Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
LANDIÐ
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Garðyrkjuskólinn á Reykjum 60 ára
Afmælisdagskrá
í fjóra daga
Hveragerði - Garðyrkjuskóli rík-
isins, Reykjum í Ölfusi, fagnar 60
ára afmæli sínu sumardaginn
fyrsta, 22. aprfl. f tilefni af þess-
um tímamótum verður haldin
fjögurra daga afmælishátíð í
skólanum. Hátíðinni lýkur á degi
umhverfisins, 25. aprfl.
Það stendur mikið til þessa
daga enda hafa nemendur og
starfsfólk skólans lagt nótt við
dag við undirbúning afmælisins.
Á sýningunni munu nemendur
verða með sölubása. Námið við
skólann verður kynnt og nem-
endur munu ennfremur verða
með blóma- og skrúðgarðyrkju-
sýningu. Þá munu ýmis fyrir-
tæki innan „græna geirans"
kynna þjónustu sína. Yngri kyn-
slóðin fær nóg við að vera því
boðið verður upp á leiktæki,
hestaleigu á staðnum og margt
fleira. Landslagsarkitektar
kynna starfsemi sína, Garð-
yrkjufélag Islands verður með
garðyrkjusýningu og margt
fleira mun gleðja gesti skólans
þessa daga.
Á föstudeginum verður börn-
um úr Grunnskóla Hveragerðis
boðið að heimsækja skólann fyrir
hádegi og munu nemendurnir
taka þátt í ratleik á lóð Garð-
yrkjuskólans. Eftir hádegi mun
síðan hr. Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Islands, heimsækja
skólann. Afmælishátíð Garð-
yrkjuskólans verður opin frá kl.
10-18 alla dagana. Allir lands-
menn eru velkomnir í afmælið og
er aðgangur ókeypis.
Húnavakan að hefjast
HÚNAVAKAN, árlegur menning-
arviðburður í Austur-Húnavatns-
sýslu, hefst í kvöld, miðvikudag, á
hagyrðingakvöldi og harmonikku-
dansleik í félagsheimilinu á Blöndu-
ósi.
Á morgun, sumardaginn fyrsta,
verður skátamessa, en að henni
lokinni verður sumarskemmtun
Grunnskólans á Blönduósi. Föstu-
daginn 23. apríl verður opnuð mál-
verka- og steinasýning í anddyri
bíósals Félagsheimilisins og verður
hún opin til 1. maí. Um kvöldið
frumsýnir Leikfélag Blönduós ein-
þáttunginn „Betri er þjófur í húsi
en snurða á þræði“ eftir Dario Fo.
Leikstjóri er Bjami Ingvarsson.
Lifandi tónlist og léttar veitingar
verða fyrir og eftir sýningu.
Jörvagleði Dalamanna
Búðardal - Jörvagleðin er haldin
dagana 22.-25. apríl og er menn-
ingarhátíð Dalamanna sem er hald-
in annað hvert ár. Dagskráin er
fjölbreytt og má þar nefna sveita-
kynningu, myndlistarsýningar
Birnu Norðdahl og Eggerts Krist-
inssonar, sölusýningar handverks-
hópanna Bolla og Össurar.
Tónlistarkvöld verður með kór-
söng að hætti heimamanna og eldri
félaga Karlakórs Reykjavíkur,
einnig þenja Nikkólínur harmonik-
ur sínar. Leikklúbbur Laxdæla
frumsýnir leikritið N.Ö.R.D. eftir
Larry Shue í leikstjóm Harðar
Torfasonar. Lúðrasveit tónlistar-
skólanna leikur nokkur lög, hag-
yrðingar munu spreyta sig og
Rökkurkórinn heimsækir hátíðina.
Hörður Torfason mun síðan kveðja
með tónleikum.
Halldór Ásgrímsson
ræðir málin við
kjósendur í Reykjavfk
á kosningaskrifstofunni
við Hverfisgötu 33
milli kl: 10-12 í dag.
Ný framsókn til nýrrar
FR6LSI FESTA FRAMSÓKN
(vww. framsokn. i s
a I d a r
KiB
Morgunblaðið/Halldór
Magnús Gylfi Thorstenn, nýráðinn forstjóri leiguflugfélagsins Atlanta: Mér hefur verið falið að stjórna þessu
fyrirtæki og mun þar af Ieiðandi gera þær breytingar sem ég tel nauðsynlegar á hveijum tíma til að tryggja
áframhaldandi uppgang þess og arðsemi í samráði við stjórn félagsins.
Nýr forsljóri ráð-
inn til Atlanta
Arngrímur Jóhannsson áfram stjórnarformaður félagsins
MAGNÚS Gylfi Thorstenn, 41 árs
lögfræðingur, hefur verið ráðinn
nýr forstjóri Atlanta flugfélagsins í
Mosfellsbæ. Amgrímur Jóhanns-
son, stofnandi og eigandi félagsins,
sem gegnt hefur stöðunni frá upp-
hafi, mun láta af störfum forstjóra
en verður áfram stjómarformaður
Atlanta og eigandi þess ásamt eig-
inkonu sinni Þóra Guðmundsdótt-
ur. Arngrímur mun jafnframt
áfram sinna störfum sem flugstjóri
hjá félaginu. Magnús Gylfi er ekki
ókunnur starfsemi Atlanta en hann
hefur verið lögfræðingur flugfé-
lagsins frá árinu 1992.
Amgrímur segir breytingamar
eiga sér nokkurn aðdraganda og
telur þær eiga eftir að styrkja
reksturinn enn frekar í framtíð-
inni. „Við eram einfaldlega að taka
inn ungan og hæfan mann sem
þekkir vel til allra þátta starfsem-
innar. Magnús Gylfi er búinn að
vera lögfræðingur okkar síðastliðin
sjö ár. Hann hefur góða þekkingu
og yfirsýn yfir rekstur félagsins og
því lítið mál fyrir hann að taka við
stöðunni. Okkur fannst tímabært
að gera þessa breytingu og eram
þakklát fyrir að fá inn traustan að-
ila sem við höfum mikla trú á að
geti styrkt félagið enn frekar í
sessi. Sjálfur verð ég áfram starf-
andi stjórnarformaður en kem ekki
að daglegum rekstri líkt og áður.“
Allur flugrekstur
háður breytingum
Magnús Gylfi Thorstenn hefur
verið búsettur í Bandaríkjunum
undanfarin fimmtán ár, þar sem
hann rekur eigin lögfræðistofu í
New York ásamt eiginkonu sinni,
Susan E. Thorstenn. Magnús Gylfi
segist takast á við nýja starfið full-
ur tilhlökkunar enda um mjog
spennandi verkefni að ræða. „Eg
tel það mikinn heiður og traust í
minn garð frá Arngrími og Þóra að
þau hafi boðið mér starfið og von-
ast til að geta haldið áfram í þeim
anda sem þau hjón hafa skapað á
liðnum áram og er einstæður á Is-
landi."
Aðspurður segist Magnús Gylfi
ekki sjá fram á neinar breytingar í
rekstrinum til skemmri tíma litið,
en bendir jafnframt á að allur
flugrekstur sé háður breytingum.
„Mér hefur verið falið að stjórna
þessu fyrirtæki og mun þ.a.l. gera
þær breytingar sem ég tel nauð-
synlegar á hverjum tíma til að
tryggja áframhaldandi uppgang
þess og arðsemi í samráði við
stjórn félagsins."
Varðandi framtíð fyrirtækis síns
í Bandarfkjunum vill Magnús Gylfi
lítið tjá sig en segist munu gera
þær breytingar í rekstrinum sem
hann telur nauðsynlegar.
Yfírlit Vinnumálastofnunar um atvinnuástand
Atvinnuleysið í
marsmánuði 2,5%
TÆPLEGA 71 þúsund atvinnu-
leysisdagar vora skráðir á landinu
öllu í marsmánuði síðastliðnum,
þar af ríflega 29 þúsund dagar hjá
körlum og ríflega 41 þúsund dagar
hjá konum. Skráðum atvinnuleysis-
dögum fjölgaði um ríflega fimm
þúsund frá mánuðinum á undan, en
hins vegar fækkaði þeim um ríf-
lega 40 þúsund frá marsmánuði
1998. Að því er fram kemur í yfir-
liti Vinnumálastofnunar um at-
vinnuástandið er mannafli á vinnu-
markaði í mars áætlaður 133.193
manns.
Atvinnuleysisdagar í mars síð-
astliðnum jafngilda því að 3.268
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar
af era 1.353 karlar og 1.910 konur.
Þessar tölur jafngilda 2,5% af áætl-
uðum mannafla á vinnumarkaði
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar,
eða 1,8% hjá körlum og 3,3% hjá
konum. Síðasta virkan dag mars-
mánaðar vora 3.572 manns á at-
vinnuleysisskrá á landinu öllu, en
það era 233 færri en í lok febrúar-
mánaðar. Síðastliðna 12 mánuði
voru um 3.350 manns að meðaltali
atvinnulausir, eða 2,4%, en árið
1998 vora um 3.788 manns að með-
altali atvinnulausir, eða 2,8%.
Hlutfallslega mest aukning á
Vestfjörðum og á Austurlandi
Fram kemur í yfirliti Vinnu-
málastofnunar að atvinnulausum
hefur fjölgað í heild að meðaltali
um 7,9% frá febrúarmánuði en
fækkaði um 32,1% miðað við mars í
fyrra. Undanfarin 10 ár hefur at-
vinnuleysi aukist um 4% að meðal-
tali frá febrúar til mars, og er því
árstíðarsveiflan nú milli mánað-
anna heldur meiri en í meðalári, en
þó innan eðlilegra marka.
Atvinnuástandið hefur versnað
lítillega á öllum atvinnusvæðum
nema á Suðurnesjum og á Norður-
landi eystra þar sem er lítilsháttar
bati. Atvinnuleysið eykst hlutfalls-
lega mest á Vestfjörðum og á Aust-
urlandi, en atvinnulausum fjölgar
mest á höfuðborgarsvæðinu og á
Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi
er enn hlutfallslega mest á Norður-
landi vestra og á Vestfjörðum, en
atvinnuleysið er nú talsvert minna
en í mars í fyrra á öllum atvinnu-
svæðum.
Að jafnaði batnar atvinnuástand-
ið í apríl miðað við mars og í yfirliti
Vinnumálastofnunar segir að búist
sé við að atvinnuleysið í apríl geti
orðið á bilinu 2,1% til 2,4%.