Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ VIKI m \im \m lesa greinar um þessa deilu í tímarit- inu The Spectator. Pað var ekki nema von að margir spyrðu sig hvort skýringuna væri kannski að finna í bragðlauksmun austan Atlantshafs og vestan. Niður- stöður Decanter benda sterklega til að svo sé. Settir voru saman tveir hópar, annar í Bretlandi, hinn í Bandaríkj- unum, sem bragðaði samtímis á tíu vínum. Níu kalifomískum Chardonnay-vínum og einu hvítu Búrgundarvíni. Bretamir vom sí- gildir í vali sínu og var Búrgundar- vínið, Clos de Mouche frá Joseph Drouhin, það vín sem fékk flest at- kvæði í þeirra hópi. Bandaríkja- mennimir vom hins vegar lítt hrifnir af hinum sýmmikla Frakka og vermdi hann botnsætið þegar ein- kunnir höfðu verið teknar saman. Bandaríkjamennimir hrifust hins vegar af Shafer Red Shoulder Ranch, stóm, feitu víni, sprengfullu af hitabeltisávöxtum, og settu það í efsta sæti. Shafer-vínið fór hins veg- ar þveröfugt í Bretana, sem settu það í sjöunda sæti og hafði einn smakkaranna orð á því að það væri jafnyfirdrifið og barmurinn á Pa- melu Anderson. Hins vegar vom báðir hópamir sammála um ágæti „ódýmstu“ vín- anna í smökkuninni, Beringer Chardonnay og Kendall-Jackson Vintner’s Reserve, og settu þau í allra efstu sætin. Einnig vora hóp- amir sammála um að vínin í smökk- uninni stæðu vart undir verði, en flest kostuðu þau rúmlega tvö þús- und krónur. Að sama skapi má eflaust færa rök íyrir því að smekkur Frakka sé sér á báti, að ekki sé minnst á smekk Þjóðverja eða Spánverja. Og að öll- um líkindum byggist þessi munur íyrst og fremst á venjum og hefðum en ekki erfðum. Smekkmuninn má líka ekki síður sjá þegar kemur að mat. Vestanhafs em menn hrifnir af því að marinera kjöt í grillsósum og drekkja fæðu í tómatsósu, sem þykir hin mesta villimennska á meginlandi Evrópu. Og hver sá sem hefur bragðað indverskan eða kínverskan scheschuan-mat af fullum styrk veit að kryddþol vestrænna bragðlauka er annað en þessara þjóða. Þetta vekur hins vegar jafnframt upp þá spumingu, hvemig þessum málum er háttað á íslandi. Hvernig er smekk okkar háttað? Líklega er- um við líkt og í öðmm málum stað- sett á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu og ennþá gætir auðvitað hinna dönsku áhrifa. Dönsku áhrifin sjást ekki síst í því hversu vinsælt er að blanda sætum bragðþáttum inn í rétti. Við notum mun meira salt en t.d. Frakkar við eldamennsku en jafnframt er það stöðugt umkvörtun- arefni veitingahúsagesta að matur sé of bragðmikill og kryddaður. Aust- urlenskur og mexíkóskur matur er því yfirleitt borinn fram á íslenskan máta, það er að segja bragðdaufur. Jafnvel þeir frönsku og ítölsku gestakokkar, sem hingað hafa komið á síðustu ámm, hafa orðið að „að- laga“ rétti sína íslenskum bragðlauk- um eftir að hafa fengið kvartanir fyrsta kvöldið, sem þeir reyndu að elda mat sinn líkt og á veitingahús- inu heima. Það einkennir hins vegar einnig ís- lenska smekkinn að hann er í örri þróun, hann er ekki fasti líkt og í mörgum öðram ríkjum. Þetta sést einnig á vínum, þótt vissulega megi sjá ákveðnar meginlínur. íslendingar em ekki mjög hrifnir af sýramiklum vínum og lengi vel urðu hvítvín að vera sæt. Það hefur breyst mikið en smekkiuinn á móti færst yfir í eikuð og exótísk nýja-heimsvín. I rauðum vínum vilja íslendingar margir hverj- ir „bragðmiki]“ vín og því kannski ekki að furða að Chateauneuf-de-Pa- pe-vín hafa notið mikilla vinsælda hér í gegnum árin. Rétt eins og í hvítvínum vilja íslendingar hins veg- ar vín sem em að sama skapi bragð- mikil og mjúk og er þar með líklega komin skýringin á hinum gífiirlegu vinsældum betri Rioja-vína og Ca- bemet Sauvignon-vína úr nýja heim- inum. Sýrumeiri hvítvín, t.d. frá Bo- urgogne og Sancerre, hafa átt erfið- ara með að hasla sér völl en þróun síðustu ára bendir þó til að það kunni að vera að breytast. Ef skilgreina á íslenska smekkinn verður því líklega að grípa til þess hugtaks sem nú er mikið notað yfir eldamennsku sem er sambland af austri og vestri: „fusion" eða sam- mna. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 43 9Sð/stk. Gullpálmi Fíkus Daníelle Fíkus Benjamini Drekatré Bergpálmi Ljón með gullið stýril Peugeot 206 sigraði alla kcppinauta sína í verði, útliti, aksturseiginlcikum, innra rými, vélarafli og öryggi og hlaut hin virtu verðlaun Cullna stýrið. PEUGEOT Opia laugardag kl. 13*17 og sunnudag kl. 13-16 6n 4 vejinutyi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.