Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mæðgur hlupu allslausar út úr brennandi húsi í Stykkishólmi Sprenging skellti útihurðinni og þriggja ára dóttir varð eftir inni Morgunblaðið/Sverrir DÆTUR Kristínar, Guðlaug Erna fjórtán ára, Áróra Ingibjörg eins árs og Högna Ósk voru fjörmiklar í gær og ánægðar með að tekist hafði að bjarga lífi liundsins Pedrós sem Guðlaug Erna fékk í fermingjargjöf. STARFSMAÐUR tryggingafélags skoðar ónýtar myndbandsspólur sem urðu eldinum að bráð. „ÉG náði ekki að hugsa mig um heldur greip stelpumar og hljóp fram. Þá sá ég að allt var svart af reyk í stofunni. Ég hljóp áfram með minni stelpuna í fanginu og leiddi þá stærri og hljóp að úti- hurðinni," segir Kristín Högna- dóttir, íbúi á Aðalgötu 17 í Stykk- ishólmi, sem var inni í svefnher- bergi að kiæða eins og þriggja ára dætur sínar þegar hún varð vör við reyk í húsinu. „Heimiiishundurinn Pedró var eitthvað órólegur frammi á gangi og ég athugaði hvað var að. Þá sá ég reykinn koma inn ganginn. Við hlupum út á náttfótum og inni- skóm. Þegar ég var komin út fyr- ir útidyrnar skelltist hurðin í lás á eftir mér og eldri stelpan varð eftir fyrir innan hana. Mér var sagt að líklega hefði orðið spreng- ing í eldhúsinu og hún skellt úti- hurðinni en hurðin er vanalega mjög stíf og skellist alls ekki af sjálfu sér,“ segir Kristín. Sparkaði í glerið og braut það „Dóttir mín var inni í brennandi húsinu svo fyrstu viðbrögð hjá mér vom að sparka í glerið við hliðina á hurðinni og ég braut það með fætinum,“ segir Kristín og bendir á fótinn þar sem húðflipi fór úr ilinni við sparkið. „I þeirri svipan komu Heimir Kúld og Kristján Kristjáns- son hlaupandi, Heimir teygði sig innfyrir og opnaði hurðina og Kri- siján kippti stelpunni út.“ Guðlaug Ema, elsta dóttir Krist- ínar, var farin í skólaim þegai- Kristín uppgötvaði eldinn á níunda tímanum á mánudagsmorgun. Saman stóðu mæðgurnar, Aróra Ingibjörg eins árs, Högna Ósk þriggja ára og Kristín, fyrir fram- an húsið og horfðu á það brenna. Kristín vildi fara strax af vett- vangi og var keyrð á heimili vin- konu sinnar þar sem hún og stelp- urnar þrjár halda til nú. Hundurinn Pedró gerði vart við eldinn Ekki má gleyma hundinum Pedró sem gerði vart við eldinn. Hann hljóp inn í barnaherbergi þegar þær fóra út. Reykkafari slökkviliðsins, sem reyndist vera Högni, bróðir Kristínar, fann FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði hald á um það bil 100 grömm af hassi, 10 grömm af kókaíni og 20 grömm af amfetamíni, auk 4 gi-amma af efedríni og stera í leit í nokkrum húsum í borginni í fyrrakvöld. Jafnframt var lagt hald á muni sem stolið hafði verið í innbrotum. Við húsleitir þessar hafði lögreglan afskipti af 14 aðilum á ýmsum aldri. Á nokkrum stöðum fundust vopn, svo sem sverð og hnífar. Omar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagði að af við- ræðum við yngstu neytendurna væri ljóst að Jjeim væri komið á Pedró síðar meðvitundarlausan undir barnarúminu. Högni fór strax með hann út f sjúkrabíl þar sem honum var gefið súrefni. Pedró er enn eftir sig eftir at- bragðið og seld fíkniefni með loforði um að þau leystu hvern vanda. Þá væri greinilegt að þetta unga fólk, sem virtist hvað veikast fyrir, hefði hlustað á og tekið mið af umræð- unni hér á landi um „frelsi“ í fíkni- efnaviðskiptum. Lögreglan hefur að undanförnu burðinn, hann skelfur og er slapp- ur. Ekkeri amar hins vegar að mæðgunum nema fótur Kristínar er bólginn undir ilinni. Kristín var enn að átta sig á verið með hertar aðgerðir gagn- vart fíkniefnabrotum í borginni. Að sögn Ómars Smára hefur hún m.a. lagt áherslu á mikilvægi þess að rekja vísbendingar, safna upplýs- ingum og láta til skarar skríða gagnvart dreifendum og neytend- um fíkniefna. aðstæðum þegar blaðamenn Morgunblaðsins spjölluðu við hana í gær. Hún hefur ekki treyst sér til þess að fara að hús- inu, sem er mikið skennnt eftir eld, reyk og vatn. Kristín rak söluturn, myndbandaleigu og ljósritunarþjónustu í húsinu og hefur því einnig misst atvinnu sína. Sá hluti hússins er mikið skemmdur og svo er einnig með stofuna og eidhúsið, en svefnher- bergi sluppu að mestu óskemmd. Kristín veit ekki hve mikið tjónið er en starfsinenn tryggingafé- Iags unnu við mat á því í gær. Kristín hafði ekki fengið upplýs- ingar um niðurstöðu rannsóknar um upptök eldsins í gær. Rauði kross Stykkishólms og íbúar bæjarins bragðust vel við og hófu söfnun á klæðnaði fyrir mæðgurnar, en þær höfðu hlaupið út allslausar. I gær hafði þeim borist mikið af klæðnaði og voru að jafna sig á heimili vinafólks í Stykkishólmi. Lögreglan segir magn fikniefna í umferð hafa aukist Ómar Smári sagði að magn fíkni- efna í umferð hefði aukist og hefur lögreglan lagt áherslu á að fá tæki- færi og aðstöðu til að bregðast við því svo sem tilefni er til. „Lögreglan telur að mikilvægt sé að bregðast við hinni neikvæðu þró- un, því Ijóst er að þeir sem ánetjast eiga erfítt með að komast úr viðjum vímuefnanna, bæði vegna áhrifa og afleiðinga efnanna svo og þrýstings þeirra, sem telja sig geta grætt á neyð og eymd neytendanna," sagði Ómar Smári. Þróunarsjóður EFTA/EES Arlegt^ framlag fs- lands 90-100 milljónir SAMKOMULAG hefur náðst um að framlag íslands, Noregs og Li- echtenstein í Þróunarsjóð EFTA/EES fyrir fátækustu ríki Evrópusambandsins verði rúmlega 119 milljónir evra á næstu fimm ár- um og er reiknað með að þar af verði hlutur íslands á bilinu 90-100 milljónh’ króna á ári eða 4,5-5% af heildarupphæðinni. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra gi’eindi frá þessu á ríkis- stjómarfundi í gær og lagði til að gert yrði ráð fyrir 100 millj. kr. framlagi vegna Þróunarsjóðsins í fjáraukalögum yfirstandandi árs og sömu fjárhæð í fjárlögum ársins 2000. Aðildarríki EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins féllust íýrir nokkru á að halda áfram í fímm ár í viðbót að greiða í Þróunarsjóðinn. Hlutur Islands af upphæðinni sem rennur í sjóðinn ræðst af þjóðar- framleiðslu og getur því verið breytilegur. Framlag íslands á síð- asta ári nam rúmlega 103 milljónum kr. --------------- Eldur í bílum á bflasölu TVÆR bifreiðir eyðilögðust í eldi á plani Bílasölunnar Evrópu í Faxa- feni síðdegis í gær. Þá skemmdust þrjár nálægar bifreiðir. Slökkviliði Reykjavíkur gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem mun hafa komið upp í vélarhúsi einnar bifreiðarinnar, en þar sem mikill hiti mjmdaðist við bálið og þar sem bifreiðirnar stóðu þétt á planinu varð tjónið meira en ella hefði orðið. Eldsupptök eru óljós en lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. ------♦-♦-♦---- Slasaðist við innbrot UNGUR, ölvaður maður, sem brot- ist hafði inn í húsnæði Trygginga- stofnunar ríkisins við Laugaveg í gærkvöldi, féll í götuna af vinnupöll- um við aðra hæð hússins og slasað- ist. Maðurinn hafði komist inn í hús- ið, sennilega inn um glugga af vinnupöllunum. Iðnaðarmenn sem voru þar að störfum urðu hans varir og hann flúði þá út um glugga á annarri hæð aftur út á vinnupallana. Að sögn lögreglu datt maðurinn nið- ur og slasaðist, stóð upp og gekk nokkurn spöl en lagðist síðan aftur fyrir og sofnaði enda var hann mjög ölvaður. I fýrstu var talið að maðurinn hefði slasast alvarlega, en við rann- sókn á slysadeild kom í ljós að svo var ekki. Lögreglan gerir fíkniefni upptæk Sérblöð í dag ® SjEHIÍi...... Á MIÐVIKUUDÖGUM AUGLÝSING Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá BYKO, „sumar- blað Byko“. SfejWt FH-ingar skelltu Aftureldingu í Kapiakrika / B2 £i 3k> U Keflavík og Njarðvík mætast í hreinum úrslitaleik / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.