Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 39
38 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
JltagtiiiMfliMfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ENDURFÆÐING
BERLÍNAR
ÞAÐ VAR táknræn stund er þýska þingið kom saman á ný í
Reichstag, þinghúsinu í Berlín, á mánudag. Þinghúsið tengist
erfiðum stundum í sögu Þýskalands á þessari öld. Það var tákn um
vald hinna prússnesku keisara og aðsetur hins gæfulausa þings
Weimar-lýðveldisins sem nasistar kollvörpuðu með íkveikju í þing-
húsinu. Það var í Reiehstag sem nasistastjórnin hélt sýningu árið
1938 er bar nafnið hinn „eilífi gyðingur" og það var jafnframt tákn
um ósigur þriðja ríkisins, er sovéskir hermenn drógu sovéska fán-
ann að húni á þaki þinghússins árið 1945. Mörk hernámssvæða
Breta og Sovétmanna í Berlín voru dregin í gegnum húsið og það
var árum saman rústir einar, yfirgefin eyðibygging í skugga múrs-
ins. Húsið var endurbyggt á sjöunda áratugnum en þó ekki með
það í huga að það yrði aðsetur þings Þýskalands að nýju. Þvert á
móti var reynt að draga úr mikilfengleik byggingarinnar og mikil-
vægi.
Með falli múrsins og sameiningu Þýskalands var ákveðið að
Berlín yrði höfuðborg Þýskalands að nýju og að þing og ríkis-
stjórn skyldu hafa þar aðsetur. I kjölfarið var tekin ákvörðun um
að endurbyggja þinghúsið og haldin alþjóðleg samkeppni um
hönnunina er Bretinn Norman Foster sigraði í. Honum hefur tek-
ist að gæða þinghúsið nýju lífi, að varðveita söguna en jafnframt
að undirstrika þá breytingu er orðið hefur á þýskum stjórnmálum
frá hinum myrku stundum fyrr á þessari öld. „Berlínarlýðveldið",
sem Gerhard Sehröder kanslari sagði við vígslu hússins að nú væri
gengið í garð markar nýtt upphaf þýskra stjórnmála. Sagan end-
urtekur sig ekki, líkt og einn dálkahöfunda þýska tímaritsins Die
Zeit ritaði í síðustu viku, en hún snýr stundum aftur til fyrri heim-
kynna.
Berlín er nú á ný að rísa upp sem ein af höfuðborgum Evrópu. A
millistríðsárunum var Berlín iðandi af lífi og miðstöð menningar
og lista í Evrópu ekki síður en París. Því hlutverki lauk með valda-
töku nasista. Borgin varð að tákni þriðja ríkisins þar sem arki-
tektinn Albert Speer átti að reisa höfuðstað í anda hinna sjúku
hugsjóna valdhafanna. I stríðslok var Berlín rjúkandi rúst er skipt
var á milli hernámsveldanna fjögurra. Skipting borgarinnar tók
máttinn úr Berlín og múrinn, sem reistur var árið 1961, undir-
strikaði enn frekar niðurlægingu borgarinnar. En jafnvel á árun-
um eftir stríð varð Berlín tákn andstöðunnar við kommúnismann.
Þegar Sovétmenn ætluðu að svelta borgina með því að einangra
Vestur-Berlín byggðu Vestui’veldin upp loftbrú þangað. Fyrstu
vísbendingar um óróa í leppríkjum Sovétríkjanna komu fram í
Austur-Berlín 17. júní árið 1953, þegar sovézkir skriðdrekar voru
notaðir til þess að berja niður uppreisn fólksins. Og það var í
Berlín, sem John F. Kennedy mælti hin fleygu orð: Ég er Berlín-
arbúi (Ich bin ein Berliner). Sérhver frjáls maður er borgari
Berlínar. I huga og hjarta nýrrar kynslóðar þeirra tíma var Berlín
í senn tákn og hvatning til þess að láta hvergi undan síga í barátt-
unni við kommúnismann.
Undanfarinn áratug hefur Berlín einna helst minnt á risavaxna
byggingalóð, endalausar raðir af háreistum krönum, hálfkláraðar
byggingar og jarðrask er það sem helst hefur sett svip á borgina.
Að undanförnu hafa kranarnir og byggingapallarnir smám saman
verið að hverfa og hin nýja Berlín birst umheiminum líkt og eins
konar Oskubuska sem skyndilega geislar af glæsileik. Reichstag
og aðrar stjórnsýslubyggingar eru að fyllast af lífi og það sama má
segja um hina sögulegu miðborg Berlínar, Mitte í kringum
Friedrichstrasse, þar sem glæsilegar byggingar hafa leyst hryll-
ingshús kommúnistastjórnarinnar af hólmi. Þingið er þegar flutt
til Berlínar, ráðuneyti eru óðum að flytja þangað starfsemi sína og
það sama má segja um erlend sendiráð, þar á meðal sendiráð Is-
lands.
Eitt af einkennum hinnar nýju Berlínar er þorið og áræðið er
einkennir byggingarlistina. Það má sjá í glerhvelfingunni á þaki
Reichstag, er á að vera tákn um gegnsæi þýskra stjórnmála, en
einnig t.d. á Potsdamer Platz, sem nú er að nýju að verða einn af
miðpunktum Berlínar.
Berlín er greinilega að endurheimta sess sinn í Evrópu, sem ein
af mikilvægustu borgum álfunnar, menningarlega jafnt sem póli-
tískt. Þýsk stjórnmál einkennast af meira sjálfsöryggi en áður og
það er ljóst að Þýskaland mun verða eitt helsta forysturíki Evrópu
á næstu áratugum, pólitískt ekki síður en efnahagslega. Ekki síst
eiga Þjóðverjar eftir að gegna lykilhlutverki við að aðstoða ríkin í
Mið- og Austur-Evrópu við að aðlagast ríkjum í vesturhluta álf-
unnar. Berlín er ekki lengur jaðarborg, útvörður í austri, heldur
miðpunktur.
Lengi vel óttuðust nágrannaríki Þjóðverja þessa sýn og raunar
má segja að sams konar áhyggjur hafi verið áberandi í þýskri
samfélagsumræðu. Þjóðverjar hafa hins vegar sýnt það og sannað
á undanförnum áratugum að lýðræði þeirra hefur fest sig ræki-
lega í sessi, dafnað og þroskað. Hverjum dettur í hug lengur að
Þjóðverjar eigi eftir að ógna öðrum ríkjum? Með þátttöku sinni í
aðgerðum NATO í Kosovo og flutningi stjórnsýslunnar til Berlín-
ar má segja að Þýskaland sé loks að taka síðustu skrefin í átt að
eðlilegu ástandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Með flutningnum til
Berlínar er endanlega verið að sameina Þýskaland og með þátt-
töku í NATO-aðgerðunum eru Þjóðverjar að axla ábyrgð í sam-
ræmi við styrk sinn og stærð.
Fyrsta sértæka könnunin á bóklestri fullorðinna Islendinga
Ekki sjálfgefíð að
bókaþjóðin lesi bækur
Þeim íslendingum fer fjölgandi sem ekki
lesa neinar bækur í frístundum sínum og
fækkað hefur í liði afkastamikilla bókaorma
á síðastliðnum ellefu árum. Kemur þetta
fram í niðurstöðum lestrarkönnunar sem
7
Bókasamband Islands lét gera í mars.
Sigurbjörg Þrastardóttir kynnti sér
könnunina og leitaði viðbragða.
ÞRÖSTUR Helgason gerir grein fyrir
niðurstöðum lestrarkönnunarinnar. Karl
Sigurðsson frá Félagsvísindastofnun
situr við borðsendann.
MEIRIHLUTI Ís-
lendinga les ein-
göngu íslenskar
bækur og skáldsög-
ur eru sá flokkur bókmennta
sem mest er lesinn hér á landi.
Þessar niðurstöður koma
kannski fáum á óvart en það
gerir hins vegar sitthvað annað
sem fram kemur í niðurstöðum
könnunarinnar Bóklestur ís-
lendinga sem Bókasamband ís-
lands kynnti í gær.
í könnuninni vai' spurt sím-
leiðis hversu margar bækur
fólk las á síðustu þremur og
tólf mánuðum, hvers konar efni
fólk las og hve mikið af því var
á íslensku.
Þriðjungur kvaðst hafa lesið
l^ bækur síðastliðna tólf mán-
uði, rúm 18% lásu 5-9 bækur
og annar þriðjungur las 10
bækur eða fleiri. Um 15% svar-
enda höfðu hins vegar ekki les-
ið neina bók. Hlutfall þein'a
sem ekki lesa bækur í frístund-
um sínum hefur samkvæmt
þessu rúmlega tvöfaldast á ell-
efu árum en á sama tíma hefur
þeim fækkað úr helmingi í
þriðjung sem lesa tíu bækur
eða fleiri.
Sundurgreining svara eftir stéttum
sýnir að yfir fjórðungur iðnaðar-
manna las enga bók og yfir 20% sjó-
manna, bænda og verkafólks. Hins
vegar lásu yfir 90% sérfræðinga og
skrifstofufólks einhverja bók eða
bækur og í þeim stéttum var jafn-
framt að finna afkastamestu lesend-
urna. Yfir tveir af hverjum fímm í
hópi sérfræðinga og skrifstofufólks
höfðu lesið tíu bækur eða fleiri á tólf
mánaða tímabili.
Bókasambandið lét einnig kanna
lestrarmynstur á þriggja mánðaða
tímabili, frá því í vikunni fyrir jól og
til 18.-24 mars sl. Kom í ljós að fjórð-
ungur hafði lesið meira en eitt rit á
mánuði en tæp 28% opnuðu ekki bók
þrátt fyrir umfangsmikið jólabóka-
flóð. Aðrir lásu að meðaltali tvær
bækur á tímabilinu.
Skáldsagan í heiðurssæti
En hvers konar bókmenntir eru
lesnar á íslandi á tímum alþjóðavæð-
ingar og afþreyingariðnaðai'?
Skáldsagan er efst á blaði, lesin af yfir
63% þeirra sem eitthvað lásu. Mun
fleiri konur en karlar lesa skáldsögur
og spennu- eða ástarsögur, en karlar
hafa yfirhöndina þegar kemur að
fræðiritum og fagtímaritum. Um sjö-
undi hver lesandi les ljóð og fer ljóða-
lestur vaxandi eftir því sem ofar dreg-
ur í aldri. Sama aldursdreifíng er uppi
á teningnum í flokki ævisagna sem er
næstvinsælasti bókaflokkurinn á eftir
skáldsögunum.
í borginni lásu 15% svarenda fleiri
bækur á erlendum málum en móður-
málinu, en það er helmingi hærra hlut-
fall en á landsbyggðinni. Þar héldu
72% sig við íslenskt lesefni eingöngu,
en hið sama gerði ríflega helmingur
borgarbúa. Háskólamenntað fólk les
helst bækur á erlendum tungumálum,
svo og þeir sem yngri eru.
Félagsvísindastofnun gerði könn-
unina fyrir Bókasamband íslands
dagana 18.-24. mars sl. Nettósvörun
var 69%, en stuðst var við 1500 manna
slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til
einstaklinga 18 ára og eldri.
Nauðsynlegt að bregðast, við
Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar á blaðamannafundi Bókasam-
bands íslands í gær. Þröstur Helga-
son, formaður sambandsins, sagði nið-
urstöðurnar sláandi og full þörf væri á
að bregðast við. „Minnkandi lestur
getur leitt til miður góðra breytinga á
samfélagi okkar og ekki síður samfé-
lagsmyndinni, eins og vísbendingar
um að lestur sé stéttskiptur benda
til,“ sagði Þröstur og undirstrikaði að
menningarlegar rætur þjóðarinnar
lægju í bókmenntum. Meðal atriða
sem Bókasamband íslands hefur
mælt fyrir í því augnamiði að auka
bóklestur eru afnám bókaskatts, efl-
ing bókmenntakennslu í skólum og
aukin umfjöllun fjölmiðla um bók-
menntir auk þess sem sambandið hef-
ur hvatt til þess að lesið verði meira
fyrir börn.
Bóklestur íslendinga er fyrsta
könnunin sem sérstaklega hefur verið
gerð á lestri fullorðinna íslendinga.
Sigurður Svavarsson, formaður Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda, sagði
mjög mikilvægt að haldið yrði áfram
að fylgjast með þróuninni til þess að
geta brugðist við. „Það er auðvitað al-
gjörlega óviðunandi fyrir alla sem hér
eru að 15% landsmanna lesi engar
bækur,“ sagði Sigurður í samtali við
Morgunblaðið eftir að niðurstöður
könnunarinnar voru kynntar. „Þótt
bóklestur kunni að vera hér meiri en í
nágrannalöndunum er hættulegt að
taka því sem sjálfgefnu. Markmið
okkar er að auka bóklestur og það
gerum við til að mynda með viku bók-
arinnar sem nú er haldin í fyrsta sinn
í tengslum við dag bókarinnar. Fyi-stu
Hlutfall sem lásu enga bók og sem lásu 10 bækur eða fleiri
Kyn
Kariar
Konur
Aldur
18-29ára
30-49 ára
50-66 ára
67-100 ára
50%
Stétt
Stjórn./æðstu emb.
Sérfræðingar
Skrifstofufólk
Þjónustu-/gæslust.
Iðnaðarmenn
Sjómenn/Bændur
Verkafólk
Ekki útivinnandi
Starfsvettvangur
Hjá hinu opinbera
Launþ. á einkamark.
Sjáfstætt starfandi
Sambúðarform
Sambúð án barna
Sambúð með börn
Einhl. án bama
Einhl. með börn
0% 10% 20% 30% 40% 50%
Lestur einstakra tegunda bókmennta, greint eftir aldri
0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80%
Hversu margar bækur, ef einhverjar, hefur þú lesið í
frístundum þínum á sl. 12 mánuðum, svona um það bil,
hlutfall þeirra sem svöruðu. Samanburður við lífskjarakönnun frá 1988,
og neyslu- og lífsstílskannanir á árunum 1994-1997
10 bækur
eða fleiri
5-9 bækur
1-4 bækur
Enga bók
1988 1994 1995 1996 1997 1999
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 39
Lestur einstakra tegunda
bókmennta, greint eftir kyní
Skáld- Spenna/ Fræði-
sögur ástars. rit
viðbrögð við henni benda til þess að
hún geti orðið árviss viðburður, en til-
gangui-inn er að bækur berist fólki á
fleiri tímum en um jólaleytið."
Sigurður benti einnig á að börn
lærðu það sem fyrir þeim væri haft, og
því væri mikilvægt að lestrarmynstur
fullorðinna væri ungu kynslóðinni
hvatning. „Hver sá lesandi sem glatast
á unga aldri kann að vera að eilífu
glataður."
Harðnandi samkeppni
við aðra miðla
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra fagnaði því að könnun sem þessi
væri gerð því aldrei mætti sofna á verð-
inum. ,Auðvitað er áhyggjuefni f'yi'ir
okkm' sem bókaþjóð að bóklestur drag-
ist saman, en mér virðist samdráttur-
inn þó ekki átakanlegur miðað við
aukna samkeppni af hálfu annan'a
miðla um frítíma fólks. Hér er aðsókn
að kvikmyndahúsum, útleiga mynd-
banda, aðgengi að Netinu og framboð
af leiklist meiri en í öðrum löndum, svo
dæmi séu nefnd. í ljósi mikillar neyslu
annaira miðla er ekki annað að sjá en
að bókin standi sig vel. Svo má ekki
gleyma því að dagblöð og tímarit hafa
stækkað og breyst og kalla á aukinn
lestur. Netið gerir einnig kröfu um
lesskilning og ekki síður skriftai'kunn-
áttu því það er gagnvirkur miðill. í nýj-
um námsski'ám í skólakerfinu er höfuð-
áhersla einmitt lögð á að börn þjálfíst í
því að tala, lesa og skrifa til þess að
geta notið sín i nútímasamfélagi.“
Björn minnti á að stjórnvöld sýndu
gildi ritstarfa viðurkenningu með
margvíslegum hætti. „ Við höfum
hér starfslaun rithöfunda, dag ís-
lenskrar tungu, menningarsjóð og
bókasafnssjóð auk þess sem í undir-
búningi er sjóður til stuðnings höfund-
um fræðirita. Hins vegar myndi bóka-
útgófa hér fljótt deyja ef hún byggði
alfarið á opinberum fjárframlögum.
Við höfum sem betur fer öflug útgáfu-
fyrirtæki sem eru í mikilli samkeppni
og metnaður þein'a ræður miklu um
stöðuna."
Björn kvað ekki síður mikilvægt að
rækta virðingu fyrir bókum meðal
barna og unglinga og er ánægðm' með
vaxandi áhuga á upplestrarkeppni
grunnskólanna. „En auðvitað ræðst
bóklestur einnig af því hvað er í boði á
hverjum tíma og hversu mikil umræða
er um bókmenntir. Það er ekki fast lög-
mál að bókaþjóðin lesi alltaf bækur.“
Hægrimenn lesa fæstar bækur
Menntamálaráðherra hafði gaman
af því er blaðamenn bentu honum á
ólíkt lestrarmynstur fólks eftir því
hvaða stjórnmálastefnur það aðhyllist,
en hægi'imenn virðast almennt lesa
minna en aðrir.
A meðan 40,8% vinstrimanna lásu
tíu bækur eða fleiri á einu ári, lásu
tæp 28% hægrimanna og 37,4% miðju-
manna álíka mikið. 15% hægrimanna
líta ekki í bók og heldur ekki 14,3%
miðjumanna, en einungis rúm 8%
vinstrimanna segjast hafa látið hjá líða
að líta í bók undangengna tólf mánuði.
Munurinn milli fólks með ólíkar
stjórnmálaskoðanir er mestur þegai'
kemur að ljóðum. Tæp 23% vinstri-
manna kváðust hafa lesið ljóð síðustu
tólf mánuði á móti tæpum 11% hægri-
manna, en 15% miðjumanna eru
ljóðaunnendur.
„Þetta eru vissulega forvitnilegar
niðurstöður en ég tek þær þó mátu-
lega hátíðlega," sagði ráðherra. „Sjálf-
ur hef ég frekar litið á mig sem bóka-
mann og kann ekki skýringar á því
hvers vegna hægrimenn virðast lesa
minna en hinir. Ég les einnig ljóð og
hef gaman af, en játa þó að fræðirit
mynda meirihluta þeirra bóka sem ég
les,“ sagði hann.
Úr skýrslu Auðlindanefndar
Þjóðhagsstofnun um núverandi fiskveiðistjórnimarkerfi
Nær þeim tilgangi
að hámarka
arð þjóðarbúsins
Á síðustu tveimur áratugum hafa ekki aðeins
verið gerðar breytingar á stjórn fískveiða
heldur hefur rekstrarumhverfí allra fyrir-
tækja í landinu gerbreyst. Því er mjög
erfítt að skilja þá þætti sem hafa valdið
breytingum í sjávarútvegi frá þeim
þáttum sem hafa haft áhrif á efnahagslífíð
almennt, að mati Þjóðhagsstofnunar.
SAMKVÆMT áliti Þjóðhags-
stofnunar nær núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi með
skynsamlegri ákvörðun
heildaraflamarks og frjálsu framsali
aflaheimilda þeim tilgangi í meginat-
riðum að hámarka arð þjóðarbúsins
af fiskveiðum. Stofnunin segii' að
álagning auðlindagjalds sé að mestu
óskylt mál sem hafi ekki áhrif á
þetta álit á fyrirkomulagi fiskveiði-
stjórnunar.
Þetta er meðal annars að finna í
skýrslu Þjóðhagsstofnunar Próun
sjávarútvegs, kvótakerfíð, auðlinda-
gjald og almenn hagstjórn, en
skýrslan er unnin fyrir Auðlinda-
nefnd og birt í skýrslu hennar sem
kom út í síðasta mánuði. Þjóðhags-
stofnun bendir á í skýrslunni að á
síðustu tveimur ái'atugum hafi ekki
einvörðungu verið gerðar breytingar
á stjórn fiskveiða heldur hafi rekstr-
arumhverfi allra fyrirtækja í landinu
gerbreyst. Því sé mjög erfitt að
skilja þá þætti sem hafi valdið breyt-
ingum í sjávarútvegi frá þeim þátt-
um sem hafi haft áhrif á efnahagslíf-
ið almennt og eru í því sambandi
nefnd atriði eins og opnun fjár-
magnsmarkaða, hjöðnun verðbólgu,
gengisstefnan og þróun hlutabréfa-
markaða.
Framleiðni
jókst niikið
í meginatriðum ei-u niðurstöður
Þjóðhagsstofnunar þær að fram-
leiðni í fiskveiðum hafi aukist mikið
eftir að aflamarkskerfið var tekið
upp árið 1984. „Bæði fræðileg rök og
einstaka tölulegar upplýsingar
benda til þess að aflamarkskerfið
hafi stuðlað að framleiðniaukningu í
sjávarútvegi. En þegar á heildina er
litið og tekið tillit til margvíslegi’a
annarra breytinga í umhverfí út-
gerðarfyrirtækja er ekki hægt að
benda á marktækar töl-
fræðilegar vísbendingar
um að aflamarkskerfið
hafi haft þessi áhrif,“ segir
í skýrslunni.
í öðru lagi segir Þjóð-
hagsstofnun að afkomubatinn sem
hafi orðið í sjávarútveginum á áran-
um 1989-1995 hafi sennilega mest
ráðist af almennum breytingum sem
hafi orðið á þessum ánim í efna-
hagsumhverfi fyrirtækjanna. „Það
er þó ekki hægt að útiloka að afla-
markskeifíð hafi haft þarna nokkur
áhrif, t.d. í gegnum áhrif á fram-
leiðni í fiskveiðum sem hafi komið í
veg fyrir að sú lægð í þorskstofnin-
um sem varð á fyrri hluta þessa ára-
tugar hafi leitt til taprekstrar í sjáv-
arútvegi."
í skýrslunni segir ennfremur að
ekki sé hægt að sýna fram á veruleg-
ar breytingar á dreifingu afla á teg-
undir skipa eða landshluta vegna
kvótakerfisins. Samt sem áður séu
verulegir flutningar á aflahlutdeild
milli svæða sem bendi til aukinnar
áhættudreifíngar og hagræðingar.
Stærstu fyrirtækin hafi nokkuð auk-
ið aflahlutdeild sína en langt sé frá
að nokkurt fyrirtæki hafí yfírburða-
stöðu.
Þá segir Þjóðhagsstofnun að um-
fang kvótaviðskipta sé sennilega ein-
hver besti mælikvarðinn á hag-
kvæmni þess að hafa frjálst framsal.
Viðskipti með aflamark, þ.e. skamm-
tímakvóta, hafi verið veruleg á und-
anförnum áram og hafi numið 10
milljörðum króna á síðasta fiskveiði-
ári. Markaður fyrir aflahlutdeildir,
þ.e. varanlegan kvóta, hafi verið mun
minni. Þó hafi viðskiptin aukist á síð-
asta fískveiðiári.
Fram kemur að verðmæti fluttra
aflahlutdeilda alls var um 20 millj-
arðar króna fiskveiðiárin 1995/96 og
1996/97, en jókst í rúmlega 51 millj-
arð króna á síðasta fiskveiðiári
1997/98. Þarna er um að ræða áætl-
að verðmæti flutnings aflahlutdeilda
milli skipa í heild, en ekki eingöngu
þeirra aflahlutdeilda sem skiptu um
eigendur. Verulegur hluti þeirra
aflahlutdeilda sem fluttar voru milli
skipa skipti ekki um eigendur að
sögn Þjóðhagsstofnunar. Segir
stofnunin þessa mikla aukningu eft-
irtektarverða, en þar komi væntan-
lega fram viðbrögð útgerðanna við
þeim lögum sem sett voru í fyrravor,
ji.e. lögum um Kvótaþing, 50% veiði-
skyldu og afnám réttar til að af-
skrifa verðmæti keyptra aflahlut-
deilda.
I skýrslunni er einnig fjallað um
verðþróun á aflamarki og aflahlut-
deild á undanförnum árum. Varð-
andi verð á aflahlutdeildunum kem-
ur fram svo dæmi sé tekið að verðið
fyrir kílóið af slægðum þorski var
186 kr. á fiskveiðiárinu 1991/92, en
var 733 kr. á síðasta físk-
veiðiári eða næstum fjór-
falt hærra. Ef hins vegar
miðað er við verð á afla-
hlutdeildum miðað við
hundraðshluta kemur
fram í skýrslunni að verð á hverju
prósenti af þorski var 372 milljónir
króna fiskveiðiárið 1991/92. Það
lækkaði síðan næstu tvö fiskveiðiár
og endurspeglast þar samdráttur
veiðiheimilda í þorski á þessum ár-
um, en hækkaði síðan og nam rúm-
um 1.100 milljónum króna á síðasta
fiskveiðiári.
Verð á aflamarki í þorski var rúm-
ar 36 kr. miðað við kílóið af slægðu
fiskveiðárið 1992/93, en var 82 kr. á
síðasta fiskveiðiári. Segir Þjóðhags-
stofnun að meginástæðan fyrir
þessu háa verði á aflamarki sé að
verðið ráðist af þeim jaðarhagnaði
sem fyrirtækin hafi af því að bæta
við sig kvóta. Núverandi verð á afla-
marki endurspegli skammtíma jað-
arhagnað fyrirtækjanna og sé langt
umfram það verð sem heildararð-
semi í íslenskum sjávarútvegi gefi
tilefni til.
Auðlindagjald gerir miklar
kröfur til hagstjórnarinnar
í síðustu tveimur köflum skýrslu
Þjóðhagsstofnunar er fjallað um
hugsanlega gjaldtöku af fiskveiðum
vegna afnota af sameiginlegri auðlind
landsmanna. Segir meðal annars að
ef gengi og laun ákvarðist í samræmi
við ytri skilyrði þjóðarbúsins, þ.e.a.s.
þannig að jafnvægi sé á viðskiptun-
um við útlönd þegar litið sé til nokD-
urra ára í senn þá skipti ráðstöfun
auðlindarentunnar litlu fyrir stig
raungengis. „Þetta þýðir að ef fjár-
magnsmarkaður og vinnumarkaður
era án mikilla bresta skiptir ákvörð-
un um auðlindagjald fyrst og fremst
máli þegar litið er til tekju- og eigna-
dreifingai'. í þessu tilviki snúast rök-
in fyrir inngripum hins opinbera ekki
um að ná fram efnahagslegri hag-
kvæmni heldur að ná fram sáttum í
samfélaginu með jafnari skiptingu
auðlindarentunnar. Mikilvægt er að
slík inngrip skaði ekki verðmæta-
sköpun í sjávarútvegi.“
Þjóðhagsstofnun segir ennfremm'
að líkt og aðrar atvinnugi'einar muni
sjávarútvegur hafa áhrif á raun-
gengið. „Ef það verður niðurstaðan
að þessi áhrif séu þess eðlis að mikil
hætta sé á að raungengið verði það
hátt að það hindri þróun annarra at-
vinnugreina þá kemur auðlindagjald
til álita sem hagstjórnartæki til að
afstýi'a þessari hættu. Æskilegt væri
að álagning slíks gjalds væri sem
mest á markaðslegum forsendum,
t.d. með uppboði á aflamarki og afla-
hlutdeildum," segir Þjóðhagsstofn-
un.
Hún segir jafnframt að ef auÖ-
lindagjaldtaka eða uppboð veiði-
heimilda verði ákveðið sé mikilvægt
að taka það upp í áföngum á nægj-
anlega löngum tíma til þess að
greininni gefíst tími til þess að að-
lagast breytingunum og nauðsyn-
legt sé að verð heimildanna endur-
spegli allan útgerðarkostnaðinn,
bæði breytilegan og fastan. Þá segir
að álagning auðlindagjalds muni
gera miklar kröfur til hagstjórnar-
innar og ekki sé auðvelt að fínna
þær hlutlægu viðmiðanir sem hægt
sé að byggja á til að ákvarða „hóf-
legt“ raungengi.
Þjóðhagsstofnun segir loks að
þegar á heildina sé litið sé enginn
hagnaður af reglulegri starfsemi í
sjávarútvegi umfram það sem sé í
öðram atvinnugreinum, en búist sé
við að bætt veiðistjórnun leiði til
mikils hagnaðar í framtíðinni og þá
sérstaklega í þorskveiðum. Verð á
aflamarki endurspegli ekki fastan
kostnað vegna þeirra miklu fjár-
muna sem bundnir séu í fískveiðum
og hugsanleg gjaldtaka yrði því mun
lægri en þetta verð gæfi til kynna.
„Þegar til lengin tíma er litið er eðli-
legt að verð á aflamarki leiti í átt að
jafnvægi þar sem tekið er tillit tö
alls kostnaðar við veiðarnar. Þetta
hefur ekki gerst á þeim 15 árum
sem núverandi kerfi hefur verið við
lýði og er þetta háa verð veruleg
hindrun í vegi nýliðunar í útgerð.
Það er því ástæða til að kanna hvort
til séu markaðslegar leiðir til að
lækka verð á aflamarki,“ segir í
skýrslunni.
Hátt verð
hindrun í vegi
nýliðunar