Morgunblaðið - 21.04.1999, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
REYNIR V.
DAGBJARTSSON
+ Reynir V. Dag-
bjartsson fædd-
ist í Hafnarfirði 5.
nóvember 1932.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur
13. apríl síðastlið-
inn.
Foreldrar Reynis
voru Dagbjartur
Guðmundsson frá
Urriðakoti, f. 6.11.
1910, d. 2.2. 1960,
rafvirkjameistari
og verkstjóri hjá
Rafmagnsveitum
ríkisins, búsettur í Hafnarfirði,
og kona hans Dagbjört Brynj-
ólfsdóttir, f. 6.5. 1912, d. 30.7.
1968, húsmóðir.
Alsystkini Reynis eru: Birgir,
f. 17.2. 1941, rafvirki í Hafnar-
firði, kvæntur Hönnu Helga-
dóttur bankastarfsmanni og
eiga þau þrjár dætur auk þess
sem hann á dóttur frá því áður,
Fjóla, f. 18.7. 1945, d. 6.11.
1945; Brynjar, f. 23.11. 1947,
trésmiður í Hafnarfírði, kvænt-
ur Guðrúnu Kristinsdóttur bók-
ara og eiga þau þrjú börn. Hálf-
Elsku besti pabbi minn, ég kveð
þig með söknuði. Mér finnst svo
erfitt að hugsa til þess að þú veiktist
svo skyndilega og ég gat ekki verið
hjá þér.
Þegar ég fer að hugsa aftur í tím-
ann dettur mér fyrst í hug þegar þú
varst að vinna á Hvaleyrarholtsvell-
inum, þegar ég og Hilmar frændi
vorum alltaf að koma og leika okkur
í fótbolta. Einnig skemmtum við
okkur vel þegar þú varst í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, í dauða tím-
anum, þegar þú fórst inn í sal með
okkur og stóðst í marki þegar við
spörkuðum. Eg minnist líka þess
þegar þú varst á sjónum og við
mamma áttum það til að fá okkur
göngutúr til hennar Bryndísar til að
drepa tímann.
Það sem mér finnst best af öllu er
að það eru ekki margir sem halda
með mörgum liðum í íþróttum eins
og þú gerðir, það skipti ekki máli
hvort það voru FH eða Haukar sem
voru að keppa, þú studdir bæði liðin.
Þó okkur semdi ekki alltaf vel,
gleymdist það ávallt fljótt og við urð-
umgóðir vinir aftur.
Eg veit að hún mamma mun hugsa
vel um þig og sýna þér heiminn
þarna fyrir handan. Ég mun alltaf
hugsa til ykkar.
Takk fyrir allt í gegnum tíðina. Ég
elska þig mjög mikið.
Þinn sonur
Heiðar.
Elsku pabbi, þú fórst svo snögg-
lega að það var eins og þín hefði ver-
ið beðið. Daginn sem þú veiktist
grunaði ekkert okkar að þú værir að
yfirgefa okkur, þú varst nokkuð
hress og spjallaðir um heima og
geima, þar á meðal um handboltann
og barnabörnin, sem voru þér svo
mikils virði, því þú vildir alltaf vita
um þeirra hagi. Það er sárt að hugsa
til þess að þú fáir ekki að vera við-
staddur þegar fyrsta barnabama-
barnið kemur í heiminn, en þú vissir
af því og varst mjög stoltur. Við get-
um séð þig í huga okkar sem langafa,
Ijómandi af gleði. Við minnumst
þeirra stunda þegar strákarnir þínir
stunduðu íþróttir. Alltaf varst þú til-
búinn að mæta og hvetja þá. Meira
að segja þegar Sverrir bjó með fjöl-
skyldu sinni í Svíþjóð mættir þú á
völlinn til að hvetja Reyni Andra. Við
minnumst einnig heimsóknanna
þinna. Það fyrsta sem þú sagðir var:
,Áttu kaffi handa mér?“ og síðan var
sest og spjallað. Öll fengum við að
fara í ævintýraferð með þér, siglingu
þegar þú varst á togaranum Maí.
Svo varstu svo duglegur að ferðast
um landið okkar, hér áður fyrr
gjarnan með tjald eða húsvagn, en
nú seinni árin í orlofsbústað, og þá
oftar en ekki með þinni góðu vinkonu
Möggu. Og ættarmótin urðu nokkur,
systir Reynis, sam-
feðra, er Bergþóra, f.
10.8. 1938, húsinóðir í
Hafnarfirði, gift Ell-
ert Svavarssyni
leigubflsijóra og eiga
þau fjögur börn.
Hinn 31. des. 1956
kvæntist Reynir Ástu
Valdimarsdóttur, f.
19. október 1937, d.
6. mars 1991, hús-
móður og baðverði.
Hún var dóttir Valdi-
mars Lúðvíkssonar,
starfsmanns Skipa-
smíðastöðvarinnar
Stálvíkur, sem var búsettur í
Hafnarfirði, og konu hans, Guð-
laugar Sveinbjörnsdóttur hús-
móður. Þau eru bæði látin. Börn
Reynis og Ástu eru 1) Fjóla, f.
28.3. 1955, sjúkraliði í Hafnar-
firði, var í sambúð með Erlendi
Ingvaldssyni, og eiga þau tvo
syni, Hilmar Orn og Ingvald
Ben. 2) Guðlaug, f. 9.7. 1956,
sjúkraliði í Bandaríkjunum, var
gift Gunnari Gunnarssyni, en
þau skildu, og eiga þau tvö börn,
Davíð Kane og Elínu Margréti.
Hún giftist aftur Michael Cox
nú síðast á Álfaskeiði í fyrrasumar.
Og þú ferðaðist líka til útlanda. Það
er gott að minnast þess að þú fórst
til Guðlaugar systur í Kaliforníu í
desember og áttir hjá henni sjö ynd-
islegar vikur, varst viðstaddur brúð-
kaup hennar í desember og hittir
barnabörnin.
Efst í huga okkar þessa dagana
eru orð spámannsins, þegar hann
talar um sorg og gleði: „Þegar þú ert
sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
Elsku pabbi, við enim viss um að
mamma tók vel á móti þér og að ykk-
ur líður vel. Guð geymi ykkur. Þökk
fyrir allt.
Fjóla, Guðlaug,
Bryndís og Sverrir.
Ég vil minnast tengdaföður míns,
Reynis V. Dagbjartssonar, með
þessu ljóði eftir Hannes Hafstein:
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldár byrgir
á svalri grund í golu, þýðum blæ
er gott að hvíla þeim er vini syrgir.
I hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá
að huga þínum veita mjúkum svala
hver sælustund er þú þeim hafðir hjá
í hjarta þínu byrjar ljúft að tala.
Og tárin sem þá væta vanga þinn
er vökvan send frá lífsins æðsta brunni.
Þau h'ða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna ljúft á munni.
Þá líður nóttin pfum draumum í
svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi
og fyrr en veistu röðull rís á ný
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.
Þín tengdadóttir
Soffía Matthíasdóttir.
Elsku afi, við kveðjum þig í dag
með sorg og söknuð í hjarta. Þau ár
sem við höfum átt þig að eru okkur
mjög kærkomin og eftirminnileg og
margar eru stundimar hlýjar og
broslegar.
Við hlið Drottins og í faðmi ömmu
á ný vitum við að þér líður vel. Þegar
tími og ár líða koma góðu minning-
arnar í stað sorgarinnar.
Megi Drottinn Guð halda ykkur
þétt í faðmi sínum og blessa ykkur
að eilífu.
Þín bamabörn
Ásta og Rannveig.
Elsku afi. Nú ertu farinn frá okk-
ur. Það er erfitt að sætta sig við að
þú varst tekinn frá okkur án nokkurs
aðdraganda, en við vitum að nú ertu
hjá Ástu ömmu og hún hefur tekið á
móti þér opnum örmum. Við minn-
1998. 3) Dagbjört Bryndís, f.
25.12. 1958, ræstitæknir í
Hafnarfírði, gift Eiríki Har-
aldssyni, pípulagningamanni,
og eiga þau eina dóttur, Rann-
veigu Lovísu, auk þess sem
Bryndís á dóttur frá því áður,
Ástu Lárusdóttur. 4) Sverrir, f.
22.10. 1962, símsmiður, búsett-
ur í Hafnarfirði, kvæntur Soff-
íu Matthíasdóttur, starfsmanni
hjá Skífunni, og eiga þau þrjá
syni, Reyni Andra, Björn Daní-
el og Stefan Mickael. 5) Guð-
bjartur Heiðar, f. 25.10. 1971,
símsmiður sem býr í föðurhús-
um.
Reynir ólst upp í foreldrahús-
um í Hafnarfirði. Hann lauk
fullnaðarprófi í Hafnarfirði en
veiktist af berklum um ferming-
araldur og var nímfastur af
þeirra völdum fram yfir tvítugt.
Reynir var til sjós í eitt ár en
var síðan línumaður hjá Raf-
magnsveitum ríkisins til 1960.
Þá fór hann til sjós og var
lengst af vélstjóri og smyrjari á
bv. Maí, eða þar til skipinu var
lagt 1972. Einnig var hann
kokkur á Sandey II í u.þ.b. eitt
ár, og hefur lengst af síðan ver-
ið starfsmaður Hafnarfjarðar-
bæjar.
Reynir verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
umst þess allir þrír þegar þú komst
að horfa á okkur spila fótbolta. Þú
lést það ekki á þig fá þótt það væri
rok og rigning, nei, afi mætti með
skinnhúfuna og kaffibrúsann og
hvatti sína stráka, enda hafðir þú
gaman af fótbolta. Þú spilaðir sjálfur
fótbolta þegar þú varst ungur, þá
stóðstu í marki. Þú varst einstakur
afi, grófst allt upp, bílana og bæk-
umar hans pabba og spilin hans
Heiðars frænda.
Eitt atvik er okkur ofarlega í huga
þegar við hugsum um afa. Það var í
desember fyrir tveimur árum að afi
kom í heimsókn og var voðalega dul-
arfullur á að sjá. Hann bað mömmu
og pabba að fara með litlu strákana
inn í eldhús og laumaðist svo inn í
herbergi til þeirra og setti lítið jóla-
tré í gluggann, svo kom hann og
sagði: „Ég sá jólasvein hérna fyrir
utan gluggann hjá ykkur áðan.“ Það
varð mikil gleði þegai- þeir sáu hvað
sveinki hafði skilið eftir og það fengu
allir að vita það að jólasveinninn
hefði komið með jólatréð og þessu
hafði afi gaman af.
Þegar afi kom í heimsókn kíkti
hann inn í herbergin og ef enginn
var þar var spurningin alltaf: „Hvar
era strákarnir?"
Við munum sakna þín, elsku afi,
og við munum ætíð minnast þín eins
og þú varst, einstakur afi.
Þín barnabörn
Reynir Andri, Björn Daníel
og Stefan Mickael.
Sá sem hefur barist veit hvað sig-
urinn er góður. Og sá sem hefur
upplifað sorgina veit hvað gleðin er
dýrmæt.
Reynir barðist frá unga aldri við
veikindi, og sigraði. Hann upplifði
líka sorgina og fann gleðina á ný.
Hann verður alltaf sérstakur í
minningu okkar, sem mikill sigur-
vegari og góður frændi.
Elsku Fjóla, Guðlaug, Sverair,
Bryndís, Heiðar og fjölskyldm-. Hug-
ur okkar er hjá ykkur.
Kveðja.
Dagbjört og Þorleifur.
Mér sortnaði fyrir augum þegar
ég fékk fréttina um að Reynir frændi
væri allur. Hann sem alltaf hafði ver-
ið til staðar. Þegar ég bjó í Svíþjóð
tóku hann og Ásta á móti mér inn á
sitt heimili, labbakút frá Svíaríki, og
þar átti ég mitt heimili í heilt sumar.
Svo komu Reynir, Ásta og Heiðar í
heimsókn til okkar í Svíþjóð með for-
láta tjaldvagn, og við lögðum í viku-
langt ferðalag um Danmörku og
Þýskaland, eitt stórt ævintýri.
Eftir að fjölskylda min fluttist
heim til Islands aftur styrktust vin-
áttubönd okkar Heiðars, við störfum
saman í Hjálparsveitinni og höfum
alla tíð verið heimagangai- hvor hjá
öðrum. Alltaf tók Reynir jafn vel á
móti mér, og þegar farið var í útileg-
ur með tjaldvagninn var ég alltaf
HUGLJÚF
JÓNSDÓTTIR
+ Hugljúf Jóns-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 12. maí
1927. Hún lést á
Vífílsstaðaspítala
12. aprfl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jón
Björnsson útgerðar-
maður og Dana Jó-
hannesdóttir hús-
móðir frá Ólafsfirði.
Systkini Hugljúf-
ar voru Rannveig
Júlíana, sem nú er
látin, Freyja Sigríð-
ur, sem er búsett á
Akureyri, og Kristján Hilmar,
búsettur í Reykjavík.
Hinn 8. júní 1947 giftist
Hugljúf Jóhanni Indriðasyni
járnsmið, f. 1. júní 1926, d. 24.
júlí 1998. Foreldrar hans voru
Indriði Helgason bóndi í Eyja-
firði og Helga Hannesdóttir
húsmóðir. Börn Hugljúfar og
Jóhanns eru: 1) Dana Kristín, f.
21. aprfl 1946, maki hennar er
Lárus Þór Pálmason. 2) Óskírð-
ur drengur, f. 8. febrúar 1948,
Nú kveð ég Hugljúfu Jónsdóttur
frá Sæborg, Ólafsfirði, eða Hullu
Diddu eins og ég var vön að kalla
hana. Þar sem ég var svo mikið hjá
afa og ömmu þá leit ég á móður-
systkinin mín sem stóru systkini.
Elsku Didda, það er svo margs að
minnast og ég þakka þér fyrir allt
gegnum tíðina, ég átti vísan stað hjá
ykkur Jóa þegar ég fór fyrst að
heiman sem unglingur og það var
ekki svo lítill styrkur sem ég fékk
frá ykkur Freyju Diddu á Akureyri
meðan þið bjugguð þar. Alla tíð
d. 16. aprfl sama ár.
3) Örn, f. 3. júlí
1949, maki hans er
Karen Sigurðar-
dóttir. Barnabörn
Hugljúfar og Jó-
hanns urðu sjö og er
eitt látið, barna-
barnabörnin eru sjö.
^ Hugljúf ólst upp í
Ólafsfirði hjá for-
eldrum sinum, eftir
barnaskóla stundaði
hún nám í Reyk-
holtsskóla í Borgar-
firði og húsmæðra-
skólanum á Hall-
ormsstað. Hugljúf þótti liðtæk-
ur harmonikuleikari á yngri ár-
um og lék m.a. fyrir dansi. Hún
var mikill dýravinur og bar hag
Dýraspítalans í Víðidal mjög
fyrir brjósti. Hugljúf var verk-
stjóri hjá Júpiter og Mars um
langt árabil og síðar hjá sæl-
gætisgerðinni Öpal.
Útför Hugljúfar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði.
varstu svo dugleg og sterk í gegn-
um þín langvarandi veikindi, það
var alveg ótrúlegt, ég sagði oft við
þig að kötturinn hefði níu líf en þú
að minnsta kosti 19 því alltaf reist
þú upp með þínum viljastyrk og
dugnaði og alltaf stóð Jói þinn eins
og klettur við hlið þér, enda varst
þú eins og vængbrotinn fugl þegar
hann fórst af slysförum fyrir aðeins
tæpu ári.
Ég man hvað ég var montin af
þér þegar ég var unglingur, þegar
þú sast uppi á senu í gömlu Tjara-
aufúsugestur og þá var gjarnan
veiðistöngin tekin með. Eitt er víst,
af Reyni lærði ég margt, meðal ann-
ars það að þolinmæði þrauth- vinnur
allar. Reynir bar fötlun sína af stakri
þolinmæði og í veikindum síðustu
ára hef ég dáðst að honum fyrh- alla
þá þrautseigju og ósérhlífni sem
hann sýndi.
Kæru frændsystkin, Guð gefi ykk-
ur styrk í sorginni. Ég kveð góðan
frænda, sem nú getur ferðast
óhindrað á betri stað. Þökk fyrir allt.
Dagbjartur.
Dimmir að því dauðinn kallar
dags er lokið þungri brýnu.
Þreyttur maður höfði hallar
herra Guð að brjósti þínu.
Megi sál hans friðinn finna,
fagna sínum vin og maka
sólarbirtu saman tvinna
sína gleði endurtaka.
Vertu, faðir, gesti góður,
gefðu af þinni náðarhendi,
miskunna vorum minnsta bróður,
mættu þeim er bænir sendir.
Blessaðu líka barnabörnin,
bættu úr þeirra raun og harmi,
þín sé, Drottinn, þekkust vörnin,
þerraðu tár af votum hvarmi.
Fiskimaður fékk að reyna
fangbrögð lífs í orrahríðum.
Hér skal ekki glöggt frá greina
gleði hans né sálarstríðum.
Ungur varð þá byrði að bera
berjast hart við dauðann hvíta.
Karlmaður hann vildi vera
vopnin kynnu þó að bíta.
Víst er dauðinn enginn endir
okkar ferð er skólaganga.
Himnafaðir blítt oss bendir,
blundar ró um fólan vanga.
Sárin gróa, sæl er stundin,
svipt er burtu dauðatjaldi.
Astvinur er endurfundinn
allt er hér í Drottins valdi.
(Ing. Þórarinsson.)
Kæri bróðir og mágur, kærar
þakkir fyrir allt og allt. Við biðjum
góðan Guð að styrkja börnin þín,
tengdabörn og bamabörn og sefa
sorg þeh’ra.
Brynjar og Guðrún.
arborg og spilaðir á harmonikuna
þína fyrir dansi. Það var ekki svo al-
gengt þá að konur spiluðu á dans-
leilgum en þú varst svo tónelsk,
enda hafðir þú svo næma sál, það
sýndi best hvað þú lést þér annt um
heimilið þitt og Jóa sem alla tíð var
svo fallegt. Og stolt varstu af böm-
unum þínum tveim sem upp
komust, en alltaf saknaðir þú litla
drengsins þíns sem þið misstuð
nokkurra mánaða.
Þegar ég hugsa um þig, elsku
Didda, þá sé ég þig ekki fyrir mér
öðruvísi en með litlu hundana þína
sem þú sýndir svo mikið ástríki og
þeir veittu þér svo mikinn félags-
skap þegar þú varst veik heima og
Jói var að vinna og börnin farin að
heiman. Oft talaðir þú um það við
mig hvað það gladdi þig þegar
barnabörnin fóra að koma til þín og
hvað þú varst stolt þegar þú varðst
langamma.
Svo kom reiðarslagið þegar þau
hörmulegu tíðindi bárust að Sigurð-
ur sonarsonur ykkar hefði látist af
slysförum á besta aldri. Þú sagðir
mér oft frá því hvað var gaman þeg-
ar Siggi var að koma og þið spiluðuð
saman, því tónlistin tengdi ykkur
saman.
Það er svo margt sem rennur í
gegnum hugann þegar komið er að
kveðjustund, elsku vina. Alltaf
komst þú í fjörðinn þinn hvenær
sem tækifærí gafst og oft talaðir þú
um að flytja hingað. Svo voru rætur
þínar sterkar til æskustöðvanna.
Nú er veikindastríði þínu lokið,
vina, og ég veit að Jói þinn, foreldr-
ar og systir, hún mamma mín, taka
vel á móti þér og örugglega allur
hundaskarinn líka.
Elsku Dædí, Össi og fjölskyldur,
við hjónin sendum ykkur samúðar-
kveðjur okkar. Þið eruð búin að
missa svo mikið á stuttum tíma. Guð
veri með ykkur.
Elsku Didda, þakka þér fyrir allt
og allt. Guð blessi þig.
Kolbrún.