Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 70

Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ! I Hundalíf 'o, t.UB8i ~hvae> HERJReKLvefete —A£>-<5£f?4 7---------------- 1 rriurrt oJcÍkí •'ja ÞúTág uar j 'hloupoi íQtcjn- úm skécj'tnn... Ferdinand Sumt gengur í ættir... Árinn! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Nató á villigötum Frá Rúnari Kiistjánssyni: NÚ HAFA loftárásimar á Júgó- slavíu staðið yfir það lengi að flestir sæmilega viti bomir menn eru fam- ir að skilja að í þeim fannst engin lausn. Niðurstaðan er þveröfug, loftárásimar auka vandann og gera allar úrlausnir erfiðari. Það er öm- urleg niðurstaða fyrir Nató, að halda upp á 50 ára afmæli sitt með því að gera alvarlegustu mistök sem orðið hafa í sögu bandalagsins. Héð- an af er Ijóst að Nató hefur glatað tíltrú, það hefur engar lausnir fram að færa, eina útspil þess hefur verið ofbeldi og allir vita að ofbeldi fæðir af sér meira ofbeldi. Mannkynssag- an kennir okkur það. Strax í haust byrjaði Nató að hafa í hótunum við Serba og loks var staðan sú, að svo stór orð höfðu verið látin falla. Og hinn mikli herkostur var settur af stað, dráp og eyðilegging fylgdi í kjölfarið. En aldrei verður senni- lega skemmt og eyðilagt svo mikið í Serbíu, að það verði talið fréttaefni á við það sem er að gerast að sögn af slíku tagi í Kosovo, og vafalaust verða aldrei drepnir svo margir óbreyttir borgarar í loftárásum Nató á Serbíu, að það verði talið fréttaefni til móts við ætluð dráp á Albönum í Kosovo. Flestar fréttir af því tagi era teknar beint frá Albön- um sjálfum og sjaldnast haft fyrir því að kanna sannleiksgildið. Það er ekki sjálfgefið að allt sé rétt sem þeir segja um atburðarásina. Fréttaflutningurinn er svo áróðurs- kenndur, að það er afar erfitt að treysta því að fjallað sé um málin með þeirri réttsýni sem ber að við- hafa í góðri fréttamennsku. Nýlega var til dæmis greint frá því í flenni- fyrirsögnum að Serbar hefðu myrt tiltekna leiðtoga Kosovo-Albana og var ekki verið að spara ljótu lýsing- arorðin þar. Síðar kom í ljós að þeir vora lifandi og enginn fótur fyrir fréttinni. Kosovo-Albanar era vissu- lega alls góðs maklegir á við annað fólk, en þeir lýsa málum út frá sín- um forsendum og þær þurfa ekki endilega að vera réttar. Nóg er um ákærar gegn Serbum en engrar sönnunarskyldu virðist vera krafist. Allt er birt ef það aðeins vitnar á móti Serbum. Aróðurs-síbyljan í fjölmiðlum gegn serbnesku þjóðinni er komin of langt, offorsið hefur verið svo mikið, að margir era farn- ir að átta sig á því að á bak við tjöld- in er pólitísk refskák í fullum gangi. Blekkingarvefurinn dugir ekki lengur til að fá fólk til að trúa hvaða lygi sem er, bara ef hún kemur frá fulltrúum Nató. Sannleikurinn er ekki vöramerki Atlantshafsbanda- lagsins. Það er pólitísk ákvörðun að ráðast á Júgóslavíu og sú ákvörðun var röng. Þetta stríð verður Nató til skammar og Bandaríkin verða fyrir stóram álitshnekki. Serbneska þjóðin hefur verið afflutt í fjölmiðl- um með þeim hætti að það er með endemum. Ég hef hitt íslendinga sem hafa sagt það blákalt við mig, að lausnin á Balkanskaga sé að út- rýma Serbum, útrýma þeim gjör- samlega. Hvaðan hafa menn for- sendur fyrir slíkri afstöðu? Auðvit- að úr fjölmiðlunum. í hvaða ástand era menn komnir þegar þeir fara að tala um það sem lausn á málum að útrýma heilli þjóð? Hver hefur orðið alræmdastur á þessari öld fyrir að hafa ætlað sér slíkt? Era menn ekki famir að nálg- ast hættumark hvað dómgreind snertir þegar hugsunin er leidd út á slíkar örþrifabrautir? Sannleikur málanna er sá að Serbar hafa aldrei fengið að kynna sinn málstað í vest- rænum fjölmiðlum. Jafnvel á ís- landi er sagt „það er viðtekin regla hér, að við tökum ekki við neinu frá Serbum"! Aðeins önnur hlið mál- anna nýtur þess að vera kynnt. Hvað verður um hina hágöfugu yfir- lýsingu að allir menn séu skapaðir jafnir, þegar fyrir liggur að fjölmiðl- ar sem endurvarpa einhliða áróðri Nató og Bandaríkjanna virðast ganga út frá því að hver Kosovo-Al- bani sé jafngildi 50 Kúrda og 100 Nígeríumanna? Og nú þegar þetta stríð er orðið að veraleika sést að enginn veit hver niðurstaðan verð- ur, allra síst þeir sem hófu það! Og fjölmargir virðast líta á þennan harmleik eins og einhverja spennu- mynd! Islenska þjóðin veit og á að vita að stríð er ekki neitt sem ástæða er til að fagna. Þegar sá stærsti í sandkassanum stendur upp og segir við hina: „Ég skal lú- berja ykkur alla, ef þið verðið ekki til friðs“, halda menn þá virkilega að slík ofbeldisframkoma sé rétta leiðin til að tryggja friðinn? Ég held ekki og afleiðingar árása Nató á Jú- góslavíu verða sennilega þær, að skapast mun nýtt kulda-tímabil í samskiptunum við Rússa. Þeir munu sennilega sjá aukna þörf á því að efla samskiptin við Kínverja og Indverja og hunsa Vesturveldin. Slík framvinda mun trúlega gerast með tilkomu nýs valdhafa í Rúss- landi, sem verður að öllum líkindum herskár maður og ófyrirleitinn. Vesturveldin hafa nú ratt leiðina að miklu leyti fyrir slíkan mann upp í valdastólinn í Moskvu. Og ég vil minna á að þótt Rússar séu í efna- hagsvanda, þá era kjamorkuvopn þeirra jafn ógnvekjandi og áður. Kjamorkustríð getur orðið með þeim hætti að stríðsæsingar magni upp einhverskonar vitfirringar- ástand. Illt er að setja menn í þá stöðu að þeir sjái sig hugsanlega tilneydda til að gera eitthvað í örvæntingaræði og steypi með því öllum heiminum í bál og brand! Stríð er enginn leikur eða dægra- stytting, stríð er staða sem kemur upp þegar skynsemin er lögð til hliðar, þegar leitað er að lausnum án hennar. Sá sterki fer að beita hnefunum! Nú hefur rækilega verið kveikt í tundurþræðinum að púðurtunnunni á Balkanskaga, loginn æðir að henni og spurningin er, vitkast menn svo að þeir forði sprengingunni eða er upphafið að endinum í sjónmáli? RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.