Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra segir að
landhernaður í Serbíu myndi kosta mörg mannslíf
Ottast að reynt verði að
blanda Ungverjum í átökin
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagði á stjómmála-
fundi sem Framsóknarflokkurinn
hélt í Reykjavík í gær að meðal
þess sem NATO óttaðist í sam-
bandi við átökin í Kosavo værí að
Milosevic, leiðtogi Serbíu, reyndi
að blanda Ungverjalandi í átökin
með því að reka um 300 þúsund
íbúa Serbíu af ungverskum upp-
runa frá heimilum sínum og til
Ungverjalands.
Halldór fer til Washington í
dag á fund sem haldinn er í tilefni
50 ára afmælis Serbíu. Hann
sagði að ákveðið hefði verið að
kasta hátíðarbúningi þessa fund-
ar og stór hluti hans færi í að
ræða þá alvarlegu atburði sem nú
eiga sér stað í Kosovo.
Halldór var spurður hvemig
það væri fyrir hann persónulega
að taka þátt í ákvörðun um að
varpa sprengjum á Júgóslavíu.
Hann sagði að það væri vissulega
erfitt, en hann sagðist gera sér
grein fyrir því að hann yrði að
taka afstöðu. Að taka ekki af-
stöðu fæli í sér afstöðu í sjálfu
sér. A þetta hefði utanríkisráð-
herra Þýskalands lagt áherslu, en
hann hefði setið undir harðri
gagnrýni frá eigin flokksmönnum
í flokki Græningja vegna þessa
máls.
„Við munum að þegar Hitler
var að hefja útrýmingarherferð
sína gegn gyðingum kusu sum af
þeim ríkjum sem nú eru í NATO
að loka augunum. Við verðum því
að taka afstöðu með mannrétt-
indum og með lýðræði og með
frelsinu.
Eg hef komið tvisvar til Bosníu
sem er mikil lífsreynsla. Að sjá
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ stjórnmálafundi Framsóknarflokksins í Iðnó í gær.
kirkjur sem
hafa verið eyði-
lagðar og
moskur sem
hafa verið
brenndai' til
granna; að sjá
staði þar sem
konum hefur
verið safnað
saman til að
nauðga þeim og
staði þar sem
karlmönnum hefur verið safnað
saman til að pynta þá er ótrúlegt.
Eg óttast að svipaðir hlutir séu
nú að gerast í Kosovo og við get-
um ekki setið hjá,“ sagði Halldór.
Aðspurður sagðist Halldór
telja að á einhverju stigi þessara
átaka yrði alþjóðlegt lið að fara
inn í Kosovo.
Það væri hins
vegar mat
NATO að á
þessu stigi
myndi land-
hemaður kalla
á gífurlegar
blóðsúthelling-
ar hjá báðum
aðilum og þess
vegna hefði
verið lögð
áhersla á að lama eins og hægt
væri hernaðarmátt Serba.
Atvinnumálin mikilvæg þó
áhugi á þeim sé minni núna
A fundinum var Halldór spurð-
ur út í stóriðjustefnu flokksins.
Hann sagði að þessi kosninga-
barátta væri ólík síðustu kosn-
ingabaráttu að því leyti að nú
væri ekki sami áhugi á atvinnu-
málurn og þá enda hefði tekist að
eyða að mestu atvinnuleysi og út-
lit væri fyrir að á síðustu 5 árum
þessarar aldar yrðu til 13-14.000
störf, en Framsóknarflokkurinn
lofaði 12.000 nýjum störfum í síð-
ustu kosningum.
Hann sagði að Finnur Ingólfs-
son iðnaðarráðherra hefði staðið
sig vel í þessum málum. AJlir iðn-
aðarráðherrar á síðustu áratug-
um hefðu unnið að því að fá ný
stóriðjufyrirtæki til landsins.
Hjörleifur Guttormsson hefði
unnið að því að koma á kísil-
málmiðju á Reyðarfirði. Það
hefði ekki gengið eftir og Sverrir
Hermannsson hefði tekið við
þessari vinnu án þess að ná ár-
angri.
„Sverrir hét því að éta gler-
augun sín ef kísilmálmbræðsla
yrði ekki reist á Reyðai-fírði. Mér
vitanlega hafa þau gleraugu ekki
enn verið étin. Sverrir er núna
kominn í framboð með gleraugun
á nefinu.“
Halldór sagði að í tíð Finns
hefði hins vegar tekist að semja
um stækkun álversins í Straums-
vík, byggingu álvers á Grandar-
tanga og stækkun Járnblendi-
verksmiðjunnar á Grandartanga.
Ahugi kjósenda á atvinnumálum
og fjölbreyttara atvinnulífí ætti
eftir að aukast aftur þegar þensl-
an í atvinnulífínu minnkaði og
það væri mikilvægt að stjórn-
málamenn héldu áfram að vinna
að atvinnumálum þó áhugi kjós-
enda á þessum málum breyttist
frá einu ári til annars.
DAGBOK
Félag ungs
Samfylkingarfólks
Stofnfundur
á Suðurlandi
• Stofnfundur Félags ungs Sam-
fylkingarfólks á Suðurlandi verður
haldinn í dag, miðvikudaginn 21.
apríl. Fundurinn verður haidinn kl.
18 á HIVI kaffi á Selfossi.
í fréttatilkynningu segir að ung-
liðar allstaðar að af landinu mæti
á fundinn, Vakningarfólk á Norður-
landi vestra fjölmenni og hópferð
verði úr Reykjavík.
Margrét Frímannsdóttir og Lúð-
vík Bergvinsson ávarpa fundinn,
Össur Skarphéðinsson og Vilhjálm-
ur H. Vilhjálmsson fara á kostum
og ýmislegt fleira verður til
skemmtunar, segir í tilkynning-
unni. Um kvöldið býður Samfylking-
in ungu fólki upp í dans á Inghóli
þar sem hljómsveitin Á móti sól
leikur fyrir dansi og Sveinn Waage
skemmtir.
Sumarkaffi
Samfylkingar
í Hafnarfirði
• Samfylkingin í Hafnarfirði býður í
sumarkaffi á sumardaginn fyrsta á
kosningaskrifstofunni í Alþýðuhús-
inu.
Frambjóðendur líta við og eru
allir velkomnir. Kosningaskrifstof-
an í Alþýðuhúsinu er opin alla
daga frá kl. 10-22 og i Skálanum
er opið kl. 14-22.
Sighvatur á
Reykhólum
• Sighvatur Björgvinsson, efsti
maður á lista Samfylkingarinnar í
Vestfjarðakjördæmi, mun ásamt
Jónu Valgerði Kristjánsdóttur fara
yfir stefnumál Samfylkingarinnar í
félagsheimilinu Reykhólum kl. 21 í
kvöld, miðvikudagskvöld. Auk
þess munu þau svara fyrirspurnum.
Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu
Kappræðufundur um
fiskveiðistj órnun
ÁHUGAHÓPUR um auðlindir í al-
mannaþágu gengst fyrir kapp-
ræðufundi um fiskveiðistjómun í
sal 3 í Háskólabíói í kvöld kl. 20.30.
Fulltrúar þeirra stjómmálaflokka
og samtaka sem bjóða fram til Al-
þingis í vor hafa verið boðaðir á
fundinn og greina frá afstöðu sinna
stjórnmálaafla til breytinga á nú-
verandi fískveiðistjórnunarkeríí,
að sögn Dagfínns Sveinbjömsson-
ar, sem starfað hefur fyrir Áhuga-
hóginn.
Ágúst Einarsson verður fulltrái
Samfylkingarinnar, Magnús Stef-
ánsson fulltrúi Framsóknarflokks-
ins, Steingrímur J. Sigfússon full-
trái Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs, Óskar Þór Hall-
dórsson fulltrái Frjálslynda flokks-
ins og Vilhjálmur Egilsson fulltrái
Sjálfstæðisflokksins.
Að lokinni stuttri kynningu
hvers frambjóðanda mun hann
sitja fyrir svöram, en formlegar
fyrirspumir verða á hendi Þor-
steins Vilhjálmssonar, fulltráa
Áhugahópsins, Eddu Rósar Karls-
dóttur, hagfræðings Alþýðusam-
bands Islands, Haraldar Sumar-
liðasonar, formanns Samtaka iðn-
aðarins, og Sævars Gunnarssonar,
formanns Sjómannasambands Is-
lands. Einnig verða leyfðar spurn-
Þessu mikla
máli má ekki
drepa á dreif
ingar úr sal. Fundarstjóri verður
Margrét S. Björnsdóttir.
„Segja má að tilgangur og mark-
mið fundarins séu nákvæmlega þau
sömu og tilgangur og markmið
Áhugahópsins," segir Dagfinnur
aðspurður í samtali við Morgun-
blaðið. „Mönnum fannst illt að sitja
undir því að andstæðingar breyt-
inga kæmust einlægt upp með það
að drepa þessu mikla máli á dreif
með yfirborðskenndu stagli, til
dæmis með vísan til þess að engar
tillögur hafi komið fram og að
menn hafi enga hugmynd um
hvemig breytingum gæti verið
háttað."
En hefur áhugahópurinn trá á
því að fundurinn og umræðuefnið
veki áhuga almennings? „í fyrsta
lagi era kappræðufundir nær út-
dauðir á íslandi svo að fundarform-
ið ætti að vekja áhuga einhverra,“
segir Dagfinnur og heldur áfram:
„En ef umræðuefnið vekur ekki
áhuga almennings þá er eitthvað
mjög mikið að. Eg segi þetta vegna
þess að þetta snýst á endanum um
það að bæta kjör almennings í
þessu landi. Það er raunalegt að
ýmsir hafa lagt sig fram um það að
spilla umræðu um þetta mál og
drepa henni á dreif. Kjarni málsins
er vitanlega sá að íslenska þjóðin
hefur verið svikin. Þetta er afar
einfalt mál sem ætti að vera hverju
mannsbarni auðskilið.“
Skömmtun aldrei hagkvæm
Dagfinnur telur höfuðmeinsemd
núverandi fiskveiðistjómunarkerfis
þá að markaðslögmálum sé ekki
ætlað það hlutverk sem vera ber í
nútímalegu lýðræðisþjóðfélagi.
„Meginregla markaðsbúskapar er
sú að verð skuli ráða notkun fram-
leiðsluafla. Og meðan svo er ekki þá
næst ekki fram hámarkshag-
kvæmni. Skömmtun er aldrei hag-
kvæm. Allur atvinnurekstur, einnig
sjávarátvegur, á að vera í höndum
þeirra sem hagnýta framleiðsluöfl-
in best. Það verður ekki tryggt,
nema á það sé látið reyna hverjir
séu reiðubúnir til þess að greiða
hæst verð fyrir framleiðsluöflin,
þ.e. fyrir aflaheimildir. Stefnan sem
áhugahópurinn hefur sett fram
helgast af þessu einfalda atriði.
Eins og sakir standa er það svo
að árlega eru milljarðar króna af
Morgunblaðið/Golli
DAGFINNUR Sveinbjörnsson starfar á vegum áhugahóps um auðlind-
ir í almannaþágu sem gengst fyrir kappræðufundi um fiskveiði-
stjórnun í kvöld.
sameign þjóðarinnar gefnir fá-
mennum hópi manna. Þessi verð-
mæti era þannig til komin að lög-
gjafarsamkoman hefur skapað ein-
okunaraðstöðu fyrir takmarkaðan
veiðiílota. Hlutur kvótans í afla-
verðmætinu er hreinn einokunar-
gróði, skapaður af ríkisvaldinu. Og
þessi gróði rennur íyrst og fremst
til þeirra fáu sem nýta ókeypis tak-
markaðan veiðirétt innan fiskveiði-
lögsögunnar."
Dagfinnur segir ennfremur að
fulltráar þjóðarinnar hafi því
bragðist siðferðisskyldum sínum
við íslenskt samfélag. „Ollum rétt-
sýnum mönnum er ljóst að núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur
stuðlað að hróplegu þjóðfélags-
ranglæti. Forvígismenn stjórnar-
flokkanna, sem alltaf hafa talað
eins og kvótaeigendur, hafa nú við-
urkennt þetta og boða sátt. Þar
með hafa þeir í raun og veru viður-
kennt að sú stefna sem þeir hafa
fylgt fram að þessu hafi verið
ótæk. En þeir eru ekki nægilega
hugaðir til þess að standa á henni í
kosningabaráttu. Og það sem
meira er; það er fullkomlega óljóst
í hverju þessi sátt skal felast eða
hvort þeir meini yfirleitt eitthvað
með þessum fögra fyrirheitum. En
það er kannski ekki von. Kosninga-
barátta á Islandi er keppni í því að
komast sem best frá því að segja
sem minnst. Markmiðið er hins
vegar að spoma við þessu. Stjóm-
málamenn munu knúðir til þess að
segja hreint út hvað þeir meina.
Almenningur hlýtur að vilja svör
við því hverju þeir vilja breyta og í
hverju þessi sátt eigi að felast,“
segir hann að síðustu.