Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 48

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvað er tímatal? „0. janúar 2000“ er ritháttur 'stjarnfræðinnar á komandi mótum árþúsunda og táknar 1. janúar árið 2000 kl. 12 á hádegi að sólartíma (sól í hásuðri). Þá eru mót árþúsunda skv. stjarnfræði. Þar byrjar dagur á há- degi. Talan „0“ (núll) er talin eitt mesta framlag til stærðfræðinnar og því ástæða til að gefa henni gaum og rekja sögulega slóð hennar, en þar virðist ekki vera feitan gölt að flá. Italski stærðfræðingurinn Fibonacci (1180-1250 ca) var sem ungur maður sendur til Alsír til „að læra að reikna með indverskum tölum“. Hann skrif- Kaði 22 ára kennslubók í reikningi 1202. Þar er núllið skrifað á sama hátt og nú og var kallað „zero“ (Alle tiders tal 1972, bls 109, Politikens Forlag). Hins vegar er beinlínis skýrt frá því í sömu bók, að táknið „0“ fyrir hug- takið „enjginn“ komi fyrst fram á Italíu í kennslu- bók í reikningi frá árinu 1484. Þama er því mót- sögn. Það er best að við- urkenna það strax, að áreiðanlegar heimildir vantar um þessi mál. Sagnfræðingar hafa ekki staðið sig sem skyldi, þar sem um svona lítið mál er að ræða. Þessi bók er samt mín besta heimild. Á þeim tíma, þegar táknið „0“ var ekki til og notaðar rómverskar töl- ur, leysti Díonysíus Jón Brynjólfsson vandamálið að gera tímatal, þar sem ártalið sýnir liðinn tíma frá fæð- ingu Krists, en það virð- ist standa í stærðfræð- ingum í dag. Málfræðin og rithátturinn skiptir öllu máli, ef ráða skal hugsun að baki gerð og notkun tímatals, hvort sem það er tímatal Róm- verja eða okkar. I tím- ans rás hefúr ritháttur okkar tekið breytingum, og því er ekki á grund- velli hans hægt að kom- ast að sannleikanum. Hugtakið „enginn“ er til jafnvel í hugum dýra. Við getum hugsað okkur kött, sem í leit að mús kemur inn í tómt herbergi og finnur enga. Hug- takið „engin mús“, „ekkert að éta hér“, vaknar í huga kattarins og hann heldur í næsta herbergi. Hugtakið var því til í huga Díonysíusar. Hins vegar hafði rómverska talnakerfið, sem hann notaði, ekkert tákn fyrir hugtakið „enginn". Díonysíus gat að sjálfsögðu ekki notað það sem ekki var til. Það hins vegar þarf ekki að fela í sér, að tímatalið sé rangt. Ef Dí- onysíus hefði skrifað „0“ við eitt árið, hefði enginn skilið það. Eru menn með skrifum sínum í dag að álasa Dí- onysíusi fyrir að hafa ekki skrifað tákn, sem ekki var til? Tímatalið felur í sér ártöl. Hvert ár- tal sýnir liðin heil almanaksár frá fæð- ingu Krists. Það var þess vegna, sem páfi samþykkti tímatalið og taldi það sæmandi. Rangt tímatal hefði verið ævarandi skömm fyrir Díonysíus og páfa og reyndar allan hinn kristna Hilla há, \ ;ir kr. 28.JGi).- ini 22.700,- 1-lilla lak, var kr. 2.300.- nú 16.900,- Skenkur. var kr. 59,o()0,- nú 38.870, I Uppgefið tilboðsverð er staðgreiðsluverð. Opið vifka daga kl. 1000-1800 á morgun lau. frá kl. 11°°-1600 Borö o*i 6 siólar. var kr. 12”. 700,- nú 83.000,- Carla Stóllinn Smiðjuvegi 6D • Rauð gata 200 Kópavogur • Sími 554 4544 Tímatal ✓ I hvert skipti sem þú ritar ártal, segir Jón Brynjólfsson, skrifar þú fjölda heilla alman- aksára frá fæðingu Jesú Krists. menningarheim. í grein Freys Her- mannssonar (Mbl. 27. apr.) kemur fram, að Freyr hefði sett „töluna 1“ á fæðingarárið. Það gefúr mér til kynna, að skilningur á hugtakinu „tímatal" er ekki fyrir hendi á þeim bæ. Tímatal er ekki bara talnaröðin, sem byrjar bara einhvers staðar. Yfirlýstur tilgangur tímatalsins var að tengja það fæðingu Krists. Tíma- talið sýnir fjölda heilla almanaksára frá þeim atburði, sem miðað er við. Og hvað er þá langt síðan Kristur fæddist? Allt þetta ár (1999) eru 1999 heil almanaksár liðin frá fæðingu Krists. Nýtt árþúsund hefst að morgni 1. jan. 2000. Þá eru 2000 heil almanaksár liðin frá fæðingu Krists. Tilgangur timatalsins er að sýna þetta. Þetta hefði nemandi í stærð- fræði á háskólastigi gjama mátt vita. Það verður að gera meiri kröfur til slíkra manna en almennings, sem er á kafi í kosningum og pólitík. í hinni ágætu orðabók Áma heitins Böðvars- sonar stendur: „ártal h. 1 tala til að sýna árafjölda frá upphafi tímatals (meðal kristinna manna reiknað frá Krists fæðingu).“ Menn em í dag svo skyni skroppn- ir, að þeir taka ekki mark á ártalinu og tímatalinu og segja: „Við vitum ekki, hvenær hann var fæddur." En það er einmitt það, sem ártalið segir okkur. Það er líka vitað, hvenær Kristur fæddist. Menn greinir aðeins á um, hvort það var 28. eða 29. september árið 2 B.C. Þessi munur virðist stafa af því, hvemig farið er frá almanaki hebrea, þar sem dagur byrjar kl. 18, til okkar almanaks. Á alþjóðlegu kirkjuþingi var síðari dagurinn sam- þykktur sem fæðingardagurinn. Þetta mega menn þvi vita. Skv. alm- anaki og tímatali Rómverja var Krist- ur fæddur „29. september ab urbe condita 752“ (ekki 753). Díonysíus er einn af mikilmennum sögunnar, og það er ósæmandi að gera hann að einhverjum hálfvita í augum almennings. Nafn hans mun lifa með mannkyninu um aldur og ævi, vegna þess að hann vann sitt verk samviskusamlega, og jafnvel af snilld miðað við aðstæður. Hann gaf okkur tímatal, sem er rétt. í 500 ár hafði engum dottið þetta í hug. Stór- hugur Díonysíusar varð til þess, að tímatali Rómverja var kastað fyrir róða. Það var, ef ég man rétt árið 529 (1282 a.u.c.) Ef hans hefði ekki notið við, værum við ennþá að telja árin frá stofhun Rómaborgar, og ártalið 1999 væri „ab urbe condita MMDCCLII (2752)“. I hvert skipti sem þú ritar ártal, skrifar þú fjölda heilla almanaksára frá fæðingu Jesú Krists. Þessi teng- ing tímatalsins við fæðinguna felur í sér, að við vitum alltaf, hve langt er síðan Kristur fæddist. Á komandi mótum árþúsunda 1. janúar árið 2000 fijgnum við 2000 heilum almanaksár- um liðnum frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gera menn sér grein fyrir því á komandi mótum árþúsunda, að við erum að minnast 2000 ára frá fæð- ingu Krists, en ekki fallegri tölu með mörgum núllum eða „mörgum tölum með gati“. Upphaflega var núllið „0“ einmitt skilgreint sem „punktur með gati“. Ég skil ekki samlíldngu tíma- tals við sígarettupakka. Ég hélt að málið snerist um stærðfræði. Það er fyrir löngu búið að afgreiða það mál, að allir kunna að telja, og allir vita, hvað er tugur. Málið snýst því um upphaf tímatalsins og hvar á að byrja að telja „1“. Það hefur beinlínis komið fram í Mbl. Þegar talin eru liðin ár, er fyrsta árið 0-1, annað 1-2 og 10. árið 9-10. Talan „0“ þarf ekki að koma við sögu. Upphaf tímatals er skilgrein- ingaratriði. Talan 1 kemur inn í ár- talið í upphafi 2. ársins. Þá er 1 alm- anaksár liðið frá fæðingu Krists. 30. apríl, 1999 heilum almanaksár- um eftir fæðingu Krists. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.