Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999
Brekkuskóli
sigrar á Islands-
móti grunn-
skólasveita
SKÁK
Skáksamband
í s 1 a n d s
ÍSLANDSMÓT
GRUNNSKÓLASVEITA 1999
16.-18. aprfl
ÍSLANDSMÓT grunnskóla-
sveita 1999 var haldið 16.-18.
apríl. Skáksveit Brekkuskóla á
Akureyri sigraði á mótinu og
hlaut 2614 vinning af 36. í öðru
sæti varð skáksveit Digi'anes-
skóla, Kópavogi, með 26 vinn-
inga og í þriðja sæti varð skák-
sveit Hagaskóla með 24% vinn-
ing.
I sigursveit Brekkuskóla voru:
1. Stefán Bergsson ........Wk v.
2. Halldór B. Halldórsson..l'kv.
3. Egill Örn Jónsson ......6V4 v.
4. Agúst Bragi Björnsson ..7% v.
Öflugt unglingastarf Akureyr-
inga hefur skilað sér á sannfær-
andi hátt í þessum ánægjulega
árangri.
Gunnar Björnsson sigrar á
fullorðinsmóti
Fjórða fullorðinsmót Hellis,
fyrir skákmenn 2ö ára og eldri,
var haldið mánudaginn 19. aprfl.
Þeir Gunnar Björnsson og Stef-
án Arnalds urðu jafnir og efstir á
mótinu með sex vinninga af sjö.
Gunnar var hins vegar hærri á
stigum. Úrslit urðu sem hér seg-
ir:
1. Gunnar Björnsson ............6 v.
2. Stefán Arnalds ..............6 v.
3. Benedikt Egilsson ...........5 v.
4. Þorvarður F. Ólafsson ......4Vé v.
5. -6. Finnur Kr. Finnsson og
Þórður Ingólfsson................4 v.
7.-9. Andrés Kolbeinsson, Gunnar
Nikulásson og Vigfús Jónsson .. .3% v.
10.—11. Valdimar Leifsson og
Andrés Karl Sigurðsson ........3 v.
o.s.frv.
Skákstjóri var Gunnar Björns-
son. Næsta fullorðinsmót Hellis
verður haldið mánudaginn 17.
maí kl. 20.
Skák í hreinu lofti á morgun
Eitt glæsilegasta barna- og
unglingaskákmót ársins verður
haldið á morgun, sumardaginn
fyrsta. Verðlaun í mótinu eru
aldursflokkaskipt og afar vegleg,
m.a. ferðir í Disney-garðinn í
París. Bæði eru veitt drengja- og
stúlknaverðlaun. Þá er stefnt að
því að sigurvegararnir í elsta
flokki tefli einvígi í beinni út-
sendingu á sjónvarpsstöðinni
Sýn.
Auk verðlauna fá allir þátttak-
endur bol með sérstakri áletrun.
Einnig verður happdrætti með
fjölmörgum vinningum frá aðil-
um á borð við Vöku-Helgafell og
SAM-bíóin. Kynnir mótsins
verður hinn kunni útvarps- og
sjónvarpsmaður Hermann
Gunnarsson.
íslenska útvarpsfélagið og
VISA-ísland eru aðalstyrktar-
aðilar mótsins. Tóbaksvarna-
nefnd, Vaka-Helgafell, SAM-
bíóin og fjölmargir aðrir stuðn-
ingsaðilar koma að mótinu með
einum eða öðrum hætti. Mótið
fer fram sumardaginn fyrsta í
húsnæði Taflfélagsins Hellis að
Þönglabakka 1 í Mjódd. Það
hefst kl. 12:45 og er áætlað að
það standi til kl. 18 eða þar um
bil.
Þátttökurétt hafa allir þeir
sem fæddir eru 1983 og síðar.
Æskilegt væri að þátttaka yrði
tilkynnt sem fyrst í síma 568
9141 eða 568 0410 sem verða
opnir fyrir skráningu í dag og
einnig er hægt að skrá sig á net-
fangi skólans og Skáksambands-
ins (siksÉitn.is).
Skákmót á næstunni
23.4. Héllir. Klúbbakeppni
25.4. Hellir. Kvennamót
26.4. Hellir. Voratskákmót
Daði Orn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
BRIDS
linsjóu Arnðr G.
Ragnarsson
Bridsfélag Kópavogs
Meistaramóti Kópavogs í einmenn-
ingi lauk s.l. fimmtudag. Meistari varð
Eggert Bergsson. Lokastaða efstu
manna:
Eggert Bergsson..................218
Daníel Már Sigurðsson............207
Gísli Tryggvason.................207
Armann J. Lárusson...............206
Guðmundur Gunnlaugsson...........206
Bestum árangri síðara kvöldið
náðu:
A-riðill
Eggert Bergsson .................120
■I’órður Björnsson...............117
Guðmundur Baldursson.............105
Jón St. Ingólfsson ...............97
B-riðill
Hjálmar S. Pálsson ..............109
Ragnar Bjömsson .................109
Gísli Tryggvason ................108
Magnús Aspelund..................104
Fimmtudaginn 22. apríl, sumar-
daginn fyi'sta, hefst þriggja kvölda
Vortvímenningur. Spilamennska
hefst kl. 19:45. Spilað er í Þinghóli,
Hamraborg 11, Kópavogi.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Mánudaginn 12. apríl 1999 spil-
uðu 22 pör Mitchell-tvímenning.
Úrslit urðu þessi:
N.S.:
Ingibjörg Kristjánsdóttir -
Porsteinn Erlingsson..................281
Viggó Nordquist -
Tómas Jóhannsson......................253
j teorsteinn Laufdal -
Magnús Halldórsson ...................250
A.V.:
Ingibjörg Stefánsdóttir -
Þorsteinn Davíðsson .................255
Júlíus Guðmundsson -
Rafn Kristjánsson ...................248
Þorleifur Þórarinsson -
Tómas Siguijónsson...................240
Fimmtudaginn 15. apríl spiluðu
24 pör Mitchell. Úrslit urðu þessi:
N.S.:
Sigurleifur Guðjónsson -
Oliver Kristófersson.............265
Þórólfur Meyvantsson -
Viggó Nordquist..................257
Albert Þorsteinsson -
Auðunn Guðmundsson...............238
A.V.:
Þorsteinn Laufdal -
Magnús Halldórsson ..............266
Haukur Guðmundsson -
Oddur Halldórsson................263
Þórarinn Amason -
Fróði B. Páisson.................247
Meðalskor 216
íslandsmót
í paratvímenningi 1999
íslandsmót í paratvímenningi var
spilað um helgina. Alls tóku 45 pör
þátt í mótinu sem tókst í alla staði
vel undir styrkri stjóm Hermanns
Lárassonar keppnisstjóra og
Trausta Harðarsonar reiknimeist-
ara. íslandsmeistarar eru Bryndís
Þorsteinsdóttir og Ómar Olgeirs-
son, sem leiddu mótið lengst af og
unnu með fádæma yfirburðum.
Bryndís Þorsteinsdóttir -
Ómar Olgeirsson .......................379
Sigríður Hrönn Elíasdóttir -
Óskar Elíasson ........................250
Hrafnhildur Skúladóttir -
Jörundur Þórðarson ....................215
Björk Jónsdóttir -
Jón Sigurbjörnsson ....................191
Arngunnur Jónsdóttir -
Jakob Kristinsson .....................161
í DAG
Holtarar -
vantar myndir
Á BALLINU 3. maí 1997
tóku einhverjir myndir.
Nú ætlum við að endur-
taka ballið 15. maí og vant-
ar myndir til að sýna sem
fyrst á því balli. Ef þú vilt
lána okkur þínar hafðu þá
samband við Þuru í síma
554 4947 eða Ollý í síma
554 4588 eða Þórleif í síma
552 9293.
Góð
þjónusta
ÉG VIL þakka fyrir ein-
staklega lipra og góða
þjónustu í versluninni
Betra bak.
Katrín.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
GSM-sími týndist í
Mosfellsbæ
GSM-SÍMI, Simens, blár,
týndist við gagnfræðaskól-
ann í MosfeUsbæ. Skilvís
flnnandi hafi samband í
síma 566 8574.
Dýrahald
Steingrátt fress týnd-
ist í Hafnarfirði
STEINGRÁR köttur,
fress, með hvítar loppur,
týndist 10. apríl frá Hring-
braut 63 í Hafnarfirði. Þeir
sem hafa orðið hans varir
hafi samband í síma
555 1491, 893 4774 eða
555 4850.
Hryssu saknað
ÞESSI brúnsokkótta hryssa, 11 vetra, hvarf úr heima-
haga í Skagafirði í byrjun þessa mánaðar. Viti einhver
um afdrif hennar eru ábendingar vel þegnar. Vinsamlega
hafið samband við Magnús eða Margréti í síma 566 6848.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Víkverji skrifar...
KENNARAR eru að mati Yík-
verja ekki beinlínis flinkir
sjálfsímyndarsmiðir. Víkverji held-
ur að það sé frekar regla en undan-
tekning, að þegar kennarar eru í
kjarabaráttu, þá nái þeir þeim sér-
kennilega árangri að verða á mjög
skömmum tíma afar óvinsæl stétt,
sem virðist njóta mjög takmarkaðr-
ar samúðar í þjóðfélaginu. Þetta
virðist vera andstætt því sem
tíðkast með svo margar aðrar stétt-
ir, sem eiga oft ríka samúð almenn-
ings, þegar þær standa í kjarabar-
áttu.
XXX
ANNIG var það t.d. í síðustu
viku að kennarar í grunnskólum
Reykjavíkur sendu börain á mið-
vikudegi heim með miða til foreldra,
þar sem greint var frá því að þeir
ætluðu að fella niður kennslu næsta
dag, frá kl. 11 fyrir hádegi, þar sem
þeir hugðust efna til fjöldafundar
kennara í Bíóborginni. Síðdegis
þennan miðvikudag fengu foreldr-
arair sem sagt þennan béfmiða með
ofangreindum skilaboðum. Auðvitað
lenti fjöldi heimila í miklum bobba
vegna þessarar ákvörðunar kennar-
anna, þar sem þeir felldu niður
kennslu einmitt á þeim tíma sem
flestir yngstu nemendurnir, sex, sjö
og átta ára, eru í skólanum. For-
eldrar bama á þessum aldri miða
eigin störf oft eftir megni við skóla-
tíma bama sinna, en skyndilega
stóðu hundruð heimila í Reykjavík
frammi fyiir þeirri staðreynd, að
barn þeirra yrði eftirlits-, kennslu-
og gæslulaust frá kl. 11 á fimmtú-
daginn var. Ekki beinlínis til vin-
sælda fallið eða hvað?
xxx
ANNAÐ sem Víkverji varð var
við í kringum kennaraátökin í
liðinni viku, sem hann telur einnig,
að muni ekki auka á vinsældir kenn-
ara í þjóðfélaginu, né samúð með
þeim, var sú staðreynd að kennarar
hafa í liðinni viku augljóslega notað
kennslustundimar, a.m.k. sumir
hverjir, til þess að afla kjarabaráttu
sinni samúðar nemendanna. Þessa
varð Víkverji var með áþreifanleg-
um hætti og hann hefur fengið frá-
sagnir annarra foreldra í sömu
veru. Nú er það svo, að kennarar
eru örugglega ekki of sælir af kjör-
um sínum og því miður eru þeir allt
of fáir, sem gera sér grein fyrir því,
hversu þýðingarmikið það er, að vel
menntaðir og hæfir kennarar annist
kennslu barna okkar. Góð menntun
og hæfni kostar peninga, og þeim
mun meiri og betri sem menntunin
og hæfnin er, þeim mun meira hlýt-
ur hvort tveggja að kosta - einfalt
lögmál markaðarins, ekki satt?
XXX
EN ÞAÐ er ekki þar með sagt að
kennarar geti leyft sér að nota
hvaða aðferðir sem er í kjarabar-
áttu sinni, eins og t.d. þá að beita
innrætingu við böm og unglinga á
mótunarstigi, til þess að afla sér
samúðar. Raunar telur Víkverji
slíkar aðferðir bera vott um siðferð-
isbrest og dómgreindarskort, því
auðvitað tala nemendur um það á
eigin heimilum þegar slíkt gerist.
Það væri mikil bernska af kennur-
um, ef þeir héldu að foreldrum bær-
ust ekki til eyma frásagnir sem þær
sem Víkverji og aðrir foreldrar
fengu úr skólum borgarinnar í lið-
inni viku.