Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frambjóðendur _________UMRÆÐAN_______ Samfylkingin og hags- munir sjómanna Alþingiskosningar 1999 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða á kosningaskrifstofum flokksins þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 18.00 til 19.00 fram til kosninga. í dag verða til viðtals: Breiðholt Álfabakki 14a Guðmundur Hallvarðsson Laugarnes Sundlaugavegur 12 á horni Gullteigs Pétur Blöndal Langholt Langholtsvegur 84 Katrín Fjeldsted ->l Vestur- og miðbær, Nes- og Melahverfi Miðbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9 Bjjörn Bjarnason Smáíbúða- Fossvogs- Bústaða- og Háaleitishverfi Suðurlandsbraut 14 Sólveig Pétursdóttir Grafarvogur Hverafold 1-3 VilHJálmur Þ. Vilhjálmsson Austurbær, Norðurmýri Hverfisgata 82 á horni Vitastígs Lára M. Ragnarsdóttir Árbær, Selás og Ártúnsholt Hraunbæ 102b Ásta Möller Opið hús í lcvölcfl! Opið hús í Kosningamiðstöðinni Skipholti 19 í kvöld kl. 20.00. - Nýir frambjóðendur flytja ávörp - Kórsöngur - Harmonikkuleikur Allir velkomnir ÁRAIMGURfyrirJKl.UK ÞEIR þingmenn sem skipa þingflokk Samfylkingarinnar stóðu við hlið sjó- manna í kjaradeilum síðustu ára. Með at- kvæðum sínum komu þeir í veg fyrir að rík- isstjómin gæti sett lög á kjaradeilu sjómanna við útvegsmenn í febr- úar 1998. Þannig gafst sjómönnum færi á að ná vopnum sínum, ná nýrri stöðu í deilunni, fresta verkfalli og ráða meiru um niðurstöð- una síðar um vorið. Þingmenn Samfylk- ingarinnar fluttu líka þingsályktun um að allur afli skyldi seldur á físk- markaði, sem var í samræmi við stefnu sjómannasamtakanna. Þeir hafa flutt fjölda annaiTa mála sem hafa verið í samræmi við hagsmuni sjómanna svo sem það að setja frekari skorður við framsali; að auka veiðiskyldu; að undirmálsfiski sé landað, seldur um fiskmarkaði og andvirðið renni að stærstum hluta til sjómanna og samtaka þeirra; að skipa nefnd er hafi það hlutverk að gera úttekt á aðbúnaði og starfsumhverfi skipverja um borð í íslenskum fiskiskipum. Þá hafa þeir verið með fyrirspumir til ráherra um ýmis mál er varða sjó- menn s.s. skipstjómarnám, niður- lagningu loftskeytastöðva, lög- heimilisbreytingar sjómanna þannig að við tilteknar aðstæður geti hjón haft sitthvort lögheimili, úthlutun veiðiheimilda úr „Selja- vallasjóði", um öryggismál sjó- manna, stöðugleika fiskiskipa, hrefnuveiðar og margt fleira. Þá hafa þeir ítrekað vakið athygli á því óréttlæti sem felst í því að reynsla sjó- manna, sem myndaði upphaflegu aflahlut- deild skipanna, skyldi gerð að framseljan- legri eign útgerðar- manna. Það sem hér er rak- ið sýnir að sjómenn og Samfylkingin eiga samleið. Eflum viðskipti um fískmarkaði Samfylkingin vill að þjóðarsátt náist um stjórnkerfi fiskveiða fyrir árið 2002 og verði markmið slíkrar sáttar hagkvæm nýting auðlindarinnar, traust at- vinna og byggð í landinu og vemd- Sjávarútvegur Stefna Samfylkingar- innar varðandi breytta úthlutun veiðiheimilda og eflingu fiskmarkaða, segir Svanfríður Jón- asdóttir, styrkir slíka þróun og stuðlar að því að nýir aðilar geti hasl- að sér völl í greininni. un nytjastofna. Eignarhald þjóðar- innar á sameiginlegum auðlindum lands og sjávar verði tryggt í stjómarskrá og tekið verði sann- gjamt gjald fyrir not af þeim, m.a. til að standa straum af þeim kostn- aði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og varðveislu. Samfylkingin vill að úthlutun veiðiheimilda taki tillit til jafnræðisreglu stjómar- skrárinnar. Þegar á næsta fisk- veiðiári verði sá hluti aflaheimilda sem nemur viðbót frá fyrra ári leigður til eins árs á markaði þar sem allir eigi þess kost að bjóða. Frá haustinu 2000 aukist þessi leigukvóti um 5-10% og þannig verði undið rólega en markvisst of- an af „gjafakvótakerfinu". Þennan leigukvóta verður ekki heimilt að framselja og takmarkað verður hversu mikið einstakir aðilar geta leigt til sín. Samfylkingin vill líka að eðlileg og opin viðskipti eigi sér stað með aflann og vill efla við- skipti um fiskmarkaði. Að nýir aðilar geti haslað sér völl Sjávarútvegur á íslandi hefur vaxið og dafnað vegna þess að við höfum átt dugmikla sjómenn sem hafa verið frumkvöðlar við veiðar og nýtingu fiskistofnanna við land- ið. Margir hafa líka vaxið upp í að verða öflugir útgerðamenn. Sama á við um vinnsluna. Þar hafa einstak- lingar með þekkingu og reynslu haslað sér völl og byggt upp ný fyrirtæki, nýtt sér breyttar að- stæður og farið ótroðnar slóðir. Stefna Samfylkingarinnar varð- andi breytta úthlutun veiðiheimilda og eflingu fiskmarkaða styrkir slíka þróun og stuðlar að því að ný- ir aðilar geti haslað sér völl í grein- inni. Þar liggja hagsmunir vinnsl- unnar og sjómanna saman. Höfundur er alþingismaður, skipar 1. sæti Samfylkingar á Norðurlandi eystra. Svanfríður Jónasdóttir Samfylkingin lofar skattahækkunum ÞAÐ hefur verið æði ruglingslegt að fylgjast með kosningabaráttu Samfylkingarinnar það sem af er. Leiðtogar hennar og talsmenn eru annað hvort ósam- mála eða þykjast vera skoðanalausir þegar þeir eru innth' eftir stefnunni í hverju stór- málinu á fætur öðru. Það væri broslegt að fylgjast með stefnu- leysi og hringlanda- hætti þessa fólks ef ekki væri um mikil- væga málaflokka að ræða sem kjósa á um innan skamms. Þannig er Samfylk- ingin bæði með og á móti aðild Is- lands að Atlantshafsbandalaginu, hún hefur enga afstöðu til Evrópu- sambandsins og segist bæði vera með og á móti ofurtollum í land- búnaði svo eitthvað sé nefnt. Einhugur í skattamálum En nú geta þeir, sem héldu að Samfylkingin væri stefnulaus í öll- um stóru málunum, tekið gleði sína á ný þar sem frambjóðendur henn- ar hafa loksins fundið stóran mála- flokk þar sem hnífurinn gengur ekki á milli þeirra. Þeir eru sam- mála um að skattar séu of lágir hérlendis! Frambjóðendur Samfylkingar hafa vart mátt opna munn- inn opinberlega að undanfórnu án þess að mótmæla skattalækk- unum ríkisstjórnar- innar. í þessu máli hefur einu gilt hvort frambjóðendumir koma úr Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi, frá höfuðborgarsvæð- inu eða af landsbyggð- inni. Skattalækkun skellt á landsmenn? Sigríður Jóhannesdóttir, alþing- ismaður og frambjóðandi Samfylk- ingar í Reykjaneskjördæmi, mót- mælti lækkun tekjuskattsins um síðustu áramót t.d. sérstaklega á Alþingi og sagði það vera slæmt að nú væri verið að „skella á“ tekju- skattslækkun einstaklinga. í kosn- ingabaráttunni hafa aðrir fram- bjóðendur Samfylkingarinnar margoft tekið undir þetta, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir leiðtogi og Margrét Frímannsdóttir talsmað- ur. Nú síðast bættist Össur Skarp- héðinsson í hópinn en hann sagði í sjónvarpsumræðum á Stöð 2 með Skattlagning Frambjóðendur Sam- fylkingarinnar eru sammála um, segir Kjartan Magnússon, að skattar séu of lágir hérlendis og lofa skattahækkunum. Geir Haarde að lækkun tekju- skatts einstaklinga hefði verið mis- tök. Þessir frambjóðendur fara ekki í grafgötur með að þeir ætli að leiðrétta þessi „mistök“ og hækka tekjuskatt einstaklinga og fyrir- tækja, komist þeir til valda. Virðingarverð hreinskilni Kjósendur hafa hvað eftir að kynnast loforðum vinstri manna um að hækka ekki skatta eða álögur á almenning. Strax eftir kosningar eru þessi loforð svikin og er skemmst að minnast svikinna lof- orða R-listans í Reykjavík fyrir tvennar síðustu borgarstjómar- kosningar. Nú bregður nýrra við. Frambjóð- endur Samfylkingarinnar lofa nú að hækka skatta og er það í sjálfu sér virðingarverð hreinskilni. Kjósend- ur þurfa ekki að velkjast í vafa um að þessi loforð verða efnd af miklum þunga, komist Fylkingin í aðstöðu til þess eftir kosningar. Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTHVAID l\IÝT~1 Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.