Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 63 -$-■ ELTON John söng við útför Díönu prinsessu enda voru þau mestu niátar. Nótnablöð og verðlaunagrip- ur á uppboð HANDSKRIFUÐ nótnablöð út- setjarans George Martins og verðlaunagripur hans, Eltons Johns og Bernies Taupin fyrir metsölu geislaplötunnar Candle in the Wind ‘97 verða boðin upp í dag, föstudaginn 21. maí. Lag Eltons var flutt við jarðarför prinsessunnar af Wales og seld- ist geislaplatan sem gefín var út í kjölfarið í 33 milljónum ein- taka, meira en nokkur önnur plata hingað tU. Lagið var upp- haflega samið sem óður til Hollywood-leikkonunnar Mari- lyn Monroe árið 1974. Eftir lát Díönu endurskrifaði Bemie Taupin lagið og endurspeglar textinn þann harmleik sem frá- fall prinsessunnar var fyrir heimsbyggðina. Elton bauð framleiðandanum George Mart- in að útsetja lagið fyrir plötuna og var sú útgáfa án söngs. Verð- launagripurinn sem þeir félagar hlutu var sérsmíðaður af gull- smiðnum Theo Fennell og er að hluta til úr silfri og búist er við að hátt verði boðið í hann. Ágóði af uppboði nótnablað- anna og verðlaunagripsins renn- ur beint til tónlistartengdra góð- gerðarmála. Mista Sinista á Thomsen i kvöld mun plötusnúðurinn Mista Sinista úr X-ecutioners spila á Kaffi Thomsen. Hljómsveitin X- ecutioners er leiðandi á sviði plötu- snúðamennsku í „skratsi“ en hún spilar á plötuspilara eins og aðrir leika á hljóðfæri. Mista Sinista var síður en svo ógnandi þegar blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann þrátt fyrir að bera nafn þess efnis. Sagð- ist vera hinn ljúfasti náungi, sætur, en illilegur þegar Hann er kominn á svið. Mista Sinista segist ekki bara hljóðblanda heldur semja eigin tónlist með skratsi. Hann ætlar að spila nokkuð af nýju efni af vænt- anlegri sólóskífu í kvöld. Ásamt Mista Sinista koma fram á Thomsen íslensku plötusnúðarnir ÖJ Rampage ogjtaw Promotions. FÓLK f FRETTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd Jackies Chans. Hún heitir Ngo hai sui, öðru nafni Who Am I? eða Hver er ég? Jackie Chan snýr aftur PETTA byrjaði með því að hópur sérsveitarmanna rændi þremur vís- indamönnum, sem voru að rannsaka brot úr loftsteini. Allt gekk vel þang- að til einn yfirmannanna sveik lit og sérsveitarmennirnir dóu í þyrluslysi, nema einn (Jackie Chan) sem rankar við sér hjá afskekktum frumbyggj- um í Suðui'-Afríku og veit ekki hver hann er. Þeir spyrja hann að nafni, hann hrópar í örvæntingu: Hver er ég? og þeir halda að hann sé að segja til nafns. Jackie tileinkar sér siði þeirra og venjur og smám saman fer ýmislegt úr fortíðinni að rifjast upp fyrir hon- um. Hann ákveður að snúa til baka og komast að því hver hann er og hvers vegna það gerðist sem gerst hefur. Jackie Chan er sagður 45 ára og heitir réttu nafni Kong-sang Chan. Hann er leikstjóri myndarinnar ásamt Benny Chan og höfundur handritsins ásamt Susan Chan. Tengsl þeirra Bennys og Susan við Jackie og skýringar á sameiginlegu ættamafni þessara þremenninga verða ekki gefnar hér. Jackie Chan er eins mann kvik- myndaiðnaður í raun og veru. Hann er stórveldi í Hong Kong, á eigin fyr- irtæki og er í stjórnum helstu fag- greinafélaga í borginni þar sem kvik- myndaframleiðsla er stóratvinnu- grein. Afskipti Jackies Chans af kvik- myndum hófust þegar hann var sjö ára og foreldrar hans fluttust til Ástralíu en skildu hann eftir í kín- verskum óperuskóla í Hong Kong. Kínversk ópera byggist mikið á lík- amlegum leik, leikfimisjálfsvarnar- listum og melódramatiskum leik. Nemendur skólans fengu oft auka- hlutverk sem áhættuleikai'ar við kung-fu myndir í Hong Kong og Jackie var einn þeirra sem reglulega fengu slík tækifæri. „Eg naut þess að vera þar sem ver- ið var að gera kvikmyndir,“ segir hann. „Ég fékk að fylgjast með öllu og læra allt. Svo fengu þeir sem léku í myndunum meira að borða en hinir krakkamir.“ Jackie hefur leikið í 70 myndum, hinni elstu frá árinu 1962, þegar hann var átta ára. Brátt vakti þessi náttúrutalent á sviði bardaga- lista athygli leikstjóra og smám sam- an fékk hann mikilvæg áhættuhlut- verk. Smátt saman varð hann stjórnandi áhættuleikara. Fyrsta tækifærið sem leikari fékk hann 1976 og síðan rúll- uðu hlutimir af stað. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd 1980 og hefur síðan leikið í 23 myndum ýmist sem aðalleik- stjóri og íeikstjóri, framleið- andi og handritshöfundur. I dag er Jackie Chan ekki aðeins stærsta nafnið í kvik- myndaheimi Hong Kong heldur stórstjarna í vestræn- um kvikmyndaheimi, sem hefur endurskapað kung-fu myndir Austurlanda. ■ it Jackie Chan’s FYRST ER BARIST SÍÐAN ER SPURT KRAYMOND CHOWn ^.m:: AGULDHN' HARVtST PnODlJCWON :.\)ACK3fcChtóNkur ".JACKjfc UHÁN'S WHU AN1 IV JACKIC CHAN MICHELLE FEPRC MIRAI YAMAMOTO . ..■• .. tANATHAN WANG wscter r,t p,. .rorkty POON NANO fiANG’. eiitéQ í.v PETER CHEUNG íh k.s.e : YAU CH! WAI ■ . ’ c. . i, o-'.i OLIVLR WQNG .ve;,.i. ... LEuNARD HQ p t, ucgc by BARBIE TUNB wrewtte; b« LEE REYNULDS SUSAN CHAN JACklE CHAN ovccfed JACKIEl«g| 8ENNY UHAN\ JACKIE CHAN MICHELLE FEPRE MIRAI YAMAMOTO . ..■■ ■:. ty’ ■mhH y.jitrQ t.v PETER CHEUNG íh ■ 11: YAU CHi WAI i ’ c i .. t '■M pT.íucád by BARBJE TUNBkreanplay by LEE REYNOLDS SUSAN C1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.