Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - Ráðherrar iðrast gjörða sinna EINS og lands- mönnum ætti nú að vera kunnugt þá hef- ur ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og F ramsóknarflokks haft rúmlega 2 milij- arða af bamafólki á kjörtímabilinu með þvf að tekjutengja bamabætur að fuUu. SVONA, svona labbakúturinn minn, ég skal lofa því að þú skalt ekki verða með rauðan bossa næsta kjörtímabil. Tvöföldun Hringvegar frá Nesvegi til Víkurvegar Háfell og Eykt með lægsta tilboðið NÝLEGA voru opnuð tilboð í tvö- fóldun Hringvegar frá Nesbraut norður fyrir Víkurveg ásamt bygg- ingu undirganga. Alls bárust níu til- boð og stóð valið milli þess að mal- bika eða steypa slitlag Hringvegar- ins. Tvö lægstu tilboðin hljóða upp á malbikun vegarins, það lægsta kem- ur frá Háfelli ehf. og Eykt ehf. í Reykjavík að upphæð 207.000.000 króna. Völur hf. í Reykjavik á næst- lægsta tilboðið og hljóðar það upp á 214.894.290 kr. Lægsta tilboðið í steypt slitlag vegarins kemur frá ísafli að upphæð 238.711.000 kr. Malbik ódýrara en steypt slitlag Sigursteinn Hjartarson, umdæm- istæknifræðingur hjá Vegagerðinni, segir að tilboðin verði nú skoðið nán- ar og metinn munur á steyptu slit- lagi og malbikuðu. „Of snemmt er að fullyrða hvort verður ofan á, en að svo komnu máli tel ég líklegra að malbikun verði fyrir valinu þar sem töluverðu munar í verði.“ Byggingafyrirtækin Háfell ehf. og Eykt ehf. í Reykjavík hafa áður unn- ið stór verk fyrir Vegagerðina til að mynda við Suðurlandsveg og Gullin- brú. Fyrsta áfanga lýkur í júlí Verkið verður unnið í þremur áföngum en um er að ræða 1.400 metra langan kafla Hringvegarins og breikkun hans í fjórar akreinar. I fyrsta áfanga sem áætlað er að ljúka fyrir 26. júlí verður unnið að nýjum gatnamótum við Víkurveg auk þess sem Hringvegurinn verður tvöfaldaður á 750 metra kafla. I öðrum áfanga verða gerð undir- göng við Grafarholt en áætlað er að ljúka þeim framkvæmdum fyrir 10. september en verkinu öllu fyrir 15. júní árið 2000. Fjárveiting til framkvæmdanna nemur alls um 330 milljónum kr. ---------------- Nýr fram- kvæmda- stjóri Neyðar- línunnar PÓRHALLUR Ólafsson, aðstoðar- maður Þorsteins Pálssonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðar- línunnar. Ellefu sóttu um starfíð, að sögn Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem er stjórn- arformaður Neyðarlínunnar. Eiríkur Þorbjörnsson var fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar en lét af störfum fyrir nokkrum vik- um, að sögn Haraldar. Bergsveinn Alfonsson hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra síðan. Þórhallur tekur við nýja starfínu 1. maí. Skólastjóri ráðinn að Korpuskóla BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur um að mæla með ráðningu Svanhild- ar M. Ólafsdóttur í stöðu skólastjóra Korpuskóla. Stjórn fræðsluráðs sam- þykkti samhljóða að mæla með ráðningu Svanhildar. fást í sportvöruverslunum um allt land eqaeaAe. DREIFINGARAÐIU Í.GUÐMUNDSSONehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Handverk og ferðaþjónusta Fj ölbreytileiki einkennir ís- lenskt handverk Guðrún Hannele Henttinen HANDVERK og ferðaþjónusta er yfirskriftin á sýn- ingu sem hefst á morgun, 22. apríl og stendur fram til 25. apríl. Sýningin verð- ur í Laugardalshöll og Guðrún Hannele Henttinen er í sýningar- stjórn. „Sýningin er samstarfs- verkefni Handsverks & hönnunar og Ferðaþjón- ustu Akureyrar. Hand- verk & hönnun er verkefni sem er rekið af opinberum aðilum til að vinna að framförum í handverki á Islandi. Sýningin í Laugardals- höllinni er eitt af okkar stóru verkefnum. Hún á að gefa almenningi kost á að sjá hvað er að gerast hjá íslensku handverksfólki og þá á handverksfólk líka að fá tæki- færi til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri.“ Guðrún segir að þetta sé önnur handverkssýningin sem staðið sé íyrir í Laugardalshöll í Reykja- vík og hún segir það yfirlýst markmið að stefna að því að þessi sýning verði árviss viðburður og endurspegli það sem ber hæst á hverjum tíma í íslensku hand- verki. - Hvað er mest áberandi á sýningunni nú í ár? „Það má segja að fjölbreyti- leiki einkenni íslenskt handverk í dag og fólk er að vinna með margskonar efnivið. Ýmsir eru að vinna með íslenska ull, horn, bein, skinn og tré og hinsvegar eru aðrir sem velja nýstárlegri efni eins og smíðajárn og roðskinn. Guðrún segir að fata- og skart- gripahönnun sé hluti af íslensku handverki og á því sviði sé margt spennandi að gerast. Þá bendir hún á að íslensk hönnun sé mjög framsækin og meðal sýningar- gripa séu margir mjög nýstárleg- ir nytjahlutir. Á þessa sýningu höfum við boðið nokkrum erlend- um gestum og sýnt verður hand- verk frá Danmörku og Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi." -Hversu margir sýna hand- verk að þessu sinni? „Það eru um 140 aðilar sem taka þátt í sýningunni í Laugar- dalshöll sem er líka sölusýning. Þetta eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem koma víða að af landinu. Stór bás verður merktur Reykjavíkurborg og þar verður sýnt úrval af listhandverki úr Reykjavík. Þá er stór hópur úr Mosfellsbæ og annar af Reykja- nesi og margir af Norðurlandi og fleiri stöðum á landinu." Guðríin segir að bi-yddað sé upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vinnusýningar þar sem sýnd verða gömul og ný vinnubrögð. „Þá verður barnasmiðja í and- dyrinu og munu þrír hand- menntakennarar sjá um hana. Þar verður börnum gefinn kostur á að taka þátt í að skapa sjálf í höndunum og lögð áhersla á textíl. Þau fá að kynnast íslenskri ullarvinnu, mega taka þátt í að sauma út refil og prjóna Lagar- fliótsorminn svo dæmi séu tek- in.“ -Hvernig tengist ferðaþjón- usta sýningunni? ► Guðrún Hannele Henttinen er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1985. Guðrún nam kennslufræði textflmennta við Háskólann í Helsinki og lauk námi 1 út- flutnings- og markaðsfræði frá endurmenntunardeild Háskóla íslands árið 1997. Hún hefur starfað sem verkefnisstjóri Hönnunar & handverks frá ár- inu 1994. Hún er auk þess í meistara- námi í uppeldis og menntunar- fræði við Háskóla Islands. Eiginmaður hennar er Karl Alvarsson, flugumferðarstjóri og lögfræðingur, og eiga þau Qögur börn. „Sýningin er samstarfsverk- efni Ferðaþjónustu Akureyrar og Handverks & hönnunar. Okkur hefur fundist þessar tvær at- vinnugreinar eiga samleið og þær skarast með ýmsum hætti, sérstaklega úti á landi. Á sýningunni í Laugardalshöll er nokkuð um að þátttakendur utan af landi taki sig saman og sýni. Þeirra á meðal er þá einnig ferðamálafulltrúi viðkomandi svæðis og síðan handverkshóp- ur.“ Guðrún segir að sem dæmi um samvinnu af þessu tagi megi nefna að í Skagafirði var sérstakt hús byggt í þessum tilgangi, Handverkshús og Upplýsinga- miðstöð ferðamála undir sama þaki. „Innlendir og erlendir ferða- menn sem leita sér upplýsinga um dægradvöl frá upplýsingamiðstöð svæðis eru oft einnig að leita að minjagrip- um frá staðnum." - Hvert er mark- miðið með að halda sýningu sem þessa? „Markmiðið er fyrst og fremst að endurspegla það besta í ís- lensku handverki á hverjum tíma. Við viljum efla gæði hand- bragðs á íslandi og það er okkar von að sýningin þróist út í að vera sýning á úrvals list- og gæðahandverki á Islandi." - Var sýningin í fyrra vel sótt? „Það er óhætt að segja það þvi þá sóttu um 14.000 manns sýn- inguna heim. Við viljum þvi ein- dregið hvetja gesti til að koma snemma og dreifa þannig álaginu yfir daginn.“ Margir ný- stárlegir nytjahlutir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.