sveinsdóttir Fyrirspurnir. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit, formaður Fjölskylduráðs Drífa Sigfúsdóttir. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis Dilbert á Netinu ^ítj^\ mbl.is 1 ALLTAf= e/TTH\SAT> A/YT7 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.