Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 1
89. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blóðug árás í bandarískum framhaldsskóla Allt að 25 taldir hafa beðið bana Littleton. Reuters. TVEIR vopnaðir unglingar hófu í gær skothríð í skóla í Littleton, einu af úthverfum Denver-borgar í Colorado, og urðu allt að 23 að bana áður en þeir sviptu sig lífi, að sögn lögreglunnar í gærkvöldi. Átján nemendur særðust í árásinni, flestir þeirra alvarlega. Nemendur skólans hlupu skelfíngu lostnir út úr byggingunni þegar skothríðin hófst og rúmlega 200 lög- reglumenn voru sendir að skólan- um. Árásarmennirnir, báðir nemend- ur við skólann, fundust látnir á bókasafni skólans í gærkvöldi. Jeff Stone, lögreglustjóri Jefferson- sýslu, sagði að talið væri að allt að 25 manns hefðu látið lífið. „Þetta virðist hafa verið sjálfsmorðsárás,“ sagði hann. Sprengingar og eldar Nokkiár nemenda skólans sögðu að sprengjur hefðu einnig sprungið í skólanum og eldar blossað upp. Stone sagði að nokkrar sprengjur hefðu fundist í skólanum og ein á heimili annars árásarmannanna. Árásarmennimir voru með grím- ur fyrir andlitinu og klæddir svört- um rykfrökkum. Nokkrir nemendur við skólann sögðust hafa borið kennsl á annan árásarmannanna og sögðu hann vera i svokallaðri „ryk- frakkamafíu“, sem var lýst sem andfélagslegum hópi framhalds- skólanema sem klæðast svörtum rykfrökkum. Aðrir sögðu að árásar- mennirnir hefðu aðeins skotið á íþróttamenn og þeldökka nemend- ur. Mannskæðasta árás í bandarískum skóla Hafi 25 manns látið lífið er þetta mannskæðasta árásin sem gerð hef- ur verið í bandarískum skóla. Mannskæðasta árásin á síðustu ár- um var gerð í mars 1998 í Jones- boro í Arkansas þegai- tveir dreng- ir, 11 og 13 ára, urðu kennara og fjórum stúlkum að bana. Fyrir árás- ina í gær höfðu 14 manns beðið bana og rúmlega 40 særst í skotárásum í bandarískum skólum á einu og hálfu ári. Reuters NEMANDI við framhaldsskóla í Colorado í Bandaríkjunum með móð- ur sinni eftir að hafa sloppið úr skólanum þegar tveir vopnaðir ung- lingar hófu skothríð í byggingunni. Serbar hvattir til að friðmælast Belgrad. Reuters. ALEXEJ II, patríarki rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, fór til Belgrad í gær og for- dæmdi árásir Atlantshafs- bandalagsins á Júgóslavíu. Hann hvatti hins vegar Serba til að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að gera íbúum Kosovo kleift að snúa aftur til héraðsins. Rússneski patríarkinn flutti ávarp við messu í stærstu kirkju Belgrad og þúsundir Serba söfnuðust saman við kirkjuna til að biðja fyrir friði í Júgóslavíu. Patríarkinn fordæmdi árásir NATO en hvatti ennfremur Serba til að friðmælast við Kosovo-AIbana. Hann ræddi einnig við Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem sagði Rússa geta stuðlað að því að Atlantshafsbandalagið hætti árásunum á Júgóslavíu. NATO sagt lítið geta gert til að hiálpa íbúum Kosovo Kukes, Brussel, Belgrad, New York. Reuters. STARFSMENN hjálparstofnana sögðu í gær að ekki væri vitað um afdrif rúmlega 100.000 flótta- manna í Kosovo. Þegar síðast sást til flóttamann- anna voru þeir á leiðinni að landamærunum að Albaníu, en óttast er að serbneskar öryggissveitir hafi stöðvað þá og haldi þeim í herkví. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndi að Atl- antshafsbandalagið gæti lítið gert til að koma flóttafólkinu í Kosovo til hjálpar annað en að halda sprengjuárásunum á serbnesku öryggis- sveitirnar áfram. Mikil spenna var við landamæri Júgóslavíu að Albaníu og Króatíu í gær. Króatíska fréttastofan Hina skýrði frá því að allt að 300 júgóslavneskir hermenn hefðu farið inn á Prevlaka-skaga, hlut- laust svæði við landamæri Svartfjallalands og Króatíu, en það hefur verið undir eftirliti friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríki ör- yggisráðs SÞ báðu embættismenn samtakanna um að hefja strax rannsókn á málinu. Þá var skýrt frá því að komið hefði til skotbar- daga milli serbneskra og albanskra hermanna við landamæri Serbíu og Albaníu og voru það fyrstu átökin milli herja landanna frá því árásir NATO hófust. Dragisa Burzan, aðstoðarforsætisráðherra Svartfjallalands, sem er í júgóslavneska sam- bandsríkinu með Serbíu, sagði að júgóslavneskir hermenn hefðu drepið að minnsta kosti sex flótta- menn frá Kosovo í Svartfjallalandi og sært nokkra aðra. „Þetta er augljóslega stríðsglæpur, glæpur gegn mannkyninu,“ sagði Burzan. Um 850.000 manns á vergangi Talið er að alls séu um 850.000 íbúar Kosovo á vergangi í héraðinu. Flóttamenn sem komust til Albaníu, flestir þeirra fótgangandi, sögðust hafa séð um 100.000 flóttamenn á leiðinni að landa- mærunum í 30 km langri bílalest á laugardag. Um 100 flóttamenn fóru yfir landamærin á mánudag og sögðust ekkert hafa séð til flóttafólksins í bfla- lestinni. Þeir sögðu að aðalvegurinn milli Pristina, höfuðstaðar Kosovo, og landamæranna væri op- inn og starfsmenn hjálparstofnana töldu að serbneskar öryggissveitir hefðu knúið fólkið til að snúa við og héldu því í herkví. „Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir þetta fólk,“ sagði Kris Janowski, talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. „Við teljum að Serbar hafi þvingað fólkið af veginum með einhverjum hætti.“ Starfsmenn hjálparstofnana reyndu að telja 100.000 flóttamenn í albanska landamærabænum Kukes á að fara lengra inn í Albaníu til að rýma fyrir því fólki sem kann að flykkjast yfir landa- mærin á næstu dögum. Ogata óskar eftir meiri aðstoð Sadako Ogata, yfirmaður Flóttamannahjálpar SÞ, hvatti NATO-ríkin og önnur ríki til að efla hjálparstarfið í nágrannaríkjum Serbíu. „Við þurf- um meiri stuðning og við þurfum hann strax.“ Ogata fagnaði þeiiri ákvörðun stjómvalda í Makedóníu að heimila að ný móttökustöð fyrir flóttamenn yrði reist í landinu en bætti við að þörf væri á fleiri flóttamannabúðum í Albaníu og Makedóníu. Tony Blair viðurkenndi að NATO gæti lítið gert til að hjálpa flóttafólkinu í Kosovo annað en að halda árásunum áfram þar til Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, gæfi eftir. „Við höfum djúp- stæðar áhyggjur af fólkinu í Kosovo," sagði Blair. „Eina von þessa fólks er hins vegar að hemaðar- aðgerðir okkar takist sem skyldi." ■ Árás NATO/23-24 Reuters ALEXEJ II, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar (t.v.), Slobod- an Milosevic, forseti Júgóslavíu, og Pavle, patríarki serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar, ávarpa fréttamenn í Belgrad. Minni stuðningur við fullveldi í Færevjum Þdrshöfn. Morgunblaðiö. STUÐNINGUR færeyskra kjós- enda við að Færeyjar verði fullvalda ríki hefur stórum minnkað, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. I skoðanakönnuninni, sem gerð var á vegum dagblaðsins Dimma- lætting og færeyska útvarpsins, svarar nú rétt rúmlega helmingur aðspurðra því neitandi að þeim þyki rétt að Færeyjar verði fullvalda. Aðeins 35,8% svara spurningunni játandi. Tæp 14% sitja hjá. Könn- unin var gerð skriflega og bárust 1.755 svör og því teljast þessar nið- urstöður byggðar á traustum grunni. Þegar svipuð könnun var gerð í september sl. sögðust um 54% vilja fullveldi og 34% lýstu sig mótfallin því. Það sem hefur breytzt er að á þeim tíma sem liðinn er frá könnun- inni sl. haust hefur komið fram til- laga á Lögþinginu um sjálfstjórn, sem gengur ekki eins langt í fullveld- isátt og tillaga landstjórnarinnar. I könnuninni lýsa 32% sig fylgjandi þeirri tillögu. Jóannes Eidesgaard, formaður Javnaðarflokksins, sem er í stjórnarandstöðu og stendur að sjálfstjórnai-tillögunni, túlkar niður- stöðuna þannig að kjósendur hafi snúið baki við fullveldishugmyndum landstjórnarinnar. Högni Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í land- stjórninni, leggur hins vegar þann skilning í niðurstöðurnai', að í raun styðji um 70% sjálfstæði, þ.e. þegar saman eru taldir þeir sem styðja fullveldið fullum fetum og svo þeir sem lýsa sig fylgjandi sjálfstjórnar- tillögunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.