Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 54
>54 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ INTER Bíldshöfða 20 Reykjavík ^mb l.is A.LLTAf= GITTHKSAG NÝTl Hvað er hættulegt í barnsfæðingum? Margrét Eyrún Jónsdóttir Ingadóttir SUMARDAGINN fyrsta birtist grein eftir Evu Einarsdóttur ljós- móður þar sem hún brást við grein okkar um framfarir og forræðis- hyggju á Landsspítala. Grein Evu einkenndist einmitt af þeirri for- ræðishyggju sem við vorum að mót- mæla og er í hróplegri mótsögn við skelegga og fræðandi grein Jennýj- ar Ingu Eiðsdóttur ljósmóður sem birtist hinn 7. maí síðastliðinn. Grein Jennýjar ber þess vitni að skoðanir Evu eru til allrar ham- ingju ekki almennar á fæðingar- deild Landsspítalans. Eva Einarsdóttir taldi grein okk- ar vera lágkúrulega og ósmekklega og okkur fullar af hroka og fáfræði. Við látum þeim ásökunum ósvarað. Pað sem fyrir okkur vakti var að vekja athygli á því að læknisfræði- leg stefna hátæknisjúkrahúsa hins fiffl RITARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is vestræna heims undanfarin 25 ár hefur afkynjað bamsfæðingar. Með aukinni tækni, sem ekki er neitt annað en gott um að segja þegar á þarf að halda, var öllum barnsfæð- ingum, eðlilegum sem afbrigðileg- um, breytt í kynlausan atburð þar sem tæknin tók völdin og þrengdi móður náttúru út í horn. Konum hefur lengi verið talin trú um að kynfæri þeirra væru „óhrein", bæði í heilögum ritningum og í vafasöm- um bókmenntum. Eva skrifar undir starfsheitinu ljósmóðir og er ekki leikmaður varðandi hag verðandi mæðra. Það er vafasöm iðja, jafnvel fyrir þá sem vilja ríghalda í gamlar venjur, að bera fram hræðsluáróður gegn nýj- ungum á opinberum vettvangi í nafni starfsheitis. Pykir okkur rétt að benda Evu á alþjóðlegar siða- reglur ljósmæðra sem Ljósmæðrafélag ís- lands er nýbúið að gefa út á íslensku. Par kemur m.a. fram að ljósmæður hvetji kon- ur til þess að taka þátt í allri umræðu sem á sér stað í samfélagi þeirra um málefni sem varða heilsugæslu kvenna og fjölskyldur þeirra. Við tökum þessari hvatningu fagnandi og höldum áfram skrifum okkar um mæðravernd. Forræðishyggja í fæðingarþjónustu er Fæðingar s Orökstuddur hræðslu- áróður þröngsýnna heilbrigðisstarfsmanna er að mati Margrétar Jónsdóttur og Eyrúnar Ingadóttur það hættu- legasta sem barnshaf- andi konur geta lent í. umhyggjukúgun og vantraustsyfir- lýsing á þá sem hana þiggja. Ef hægt væri að bjóða upp á hættu- lausa fæðingu þar sem tryggt væri að hvorki móðir né barn biðu skaða af þá yrði það gert. Málið er bara ekki svo einfalt. Ekkert er sjálfgef- ið, ekki einu sinni það að eignast heilbrigt barn. Lífinu fylgir ávallt einhver áhætta og starfsfólk fæð- ingardeilda er ekki öfundsvert að eiga sífellt á hættu að vera ásakað um handvömm þegar eitthvað fer úrskeiðis. Við hvem á að sakast ef illa fer? Fæðandi konur bregðast við þessari óvissu með því að velja þann kost sem veitir þeim mest ör- yggi. Vegna sömu óvissu leggja sí- fellt fleiri læknar stund á heimspeki og heimspeki hefur verið kennd í hjúkrunamámi til margra ára. Læknar sjá nauðsyn þess að geta tekið siðmenntaða afstöðu í heimi þar sem þarf að sætta sambúð og samspil hugmyndafræðilegra og tæknilegra framfara, siðfræði og vísinda við sjálfa móður náttúru. Ljósmæður bera mikla ábyrgð og konur treysta á þær. Engri konu myndi detta í hug að ala barn sitt í vatni fengi hún þær upplýsingar hjá ljósmóður sinni að barnið myndi sennilega drukkna. Ekki hefur ver- ið sýnt fram á að það sé hættulegra að eiga barn í vatni en á þurru landi þrátt fyrir að komin sé áratuga reynsla á vatnsfæðingar, t.d. í Frakklandi. Það er hendi næst að vitna til eins frægasta fæðingar- læknis Frakka, Michel Odant, en hann hefur lengi annast konur við vatnsfæðingar. Þær konur sem velja að fæða í vatni gera það vegna þess að vatn hefur verkjastillandi og slakandi áhrif. Kona á auðveld- ara með að hreyfa sig í vatninu, en hreyfing eykur aftur á kraft fæðing- arinnar og möguleika á eðlilegri fæðingu, og spöngin rifnar síður. Við skulum ekki gleyma því að það fylgir því áhætta að fá „venju- legar“ deyfingar við fæðingu. Engri konu dytti í hug að þiggja mænu- deyfingu, þrátt fyrir óbærilega jóð- sótt, fengi hún þær upplýsingar að J SIX-TEX JAKKAR • FLÍS PEYSUR • DÚNÚLPUR GÖNGUSKÓR JOGGING GALLAR • GALLABUXUR • MAX TEX JAKKAR SLOPPAR • STUTTBUXUR • VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR OG FLEIRA OG FLEIRA SKÚLAGÖTU 51 2. HÆÐ SÍMI: 552 7425

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.