Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 52

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Milli fjalls og fjöru - Skógarsjóðurinn „BLIKAR í lofti birki þrasta sveimur, skógar glymja, skreyttir reyni- trjám“. Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson, í ljóðinu Gunnarshólma, Islandi til forna er það var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Asýnd landsins hefur þannig verið all frábrugðin því sem er í dag. Sögulegar heimild- ir, skógarleifar og jarð- fræðfleg gögn sýna að landið hefur almennt verið skógi vaxið. Þrátt fyrir gríðarlegt átak síðustu ára í skóg- ræktai-málum, þá er Is- land enn í dag að stórum hluta eyði- mörk. Jarðrof og jarðeyðing er gríð- arleg. Uppgræðsla lands, heftun sandfoks og gróðursetning trjáa sækist seint. Hér er ekki verið að reifa ný sannindi. Skógarsjóðurinn Það er skoðun undirritaðs að meg- inverkefni á sviði skógræktar á kom- andi árum verði að afla aukins fjár tfl skógræktar og jarðnæðis til plöntun- ar trjáa. í því augnamiði hefur verið stofnuð sjálfseignarstofnunin Skóg- arsjóðurinn. Megintilgangur sjóðsins er að stuðla að skógrækt á Islandi, m.a. með þvi að styrkja einstaklinga og fyrirtæki tfl plöntukaupa. Allir Is- lendingar sem uppfylla lágmarks- kröfm- geta sótt um styrk í sjóðinn, . eða eins og segir í stofnskrá sjóðsins: „Markmið sjóðsins er að stuðla að skógrækt á Islandi. Sjóðurinn styð- ur hvers konar átak til að auka landgæði með ræktun trjágróðurs á Islandi. Sjóðurinn styrkir einstak- linga og félög til skógræktar með afhendingu trjáplantna. Sjóðurinn kaupir og leigir lönd á völdum skóg- ræktarsvæðum á íslandi til úthlut- unar til einstaklinga og félaga, sem vilja stunda skógrækt. Sjóðurinn stundar skógrækt í eigin nafni. Sjóðurinn styrkir óvenjuleg, sér- stök eða sérhæfð rannsóknarverk- efni á sviði skógræktar. Sjóðurinn styrkir gerð skógræktarskipulags einstaklinga og félaga." \ Rekstur sjóðsins mun að mestu byggja á öflugu fjáröflunarstarfi, en jafnframt sé ég fyrir mér að hann verði far- vegur fyrir fjárframlög einstaklinga og fyrir- tækja til skógræktar. Skógrækt NOKKRIR skrif- stofukarlar verkalýðs- Markmið sjóðsins, seg- ir Þörður Þórðarson, er að stuðla að skóg- hreyfingarinnar heim- sóttu starfsfélaga sína á ESB-kontómum í Bras- sel. Þar fannst fjöður: Ekkert segir um það í Rómarsáttmála Evr- ópusambandsins að Is- lendingar þurfi að Allir þeir er starfa að sjóðnum gefa vinnu sína og er ekki gert ráð fyrir að af rekstri hans hljótist útgjöld. Þannig verður tryggt að allt það fé er aflað verður tfl hans renni til plönt- unar trjáa. rækt á Islandi. iát Gírótombólunni. Framgangur henn- ar er með þeim hætti að allir Islend- ingar á aldrinum 18 til 67 ára fá senda póskröfu. Er þeir hafa leyst póstkröfuna út hjá Islandspósti, fá 1 _ i • • .1 x i . T gangast undir sjávarút- vegsstefnu sambands- ins í tilfelli inngöngu. Samkvæmt útvarps- fréttum á sunnudag tóku skrifstofukarlamir andköf. Formaður Sjó- TT '11 Þórður Þórðarson Stjómskipulag sjóðsins Þrír menn skipa stjórn sjóðsins á hverjum tíma og eru þeir tilnefndir af stjóm Skógræktarfélags Reykja- víkur. Núverandi stjórn skipa Þórð- ur Þórðarson hdl., Olafur Sigurðs- son, arkitekt, formaður Skógræktar- félags Reykjavíkur og Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður borgar- skipulags og stjórnarmaður í Skóg- ræktarfélagi Islands, sem er jafn- framt formaður stjómar sjóðsins. Ráðgefandi heiðursstjóm sjóðsins skipa þrettán menn. Em þeir valdir vegna starfa þeirra í þágu skógrækt- ar eða vegna þess að þeir eða fyrir- tæki þau er þeir em í forvígi fyrfr em velunnarar sjóðsins. Eftirtaldir menn skipa stjómina: Birgir Isl. Gunnarsson seðlabankastjóri, Olafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga, Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, Stefán Pálson, bankastjóri Búnaðarbanka Islands, Alfreð Þorsteinsson, stjómarfomað- ur Orkuveitna Reykjavíkurborgar, Rannveig Rist, forstjóri ISAL, Þor- geir Baldursson, forstjóri Odda, Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, Páll Samúelsson, stjóm- arformaður P. Samúelssonar, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, Magnús L. Sveinsson, formaður VR'og Einar Þorsteinsson, forstjóri íslandspósts. Gfrótombólan A komandi vori mun fjáröflunará- tak Skógarsjóðsins hefjast með slaginu er bréf er tilgreinir vinning þann er greiðandi hefur hlotið. Vinn- inga má vitja á afgreiðslustöðum Olís um land allt. Þeir er ekki vflja vitja vinningsins geta ritað nafn sitt aftan á fyrmefnt bréf og lagt það 1 pott veglegra vinninga sem dregið verður úr í beinni útsendingu á Bylgjunni. Vinningar verða glæsilegir og fá allir vinning. Þetta er því sannkölluð tombóla. Stjóm Skógarsjóðsins mun á kom- andi missemm kynna frekar starf- semi sjóðsins og fjáröflunaráform. Vemdari Skógarsjóðsins Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari Skóg- arsjóðsins. Með því gefur hann átak- inu ómetanlegan meðbyr og tryggir brautargengi þess. Mér fínnst við hæfi að einkunnarorð Skógarsjóðs- ins verði upphafsorð greinar þessar- ar, Milli fjalls og fjöra, en það er markmið allra þeirra tugþúsunda ís- lendinga er að skógrækt vinna. Það er von þeirra er að Skógar- sjóðnum standa að með starfrækslu hans verði Islandi veitt einhver líkn, sem verður öllum landsmönnum til framdráttar. Höfuadur er stjómarma.ður í Skógarsjóðnum. Þessi grein birtist í Morgunblað- inu í gær, en svo illa vildi til að röng mynd birtist af höfundi. Greinin er því endurbirt og biðst Morgunblaðið afsökunar á mistökunum. Treystum byggð í öllu landinu Landsbyggðin Sjálfstæðismenn líta á það sem eitt allra Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um byggða- stefnu og sýnist sitt hverjum hvernig eigi að bregðast við þeirri fólksfækkun sem orðið hefur á landsbyggð- inni. Við sjálfstæðis- menn lítum á það sem eitt allra stærsta við- fangsefni næsta kjör- tímabils að efla sam- keppnishæfni lands- byggðarinnar. Mark- miðið er að öllum landsmönnum verði bú- in nútíma lífsskilyrði. Því er mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin taki höndum saman um að snúa byggðaþróun undangenginna ára í átt til eflingar byggðar um allt land. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að ný störf verði til á lands- byggðinni í vaxtargreinum atvinnu- lífsins í stað þeirra sem hverfa með almennri hagræðingu og breyttum atvinnuháttum. Til dæmis er Ijóst að áfram mun störfum í hefðbundn- um landbúnaði og starfsemi honum tengdri fækka vegna tækniframfara í landbúnaði. Ólafur Björnsson Miklar vonir era bundnar við nýja byggðaáætlun sem samþykkt hefur verið á Alþingi nýlega að frum- kvæði forsætisráðherra. Þá er ljóst að aukið fjármagn tfl samgöngu- mála, starfsemi eignar- haldsfélaga og fram- takssjóða nýsköpunar- sjóðs munu stuðla hins vegar að uppbyggingu og framfómm á lands- byggðinni. Ekkert kemur þó í stað vilja fólksins sjálfs til að byggja upp blóm- legt atvinnulíf, fái ein- staklingsfrelsið notið sín. Því ber að varast allar aðgerðir sem draga úr framtakssemi fólks á landsbyggðinni, s.s. óhóflega skatt- heimtu eða eftirlitsiðnað. Jafnframt er mikilvægt að eignarréttur íbúa landsbyggðarinnar til þess land- svæðis sem þeir búa á og nytja sé viðurkenndur, því að öðrum kosti hefur sjálfsvirðing og kraftur fólks- ins beðið hnekki. Aðgerðir til jöfnunar, s.s. vegna námskostnaðar og húshitunar- kostnaðar, þarf einnig að auka til stærsta viðfangsefni næsta kjörtímabils, segir Olafur Björnsson, að efla samkeppnis- hæfni landsbyggðar- mnar. þess að menn sitji við sama borð. Sameining sveitarfélaga og yffr- færsla verkefna til þeirra frá ríkinu hefur styrkt sveitarfélögin og skapað nýjan gmndvöll fyrir betra jafnvægi í byggðaþróun. Ymis sveitarfélög hafa þó átt í fjárhagslegum erfiðleik- um og tekjuskipting ríkis og sveitar- félaga þarf að koma til endurskoðun- ar í ljósi þeirra auknu krafna sem fólk gerir til sveitarfélaganna um þjónustustig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir í þessu sambandi að hann vilji sérstaklega koma til móts við þau sveitarfélög sem höllum fæti standa vegna óhagstæðrar íbúa- þróunar. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokkn- um í þingkosningunum í vor er því atkvæði greitt öflugri byggðastefnu. Höfundur skipar 4. sæti Sjálfstæðis- flokks á Suðurlandi. ESB fjöður ASI og Ossur seg]a ser soguna um fjöðrina tvisvar og fannst karlmannlegt. Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur brýndi skoðanabræður og systur að koma nú „út úr skápnum“. Ævintýr gerast enn og fjöðrin hitti fugl. Óssur Skarphéðinsson talsmaður Samfylkingarinnar í ut- anríkismálum sagði í hádegisfrétt- um RÚV á mánudag aðstæður ger- breyttar í íslenskum stjórnmálum eftir Brussel-ferð skrifstofukarl- anna. Össur, er gat sér frægðar í borgarstjómarkosningum á síðasta áratug þegar hann hótaði að reka Vilhjálmsson opinbera stai'fsmenn sem ekki hlýddu vænt- anlegum meirihluta, sagði sér ekkert að vanbúnaði, fengi hann til þess fylgi, að sækja um inngöngu í ESB á næsta kjörtímabili. Eins og í borgarstjórn- arkosningunum forðum er líklegt að kjósendur taki Össur á orðinu og veiti hugmyndum hans maklegt brautargengi. Össur og aðrir sömu hneigðar tygja sig „út úr skápnum" til að samfylkja fram af bjargbrúninni. Við Evrópusambandið Ævlntýr gerast enn, segir Páll Vilhjálms- son. Og fjöðrin hitti fugl. spyrjum hvort ESB fjöður kostuð af ÁSI komi fylkingunni á flug. Höfundur er fulltrúi. Þrælsótti og forréttindi FA SUMIR aldrei nóg? Er nema von að spurt sé? Margir þeirra útvöldu sem fá kvótann kvaðalaust virðast seint ætla að verða mettir. Þeim hefur tekist að þróa ótrúlegan þrælsótta í krafti for- réttinda, það mikinn að sjómenn margir hverjir leggja ekki á sig og sína að andmæla yfirgangi og misrétti. Menn verða jú að hugsa um sig og sína og tryggja afkomu sína. Þrælsóttinn er þvf miður að færast upp bryggjurnar og það verður að bregðast við. Það verður að gefa nýjum öflum kost á að breyta frá forréttindum fárra til eðlilegra skiptinga á auðlindum þjóðarinnar. Undanfarna samninga hafa sjó- menn komið fram sem órofa heild og krafist þess að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Það hefur ekk- ert áunnist, útgerðinni hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir alla eðlilega verðmyndun á fiski. Frjáls- lyndi flokkurinn er með þessa kröfu sjómanna sem eitt af sínum helstu baráttumálum. Það er ekki síst vegna þessa máls sem ég ákvað að taka þátt í starfi Frjálslynda flokks- ins. Eg einfaldlega skora á sjómenn að gefa flokknum tækifæri. Það er augljóst að kraftur Frjálslynda flokksins mun aldrei skaða sjómenn né aðra launamenn. Með honum er von um breytingar, en án hans verður allt við það sama. Ég heyrði um daginn að forystu- maður útgerðarinnar, Kristján Ragnarsson, sagði að forysta sjó- manna væri ekki í sambandi við sína menn. Hann sagði sjómenn ánægða með sín kjör. Ekki veit ég hvenær Kristján talaði síðast við sjómann, en það getur ekki verið nýverið. Ég er í ágætu sambandi við sjómenn og eflaust meira og betra sambandi en Kristján blessaður. Það er nefnilega orðið þannig að Kristján Ragnarsson, Þórarinn Við- ar Þórarinsson og fleiri hafa tekið upp þann sið að ala á tortryggni í Birgir Hólm Björgvinsson garð sjómanna og nýta hvert tækifæri til að tala um að sjómenn séu forréttindahópur. Þar benda þeir á sjó- mannaafsláttinn þó báðir viti að hann var setttur á til að létta undir með útgerðinni. Mig langar að spyrja þessa herra hvort þeir geti bent á starfsstétt sem greiðir hærri skatta en sjómenn? Ég vara við ómerkilegum áróðri þessara manna. Svo virðist að þeir geti komið þessum „skoð- unum“ sínum að hvenær sem þeim hentar. Við sjó- menn höfum fengið nóg af þessum köppum og það verður ekki hætt fyrr en við komum þeim úr stjórn- um lífeyrissjóðanna, þeir era þar sem boðflennur, í sjóðnum era pen- ingar okkar sjómanna, ekki útgerð- armanna. Við skulum koma þessum herrum sem ala á tortryggni í okkar garð burt úr stjóm sjóðsins okkar. Við aðra íslendinga vil ég segja, Kvótinn Ég skora á sjómenn, segir Birgir Hólm Björgvinsson, að gefa flokknum tækifæri. sjómenn hafa ekki forréttindi. Aftur að upphafinu. Mig langar að vita hvort þau átök sem vora á Akureyri um fisksverð hjá Utgerðarfélagi Akureyringa hafi komið til vegna frelsis eða þvingunar. Spyr sá sem ekki veit. Það þarf margt að gera hér á landi. Sýnum kjark og breyt- um til. Gefum Frjálslynda flokknum tækifæri. Þar fer saman kjarkur, áræði og skömm á óþolandi forétt- indum. Fáir þingmenn geta verið meira virði en kjarklaus og viljalítill hópur. Höfundur skipar 6. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.