Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 21.04.1999, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Blusaður flautu TÖJVLIST Sölvasalur Sólon íslandus MÚLADJASSVIKA Marlyn Mcad flautu, Sigurður Flosa- son altósaxófón, Kjartan Valdimars- son píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Birgir Baldursson trommur. Mánudagskvöldið 19. april 1999. Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ síð- asta upphófst djasshátíð á Múlan- um undir yflrskriftinni Múldjass- vika á mörkum sumars og vetrar. Á vaðið reið söngkonan sívinsæla frá Selfossi, Kristjana Stefánsdótt- ir. Kvöldið eftir var önnur kona í fararbroddi íslenskra hljóðfæra- leikara og á efnisskránni verk eftir Thelonius Monk, eitt helsta tón- skáld djassins að Ellington frátöld- um. Þessi kona var ekki íslensk held- ur bandarísk. Marlyn Mead heitir hún, er flautuleikari og kemur frá Houston í Texas einsog tenóristinn Amett Cobb. Hann segir hún hafa verið mesta áhrifavald sinn í upp- vextinum. Kannski muna ekki margir Amett Cobb, en hann leysti Ulinois Jacquet af hólmi í Hampton-bandinu og tryllti blús- inn einsog Texastenómm var ein- um lagið. Hann gekk við hækjur en henti þeim jafnan frá sér þegar sveiflan tók völdin. Monk Marlyn Mead er mikill stuðbolti og hvatti hrynsveitina ákaft þegai- henni þótti hún of þung í vöfum. Kannski hefði hún átt að velja sér annað tónskáld en Monk til að leika - í það minnsta nutu verk Monk sín ekki sem slík. En Monk skrifaði marga blúsa og þeir vom jafn góðir og hvað annað til að marka um- gjörð fyrir fjörlega sólóa flautuleikarans. Verkin spönnuðu áratug í tónskáldskap Monks. Þau elstu hljóðrituð 1947: Off minor og In walked Bud og það yngsta 1957: Rhytm-a-ning. Kannski var það best heppnaða númer kvöldsins. Siggi Flosa blés kröftuglega og sóló Kjartans Valdimarssonar var gimsteinn, frábærlega uppbyggðui- með vaxandi spennu og eftir að bassinn einn hafði leikið með hon- um um tíma bættust trommumar við og síðan trommusóló með göngubassa. Ekki má gleyma ball- öðunni, Ask me now, sem Sigurður Flosason blés af öryggi einsog vænta mátti, en þetta er ein besta ballaðan sem Monk samdi, ekki síðri en Round midnight eða Ruby, my dear. Eitt lag var á efnisskránni sem ekki var eftir Monk - blús eftir flautuleikarann. Blés Marlyn það afar vel og var tónninn fyllri og þéttari þar en í Monksólóum henn- ar. Marlyn Mead er nú búsett í Reykjavík og er það mikill fengur. Eg man ekki eftir neinum íslensk- um djassflautuleikara þótt Orms- lev, Rúnar Georgs, Halldór Páls- son og Þórarinn Olafsson hafi allir bmgðið fyrir sig flautuleik. Von- andi á Marlyn eftir að láta að sér kveða í íslensku djasslífí. Gestir Múlans fognuðu henni ákaft og fjölbreytnin er alltaf af hinu góða. I kvöld verður Matthías Hem- stock í Múlanum með hljómsveit sína og bæði Sigurður Flosa og Jó- el Páls á saxa, Kjartan á píanó og Tómas R. á bassa. Þar verður flutt tónlist sem Miles Davis hljóðritaði á ámnum 1949-55, mest djass- standardar. Vernharður Linnet Aðalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn í Skála, Hótel Sögu, miðvikudaginn 28. apríl 1999, kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Geta fræðingar verið frumkvöðlar? - Viðskiptafræði- nám og nýsköpun. Gylfi Magnússon Framsögumaður: Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptaskor Háskóla íslands. Stjórn FVH FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA LISTIR 111 1 m* I ll.J Vortónleikar Landsbanka- kórsins LÁNDSBANKAKÓRINN Gítartónleikar í Norræna húsinu LANDSBANKAKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Sel- tjarnarneskirkju á morgun, sum- ardaginn fyrsta, kl; 17. Kórinn mun siðan fara til Isafjarðar og halda tónleika í ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. apríl kl. 17. A tónleikunum flytur kórinn m.a. kafla úr Sígaunaljóðum eftir Johannes Brahms, lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Stein- grím M. Sigfússon, Þorkel Sigur- björnsson, Jónas Tómasson svo og ýmis erlend Iög, flest með ís- lenskum texta. Söngstjóri Landsbankakórsins er Guðlaugur Viktorsson. Hljóð- færaleik á pínaó og orgel annast Bjarni Jónatansson, Birgir Bragason leikur á bassa og Pétur Valgarð Pétursson leikur á gítar. Landsbankakórinn verður tíu ára á þessu ári. Fyrsti stjórnandi kórsins var Ólöf Magnúsdóttir. Á árinu 1992 tók Friðrik S. Krist- insson við og stjórnaði kórnum í tvö ár. Haustið 1994 tók núver- andi söngsljóri við stjórninni. MAGNUS Andersson, heldur tvenna tónleika í Norræna húsinu. Þeir fyrri verða á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 17 en hinir síðari sunnu- daginn 25. apríl kl. 17. I fréttatilkynningu segir að Magnus And- ersson sé einn fremsti gítarleikari Svía um þessar mundir. Hann hóf tónleikaferil sinn í lok 8. áratugarins. Hann hefur víðtækt verkefnaval og hefur á seinni árum einbeitt sér að flutningi nútímatón- listar. Mörg verk hafa sérstaklega verið samin fyrir hann og mun hann flytja nokkur þeirra á tónleikunum á sunnudag. Hann hef- ur víða komið fram og má þar nefna Ars Musica í Brussel, Festival d’Autumn í París, Akiyoushidai í Japan og Monday Evening Concerts International í Los Angeles. Á tónleikunum á fimmtudag verða flutt verk eftir Mauro Giuli- ani, Femando Sor, Luigi Legnani, Klaus K. Hiibler, John Dowland, Benjamin Britten, Francisco Tarrega, Isa- ac Albeniz, Bent Sören- sen Heitor Villa-Lobos og Uros Rojko. Á sunnudaginn leikur Magnus nútímaverk eftir Franco Donatoni, Rolf Riehm, Xavier Benguerel, Tristan Murail Karólínu Eiríks- dóttur Mikael Edlund, Bent Sörensen og Bri- an Femeyhough. Magnus Andersson hefur haldið „masterclass“ í Eistlandi, Hollandi, Þýsklandi, Kóreu, Japan, Mexíkó og Albaníu og frá árinu 1984 hefur hann verið dósent í nútímatónlist i Darm- stad. Hann hefur auk þess leikið inn á fjölda geisladiska. Magnus Andersson Dansað við Djöfsa KVIKMYNDIR Stjörnubió, Sanibífiín, Á Ifabakka SMM ★★★ Leikstjóri Joel Schumacher. Hand- ritshöfundur Andrew Kevin Walker. Kvikmyndatökustjóri Robert Elswit. Tónskáld Mychael Danna. Aðalleik- cndur Nicolas Cage, Joaquin Phoen- ix, James Gandolflni, Peter Storm- are, Anthony Heald, Christopher Baucr. 123 mín. Bandarísk. Columbia Pictures, 1998. EINN klámhundurinn segir eitt- hvað á þá leið við aðalsöguhetjuna þegar hún er farin að gægjast á bak við tjöldin í kynlífsiðnaðinum: „Ef þú dansar við Djöfsa tekur hann stjóm- ina.“ Hann kemst að því, einkaspæj- arinn Tom Welles (Nicolas Cage), að það er hverju orðið sannara. Welles, sem hefur orð á sér fyrir að vera traustur og þagmælskur, vinnur einkum fyrir efnafólk. Af því sauða- húsi er eldri kona, nýorðin ekkja, sem fær hann til að rannsaka óvænt- an hlut sem kom í ljós þegar maður hennar lést. Sóðaklámmynd þar sem ung stúlka er drepin frammi fyrir tökuvélunum. Gamla konan er miður sín yfir þessum fundi í helgasta véi bónda síns. Welles segir konunni að slíkar myndir, „snuffmyndir" á fag- máli, séu blekldngar, en sú gamla vill komast til botns í málinu. Welles tekst að hafa uppá móður stúlkunnar í myndinni, þaðan liggur leið hans til Hollywood og fyrr en varir er hann kominn á kaf í subbu- lega veröld klámbransans þar sem allt virðist falt fyrir rétta fjárupp- hæð. Eini flótti einkaspæjarans frá þessari viðurstyggð eru samtöl hans við konu sína og nýfædda dóttur, þær bíða heima og vita ekki nema takmarkað hverju heimilisfaðirinn er að vasast í til að halda uppi heimil- inu. Welles er ósköp venjulegur maður og þekkir því lítið til klámheimsins og öfugugganna sem þar ráða ríkj- um, hvað þá starfsaðferða þeirra. Svo hann ræður sér leiðsögumann (Joaquin Phoenix) um þetta jarð- neska forarsvað. Eitt leiðir af öðru og skyndilega eru þeir félagamir komnir á sporið. Allt útlit og inntak 8MM minnir mjög á Dauðasyndirnar sjö - Seven, annan óhugnað, enda myndirnar skrifaðar af. sama höfundi, Andrew Kevin Walker. Útlitið er einnig keimlíkt, dökkt og sjúskað, uppá- haldsumhverfi leikstjórans, Joels Schumachers, sbr. Flatliners, The Lost Boys og síðustu myndimar um Leðurblökumannínn. Ofögnuðurinn er yflrþyrmandi og virðist soga til sín tvístígandi sálir, óstyi’kar á hálu svelli spillingarinnar. Weller verður ekki haggað þó honum sé boðið upp í dansinn, aðdráttarafl hnignunarinn- ar snertir hann ekki. Höfundarnir, Schumacher og Walker, stilla and- stæðunum kunnáttusamlega upp; venjulegum manni andspænis lægstu hvötum mannskepnunnar, illsku og djöfulskap. Hann er hreint ekki viss um hvort hann sleppur óskaddaður frá þeim viðskiptum, sem fá hann til að framkvæma hluti sem hann taldi að kæmu aldrei fyrir hann, hvað þá að hann væri fær um þá. 8MM er sóðalegur dans og úr- kynjaður, enda eru áhorfendur dregnir niður í mannsorann þar sem mannslíf eru aðeins virði þeirrar upphæðar sem öfuguggar em tilbún- ir að greiða fyrir þau - sjálfum sér til kynferðislegrar fullnægingar. Það er gefíð í skyn að jafnvel í klámbrans- anum eigi menn sér takmörk. Það stenst ekki í heimi þar sem allt er að endingu falt. Myndin er skoðunar- ferð inní þessa undirheima og er bæði vel gerð og afdráttarlaus. Cage er talsvert magnaður sem krossfari inní ófógnuðinn og aðrar persónur sem koma við sögu á þeim slóðum er vel leikinn og litríkur hópur mismun- andi öfugugga sem er vel borgið í höndum góðleikara einsog James Gandolfini og Peters Stormare. Phoenix er ekki sem verstur heldur. Útlit myndarinnar er sláandi gott, hvort sem það eru sóðalegar klám- búllur eða stássstofur auðmanna, og allt þar á milli. Siðfræðin er svona upp og ofan en afþreyingargildið ótvírætt. Maður tekur bara fyrir nef- ið. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.