Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 37
36 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OFBELDI GAGN- VART BÖRNUM FRÁSÖGN Gests Pálssonar, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins, þess efnis að líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum hér á landi, sé að líkindum algengara en opinberar tölur gefa til kynna, er skelfileg. Auðvitað óska þess flestir að barnalæknirinn fari ekki með rétt mál og að börnin okkar búi við öryggi og gott at- læti, eins og opinberar tölur gætu gefið til kynna. En ekki þýðir að gera eins og strúturinn og stinga höfðinu í sandinn og neita að ræða háalvarlegt þjóðfélagslegt mein eins og barnaofbeldi. Vandamálið hverfur ekki, þótt látið sé eins og það sé ekki til. Þær tölulegu upplýsingar sem fram komu í erindi Gests Pálssonar á ráðstefnu um líkamlegt ofbeldi gegn börnum, sem haldin var á vegum Barnaiverndarstofu, Barnaspítala Hringsins og Félags íslenskra barnalækna, eru þess eðlis, að þær hljóta að kalla á aukna árvekni þeirra, sem með ein- hverjum hætti eiga möguleika á að koma í veg fyrir. barna- ofbeldi. í erindi sínu nefndi Gestur til samanburðar, að Bretar telja að fjögur börn látist í viku hverri vegna líkamlegs of- beldis og að í Svíþjóð sé vitað að á milli tíu og tuttugu börn látist af sömu sökum ár hvert. Miðað við þessar tölur megi búast við því að á milli tíu og tuttugu börn hér á landi verði fyrir alvarlegum líkamlegum áverkum vegna ofbeldis ár hvert. Gestur ályktaði í framhaldi af þessum samanburði, að eitt barn gæti látist af völdum líkamlegs ofbeldis, ár hvert, að meðaltali. Það er átakanlegt að börn skuli láta lífið vegna áverka sem rekja má til líkamlegs ofbeldis. Þeir sem misþyrma litlum og jafnvel ómálga börnum, ganga ekki heilir til skóg- ar. Þeir þurfa á aðstoð að halda og hver sá sem hefur hinn minnsta grun um að barn sé beitt ofbeldi, hefur þá höfuð- skyldu, að tilkynna um grunsemdir sínar til barnaverndar- yfii’valda. EPLASTRIÐ ÞAÐ verðstríð er ríkt hefur í stórmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu undanfarna daga hefur vart farið fram hjá neinum. Verslanir hafa lækkað verð á grænmeti og ávöxtum á víxl og hægt hefur verið að kaupa vörur á verði sem er töluvert undir skráðu heildsöluverði. Þetta verð- stríð hefur hins vegar einnig orðið til að beina athyglinni að verulegum verðmun í verslunum. í úttekt Morgunblaðs- ins síðastliðinn miðvikudag kom fram að daginn áður höfðu appelsínur kostað 75 krónur kílóið þar sem þær voru ódýrastar en 198 krónur þar sem þær voru dýrastar. Þetta samsvarar 164% verðmun. Svipaða sögu var að segja af banönum og eplum. Þetta verðstríð er hins vegar ekki einsdæmi. Á undan- förnum mánuðum hafa verslanir einnig reglulega verið með tilboð á kjúklingum, svo dæmi sé nefnt, þar sem hægt hefur verið að fá þá vöru á umtalsvert lækkuðu verði. Yfír- leitt standa þessi tilboð stutt og fyrr en varir hefur verð til neytenda hækkað að nýju. Verðstríð af þessu tagi vekja upp margar spurningar. Spyrja má hver sé eiginlegur tilgangur þess að lækka verð á ákveðnum vöruflokki í skamman tíma. Hagsmunir neyt- enda af því eru takmarkaðir þar sem tilboðin eru oft bund- in við takmarkað magn og standa stutt. Getur verið að svo mikið hafí dregið úr almennri samkeppni á matvörumark- aði, meðal annars með aukinni samþjöppun, að nauðsynlegt sé fyrir verslanir að auglýsa sig upp með þessum hætti til að vekja á sér athygli? Einnig má velta fyrir sér hvernig á því stendur að skyndilega sé hægt að lækka verð með þessum hætti. Varla eru þessar verslanir að tapa á sölunni? Er hugsanlegt að svigrúm sé til að lækka þessar vörur, t.d. ávexti og kjúklinga, með varanlegum hætti í stað þess að lækka verð niður úr öllu valdi tímabundið? Þá vekur vörn þeirra verslana, er hæst hafa verðið, ekki síður upp spurningar. Eru færð rök fyrir því að þar sem mikill munur sé á gæðum vörunnar og þeirrar þjónustu sem er veitt, sé þessi munur eðlilegur. En hvað eiga neyt- endur þá að halda þegar verðstríðinu linnir og verðmunur- inn er ekki.164% heldur kannski nær enginn? Nýsköpun ‘99, samkeppni um viðskiptaáætlanir VERÐLAUNAHAFAR í sanikeppninni Nýsköpun ‘99 á sviðinu í Iðnó. Lux Inflecta hlaut fyrstu verðlaun DAVÍÐ Oddsson afhendir sigurvegurunum verðlaunin. Úrslit í samkeppninni Nýsköpun ‘99 voru kynnt í Iðnó í gær. Alls bárust 82 áætlanir í samkeppnina og fór þátttaka fram úr björt- ustu vonum. VIÐSKIPTAÁÆTLUN fyr- ir fyrirtækið „Lux In- flecta“, sem ætlunin er að þrói og markaðssetji not- endaviðmótið Giza sem á að einfalda verklag við Java-tölvuforritun, eink- anlega Java-forritun í dreifðri vinnslu, hlaut fyrstu verðlaun, 1.000.000 krónur, auk leiðsagnar sér- fræðinga KPMG og Viðskiptaháskól- ans í eitt ár, í samkeppninni Nýsköp- un ‘99, samkeppni um viðskiptaáætl- anir. Að verkefninu stóðu þrír ungir menn, þeir Alfreð Pórðarson, Birgir Finnsson og Þorbjörn Njálsson. Önnur verðlaun, 500.000 krónur, hlaut viðskiptaáætlunin „Spaks- mannsspjarir", en hún fjallar um stofnun fyrirtækis sem ætlunin er að markaðssetji íslenska hönnun fata- fyrirtækisins Spaksmannsspjara á erlendum mörkuðum, en það er rek- ið af hönnuðunum Björgu Ingadótt- ur og Valgerði Torfadóttur. Við- skiptaáætlunina unnu fjórar ungar konur, þær Edda Björk Guðmunds- dóttir, Sara Lind Þorsteinsdóttir, Auður Björk Guðmundsdóttir og Halla Tómasdóttir. Fimm viðskiptaáætlanir lentu jafn- ar í þriðja sæti og hlaut hver þeirra 100.000 króna verðlaun, en þær eru „Hraðbraut", „Hlíðarfjall“, „Flug- taskan“, „Kine ehf.“ og ,Albúm“. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Viðskiptaháskóhnn í Reykjavík, KPMG Endurskoðun hf. og Morg- unblaðið stóðu í sameiningu að sam- keppninni Nýsköpun ‘99 og var til- gangurinn að hvetja fólk með ófull- gerða hugmynd að atvinnurekstri til að setja saman viðskiptaáætlun utan um hugmynd sína með skipulegum hætti, til að efla hjá fólki hæfni og þor til að stofna til nýrrar atvinnu- starfsemi, og örva með því nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Jafnræði kynjanna timanna tákn Davíð Oddsson forsætisráðherra afhenti verðlaunin og sagði við það tækifæri að það væri sérstaklega gaman að því að fólk alls staðar að af landinu hefði fundið sig knúið til að taka þátt í þessu verkefni, og einnig athyglisvert og vonandi tímanna tákn að það væri sáralítill munur á þátt- töku karla og kvenna í samkeppninni. „Það kæmi mér ekki á óvart, eftir að hafa heyrt lýsingar hjá tveimur for- sprökkum verkefnisins, að mörg fyr- irtæki ættu eftir að spretta upp úr þessari keppni hér í dag. Það var nefnt að framhald yrði á og ég vona að jafnvel strax í næstu samkeppni verði hægt að líta til fyrirmyndanna sem sáu dagsins ljós í dag, fyrir- mynda sem þá verði orðnar að fyrir- tækjum sem þessi keppni hafi gefið af sér,“ sagði Davíð Oddsson. Guðfinna S. Bjamadóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík, stjómaði athöfninni. I ávarpsorðum sínum í upphafi verðlaunaafhending- arinnar sagði Guðfinna m.a. að þijú orð væm henni ofarlega í huga að lok- inni þeirri vinnu sem að baki lægi við mat á innsendum viðskiptaáætlunum. „Við vomm í meiriháttar virkjana- framkvæmdum í fimm mánuði við virkjun hugvits. Það em þrjú hugtök sem standa upp úr eftir að við erum búin að fara gegnum allar þessar hug- myndir. Eitt þeirra er „hugvit“. Næsta hugtak er „alþjóðavæðing“ en í þessum viðskiptaáætlunum var ekki horft til eyþjóðarinnar íslands þar sem við væmm að markaðssetja fyrir hvert annað, heldur var þetta alþjóð- legt. Og þriðja hugtakið er „tækni“,“ sagði Guðfinna S. Bjamadóttir. Páll Kr. Pálsson, formaður verkefn- isstjómar samkeppninnar, sagði í ávarpi sínu m.a. að fyrirtæki á borð við Nýsköpunarsjóð lifði á stöðugu innstreymi viðskiptaáætlana, til að skapa eftirspum eftir þjónustu sjóðs- ins, og kom fram í máli hans að það hefði verið meðal ástæðna þess að ráðist var í samkeppnina Nýsköpun ‘99. I máli Páls Kr. og Guðfinnu kom fram að 650 manns hefðu skráð sig til leiks og fengið í hendur leiðbeiningar- gögn, 400 manns hefðu setið nám- skeiðin rnn gerð viðskiptaáætlana sem var langt umfram það sem von- ast hafði verið eftir. 82 viðskiptaáætl- anir bámst, 40 frá körlum, 30 frá kon- um og 12 frá fyrirtækjum. „Gerir forritun dreifðrar vinnslu einfaldari“ Að viðskiptaáætluninni sem lenti í fyrsta sæti standa Alfreð Þórðarson verkfræðingur, Birgir Finnsson tölvunarfræðingur og Þorbjörn Njálsson kerfisfræðingur. „Við emm að fara að skrifa Java- umhverfi sem einfaldar netforritun til muna. Þetta kerfí köllum við Giza og það gerir sérstaklega dreifða vinnslu einfaldari en það er oft mjög flókið þegar maður er að skrifa slík kerfi. I kerfinu er álagsdreifing, það er ýmislegt sem kemur þar að eins og gagnagmnnar og slíkt sem við hjúpum algerlega svo að notandinn þarf ekki að kunna á það skrifa kerfi í Giza,“ segir Alfreð Þórðarson í Ramt.ali.við Mnrgnnhlaðið— ------ Varðandi framtíðarsýn næstu tólf mánuði segir Birgir Finnsson að fyr- ir þeim liggi að þeir stefni að því að framkvæma verkefnið. „Við reiknum með því að þróun á kerfinu taki okk- ur allt að einu ári. Samhliða henni mun markaðsstarf hefjast. Okkar sýn er því sú að þegar kerfið er til- búið verðum við tilbúnir að fara með það á markað. Þorbjörn Njálsson segir að verk- efnið sé í þróun. „Við emm ekki byrjaðir að forrita kerfið en hönnun- arvinnan er í fullum gangi.“ „Höfum mikla trú á þessum fatnaði“ Að viðskiptaáætluninni um Spaks- mannsspjarir standa fjórar konur sem kynntust þegar þær voru við -nám í Bandaríkjunum, og allt frá þeim tíma hafa þær haft í huga að stofna fyrirtæki saman. Edda Björk Guðmundsdóttir er viðskiptafræð- ingur, Sara Lind Þorsteinsdóttir er fjölmiðlafræðingur, Auður Björk Guðmundsdóttir er fjölmiðlaft’æð- ingur og Halla Tómasdóttir er al- þjóðaviðskiptafræðingur. „Verkefnið gengur út á að selja og markaðssetja íslenska hönnun Spaksmannsspjara á alþjóðlegum mörkuðum, en Björg og Vala hafa unnið í hönnun í einhverju formi í tíu ár. Við komum að þessu með við- skiptalegu hliðina í huga og tókum að okkur þetta verkefni að búa til áætlun um að selja þessa hönnun. Við áætlum að byrja í Kaupmanna- höfn með eigin verslun og stækka svo út í helstu stórborgir heimsins," segir Halla Tómasdóttir í samtali við Morgunblaðið. Varðandi framtíðarsýn verkefnis- ins til næstu 12 mánaða segir Sara Lind að núna vanti þær fjármagnið til að framkvæma verkefnið. Að sögn fjórmenninganna voiu þær farnar af stað með eigin hug- mynd í samkeppnina þegar þær ákváðu að vinna viðskiptaáætlun fyrir Björgu og Valgerði í Spaks- mannsspjörum. „Þær era góðar kunningjakonur okkar og við erum líka góðir viðskiptavinir hjá þeim. Við höfum mjög mikla trú á þessum fatnaði sem hefur einnig vakið at- hygli erlendis og fengið fjölda fyrir- spuma erlendis frá.“ Fimm viðskiptaáætlanir saman í þriðja sæti Þær fimm viðskiptaáætlanir sem lentu jafnar í þriðja sæti fjölluðu um viðskiptahugmyndir á gerólíkum sviðum, en þær eru: „Hraðbraut", unnin af hjónunum Ólafi Hauki Johnson viðskiptafræð- ingi og Borghildi Pétursdóttur fram- kvæmdastjóra. Verkefnið gengur út á stofnun nýs framhaldsskóla, Hrað- brautar, sem myndi bjóða úrvals nemendum að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum í stað fjögurra. „Hlíðarfjall", unnið af Sigrúnu B. Jakobsdóttur. Hh'ðarfjall hf. er fyrir- tæki sem hugmyndin er að muni byggja og reka svifbraut og veitinga- stað á brún Hhðarfjalls ofan Akureyr- ar, en þaðan er m.a. hægt að njóta einstaks útsýnis yfir Eyjafjörð og næsta nágrenni, ganga á skíðum eða á tveimur jafiifljótum og njóta annarrar afþreyingar. „Flugtaskan", unnin af Jóni Sig- fússyni en flugtaskan er hugsuð sem lítil pappaaskja í formi ferðatösku sem hafi að geyma konfektmola af fínustu gerð ásamt litlum auglýs- ingamiðum frá aðilum sem þjónusta ferðamenn, og væri flugtöskunni dreift með kaffinu til flugfarþega. „Kine ehf.“ unnið af dr. Þórði Helgasyni verkfræðingi, Baldri Þorgilssyni verkfræðingi og Ás- mundi Eiríkssyni verkfræðingi. Verkefnið fjallar um fyrirtækið Kine ehf. sem ætlað er að þróa, framleiða og markaðssetja hreyfigreini, sem er tæki ætlað fyrir heilbrigðisgeir- ann til að skoða hreyfingar fólks. , Albúm“, unnið af Kolbeini Sigur- jónssyni, Tryggva Sch. Thorsteins- syni og Þorvaldi Inga Jónssyni. „ÁlMm-stafrænt skipulag" er forrit sem heldur utan um rafrænar myndir sem fólk geymir í tölvunni --------------------------------— FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 37 Rússneskir kommúnistar vildu ekki hætta á að kosningum yrði flýtt Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar í dúmunni um tilnefningu Sergejs Stepashíns í embætti forsætisráðherra bendir til þess að rússneskir kommúnistar hafi ekki viljað hætta á að Jeltsín leysti þingið upp og boðaði til kosninga í sumar. Þeir hafi séð sér akk í því að bíða og nota hvert tækifæri til að gagnrýna stjórn Jeltsíns þar til í desember, þegar næstu kosningar eiga að fara fram. Reuters RUSSNESKIR kommúnist- ar og bandamenn þeirra sleikja nú sárin eftir að hafa beðið ósigur fyrir Borís Jeltsín forseta í tveimur mik- ilvægum atkvæðagreiðslum í dúmunni, neðri deild þingsins, á tæpri viku. I fyrri atkvæðagreiðsl- unni, sem fór fram á laugardag, hafnaði dúman tillögu um að höfðað yrði mál á hendur forsetanum í því skyni að svipta hann embættinu. Fjórum dögum síðar samþykkti dúman Sergej Stepashín í embætti forsætisráðherra með miklum meirihluta atkvæða eftir að Jeltsín hafði storkað andstæðingum sínum á þinginu með því að víkja Jevgení Prímakov úr embættinu. Treystu ekki kommúnistum Kommúnistar urðu forviða yfir ósigrinum í atkvæðagreiðslunni um málshöfðunina þar sem þeir höfðu talið víst að dúman myndi sam- þykkja að minnsta kosti eitt ákæru- atriðanna, það sem laut að þætti Jeltsíns í stríðinu örlagaríka í Tsjet- sjníu 1994-96. Niðurstaðan var hins vegar sú að 17 atkvæði skorti til að þessi ákæra fengi tilskilinn meirihluta atkvæða. Aðeins sex af 211 þingmönnum kommúnista og bandamanna þeirra studdu ekki málshöfðunina, en í ljós kom að málshöfðunartillagan naut lítils stuðnings meðal annarra þing- manna. Um hundrað þingmenn tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Aðeins einn þingmaður mið- flokks Níkolajs Ryzhkovs, Heimili okkar er Rússland, og tólf af 30 óháðum þingmönnum dúmunnar greiddu at- ____________ kvæði með tillögunni. Þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskí og flokksbræður hans gengu af þingfundi þegar tillagan var rædd til að láta í ljósi stuðning við Jeltsín. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar sýnir að þótt margir þingmenn utan kommúnistaflokksins séu óánægðir með Jeltsín og gagnrýni hann óspart treysta þeir kommúnistum enn síður. Gennadí Zjúganov, leið- togi kommúnista, varð ókvæða við jiiðurstöðuna og sakaði þessa þing- GENNADI Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, ræðir við flokksbræður sína í dúmunni eftir að hún sam- þykkti Sergej Stepashín í embætti forsætisráðherra á miðvikudag. þingrofsvaldi sínu ef þeir höfnuðu Stepashín. Samkvæmt stjórnar- skránni hefur forsetinn vald til að leysa dúmuna upp og boða til kosn- inga innan þriggja mánaða ef hún hafnar forsætisráðherraefni hans þrisvar. Margir töldu að kommúnistar myndu fagna því ef kosningunum yrði flýtt þar sem þeir eru með stærstu og best skipulögðu flokks- vélina. Greinilegt er hins vegar að kommúnistar komust að þeirri nið- urstöðu að þeim væri ekki akkur í þessu og betra væri að bíða þar til í desember þegar næstu þingkosn- ingar eiga að fara fram. Gennadí Zjúganov varaði við þv* að kommúnistar litu á sig sem and- stæðinga stjórnar Stepashíns þótt margir þeirra hefðu samþykkt hann í embættið með semingi. Þeir virðast því hafa ákveðið að beita þeirri bar- áttuaðferð að bíða og nota hvert tækifæri sem gefst til að gagnrýna stjómina, enda telja þeir útséð um að henni takist að bæta efnahagsá- standið fyrir kosningarnar í desem- ber. Úr því þeir styðja ekki lengur stjómina geta þeir kennt andstæð- ingum sínum um allt sem miður fer. Nýir flokkar geta sótt í sig veðrið BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Sergej Stepashín. Reuters Studdu Stepashín af ótta við annan verri menn um svik við rússnesku þjóð- ina. Margir töldu líklegt að kommún- istar og bandamenn þeirra myndu reyna að hefna sín á forsetanum eft- ir þennan ósigur með því að hafna forsætisráðherraefni hans í at- kvæðagreiðslunni á miðvikudag. Til --------- þess þurftu þeir aðeins hreinan meirihluta at- kvæðanna, ekki tvo þriðju eins og í atkvæðagreiðsl- unni um málshöfðunina. _________ Raunin var hins vegar sú að rúmlega 50 komm- únistar greiddu atkvæði með Stepashín þótt þeir væru enn reiðir forsetanum fyrir að reka Prímakov. Töldu Stepashín skárri kost en róttækan umbótasinna Ástæðan var einkum sú að þeir vissu að ef þeir reyndu að koma í veg fyrir að Stepashín yrði skipaður forsætisráðherra gæti Jeltsín til- nefnt annan mann sem þeir gætu enn síður sætt sig við. , Þóti, Stepashín sé dyggur stuðn- ingsmaður Jeltsíns er hann ýmsum kostum búinn að mati kommúnista. Hann er þrátt fyrir allt kerfiskarl frá sovét-tímanum, hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður öryggislög- reglunnar. Þeir töldu hann því miklu betri kost en „frjálslyndu mennina ungu“, menn eins og Sergej Kíríjenko, forvera Prímakovs í embætti for- sætisráðherra. Nokkrir atkvæðamiklir þingmenn kommúnista og bandamanna þeirra gáfu til kynna fyrir at- kvæðagreiðsluna að þeir myndu styðja Stepashín af ótta við að ann- ar verri yrði tilnefndur. Óttuðust þing- rofsvald forsetans Ennfremur er líklegt að Stepas- hín hafi fengið fleiri kommúnista á sitt band með loforðum sínum um að bæta kjör almennings og hafna róttækum efnahagsumbótum. Kommúnistarnir vissu einnig að þeir .áttu á hættu að Jeltsín beitti Ætla að nota hvert tækifæri til að gagn- rýna stjórnina Nokkrir sérfræðingar í rússneskv- um stjórnmálum hafa einnig bent á að togstreitan endalausa milli forset- -------- ans og kommúnista í dúmunni geti orðið til þess að andstæðingar kommúnista skjóti sér upp á milli þeirra og auki fylgi sitt meðal kjósenda með því að hamra á því að þeir einir séu færir um að leysa efna- hagsvanda Rússlands. Talið er að kommúnistum stafi veruleg hætta af nýjum pólitískum hreyfingum sem hafa komið fram % sjónarsviðið. Föðurlandsflokkur Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, og tvær svæðisbundnar hreyfingar, Allt Rússland og Rödd Rússlands, gætu til að mynda bund- ist samtökum fyrir kosningarnar í desember og yrðu þá mun líklegri til að ná árangri en í sumar. Sáu sér akk í því að bíða fram í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.