Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 43

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ VIKI m \im \m lesa greinar um þessa deilu í tímarit- inu The Spectator. Pað var ekki nema von að margir spyrðu sig hvort skýringuna væri kannski að finna í bragðlauksmun austan Atlantshafs og vestan. Niður- stöður Decanter benda sterklega til að svo sé. Settir voru saman tveir hópar, annar í Bretlandi, hinn í Bandaríkj- unum, sem bragðaði samtímis á tíu vínum. Níu kalifomískum Chardonnay-vínum og einu hvítu Búrgundarvíni. Bretamir vom sí- gildir í vali sínu og var Búrgundar- vínið, Clos de Mouche frá Joseph Drouhin, það vín sem fékk flest at- kvæði í þeirra hópi. Bandaríkja- mennimir vom hins vegar lítt hrifnir af hinum sýmmikla Frakka og vermdi hann botnsætið þegar ein- kunnir höfðu verið teknar saman. Bandaríkjamennimir hrifust hins vegar af Shafer Red Shoulder Ranch, stóm, feitu víni, sprengfullu af hitabeltisávöxtum, og settu það í efsta sæti. Shafer-vínið fór hins veg- ar þveröfugt í Bretana, sem settu það í sjöunda sæti og hafði einn smakkaranna orð á því að það væri jafnyfirdrifið og barmurinn á Pa- melu Anderson. Hins vegar vom báðir hópamir sammála um ágæti „ódýmstu“ vín- anna í smökkuninni, Beringer Chardonnay og Kendall-Jackson Vintner’s Reserve, og settu þau í allra efstu sætin. Einnig vora hóp- amir sammála um að vínin í smökk- uninni stæðu vart undir verði, en flest kostuðu þau rúmlega tvö þús- und krónur. Að sama skapi má eflaust færa rök íyrir því að smekkur Frakka sé sér á báti, að ekki sé minnst á smekk Þjóðverja eða Spánverja. Og að öll- um líkindum byggist þessi munur íyrst og fremst á venjum og hefðum en ekki erfðum. Smekkmuninn má líka ekki síður sjá þegar kemur að mat. Vestanhafs em menn hrifnir af því að marinera kjöt í grillsósum og drekkja fæðu í tómatsósu, sem þykir hin mesta villimennska á meginlandi Evrópu. Og hver sá sem hefur bragðað indverskan eða kínverskan scheschuan-mat af fullum styrk veit að kryddþol vestrænna bragðlauka er annað en þessara þjóða. Þetta vekur hins vegar jafnframt upp þá spumingu, hvemig þessum málum er háttað á íslandi. Hvernig er smekk okkar háttað? Líklega er- um við líkt og í öðmm málum stað- sett á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu og ennþá gætir auðvitað hinna dönsku áhrifa. Dönsku áhrifin sjást ekki síst í því hversu vinsælt er að blanda sætum bragðþáttum inn í rétti. Við notum mun meira salt en t.d. Frakkar við eldamennsku en jafnframt er það stöðugt umkvörtun- arefni veitingahúsagesta að matur sé of bragðmikill og kryddaður. Aust- urlenskur og mexíkóskur matur er því yfirleitt borinn fram á íslenskan máta, það er að segja bragðdaufur. Jafnvel þeir frönsku og ítölsku gestakokkar, sem hingað hafa komið á síðustu ámm, hafa orðið að „að- laga“ rétti sína íslenskum bragðlauk- um eftir að hafa fengið kvartanir fyrsta kvöldið, sem þeir reyndu að elda mat sinn líkt og á veitingahús- inu heima. Það einkennir hins vegar einnig ís- lenska smekkinn að hann er í örri þróun, hann er ekki fasti líkt og í mörgum öðram ríkjum. Þetta sést einnig á vínum, þótt vissulega megi sjá ákveðnar meginlínur. íslendingar em ekki mjög hrifnir af sýramiklum vínum og lengi vel urðu hvítvín að vera sæt. Það hefur breyst mikið en smekkiuinn á móti færst yfir í eikuð og exótísk nýja-heimsvín. I rauðum vínum vilja íslendingar margir hverj- ir „bragðmiki]“ vín og því kannski ekki að furða að Chateauneuf-de-Pa- pe-vín hafa notið mikilla vinsælda hér í gegnum árin. Rétt eins og í hvítvínum vilja íslendingar hins veg- ar vín sem em að sama skapi bragð- mikil og mjúk og er þar með líklega komin skýringin á hinum gífiirlegu vinsældum betri Rioja-vína og Ca- bemet Sauvignon-vína úr nýja heim- inum. Sýrumeiri hvítvín, t.d. frá Bo- urgogne og Sancerre, hafa átt erfið- ara með að hasla sér völl en þróun síðustu ára bendir þó til að það kunni að vera að breytast. Ef skilgreina á íslenska smekkinn verður því líklega að grípa til þess hugtaks sem nú er mikið notað yfir eldamennsku sem er sambland af austri og vestri: „fusion" eða sam- mna. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 43 9Sð/stk. Gullpálmi Fíkus Daníelle Fíkus Benjamini Drekatré Bergpálmi Ljón með gullið stýril Peugeot 206 sigraði alla kcppinauta sína í verði, útliti, aksturseiginlcikum, innra rými, vélarafli og öryggi og hlaut hin virtu verðlaun Cullna stýrið. PEUGEOT Opia laugardag kl. 13*17 og sunnudag kl. 13-16 6n 4 vejinutyi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.