Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.05.1999, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Palestínskur almenningur vantrúaður á breytingar Kjör Ehuds Baraks hefur aukið bjartsýni víða um heim á að friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum muni komast á skrið -----LIi------------'----------1-----7----- að nýju. Sigrún Birna Birnisdóttir í Israel segir þó að ekki séu allir jafnsannfærðir um að grundvallarbreyting verði á afstöðu ísraelskra stjórnvalda vegna stjórnarskipta. MIKIL bjartsýni ríkir meðal vinstri manna í ísraei eftir stórsigur Ehuds Baraks, formanns Verka- mannaflokksins, á Benjamin Net- anyahu, fráfarandi forsætisráð- herra, í kosningunum á mánudag. Þá hafás þjóðarléiðtogar þeirra þjóða sem mest samskipti hafa átt við ísrael fagnað úrslitum kosning- anna. Úrslitin eru leiðtogum á borð við Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, sem átt hafa stirð samsipti við Netanyahu augljós léttir. Þá hafa Abdullah Jórdaníukonungur og Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti lýst yfir bjartsýni á það að frið- arferlið í Miðausturlöndum komist á skrið á nýjan leik í kjölfar kosning- anna og áhrifamenn innan Sýr- landsstjómar lýst bjartsýni á að friðarviðræður þjóðanna geti hafist að nýju. Barak er sagður stefna að því að framfylgja Wye-samkomulaginu og hefja lokaáfanga samningavið- ræðna ísraela og Palestínumanna sem fyrst en samkvæmt Óslóar- samkomulaginu á lokaáfangi við- ræðnanna m.a. að taka á skiptingu vatnsbirgða, stöðu Jerúsalem, end- anlegum landamærum, hugsanlegri heimkomu landflótta Palestínu- manna og framtíð landnema- byggða. Ljær máls á að láta 75% Vesturbakkans af hendi Fréttabréfið Foreign Report hef- ur eftir nánum samstarfsmanni Baraks að hann sé reiðubúinn til að láta 75% Vesturbakkans af hendi að þeim skilyrðum uppfylltum að ísra- elar haldi eftir hluta Jórdanárdals- ins og að flestar landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum verði áfram undir ísraelskri stjórn. Þá er hann sagður ætla að stöðva byggingaframkvæmdir í Har Homa, umdeildu hverfi gyðinga í Austur-Jerúsalem, og útþenslu ósamþykktra landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum. Hann er einnig sagður reiðubúinn til að heimila takmarkaða starfsemi palestínskra yfirvalda í Austur-Jer- úsalem og að láta Abdullah Jórdan- íukonungi eftir umsjón með helgum stöðum múslima í borginni. Bjartsýnismenn segja Barak því greinilega tilbúinn til að gefa mun meira eftir í friðarsamningum við Palestínumenn en fyrirrennari Reuters YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, myndar sigurmerki með fingrunum við vígslu skóla á Gaza-svæðinu. hans. Margir Palestínumenn óttast þó að samningsvilji Baraks muni duga skammt. Þannig hafa palest- ínskir harðlínúmenn, sem barist hafa gegn stefnu palestínsku sjálf- stjómarinnar, bent á að ekki sé mikils árangurs að vænta af samn- ingaviðræðum komi annar deiluað- ili að þeim með fullmótaðar hug- myndir um það hvernig endanlegt samkomulag eigi að líta út. Þannig muni Barak aldrei fallast á að af- henda Palestínumönnum meira en ótengdar landspildur hér og þar. Þá hafi hann marglýst því yfir að hann muni ekki fallast á skiptingu Jerúsalem-borgar og afar ólíklegt sé að hann fallist á kröfur Palest- ínumanna um að palestínskir flótta- menn fái að snúa aftur heim. Samn- ingar muni hins vegar hafa það í för með sér að Palestínumenn verði að afsala sér mörgum af grundvallar- kröfum sínum og því verði verr af stað farið en heima setið. Þá hafa palestínskir mannrétt- indafrömuðir minnt á það að Barak hafi komið úr röðum harðlínumanna innan Verkamannafiokksins og ver- ið andvígur Óslóar-samningunum og að öll stríð ísraela hafi verið háð er Verkamannaflokkurinn var við völd. Almenningnr minnugur fyrri valdhafa Samkvæmt grein Ben Lynfields sem birtist í dagblaðinu Jerusalem Post sýnir nýleg skoðanakönnun að meirihluti Palestínumanna eigi ekki von á breytingum í kjölfar stjórnar- skiptanna og 18,8% telji að ástandið versni. Hin augljósa bjartsýni umheims- ins, Israela og valdamanna á palestínsku sjálfstjómarsvæðunum virðist því ekki ná til palestínsks al- mennings en í greininni leiðir Lyn- field rök að því að reynsla palest- ínsks almennings af stjórnarháttum Verkamannaflokksins sé allt önnur en reynsla leiðtoga þeirra. Þannig hafi leiðtogar Palestínumanna haft litla reynslu af Verkamannaflokkn- um áður en þeir snéni heim úr út- legð og settust að samningaborði með fúlltmum hans. Almenningur hafi hins vegar lifað undir stjórn Verkamannaflokksins árum og ára- tugum saman og kynnst framgöngu hans í hlutverki valdboðarans. Þetta fólk hafi hvorki gleymt þeim yfirgangi sem það sætti af hálfu flokksins né framgöngu Baraks er hann var yfirmaður heraflans. Þannig þykir mörgum bygginga- framkvæmdir, sem hófust að nýju í gyðingahverfinu Ras al Amoud í Austur-Jerúsalem strax að loknum kosningunum, sanna að kosning- arnar hafi í raun engu breytt, en þessar umdeildu framkvæmdir hafa legið niðri undanfarna mánuði þar sem framkvæmdaaðilar vildu ekki gera þær að kosningamáli. FLOKKUR Græningja kom fram á sjónarsviðið snemma á áttunda ára- tugnum sem afsprengi þýsku stúd- enta-, kvenna- og friðarhreyfingar- innar. Sem pólitískt afl vann hann sér sess vinstra megin við jafnaðar- menn og var í stjórnartíð kristi- legra demókrata ötull stjórnarand- stöðuflokkur, dygg málpípa hverskyns jaðarhópa á vinstri væng þýskra stjómmála. í Sambandsþingskosningunum síðastliðið haust tryggði hann jafn- aðarmönnum nauðsynlegan meiri- hluta til stjómarskipta og í fyrsta skipti eiga þrír ráðherrar úr flokki Græningja sæti í ríkisstjórn. Þeirra á meðal er Joschka Fischer utan- ríkisráðherra og formaður flokks- ins. Fischer vinsælasti stjómmálamaðurinn Eftir stjómarskiptin vakti það mikla athygli, jafnt innanlands sem utan, að Gerhard Schröder kanslari skipaði Fischer sem utanríkisráð- herra. Sú ákvörðun reyndist þó pólitískt kænskubragð sem komið hefur báðum flokkunum til góða. Fischer býr að flestra mati yfir þeim eiginleikum sem stjómmála- manni era nauðsynlegir til að kom- ast til pólitískra valda og síðast en ekki síst til að halda þeim völdum. Hann hefur staðið í hörðum deilum við róttæka hugmyndasmiði úr eig- in röðum, sem og við jaðarhópa á vinstri væng flokksins, en nýtur á sama tíma mikillar virðingar meðal flokksmanna sinna og er sam- kvæmt nýlegum skoðanakönnunum vinsælasti stjómmálamaður lands- ins. I stöðu utanríkisráðhema og þar með sem nánasti samstarfsmaður kanslarans hefur hann jafnframt $ýnt- frarn á að Græningjar eru Þýskir Græningjar á tímamótum A nýlegu flokksþingi Græningja þar sem fjallað var um stríðið í Kosovo staðfesti flokkurinn loksins opinberlega gjörbreytta pólitíska ímynd sína. Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari í Berlín, fylgdist með átökum á milli ráðherra Græningja og jaðarhópa flokksins og veltir fyrir sér hlutverki og framtíð flokksins í þýskum stjórnmálum. hæfir til pólitískrar ábyrgðar og til stjórnar á landsvísu. Fyrir sam- bandsþingskosningamar virtist sameiginlegt markmið flokkanna um stjórnarskipti í landinu skyggja á sameiginlega stefnumörkun. Einna helst drógu miklar deilur á milli reyndra stjórnmálamanna Græningja, annars vegar þeirra sem binda vildu enda á ímynd flokksins sem stjómarandstöðu- flokks og hins vegar jaðarhópa hans sem halda vildu í þá hug- myndafræði sem mótaði flokkinn, úr trúverðugleika mögulegs stjórn- arsamstarfs. Að lokum tókst að þagga niður í róttækum hópum á vinstri væng flokksins og meðlimir hans virtust þjappa sér saman að baki forystunni sem sigldi hraðbyri inn í ríkisstjórn. Skipan Fischers í stöðu utanríkisráðherra hafði því fyrst og fremst táknrænt gildi, .bæði - fyrir ríkisstjórnina sem og- flokk Græningja. En fyrir þá síðar- nefndu var sigurinn dýra verði keyptur. Hugmyndafræðin að engu höfð Fyrir aðeins einu ári samþykkti flokkurinn, eftir hörð átök, að sam- þykkja stjómarskrárbreytingu sem heimilaði þýska hernum í fyrsta skipti eftir síðari heimstyrjöld að senda herlið sitt til ríkja utan NATO. Sú ákvörðun olli friðarsinn- um miklum vonbrigðum og ófáir kjósendur flokksins snéra baki við honum. Flokkurinn sem byrjaði sem grasrótarhreyfing stúdenta gegn Víetnamstríðinu og var lengi á móti þátttöku þýskra hersveita í fnðarsveitum NATO og Sameinuðu þjóðanna sá sig knúinn til þess að endurskoða hugmyndafræði sína og friðarstefnu í skiptum fyrir aðild að og- einna helst eftir að Fischer og stuðningsmenn hans ákváðu að samþykkja hernaðarlegar aðgerðir gegn Serbum eftir blóðbaðið í Srebrenica árið 1995, hafa átt sér stað heiftúðlegar umræður og átök um siðferðisleg gildi hugmynda- fræði flokksins. Flokkurinn hafði einnig staldrað stutt við í ríkis- stjóm þegar Þjóðverjar ákváðu að taka þátt í loftárásum NATO gegn gömlu Júgóslavíu. Stjómmálamenn úr röðum Græningja reyna að rétt- læta loftrásir Atlantshafsbanda- lagsins með því að þær leitist við að tryggja mannréttindi íbúa Kosovo en friðarsinnar kalla þær hreinan ofbeldisverknað sem flokkur Græn- ingja megi ekki styðja. Græningjar á tfmamótum Á flokksþinginu voru teknar fyrir . uim pólitískar lausnir á Kosovo-deilunni. Friðar- sinnar íylktu liði um tillögu sem krafðist þess að tafarlaust yrði hætt við loftárásimar en stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar og Fischers studdu tillögu þess efnis að reynt yrði að beita sér íyrir hléi á aðgerðum NATO. Eins og búist hafði verið við hlaut tUlaga Fischers fleiri atkvæði eða 444 á móti 318. I ræðu Fischers kom fram að sem utanríkisráðherra myndi hann, óháð niðurstöðum flokksþingsins, ekki óska eftir tafarlausum lokum árásanna. Flokksmenn hans spör- uðu honum óþægindin en sitja eftir með sárt ennið því flokkurinn er eftir sem áður klofinn í afstöðu sinni. Mörgum þykir hugmynda- fræðin hafa verið svikin og era ekki hlynntir öllum þeim fórnum sem færðar era í þágu stjórnarsam- starfsins. Þrátt fyrir að niðurstaða flokks- þings smáflokks sem Græningja geti ekki haft nein afdrifarík áhrif á stefnu NATO markar flokksþingið mikil tímamót í sögu flokksins. Á því kom glögglega í ljós að flokkur- inn er, þrátt fyrir stjórnarsetu eða jafnvel vegna hennar, klofinn í af- stöðu sinni gegn hvers kyns hern- aðaraðgerðum. Forysta flokksins hefur sagt skilið við þá friðarstefnu sem í upphafi mótaði hugmynda- fræði hans og þar af leiðandi við ímynd sína sem grasrótarhreyfing. Fjölmörgum kjósendum finnst þeir illa sviknir og úrsögnum úr flokkn- um fjölgar dag frá degi, en á meðal þeirra sem sagt hafa skilið við flokkinn era þekktustu baráttu- menn vinstri hreyfingarinnar í Þýskalandi. Græningjar eru í ríkis- stjóm og hún er mikilvægari en flokkurinn, að minnsta kosti fram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.