Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 31 LISTIR Ungur þótti ég með söng TÓIVLIST S a I u r i n n KÓRTÓNLEIKAR Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur fluttu íslensk karlakórslög, tvö rúss- nesk þjóðlög og eitt verk eftir Verdi. Stjómandi var Kjartan Sigurjónsson. Einsöngvarar; Guðrún Lóa Jónsdóttir og Magnús Ástvaldsson. Undirleikari var Bjarni Þór Jónatansson. Sunnudagurinn 18. apríl, 1999. KARLASAMPÉLAGIÐ lifir góðu lífí meðal karlakóranna í landinu og víst er að tónlistarlíf íslendinga á þessum söngsamfélögum margt að þakka og á tímabili var það nær eini vettvangurinn, þar sem íslensk tón- skáld gátu fengið söngverk sín flutt. Gamlir söngfélagar í Karlakór Reykjavíkur hafa lengi haldið hóp- inn, þó ekki hafi þeir oft haldið sjálf- stæða tónleika. Undirritaður heyrði þá í fyrsta sinn í Salnum, s.l. sunnu- dag og hófust tónleikarnir á laginu Kópavogur, eftir Jón S.Jónsson, sem var mjög fallega sungið. Tvö ágæt lög eftir Áma Bjömsson vom næstu viðfangsefnin, þ.e. Rís þú unga Is- lands merki og Nú vil ég kveða. Jónas Tómasson eldri átti næsta lag, Litla skáld á grænni grein, og söng Magnús Astvaldsson einsönginn af þokka. Þar eftir söng kórinn gamlan og góðan félaga, Sefur sól hjá ægi, eftir Sigfús Einarsson. Eg skal vaka, eftir Jónas Tryggvason, er ekta al- þýðulag, er Guðrún Lóa Jónsdóttir söng en þar er á ferðinni efnileg söngkona. Fyrri hluta tónleikanna lauk með syrpu fimm laga, eftir Ama Thorsteinsson, er Jón Þórarinsson raddsetti. Allt þetta sungu félagarnir Blómamyndir í Garðyrkju- skóla ríkisins ELÍNRÓS Eyjólfsdóttir opnar sýn- ingu í Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi á morgun, sumardaginn fyrsta, í til- efni af 60 ára afmæli Garðyrkjuskól- ans. A sýningunni era 26 blómamynd- ir unnar með olíu- og vatnslitum, sem hún hefur málað á sl. tveimur áram. Elínrós hóf nám í postulínsmálun í Stúdíói Glee Dowling í Colorado árið 1978, stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla íslands, Myndlistar- skólanum í Reykjavík, Skidmore College í New York, Paraizia á ítal- íu. Hér heima hefur hún haldið fimm einkasýningar. Sýningunni í Garð- yrkjuskólanum lýkur á sunnudag. nokkuð vel og stundum glampaði á þann fallega tenórhljóm, sem kórinn hefur ávallt verið rómaður fyrir. Seinni hluti tónleikanna hófst með laginu Reykjavík eftir Boga Sigurðs- son, er syngur í 1. bassa, ágætt lag, er kórinn söng vel. Rússneska þjóðlagið, Ökumaðurinn, er gamall kunningi, sem auðheyrt var að karlarnir kunnu að meta. Annað rússneskt þjóðlag, Kvöldljóð, stóð ekki eins vel og fyrra rússneska lagið og nokkurrar þreytu gætti í lagi Sigfúsar Halldórssonar, Ég vildi að ung ég væri rós. Fuglinn í fjörunni, eftir Jón Þórarinsson, var nokkuð vel sungið og þar lék með Bjami Þór Jónatansson, sem hann og gerði það sem eftir var af efnis- skránni. Brimlending, eftir Askel Jónsson, við texta eftir Davíð Stef- ánsson, heyrði undin-itaður í fyrsta sinn og var þetta ágæta lag mjög vel flutt en í því hefur bassinn stórt hlut- verk. Það er töluverð dramatík í þessu lagi, sem vel mætti heyrast oft- ar á tónleikum karlakóranna. Ein- söngur Leonora (og kór munkanna), í Valdi örlaganna, eftir Verdi, var þokkalega sunginn af Guðrúnu Lóu Jónsdóttur, sem eins og fyrr segir er efnileg söngkona, þó enn vanti hana töluvert til að hafa full tök á dramat- ískri túlkun og raddmótun. Tónleik- unum lauk með Þér landnemar, eftir Sigurð Þórðarson og þar mátti heyra að karlamir vora á heimavelli. í heild vora þetta nokkuð góðir tónleikar, þó ungir hafi þeir verið betri og þótt þá „með söng, yndi vekja í sveina glaumi“. Þeim var röggsamlega stjómað af Kjartani Sigurjónssyni, er mótaði söng þeirra af nærgætni og oft á músikalskan máta. Jón Ásgeirsson — KÆRLEIKUR, eitt olfumálverk Elínrósar í Garðyrkjuskóla ríksins. Njóttu lífsins og fljúgðu á stórtónleika Kristjáns Jóhannssonar með fjölskyldu og Karlakór Akureyrar - Geysi. Kristján Jóhannsson stórtenór hefur upp raust sfna hér á landi í lok april og byrjun maí með Karlakór Akureyrar - Geysi og með bræðrum sínum, þeim Svavari og Jóhanni Má. Skelltu þér til Akureyrar eða Egilsstaða með aðstoð íslandsflugs sem býður frábærar pakkaferðir fflug & tónleikar) til Akureyrar og Egilsstaða í tilefni tónleikanna. Einnig koma fram systursynir bræðranna, þeir Örn Viðar og Stefán Birgissynir. Kristján og félagar syngja í íþróttaskemmunni á Akureyri [30. april kl. 20:00 og 1. maíkl. 16:00) og f íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum [2. maíkl. 16:00). Forsala aðgöngumida, upplýsingar og bókanir í síma 570 8090. www.islandsflug.is Upplýsingar og bókanir í síma 570 8090 ^ n n Olafur Orn Haraldsson þingmaður Reykvfkinga hefur tryggt aðgengi þéttbýl isbúa að hálendi Islands. Ný framsókn til nýrrar FRELSI FESTA FRAMSÓKN w w w. framsokn. i s a I d a r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.