Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.04.1999, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN ÓLASON frá Víðigerði, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar daginn 24. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir mín og amma, ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum aðfaranótt mánudagsins 19. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Geir Þórólfsson, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, Gerða Björk Geirsdóttir, Halldór Geirsson. Faðir okkar og bróðir, EINAR INGVARSSON, Lönguhlíð 21, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyjarkirkju, Land- eyjum laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, barna og barnabarna, Elín Ingvarsdóttir, Kristmann Þór Einarsson, Gíslína H. Einarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÁRUS LÚÐVÍK KJÆRNESTED fv. verkstjóri, Hraunteigi 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 23. apríl kl. 15.00. Guðrún Egilsdóttir Kjærnested, Magnús Kjærnested, Ásdís Kristinsdóttir, Emilía Kjærnested, Karl Stefán Hannesson, Sigrún Kjærnested, ívar Magnússon, Ragnar Kjærnested, Ástríður Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EYRÚNAR ÁRNADÓTTUR. Ásta Karlsdóttir Lauritsen, Jens Christian Lauritsen, Edda Karlsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Karlsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Bala, Stafnesi. Kristmann Guðmundsson, Snjólaug Sigfúsdóttir, Guðmundur L. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Marta Baldvinsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Sveinsson, Guðlaug H. Guðmundsdóttir, Kjartan Björnsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Ákason, Rúnar Guðmundsson, Perla Chuanchom Rotruamsin, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. KRISTJÁN B. GUÐJÓNSSON + Kristján B. Guð- jónsson fæddist í Voðmúlastaða- Austurhjáleigu í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 15. september 1920. Hann lést sunnu- daginn 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson og Jóna Guðmunds- dóttir. Kristján átti ellefu systkini og eru fjögur þeirra á lífi. Hinn 28. júní 1947 kvæntist Kristján Guðlínu Kristinsdótt- ur frá Miðkoti í Vestur-Land- eyjum. Börn þeirra eru fjögur: 1) Kristinn G., f. 30. desember 1947, maki Aðalheiður Dúfa Kristinsdótt- ir. 2) Guðjóna, f. 12. desember 1950, maki Asgeir M. Kristinsson. 3) Kri- stján Erik, f. 19. apríl 1958, maki Margrét I. Hall- grímsson. 4) Guðlín Erla, f. 23. apríl 1962, maki Hálfdán Ægir Þórisson. Afa- og langafa- börn Kristjáns og Línu eru 23. Útför Kristjáns verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið og stundin upp er runnin. Svífur að eyrum sorgarfréttin þunga, sértu nú dáinn, elsku kæri vinur. Megnar ei nokkur mannleg hjálp né tunga mót því að standa sem að yfir dynur. (N.S.) Það eitt er víst í þessu lífí að stund skilnaðar kemur, en skilnað- urinn varir eitt augnablik í eilífð- inni, því öll göngum við sömu leið. Það að eiga sér ósk og fá hana upp- fyllta vekur ávallt gleði sérhvers manns. Það er einlæg trú mín að brottför tengdaföður míns héðan úr hinu jarðneska lífí hafí borið að með þeim hætti sem óskað var. Að kveðja eins og gert var gerir eng- inn annar, þ.e. að standa sína „plikt“ til síðustu stundar. í huga mínum nú á eftir, var síðasta ræðan sem flutt var til Jóns Þorgeirs, einnig kveðja til okkar allra sem eftir erum á veraldar veginum, en síðasta ræðan var afmælis- og fermingargjöf til Jóns Þorgeirs frá afa og ömmu. Kynni okkar Kristjáns hófust ár- ið 1966 og frá fyrsta degi var mér tekið eins og ég væri einn af fjöl- skyldunni. Aldrei bar skugga á samskipti okkar, en stundum höfð- um við ólíkar skoðanir á ýmsum hlutum, töldum báðir að við hefðum rétt fyrir okkur og fórum síðan okk- ar leiðir, en þær lágu síðan oft sam- an. Ávallt virtum við landamæri hvor annars og við þekktum mörkin sem staldrað var við. Við trufluðum ekki hvor annan, nema þegar það átti við að okkar eigin mati. Saman byggðum við okkur húsaskjól í Bakkaseli 1 og 3. Þessi sambúð hef- ur varað í meira en tvo áratugi án þess að skugga bæri á. Eitt töldum við okkur eiga sérstaklega sameig- inlegt; það verður ekki nefnt hér; það varðaði maka okkar, en töldum báðir það vera í góðu lagi, því við vorum svo jarðbundnir og rökfastir; við hlustuðum þó alltaf. Það sem stundum olli smáágreiningi var hversu sjaldan mátti rétta mér hjálparhönd, en mér fannst höndin alltaf útrétt, þótt stundum tæki ég ekki á móti henni, því ég vildi einnig vera sjálfstæður og sjálfbjarga. Margs er að minnast nú á þessari stundu og gleðistundimar fljúga í gegnum hugann hver af annarri eins og þær hefðu gerst í gær. Þið Lína kunnuð að höndla gleðina og gefa hana öðrum. Heitasta óskin var að vera ávallt í faðmi fjölskyld- unnar. Tengdafaðir minn var hrók- ur alls fagnaðar, flutti ræður og ljóð eins og honum einum var lagið. Hver man ekki eftir þegar hann fór með ljóðin Stjörnufák, Lífsreglur eða Röðulblik? Ég vil þakka góðum guði fyrir tengdaföður minn og allt það sem hann sýndi sonum mínum Kristni og Matthíasi, það verður aldrei vegið með vogarskálum því svo stór vog er ekki til og engin mælistika er svo stór að hún geti mælt það sem hann gerði fyrir þá og okkur Jónu. Ég bið þann sem öllu ræður að styrkja Línu og börnin hennar, því þeirra missir er mestur. Geymi þinn anda. Guð sem öllu ræður gefi þér frið í sínu dýrðar ríki í honum sjálfum allir verða bræður andinn er frjáls, þó héðan burtu víki. Þar sem um eilífð, aldrei falla tárin ástvinir finnast, jarðlífs gróa sárin. (N.S.) Þinn tengdasonur, Ásgeir M. Kristinsson. Hann elsku tengdapabbi var burt kallaður úr faðmi fjölskyldunnar í orðsins fyllstu merkingu. Það var ætíð hans yndi að vera með börn- unum sínum, tengdabömum, afa- og langafabömum. Það var einmitt á slíkri stundu, þegar öll fjölskyld- an var samankomin á gleðistund, er kallið mikla kom. Þótt enginn velji sitt dánardægur er víst að hvergi frekar hefði hann viljað vera en með sínum á hinstu stundu. Margs er að minnast, margs er að sakna og engin orð geta spannað þær hugrenningar er leita á hugann við fráfall hans. Ég var á unglingsárum er ég fyrst kom í Bólstaðarhlíð 28. Tengdapabbi var þá að breyta íbúð- inni og var með múrskeið í hendi, glaður, ákveðinn og einbeittur við verk líðandi stundar. Þær em ófáar stundimar síðan, sem ég hef horft á hann með verkfæri í hendi við að byggja upp og lagfæra, betmmbæta og endumýja, alltaf vom verkefni sem hann vildi leggja djarfa hönd á. Samfylgd með tengdapabba í þrjátíu og fimm ár er ómetanlegur sjóður fyrir mig. Góðvildin og hlýlegt viðmót frá fyrstu kynnum mínum er sem leið- andi hönd hans fyrir mig, sem aldrei átti þess kost að eiga pabbá. Hann var sá er ég leit upp til sem míns eina föður og þeirrar ímyndar um besta pabbann, sem nokkur getur eignast. Ég vildi að ég gæti gert því skil, öllu því góða sem hann vék að mér með orði og gjörðum, en slíkt er aðeins geymt í huga þess sem nýtur. Hjartað er fullt trega og sorgar, en samt er öll minningin svo björt og fógur að minning um gleði og kærleika er svo sterk að það bægir frá sorginni og fyllir hjartað af bamslegri gleði. Ég er svo glöð yfír því að hafa átt þess kost um langt árabil að vita af hon- um sem þess er alltaf var svo sterk- ur og allir gátu treyst á og glaðst með. Elsku mágum mínum og svil- konu á Reykjavíkurveginum, elsku mágkonum og svilum í Borgamesi og Bakkaseli sendi ég mínar ein- lægustu samúðarkveðjur, með þökk fyrir samfylgd foður þeirra og tengdafóður. Elsku Lína mín. Engin orð get ég á blaðið sett sem megna að segja það sem í hjartanu býr. Þinn styrk- ur er sem engill værir og ber vott um einlæga og styrka trú. Ég bið guð að blessa okkur öll og þá miklu og stóm minningu sem við eigum um Kristján tengdapabba. Hann var okkur öllum miklu meira en hægt er að tjá sig um. Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir. Elsku afi. Við sem héldum að við hefðum þig um eilífð alla og auðvit- að verður svo í minningunni, en við fengum þó að vera hjá þér þegar kallið frá guði kom, en það kom of fljótt og svo snöggt, en við vitum að þetta gerðist eins og þú hafðir ósk- að þér. Okkar minningar em svo dýrmætar, stórar og miklar. „Þú ert einstakur. „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á þyí sem engu öðra er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ást- úð með brosi eða vinsemd. „Ein- stakur“ lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem em dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.“ (Teri Fernandez). Við nutum þess að afí og amma kæmu í heimsókn t.d. á jólum og alltaf vildum við vera eftir hjá afa og ömmu í Bakkaseli 3. Þú hafðir alltaf svo mikið að gera og tíminn leið svo hratt þegar við vomm sam- an. En alltaf hafðir þú tíma til að tala við kóngana og drottninguna eins og þú nefndir okkur svo oft. Þú sagðir okkur sögur, gafst okkur heilræði og kenndir okkur ljóð. Nóttinn er ástmeyja einbúansvonanna. Hún er aflgjafinn dýrasti jarðnesku sonanna. Hún er handmjúki læknirinn sárustu sáranna, hún er síðasti þerrarinn beiskustu táranna. Hún er leiðarinn besti frá gáleysi glaumanna, hún er gjafarinn mildasti fegurstu draumanna. Við gætum sagt svo margt, en orð fá engu áorkað nú. Við vitum að þú gætir okkar eins og þú hefur alltaf gert og nú verður þakklæti okkar í gegnum bænir. Við biðjum guð að styrkja ömmu, pabba og mömmu, svo og alla aðra sem eiga um sárt að binda. Afabörnin Mávakletti 16, Borgarnesi. Nú er komið að því, afí, svo snöggt, svo hratt, svo óvænt. Ég er að því sem ég hef svo lengi kviðið fyrir. Setja saman nokkur orð til þín í minningargrein. Þær em svo ótal margar minn- ingarnar, afi, sem hafa rifjast upp síðustu daga, svo ótal margar sem ég, þú og amma eigum saman. Það em þessar minningar sem munu næstu daga, vikur, mánuði og ár gleðja okkur og halda minningunni svo sterkt á loft um þig. Samt fínnst mér ennþá eins og þú sért rétt ókominn úr einhverju ferða- lagi, ég er enn að bíða eftir að þú komir til mín, klappir mér á kollinn og segir: „Jæja, vinurinn." Söknuð- urinn er sár og sársaukinn varii- enn. Við áttum saman góða stund í lok febrúar þegar við fjögur héld- um upp á afmælið mitt heima hjá þér og ömmu. Með gítarspili og söng tröUuðum við og sungum og þú rifjaðir upp sögur af þér og ömmu í Bólstaðarhlíðinni, með lít- ilsháttar leiðréttingum og innskot- um frá ömmu. Við sungum raddað og síðan spilaðir þú á píanóið lagið sem þú spilaðir svo oft þegar and- inn kom yfir þig. Þegar leið á kvöldið og afmælisbörn dagsins, ég og Jón Baldvin, höfðum verið hyllt- ir með tilheyrandi afmælissöng fórstu með ljóðið Röðul eftir Elim- ar Tómasson: Hvað er lífið? Tæmir tára, tilfinning og þrá. Hvað er dauðinn? Hulin bára er hvergi flýja má. Hvað er öll vor æviiðja? Endurtekin hik, sem í þvingun þúsund viðja þráir röðulblik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.