Morgunblaðið - 21.04.1999, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kostun lista
og menningar
ímynd dirjsku og áhœttu er ekki síður já-
kvœð í heimi viðskiptanna en í listalífinu.
Kostun er orðið eitt
þrungnasta orðið í
umræðu um menn-
ingar- og listastarf-
semi í dag. Gott ef
ekki lykilorðið. íslenskt atvinnu-
og viðskiptalíf hefur á undan-
förnum misserum verið að vakna
til nýrrar vitundar um kosti þess
að styðja menningarlífíð, tengja
starfsemi sína við listsköpun,
binda ímynd framleiðslu sinnar
eða starfsemi við fagrar listir og
göfugt menningarlíf, svo varan
eða þjónustan upphefjist í huga
neytandans;
VIÐHORF þegar best
Eftír Hávar tek*t 1,1 nær
Sigurjónsson stuðmngurmn
við menning-
una að gæða vörumerkið menn-
ingarlegum þokka. Hversu
margir vita í dag að Smári sá er
Ragnar Jónsson var kenndur við
var smjörlíkistegund; þegar
Ragnar í Smára er nefndur vita
hins vegar flestir hvílíkur lykil-
maður hann var í stuðningi við
fjárvana listamenn um miðbik
aldarinnar. Fieiri dæmi eru um
stuðning fjársterkra einstak-
linga við fátæka listamenn, oftar
en einu sinni gerðist það að
nokkrir kaupsýslumenn tóku sig
saman og kostuðu efnileg ung-
menni til listnáms erlendis á
fyrri hluta aldarinnar. Petta var
kostun þeirra tíma og oft er vís-
að til hennar þegar kostun ber á
góma í íslensku menningarlífi.
Kostun á nútímavísu er ólíkt
flóknara fyrirbæri og krefst
kunnáttu þeirra er stýra menn-
ingarstofnunum, þeir verða að
tileinka sér ákveðna „taktík" og
læra „strategíur", tala tungumál
viðskiptalífsins þegar kostir
kostunarinnar eru bornir upp
við stjórnendur fyrirtækjanna. í
nútímasamfélagi þar sem mark-
aðssetning vöru og þjónustu er
orðin gífurlega flókið fyrirbæri
og ímynd vörunnar í huga neyt-
j, andans er að minnsta kosti jafn-
1 ' mikilvæg og gæði hennar hafa
menningarstofnanir yfír að ráða
mjög sterkri ímyndarskapandi
„vöru“ í formi listviðburða og
sýninga, Islenska Operan, Þjóð-
leikhúsið, Listasafn íslands,_
Kjarvalsstaðir, Gerðuberg, Is-
lenski dansflokkurinn o.fl. o.fl.
hafa öll ákveðna ímynd í hugum
fólks. Þessi ímynd er hluti þeirr-
ar „vöru“ sem föl er til kostunar.
Til að selja „listvöruna“ þarf að
beita sömu aðferðum í gi-und-
vallaratriðum og um hvaða aðra
vöru væri að ræða, þ.e. að aug-
lýsa hana og koma henni á fram-
færi svo almenningur hafi mögu-
leika á að nálgast hana; lykilorð í
allri sölumennsku á menningar-
og listviðburðum er GÆÐI og
það eru þessi gæði listanna sem
stjómendur menningarstofnana
eru að bjóða stjórnendum við-
skipta- og atvinnulífsins að
tengja sig við með kostun.
I gær og fyrradag hefur staðið
yfír námskeið í kostun menning-
arstofnana á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Is-
lands og Norræna hússins. Til
fyrirlestrahalds voru kallaðir
kunnáttumenn frá Norðurlönd-
um og Bretlandi og þátttakan
var geysigóð, ekki var annað að
sjá en flestar menningar- og
listastofnanir á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu ættu þarna fulltrúa;
enginn vill missa af þeirri lest
sem komin er af stað og kennd
er við kostunina. Raunveruleik-
inn er auðvitað sá að menningar-
og listalífíð er í miklum blóma,
framboðið er sífellt að aukast og
þar af leiðir að samkeppnin í
menningargeiranum er einnig að
aukast, framsetning menningar-
efnis verður einnig sífellt kostn-
aðarsamari, þótt opinber fram-
lög til lista- og menningarstarf-
semi hafi ekki aukist í sama
hlutfalli. Fjárþörf menningarlífs-
ins hefur aukist í réttu hlutfalli
við aukið framboð. Hvort opin-
ber framlög eiga endilega að
hækka í samræmi við það er
pólitísk spurning þar sem sjón-
armiðin stangast verulega á; til
eru þeir sem halda því beinlínis
fram að hið opinbera eigi ekki að
leggja neitt til menningar og
lista, menningin eigi alfarið að
lúta lögmálum samkeppninnar
og treysta að öðru Ieyti á stuðn-
ing einkaaðila.
Geir Haarde fjármálaráðherra
flutti erindi við upphaf nám-
skeiðsins á mánudagsmorgun og
skoðun hans var ótvíræð. Hann
kvað samstarf fyrirtækja og
menningarstofnana í formi kost-
unar af hinu góða og það væri
gömul bábilja að með því móti
yrðu listamenn óeðlilega háðii-
fyrirtækjunum heldur gæti kost-
un einkaaðila minnkað ósjálf-
stæði listamannanna gagnvart
opinberum aðilum.
Þessi „gamla bábilja" hafði á
sínum tíma fyrst og fremst póli-
tískt inntak, því í henni fólst ótti
pólitískt þenkjandi listamanna
við að verða að lúta listrænni
stjórn kostunaraðilans; í krafti
fjármunanna gæti hann sagt
listamönnunum til um hvað þeir
ættu að skapa. Það er vafalaust
rétt hjá ráðherranum að ótti
listamanna við slíka „afarkost-
un“ er ástæðulaus. Hins vegar
hefur sóknin eftir tengslum við
viðurkennd gæði haft þau áhrif
að meiri tregðu hefur gætt í
einkageiranum við að styðja það
sem er nýtt og óþekkt; menn
telja sig ganga að gæðunum vís-
ari ef um er að ræða viður-
kennda list. Þetta sjónarmið er
að sögn á undanhaldi, því áhugi
fyrir stuðningi við þá list sem
sköpuð er í samtímanum eykst
hröðum skrefum. Mörg fyrir-
tæki sjá sér beinan hag í því að
tengjast því óþekkta; ímynd
dirfsku og áhættu er ekki síður
jákvæð í heimi viðskiptanna en í
listalífínu.
Agætt dæmi um vel heppnað
samstarf er frá Finnlandi þar
sem Nútímalistasafnið í
Helsinki, KIASMA, og kostun-
araðilar hafa komið sér saman
um skýr markmið kostunarinn-
ar. Ollum fjármunum sem kost-
unaraðilar leggja KIASMA til
er varið til auglýsinga og kynn-
inga á sýningum og starfsemi
safnsins. Fjárveitingar hins op-
inbera eru nýttar til starfsem-
innar sjálfrar, sýningarhalds
fyrst og fremst, og þannig er
þessu tvennu haldið aðskildu.
Kostunaraðilamir njóta einnig
góðs af fyrirkomulaginu þar
sem nöfn þeirra, firmamerki og
vörumerki koma fram á á öllu
auglýsinga- og kynningarefni
safnsins. Safnið fær á móti
margfaldlega aukið svigrúm til
að kynna sig. Árangurinn hefur
ekki látið á sér standa því sam-
kvæmt könnnunum er KIASMA
orðið best þekkta listasafn Finn-
lands en safnið var opnað í
ársbyrjun 1998.
Blómstrandi ferðaþjónusta
í Reykjaneskjördæmi!
Á undanfömum ár-
um hefur atvinnu-
greinin ferðaþjónusta
blómstrað um allt
Reykj aneskj ördæmi.
Fjölbreytni í landslagi
og ótrúleg náttúrufeg-
urð gerir þetta svæði
eitt af því eftirsóknar-
verðasta á landinu. Á
svæðinu búa um 30%
íslensku þjóðarinnar
og margir af þeim
starfa beint og óbeint
við ferðaþjónustu.
Mig langar að draga
fram nokkur dæmi:
Keflavíkurflugvöll-
ur er aðalhlið inn í
landið. Þar hafa viðkomu flestir af
þeim erlendu gestum sem sækja
Island heim og þar hafa viðkomu
nánast allir Islendingar sem eiga
leið til útlanda. Baðstaðurinn við
Bláa lónið er orðinn sá staður á
landinu sem flestir ferðamenn
heimsækja. Á síðastliðnu ári
heimsóttu 170.000 gestir þennan
áhugaverða stað og nutu þess að
baða sig í heilnæmu vatninu.
Heilsuvörur frá Bláa lóninu eru
nú komnar á markað víða um
heim og hljóta mikið lof. Glæsileg
hótel og gistiheimili hafa risið í
Reykjanesbæ og víðar í kjördæm-
inu. Sjótengd afþi-eying svo sem
hvalaskoðun, sædýrasafn, og
sjóstangveiði er nú orðin áberandi
í og við strandbæina Sandgerði,
Grindavík og Hafnir. Áhugaverð
rannsóknai'vinna fer fram í
Fræðasetrinu í Sandgerði.
I Hafnarfirði hefur skemmtileg
hugmyndavinna verið fram-
kvæmd og nú er „Bærinn í hraun-
inu“ þekktur víða er-
lendis sem Víkinga-
iiærinry eða Álfabær-
inn á Islandi og þar
eru árlega haldnar
spennandi hátíðir sem
eru að öðlast ákveð-
inn fastan sess í hug-
um okkar Islendinga
og erlendra ferða-
manna.
I Kópavogi var ný-
lega vígt fyrsta sér-
hannaða tónleikahúsið
á Islandi og þar við
hlið stendur Gerðar-
safn, bæði sérlega
glæsileg mannvirki og
byggð af miklum
metnaði. Víða í kjördæminu eru
áhugaverð söfn, svo sem Lækn-
Ferðaþjónusta
Það er afar mikilvægt
fyrir þessa atvinnu-
grein sem aðrar, segir
Hildur Jónsdóttir, að
fyrirtækin í ferðaþjón-
ustu geti starfað í stöð-
ugu rekstrarumhverfi.
ingaminjasafnið og Lyfjafræð-
isafnið í Nesi á Seltjarnarnesi, og
víða hafa risið listamiðstöðvar og
veitingastaðir með skemmtilegu
menningarívafi eins og í Mosfells-
bæ og víðar. Sérhvert fyrh'tæki
sem sett er á stofn kallar á starfs-
fólk með ákveðna sérhæfingu sem
aftur kallar á menntun og þjálfun.
Það er afar ánægjulegt að geta
nefnt í þessu sambandi hinn öfl-
uga skóla í kjördæminu , Mennta-
skólann í Kópavogi sem nú er orð-
inn móðurskóli fyrir giæinar
tengdar ferðaþjónustu. Þar er nú
boðið upp á nám til stúdentsprófs
á ferðamálabraut, þar er starf-
ræktur Leiðsögumannaskóli Is-
lands sem útskrifar um 30 leið-
sögumenn árlega, boðið er upp á
eins árs nám í ferðafræðum í
kvöldskóla sem er mjög vel sótt og
þar er starfræktur Hótel og veit-
ingaskólinn í glæsilegri nýbygg-
ingu við skólann.
Það er afar mikilvægt fyrir
þessa atvinnugrein sem aðrar að
fyrirtækin í ferðaþjónustu geti
starfað í stöðugu rekstrarum-
hverfi. Stöðugleiki í rekstrarum-
hverfi fyi'irtækja er grundvallar-
forsenda fyrir áframhaldandi
rekstri og uppbyggingu. í tíð síð-
ustu ríkisstjórnar hefur verið lögð
sérstök áhersla á að skapa þessi
skilyrði, árangurinn er sýnilegur í
blómstrandi atvinnulífi allstaðar á
landinu. í Reykjaneskjördæmi
eru enn ótal tækifæri ónýtt í
ferðaþjónustu, þar er mikill hugur
í mönnum og vafalaust eigum við
eftir að sjá margar nýjungar líta
dagsins ljós. Eg hvet fólk til þess
að hafa þessi atriði ofarlega í
huga þegar gengið er að kjörborði
þann 8. maí. og velja áframhald-
andi dygga forystu sjálfstæðis-
manna til áframhaldandi árang-
urs.
Höfundur starfar í feröaþjónustu og
skipar 9. sæti á lista sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi.
Hildur
Jónsdóttir
Hverju skilar batnandi
hagur atvinnulífsins?
UPP Á síðkastið
hefur farið fram afar
sérstæður málflutning-
ur vinstrimanna um
ríkisfjármál. Reikn-
ingskúnstum þeirra
hefur nú verið svarað
rækilega og þess að
vænta að lesendur og
aðrir fjölmiðlaneytend-
ur þurfi ekki lengur að
umbera talnaleikfimi
þá sem iðkuð hefur
verið af mismikilli
mennt, af einstökum
fulltrúum vinstriflokk-
anna sem nú bjóða
fram undir merkjum
Samfylkingarinnar.
Tryggjum áframhaldandi
stöðugleika
En hvað eru þeir að .segja í
rauninni? Jú í sannleika sagt geng-
ur málflutningurinn út á að mikill
drifkraftur sé í efnahagslífi lands-
manna. Umsvifin hafi skapað tekj-
ur fyrir ríkissjóð, sem hafi síðan
verið til ráðstöfunar til ýmissa
góðra verka.
Sem betur fer hefur verið vöxtur í
íslensku efnahagslífí. Hagvöxtm'
mikill, atvinnuleysi lítið og verð-
bólga einnig. Efnahagsárangur okk-
ar hefur vakið athygli út fyiir land-
steinana og hlotið lof alþjóðlegra
stofnana, sem hafa kynnt sér málin.
Þessum árangii þurfum við að
viðhalda og íýlgja áfram á þeirri
braut efnahagslegi'ar uppbygging-
ar sem sett hefur svip sinn á þetta
þjóðfélag á undanförnum árum.
En ekkert af þessu gerist með
sjálfvirkum hætti. Ástæða þess að
betur hefur gengið í íslenskum
þjóðarbúskap er fyrst og fremst sú
að fylgt hefur verið
skynsamlegri efna-
hagsstjórn og skapað-
ur almennur rekstrar-
grundvöllur fyrir at-
vinnulífið í landinu.
Þannig hefur gróskan
í atvinnulífmu víða
aukið verðmætasköp-
unina og skapað skil-
yrði fyrir batnandi
kjörum almennings og
tekjuauka ríkissjóðs.
Nú hafa vinsti'imenn
ýmsir í hótunum um að
snúa frá þessu. Þeir
virðast ekki - eða þykj-
ast ekki skilja það sam-
hengi sem er á milli
þess að betur gangi í atvinnulífinu
og að þjóðfélagið sé á efnahagslegri
uppleið. Sé grafið undan rekstrar-
grundvelli atvinnulífsins, með álög-
um, lausatökum í ríkisfjármálum og
óábyrgri efnahagsstjóm, er viðbúið
að veður skipist fljótt í lofti; efna-
hagsvöxtur breytist í samdrátt,
efnahagslegt jafnvægi í óstöðug-
leika og verðbólga ríði yfir þjóðfé-
lagið með þeim hönnulegu afleið-
ingum sem það myndi hafa fyrir at-
vinnulífið og heimilin í landinu.
Hættulegt atvinnulífinu
Á dögunum hitti ég ágætan
dugnaðarmann, sem hefur verið að
hasla sér völl í eigin atvinnurekstri
með smáu sniði. Eins og svo marg-
ir aðrá' hafði hann áhyggjur af
framtíðinni ef vinstrimenn kæmust
til valda, undir þeim formerkjum
sem þeir sjálfir boða. Honum var
ljóst að ekkert væri jafn hættulegt
fyrir hinn viðkvæma vaxtarbrodd í
atvinnulífinu sem hann hafði verið
að hlúa að með eigin dugnaði og at-
Atvinnulífið
Vinstrimenn virðast
ekki skilja það sam-
hengi sem er á milli
þess að betur gangi í
atvinnulífinu, segir Ein-
ar K. Guðfinnsson, og
að þjóðfélagið sé á
efnahagslegri uppleið.
oi'ku. í huga hans eins og vonandi
sem flestra var samhengið á milli
velgengni atvinnulífsins og hags
heimilanna augljóst. Þetta sam-
hengi er eins og fyrri daginn sem
lokuð bók fyrir vinstrimönnum og
það er því miður ekki nýtt af nál-
inni.
Höfundur er fyrsti þingmaður
Vcsttjíirðu.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðuslíg 21, Reykjuvík, sími 551 4050
Einar K.
Guðfinnsson