Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 67

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 67 MYNDBÖND Vel sloppið Við tjörnina (Wilbur Falls)______ Drama ★★ Leikstjóri og handritshöfundur: Juliane Glantz. Kvikmyndataka: Kurt Brabbe. Aðalhlutverk: Shanee Ewards og Danny Aiello og Sally Kirkland. (94 mín.) Bandarísk. Myndform, mars 1999. Bönnuð innan 12 ára. RENATA er vel gefín stúlka sem tekst á við fylgifiska gelgjuskeiðs- ins. Hún á fáa vini og samskiptin við foreldrana eru stirð. Þegar Renata verður óbeint völd að dauða skóla- bróður síns lærir hún að meta fjöl- skyldu og vini meir en áður. Umfjöllunar- efni þessarar kvikmyndar er mjög á reiki og erfitt að skilgreina hana út frá fast- mótuðum kvikmyndategundum. Hún byrjar sem gagnfræðaskóla- mynd en fer síðan út í vandamála- og fjölskyldudrama, þaðan yfir í óhugnaðar eða spennumynd og til baka. Þetta er líklega tilkomið af því að höfundurinn hefur haft margar góðar hugmyndir og hlaðið þeim öllum inn í handritið sem er dálítið losaralegt fyrir vikið. En þegar til lengdar lætur gengur samsuðan ágætlega upp, þökk sé þeim létta, oft bráðhnyttna húmor sem svífur yfir vötnunum og sóma- samlegri frammistöðu leikaranna. Heiða Jóhannsdóttir Trumbusláttur Karls KARL Bretaprins skellihió þegar hann hafði prófað að spila á bongótrommur í heim- sókn sinni í Royce grunnskól- ann í Manchester á dögunum. Hin unga Dominique Browne, sem hafði fylgst með trommuslætti Karls, gat ekki annað en brosað í kampinn. /AFFI REY K)AVIK f V r • (• t: 4 N T P 1; Stórdansleikur í kvöld Opið til kl. 3 Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi Gleðilegt sumar SAMPll mmS 0G NÁTTÚRU STORÍVAIIIVG PERIUIVIVI 22.-25. apríl Opnará morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 14.00 Þetta er önnur sýningin sem haldin er undir þemanu „Samspil manns og náttúru“ og tilgangur hennar er aö kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna samspils mannsins við náttúruna og sjálfan sig. Fjöldi fyrirtækja tekur þátt í sýningunni og kynnir allt frá umhverfisvænum bílum, gólfefnum og málningu, yfir í hreinlætisvörur, hljómlist, bækur, bætiefni, matvæli, umhverfisfræöslu og ótal margt fleira. Opnunardagur sýningarinnar er sumardagurinn fyrsti sem einnig er alþjóðlegur Dagur jarðar, hinn 23/4 er Dagur bókarinnar og á sunnudeginum er Dagur umhverfisins. EFTIRTALDIR AÐILAR ERU A CTJVIJVGUiVJV!: Akur Ágúst Pétursson, Stjörnukort Bókaf. Bifröst, Bókakl. Birtings Brauöhúsið Clean Trend ehf. Dreifing Ferðaskrst. Landnáma Fiat umboðið, ístraktor Fiskafurðir, Lýsisfélag, íslensk fjallagrös Gróðrarst. Lambhaga Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Heilsubúðin Heilsuhornið Heilsuhúsið íshestar KareMor Leiðarljós Lífsorka, Immunocal Lofthreinsikerfi Magnús Kjaran ehf. Málning ehf. Nature's Own Náttúruvernd ríkisins Olís SG Hús Síon, KBM Teppaland Tóbaksvarnanefnd Tónaflóð Umhverfisverndarsamtök íslands Vottunarstofan Tún Yggdrasill Æskulind FJÖLDIFYRIRLESTRA Á meðan á sýningunni stendur verður fluttur fjöldi stuttra fyrirlestra um hin ýmsu málefni sem tengjast þema sýningarinnar. Áheyrendum gefst tækifæri til fyrirspurna. Eftirtaldir fyrirlestrar verða fluttir: Fimmtudagur 22. apríl: Kl. 15.30 Stefán Gíslason verkefnastjóri Staðardagskrár 21. Umræðuefni: „Án dropa ekkert haf. Kl. 16.30 Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Umræðuefni: „Lífræn uppgræðsla í Landnámi Ingólfs" Laugardagurinn 24. apríl Kl. 13.30 Thomas Möller markaðsstjóri Olís. Umræðuefni: „Umhverfisstefna stórfyrirtækja". Kl. 14.30 Ingiveig Gunnarsdóttir forstj. Ferðaskrifst.Landnámu. Umræðuefni: „Hvað er umhverfisvæn ferðamennska?" Kl. 15.30 Guðlaugur Bergmann verkefnastj. Umræðuefni: „Einnota efnahagskerfi" Kl. 16.30 Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfr. Umræðuefni: „Gildi umhverfissamtaka". Sunnudagur 25. aprfl Kl. 13.30 Dr. Gunnar Á. Gunnarsson. Umræðuefni: „Vottun lífrænna matvæla". Kl. 14.30 Dr. Árni Bragason forstj. Náttúruverndar ríkisins. Umræðuefni: „Pjóðgarðar og friðlýst svæði". Kl. 15.30 Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður. Umræðuefni: „Hvers vegna náttúruvernd?“ kl. 16.30 Dr. Ása L. Aradóttir sviðstj. rannsókna- og þróunarsviðs Landgræðslu ríkisins Umræðuefni: „Hnignun og uþpbygging vistkerfa". Erla Stefánsdóttir tónlistarkennari og sjáandi mun leiða fólk um huliðsheima í Öskjuhlíð á laugardag og sunnudag. Báðar ferðir hefjast kl. 14.00. OPNUNARTIMAR: Fimmtudagur 22. apríl Föstudagur 23. apríl Laugardagur 24. apríl Sunnudagur 25. apríl frákl. 14.00 til 18.00 frákl. 14.00 til 18.00 frákl. 13.00 til 18.00 frákl. 13.00 til 18.00 Athugið að þessi sýning er líka sölusýning. Mörg áhugaverð tilboð í gangi alla daga sýningarinnar. Sýningin „Samspil manns og náttúru“ veitir ykkur heildræna yfirsýn yfir þýðingarmikla málaflokka sem eru allir tengdir órjúfanlegum böndum. AÐGANGUR ÓKEYPIS (FV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.