Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Gunnar Svavarsson ráðinn forstjóri Sólumiðstödvar hraðfrystihúsanna hf. á stjórnarfundi í gær.
„Róttækt og-
stórt verkefni“
Morgunblaðið/Halldór
Gunnar Svavarsson, nýráðinn forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
hf., ásamt Róberti Guðfinnssyni, sljórnarformaimi SH, að nýloknum stjórn-
arfundi í félaginu þar sem gengið var frá ráðningu Gunnars.
GUNNAR Svavarsson, forstjóri
Hampiðjunnar, var ráðinn forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
hf. á fundi stjómar SH sem haldinn
var í gær. Gunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að hvað sig varðaði þá
hefði hann fyrst haft pata af því að
rætt væri um hann sem næsta for-
stjóra SH að afloknum stjórnarfundi
SH síðastliðinn fimmtudag. Hann
sagði að ekki væri komin dagsetning
á það hvenær hann tæki við nýja
starfinu, en í samráði við stjómar-
formann Hampiðjunnar myndi hann
skilja við starf sitt þar í því ástandi
sem hann yrði beðinn um.
„Ég á þó von á að þessi störf muni
skarast eitthvað þannig að ég komi
að hluta til mjög fljótlega inn í nýja
starfið. Stjóm SH er búin að leggja
upp ramma að töluvert mikið
breyttu félagi og það er auðvitað
framhaldið núna að fylla inn í hann
og laga að því sem verða skal. Það er
auðvitað mjög róttækt og stórt verk-
efni, en þar hefur maður fullt af góð-
um mönnum sem þekkja þetta út í
ystu æsar og munu verða að vinna í
því með mér,“ sagði Gunnar.
Fyrir hönd Hampiðjunnar hefur
Gunnar setið í stjórn Granda hf. og á
vegum Granda hefur hann átt sæti í
stjórn Þormóðs ramma-Sæbergs.
Sagðist hann hér með hljóta að fara
úr stjórnum beggja þessara fyrir-
tækja.
Áhugamálið að styrkja
útrásarstarfsemi
Gunnar er 47 ára gamall og út-
skrifaðist hann sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands 1975.
Sama ár hóf hann störf hjá Hampiðj-
unni og 1979 til 1984 var hann fjár-
málastjóri þar, en síðan hefur hann
verið forstjóri fyrirtækisins. Gunnar
er kvæntur Ólöfu Björk Þorleifsdótt-
ur og eiga þau tvö böm.
„Eg er búin að vera hjá Hampiðj-
unni í 24 ár og það þykir víst ágætt í
dag, en það þótti ekki merkilegt hér
áður fyrr. Kannski er það eitt af at-
riðunum sem réð því að maður ákvað
að skipta um, því þetta er feiki-
skemmtilegt starf og það sem er að
eiga sér stað núna í Hampiðjunni.
Maður fer frá því eiginlega með
trega því þeirri uppbyggingu er ekki
lokið, en það er alþjóðamarkaðsvæð-
ing með þeim vöruþróunarmálum
sem við höfum verið að keyra í gang
undanfarin ár,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að áhugamál sín í
starfinu hjá Hampiðjunni hefðu ver-
ið að styrkja útrásarstarfsemi og sér
sýndist það verða ein af aðaláhersl-
unum hjá SH, þannig að þetta færi
mjög vel saman.
„Einmitt í gegnum þessa útrásar-.
starfsemi hefur maður kynnst nokk-
uð vel ýmsum hliðum sjávarútvegs í
öðrum löndum sem er ágætt vega-
nesti, en áherslur mínar í nýja
starfinu verða einfaldlega að koma í
ljós því það er oft erfitt að lýsa eigin
stíl. Aherslurnar í rekstri verða
auðvitað þær að efla fyrirtækið með
útvíkkaðri starfsemi og góðri af-
komu eins og það er unnt,“ sagði
Gunnar.
Að sögn Braga Hannessonar,
stjórnarformanns Hampiðjunnai-,
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
hver verður næsti forstjóri Hampiðj-
unnai’ en búast megi við að ákvörðun
liggi íyrii’ innan tveggja vikna.
Heildartap Fiskiðjusamlags Húsavíkur 80 milljónir
á fyrra helmingi rekstrarársins
Gengistap og tap á
rækjuveiði og vinnslu
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hi Milliuppgjör i Li
1. september 1998 - 28. febrúar 19 99
Rekstrarreikningur Mnijónir króna 98/99 97/98 Breyt.
Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.268,4 1.143.2 1.267,2 1.096.8 0,1% 4.2%
Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármagnsgjöld umfram tekjur 125,2 102,0 102.7 170,4 94,0 58.7 -26,6% 8,5% 74.8%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (79,5) 17,7
Söluhagnaður og hlutdeildartekjur (1.3) 21.2 _
Hagnaður (tap) tímabilsins (80,8) 39,0 -
Etnahagsreikningur 28/2 '99 28/2 '98
| Eignir: | Milljónir króna 6mán. 6 mán.
Veitufjármunir 696,7 601,6 15,8%
Fastafjármunir 2.099,9 2.185,7 -3,9%
Eignir samtals 2.796,5 2.787,2 0,3%
I. Skuidir og eigiO té: | Milljónir króna
Skammtímaskuldir 843,6 556,1 51,7%
Langtímaskuldir 1.317,5 1.502,8 -12,3%
Eigið fé 635,4 728,3 -12,8%
Skuldir og eigið fé alls 2.796,5 2.787,2 0,3%
Veltufé frá rekstri 54,9 81,9 -33,0%
FBA og Kaupþing ósátt við gagnrýni á
verðlagningu hlutabréfa í Baugi
„Framtíðar-
sýn Baugs af-
ar spennandi44
HEILDARTAP Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. var 80 milljónir króna
samkvæmt endurskoðuðum árshluta-
reikningi tímabilsms 1. september
1998 til 28. febrúar 1999. Þar af var
gengistap 41 milljón króna. Rækju-
veiðar og rækjuvinnsla félagsins var
rekin með tapi en bolfiskvinnslan voru
rekin með hagnaði. Að sögn Einars
Svanssonar, framkvæmdastjóra Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur, er gert ráð
fyrir að rekstur félagsins seinni helm-
ing rekstrarársins verði í jafnvægi.
I tilkynningu frá Fiskiðjusamlag-
inu kemur fram að hagnaður íyrir af-
skriftir og fjármagnskostnað nam 125
milljónum króna á þessu sex mánaða
tímabili, en það er 45 milljónum
króna lakari afkoma en á sama tíma
árið á undan. Af 80 milljóna króna
heildartapi er tap af reglulegri starf-
semi rúmar 79 milljónir. Afskriftir
námu 102 milijónum króna á móti 94
milljónum árið áður. Fjármagns-
kostnaður er tæpar 103 milljónir og
hækkaði á milli ára um 44 milijónir,
en skýringin á því er gengistap upp á
41 miíljón króna. Nettóskuldir félags-
ins voru um 1.464 milljónir í lok febr-
úar 1999 sem er sambærileg tala við
sama tíma árið á undan. Veltufé frá
rekstri er um 54 milljónir króna sam-
kvæmt uppgjörinu í stað 82 milljóna í
sambærilegu uppgjöri árið áður.
Einar Svansson sagði að gengistap
Fiskiðjusamlags Húsavíkur væri fyrst
og fremst vegna japanska jensins sem
hefði verið að hækka frá því í október.
„Gengishlutinn er stór í þessu en
síðan hafa rækjuveiðar og vinnsla
gengið illa og almennt verið undir
áætlun hjá okkur. Bolfiskurinn svo-
lítið yfir áætlun og hefur hann fylli-
lega staðist væntingar okkar og
meira til á þessu ári. Þetta tímabil
sem við erum að gera upp núna var
hins vegar afskaplega eifitt í veiðun-
um, en rækjuveiðamar duttu gjör-
samlega niður í haust og ekkert fór
að rætast úr þeim fyrr en nú í mars
og apríl. Það má því segja að þetta
uppgjörstímabil skanni þetta versta
tímabil sem hefur komið í rækjunni
síðustu árin,“ sagði hann.
Einar sagði að gert væri ráð íyrir
jafnvægi í rekstri félagsins seinni-
hluta ársins og afkoman í árslok yrði
svipuð og nú væri komin fram. Akveð-
ið hefur verið að loka rækjuverk-
smiðju félagsins á Kópaskeri milli ver-
tíða, en það getur þýtt að verksmiðjan
verði lokuð frá maí til október.
Netagerð Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur var rekin með hagnaði umrætt
tímabil og hefur verið ákveðið að
stofna hlutafélag um netagerð fé-
lagsins. Félagið mun heita Höfði ehf.
og mun í fyrstu verða alfarið í eigu
Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
Þörf á enn
frekari samþjöppun
Húsvíkingur ÞH-1, sem er eina
skip Fiskiðjusamlags Húsavíkur, var
rekið með miklu tapi áðumefnt sex
mánaða tímabil. Skipið var keypt
1997, en það var smíðað árið 1994 í
Noregi og er því eitt af nýjustu skip-
unum í íslenska flotanum. Verið er að
skoða möguleika á sölu skipsins, en á
síðustu mánuðum hafa nokkrir er-
lendir aðilar falast eftir skipinu og
tilboð hafa borist félaginu. Kemur
fram í tilkynningu Fiskiðjusamlags-
ins að rétt þyki að kanna þetta frekar
og selja skipið ef viðunandi verð fæst.
Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari
hjá Búnaðarbankanum, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að afkoma
Fiskiðjusamlagsins ylli vonbrigðum.
„Vonbrigðin eru sérstaklega mikil
í ljósi þess að fyrir tæpum tveimur
árum fjárfesti félagið fyrir háar fjár-
hæðir í rækjufrystitogaranum Hús-
víkingi og rækujverksmiðjunni á
Kópaskeri. Báðir þessir liðir eru
nefndir sem ástæða fyrir tapinu og
tel ég að stjórnendur félagsins þurfi
að gera hluthöfum betur grein fyrir
hvaða forsendur lágu að baki þessum
fjárestingum. Veltufé frá rekstri er
54 milljónir ki’óna og lækkar um 28
milljónir milli tímabila. Ljóst er að
þetta veltufé stendur ekki undir nýj-
um fjárfestingum og afborgunum
lána svo ekki sé minnst á til að mæta
kröfum um arðsemi," sagði Andri.
Hann sagði að Búnaðarbankinn
hefði í ráðleggingum sínum lagt
megináherslu á að almennir fjárfest-
ar horfðu á hlutabréf stærri og
traustari hlutafélaga á markaði.
„Þessi aíkoma sýnir að það er mun
meiri áhætta í rekstri minni sjávar-
útvegsfyrirtækja sem ná ekki
áhættudreifingu í krafti vel dreifðrar
kvótastöðu. Ljóst er að þörf er á enn
frekari samþjöppun í sjávarútvegi og
arðsemi í greininni til að hún verði
áfram álitlegur fjárfestingarkostur,"
sagði Andri.
„VIÐ erum þeirrar skoðunar að
við séum að bjóða hlutabréf í
Baugi hf. á mjög góðu verði," segir
Svanbjöm Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
hjá Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins. Hreiðar Már Sigurðsson,
aðstoðarforstjóri Kaupþings, tekur
í sama streng.
I Morgunblaðinu í gær birtist
viðtal við Albert Jónsson, forstöðu-
mann verðbréfaviðskipta hjá Fjár-
vangi, þar sem hann lýsti þeirri
skoðun sinni að hlutabréf í Baugi
séu of hátt verðlögð, og taldi Al-
bert ekki óeðlilegt að verðmæti
Baugs lægi á bilinu 5-6 milljarðar
ki-óna, sem vísar á gengi á bilinu 5
til 6. Hlutabréfin í Baugi eru hins
vegai’ boðin fjárfestum á genginu
9,95.
Engin sambærileg félög
„Ástæðuna fyrir annarri skoðun
Alberts Jónssonar hjá Fjárvangi á
verðlagningu hlutabréfanna tel ég
að megi rekja að einhverju leyti til
þess að Baugur sé fyrsta félag
sinnar tegundar inn á almennan
hlutabréfamarkað, og skorts á
samanburði við sambærileg félög.
Ég tel fráleitt að bera saman fyrir-
tæki í smásöluverslun, með tiltölu-
lega litla íjárbindingu í sínum
rekstri, við útgerðarfélag fjár-
frekra frystitogara," segir Hreiðar
Már hjá Kaupþingi, en Albert bar
saman fjármunamyndun Baugs hf.
og Samherja hf. í viðtalinu í gær
en tók reyndar fram að fyrirtækin
væru ekki fyllilega samanburðar-
hæf.
„Við erum að horfa á fyrirtæki
sem var í fyrra að fara gegnum
miklar breytingar. Allt hefur þetta
í för með sér ákveðinn kostnað en
samt nær félagið mjög góðum ár-
angri á seinasta ári, og stefnir í
enn betri árangur á þessu ári, m.a.
þar sem hlutfallslegur kostnaður
er lægri,“ segir Svanbjörn
Thoroddsen.
„Mín reynsla af alþjóðlegum
verðbréfamörkuðum er sú að aðil-
ar á þeim mörkuðum horfi mun
fremur til áætlaðs hagnaðs við-
komandi árs og næsta árs við verð-
mat á félögum heldur en til sjóð-
streymis síðasta árs, enda eru
menn að fjárfesta í framtíðar sjóð-
flæði fyrirtækja,“ segir Hreiðar
Már, en spáð er 627 milljóna króna
hagnaði hjá Baugi á þessu ári.
Erlend
fjárfesting styrkir
„Við sjáum að erlendir fjárfest-
ar, Reitangruppen, hafa sýnt fé-
laginu það traust að fjárfesta í fé-
laginu," segir Hreiðar Már. „Til-
koma þessa erlenda aðila mun
opna tækifæri á erlendum mörk-
uðum og leiðir til hagkvæmari inn-
kaupa,“ segir Svanbjörn. Svan-
björn bendir einnig á að Baugur sé
að undirbúa sókn á sérvörumark-
aði, með samningi um rekstur
Debenhams-verslunar og
TopShop-verslunar í Reykjavík,
auk áfoma um verslun með miklu
úi-vali sérvöru í Smáralind í Kópa-
vogi. „Framtíðarsýn Baugs er því
afar spennandi, sem fjáifestar eru
einnig að kaupa sig inn í,“ segir
Svanbjörn.
„I kjölfar stofnunar Baugs varð
mjög hörð samkeppni á matvöru-
markaði. En í dag er mun meiri ró
yfir þessum markaði og mun minni
áhætta í rekstri Baugs og fyrir-
tækið búið að sanna sig. Því er
eðlilegt að verð bréfanna sé
hærra,“ segir Hreiðar Már.
Ekki raunhæfur
samanburður
Heiðar Guðjónsson hjá við-
skiptastofu Islandsbanka telur
ekki raunhæft að bera saman
Baug og Samherja, og telur að þar
sé verið að bera saman epli og
appelsínur. „Fjármunamyndun
verslunarfyrirtækis sem leigir alla
sína framleiðsluþætti er ósam-
bærileg við fjármagnsfrekt fram-
leiðslufyrirtæki," sagði Heiðar í
samtali við Morgunblaðið. Að-
spurður vildi Heiðar þó ekki koma
með eigin mat á verðmæti Baugs
hf.