Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rikisstjórnin heimilar stofnun matvælaseturs við Háskólann á Akureyri Styrkir kennslu og eflir rann- sóknarstarf M I I I 1 , i U...I ey tn itr r i3urtrrrtrr tJ;T rRiatnfl X=DIl rffflnnffl t byggð á ■amkoppnltgögnum MATVÆLASETUR Háskölans á Akureyri verður í framtíðinni í rannsóknarhúsi þess sem væntanlega verður tilbúið árið 2001, en hér má sjá teikningu af húsinu. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu starfs- hóps sem sjávarútvegsráðherra skipaði í lok síðasta árs um að stofna matvælasetur í tengslum við Háskólann á Akureyri. Starfshópurinn gerði tillögu um að stofnað verði rekstrarfé- lag, Matvælasetur Háskólans á Akureyri, um starfsemi þeirra rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna sem staðsettar eru á Akur- eyri, en það eru Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun Islands en þessar stofnanir auk Háskólans á Akureyri verða aðilar að mat- vælasetrinu. Öðram stofnunum, fyrirtækjum og eða samtökum þeiraa verður einnig gefínn kost- ur á að vera með í stofnun rek- starfélagsins samkvæmt ákvörð- un stjórnar félagsins á hverjum tíma. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði að búið væri að tryggja 10 milljóna króna fjárveitingu til matvæla- setursins á þessu ári og 15 millj- ónir á því næsta, en þeir pening- ar myndu duga til kaupa á stofn- búnaði og breytingum á húsnæði auk launa framkvæmdastjóra . Aætlanir gera ráð fyrir að 10 til 15 sérfræðingar muni starfa við matvælasetrið. Þorsteinn sagði að gert væri ráð fyrir að starfsemin yrði komin í fullan gang í byrjun næsta árs, en í upphafi verður setrið til húsa við Glerárgötu 36. Þegar rannsókn- arhús Háskólans á Akureyri verður tilbúið árið 2001 verður stai'fsemin flutt þangað. Eflir rannsóknarstarf í matvælaiðnaði Rektor sagði markmiðið með stofnun matvælasetursins að styrkja kennslu við Háskólann á Akureyri, að efla rannsóknar- starf í matvælagreinum á svæð- inu og að stuðla að tækniyfir- færslu milli matvælagreina. Uppbygging matvælasetursins myndi bæta mjög starfsumhverfi rannsóknarfólks. Þá nefndi Þor- steinn að umhverfismál yi’ðu æ mikilvægari í íslenskum mat- vælaiðnaði og gæti matvælasetr- ið orðið í fararbroddi á þeim vettvangi. Loks nefndi rektor að stefna háskólans væri að efla nám og rannsóknir á sviði mark- aðsmála, einkum á sviði mark- aðssetningar sjávarafurða og mun matvælasetrið styrkja þann þátt í starfsemi háskólans. „Stofnun matvælasetursins er jákvætt skref í uppbyggingu há- skólans og starfsemi rannsókn- arstofnana atvinnuveganna hér en ekki síst mun setrið hafa já- kvæð áhrif á fyrirtæki og starfs- fólk í matvælaiðnaði," sagði Þor- steinn. „Eg er þess fullviss að stofnun matvælasetursins mun efla mjög nýsköpun í matvæla- fyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæð- inu og um allt land. Þá trái ég því að matvælasetrið muni taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og leggja þannig sitt af mörkum til að efla matvælaiðnaðinn bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi." Skrúðganga og skáta- messa SKATAR á Akureyri munu að venju ganga fylktu liði og fagna sumri með skrúðgöngu og skátamessu á morg- un, sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni verður gengið til Glerárkirkju frá verslunarmiðstöð- inni Sunnuhlíð. Lagt verður af stað kl. 10.30, en messan hefst kl. 11. Að messu lokinni býður skátafélagið kn-kjugestum upp á súpu og brauð í safnaðarsal kirkjunnar. Kirkjustarf LAUGALANDSPRESTAKALL: Á morgun, sumardaginn íyrsta, verður fenningarguðsþjónusta í Hólakirkju og hefst athöfnin kl. 11. Fermd verða Haraldur Þór Óskarsson, Grænuhlíð og Helga Ösp Jónsdóttir, Skarðshlíð 16d, Akureyri. Tónlist á Græna hattinum HLJÓMSVEITIN ÍRÍS, írsk-ís- lensk, leikur á veitingastaðnum Græna hattinum í kvöld, miðviku- dagskvöld, en í henni er m.a. Eist- lendingurinn Velmai- Válljáots, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjadal. Lúðrasveit Akureyrar blæs inn sumarið í kaffitímanum á morgun, sumardaginn fyi-sta. Um helgina leikur hljómsveitin Mannakorn. Sjávarútvegss|óSur Islands AÐALFUNDUR 1999 Aðalfundur Sjávarútvegssjóðs íslands hf. verður haldinn á Foss-Hótel KEA miðvikudaginn 28. apríl nk. og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 11. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin. Ársreíkningur, tillögur og endanleg dagskrá mun liggja frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. frá og með 21. aprfl nœstkomandi. Stjórn Sjávarútvegssjóðs íslands hf. ST J ÓRNARKJ ÖR Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjómarsæti varðandi kjör stjómar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 1999/2000 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.* Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varafor- manni, ritara og gjaldkera ásamt 65 manns í tránaðarráð, tveimur skoðunarmönnum og einum til vara eða tillögur um menn í eitt- hvert, einhver eða öll stjómarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 full- gildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 28. apríl 1999. Akureyri 19. apríl 1999. Stjórnir Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju félags verksmiðjufólks. * Samkvæmt lögum hins sameinaða félags. Skuldir KEA verða lækkaðar um þrjá milljarða á árinu Sameining þriggja afurða- stöðva mun skila hagnaði SKULDIR Kaupfélags Eyfirðinga hafa lækkað um tæpa tvo milljarða króna frá síðustu áramótum. Fyrst og fremst hefur tekist að lækka skuldir félagsins með eignasölu og þá aðallega með því að selja hluta af starfsemi Snæfells í Dalvíkur- byggð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, foiTnaður stjórnar KEA, sagði að stefnt væri að því að lækka skuldir félagsins um einn milljarð króna til viðbótar á árinu en við það myndu skuldirnar verða viðunandi. Félag- ið skuldaði samtals tæplega 6 millj- arða króna um síðustu áramót, en ef fram fer sem horfir verða þeir um 3 milljarðar við næstu áramót. „Það er ekkert sem bendir til ann- ars en að okkur takist þetta mark- mið,“ sagði Jóhannes Geir, en með- al þess sem til greina kemur er að selja hlutabréf í Snæfelli og þá á félagið hlutabréf í fleiri félögum sem einnig væri hægt að selja. Fram kom á fundinum að félags- menn hafa nokkrar áhyggjur af af- komunni, en félagið tapaði rúm- lega hálfum milljarði króna á síð- asta ári. Þar af var tap Snæfells tæplega 400 milljónir króna. Jó- hannes Geir sagði að samkvæmt 6 mánaða uppgjöri sem fyrir liggur hjá Snæfelli mætti gera ráð fyrir að reksturinn yrði nálægt núllinu á þessu ári og fjármunamyndun í rekstri um 300 milljónir króna. „Sex mánaða uppgjörið sýnir að þessar áætlanir munu standast og það er mikill léttir," sagði Jóhann- es Geir. Unnið er að sameiningu afurða- stöðva KEA, Sölufélags Austur- Húnvetninga og Kaupfélags Þing- eyinga og verður ákvörðun þar um tekin innan tíðar. Áætlanir gera ráð fyrir að ef af sameiningu verð- ur, bæði hvað varðar kjötvinnslu og mjólkurframleiðslu, muni hagn- aður hlaupa á hundraðum milljóna króna. Stærsta verkið sem framundan er á þeim vettvangi snýr að aðkomu framleiðenda, einkum mjólkurframleiðenda að nýju fyrirtæki. Jóhannes Geir sagði menn sam- mála um að tryggja þurfi framleið- endum beina eignaraðild að nýju fyrirtæki en eftir ætti að útfæra nánar með hvaða hætti það yrði. Fram hafa komið hugmyndir um að nýju afurðastöðvarnar geri við- skiptasamninga við félög framleið- enda og þeir síðan metnir til verðs. Bændur myndu þannig fá samn- inginn metinn sem eign í hinum nýju félögum. Þessar hugmyndir hafa verið mótaðar í samvinnu við fulltrúa framleiðenda á svæðinu. / / AÐALFUNDUR 1999 Aöalfundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. verður haldinn á Foss-Hótel KEA miðvikudaginn 28. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin. Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá mun liggja frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. frá og með 21. apríl 1999. Stjóm Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. einn & sjötíu Fimmtudags- og föstudagskvöld Gildrumezz með Creedence Clearwater Laugardagskvöld PKK Gleðilegt sumar POLLINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.